Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NEYTENDUR Sígaunar með feng sinn BÚLGARSKIR sígaunar flytja flakið af rússneskum ZAZ-bíl í brotajára á hestvagni í höfuð- borginni Sofíu til að verða sér úti um aura í efnahagskreppunni, sem Búlgarar eiga nú við að stríða. Hundruð bilflaka liggja nú meðfram vegum og götum borga í Búlgariu, en mikill skortur er á bílakirkjugörðum í landinu. Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli Köld sumur sögð hafa bundið enda á norrænu NOKKRIR þeirra vísindamanna, sem hafa tekið þátt í rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli kynna í nýjasta hefti vísindaritsins Science nýjar tilgátur um hvað batt enda á norrænu miðaldabyggðina þar. Segja þeir tuttugu óvenjuköld sumur í röð hafa orðið þess vald- andi, að byggðin lagðist af, og tíma- setja endalokin á efri hluta 14. ald- ar. Fullyrða þeir, að niðurstöður fomleifarannsókna í Eystri- og Vestribyggð bendi tii að hinir nor- rænu Grænlendingar hafi að sára- litlu leyti nærzt á fiski, og draga af því þá ályktun að þeir hafi aldrei lært vetrarveiðiaðferðir ínúíta, sem veiddu sel og fisk í gegn um ísi lagð- an sjóinn. Þýzka dagblaðið Die Welt birti í liðinni viku forsíðufrétt, þar sem vitnað er til kenninga bandarísku vísindamannanna. Sagt er, að nor- rænu mennirnir, sem höfðu búið á Grænlandi frá því á 10. öld, hefðu hrakizt þaðan eftir að hin svokallaða „litla ísöld“ skall á, sem hófst með löngu kuldaskeiði upp úr miðri fjórt- ándu öld. Meðalhitastig á norður- hveli jarðar hélzt upp frá því, með stuttum hléum, um meira en einni gráðu lægri en það varð aftur á nítj- ándu öldinni. Út úr borkjörnunum má lesa, að árið 1343 hófst á Grænlandi tímabil með kaldari og styttri sumrum. Þeg- ar vísbendingar þær, sem borkjarn- amir gefa, eru bomar saman við vísbendingar um hagi manna, sem fást úr fornleifarannsóknum, má draga ýmsar ályktanir. Heyfengur virðist hafa brugðist ár eftir ár á þessu tímabili, sem endaði með því að hungrað fólkið neyddist til að slátra mjólkurkúnum, en með því svipti það sig jafnframt lífsbjörginni til lengri tíma litið. í hungursneyð- inni reyndi fólkið meira að segja að tyggja hófa húsdýranna og slátraði veiðihundunum. Þegar betri tíð gekk loks í garð eftir tuttugu langa vetur virðist fólkið hafa horfið á braut. Hungur vegna siðafastheldni? Tilgáta bandarísku vísindamann- anna er sú, að hinir norrænu íbúar Grænlands hafi dáið úr hungri að segja má vegna fastheldni við siði forfeðra sinna. Á tólftu öld höfðu ínúítar frá Elle- mere-eyju undan norðurströnd .anada flutt sig um set til Græn- lands og komizt í kynni við hina norrænu menn. Þessir svokölluðu byggðina Thule-veiðimenn munu gjarnan hafa tekið við afurðum frá norræna fólk- inu en það aftur á móti virðist ekki hafa kært sig um að þiggja neitt frá aðkomumönnunum. Af þeim hefði það hins vegar get- að lært ýmislegt gagnlegt. Á sama tíma og fólkið, sem hélt fast við siði og matarvenjur norræna bændasam- félagsins, svalt heilu hungri í lok vetrar, veiddu ínúítamir bæði seli í gegn um öndunargöt þeirra á ísnum og fisk. Nokkur kaldhæðni þykir liggja í því, ef sú var raunin, að svo virðist sem hinir norrænu Grænlendingar lærðu hvoruga bjargræðisaðferðina og sultu því án þess að nálgast björg- ina sem næst var, handan íshellunn- ar á hafinu í kring. Ekki nýtt Sigfús J. Johnsen, jarðeðlisfræð- ingur, hefur tekið þátt í borkjarna- rannsóknunum (GISP 1 og 2). Hann birti árið 1975 ásamt dönskum starfsfélögum grein í tímaritinu Nature um veðurfar og áhrif þess á lífshætti norrænna manna á Græn- landi, sem byggð var á GISP 1. Þar segir Sigfús hafa verið greint frá því, hvernig lesa hefði mátt ná- kvæmlega úr borkjarnanum hvernig tíðarfar hefði verið frá ári til árs á síðastliðnu árþúsundi og lengur. Þannig hefði komið í Ijós, að um sama leyti á fjórtándu öld og vitað er að fólk hvarf frá Vestribyggð bytjuðu kuldaskeið, sem mörkuðu upphaf svokallaðrar „litlu ísaldar". Þannig væri sú vitneskja ekki ný. En samkvæmt síðustu rituðu heim- ildum bjó fólk enn í Eystribyggð árið 1410, sem Sigfús segir sanna að það hafí lært að tileinka sér þá lífshætti sem aðstæður kröfðust í kaldari tíð. Hvað hafi riðið byggð- inni að fullu væri enn ekki fullskýrt. Sjóræningjakenningin Með tilliti til þeirrar staðreyndar, að mjög fáar beinagrindaleifar hafa fundizt frá 14. og 15. öld telur hann því „sjóræningjakenninguna" svo- kölluðu allt eins líklega skýringu. Sú kenning gengur út á, að íbúunum hefði verið rænt af evrópskum sæ- förum, sem slæðzt hefðu á hinar norðlægu slóðir (í leit að hval eða öðru verðmætu til sölu í Evrópu), og þeim hafi jafnvel verið komið fyrir sem landnemum á hinum suð- lægari Atlantshafseyjum, sem Spán- veijar og Portúgalir höfðu þá nýupp- götvað. Alþjóðadagur neytendaréttar N eytendasamtökin kynna leiðir til lausnar deilum við seljendur í dag, laugardag, er alþjóðadagur neyt- endaréttar. í tilefni dagsins halda Neyt- endasamtökin daginn hátíðlegan með ýmsum hætti. Verða í verslunum og kynna samtökin „Við ætlum að nýta daginn til að koma þeim málum að sem við teljum að skipti máli fyrir íslenska neytend- ur“, segir Jóhannes Gunnarsson, fram- Jóhannes kvæmdastjóri Neyt- Gunnarsson endasamtakanna. Við verðum á laugardaginn í nokkrum verslunum og kynnum Neytenda- samtökin og fyrir hvaða baráttumái þau standa," segir hann. Jóhannes segir að Neytendasamtökin hafi verið að gefa út nýtt heimilisbók- hald sem verður selt í verslun- um í dag og einnig verða starfsmennirnir með Grænu bókina sem er á sérstöku tilboðsverði. _ „Meginmálið er að ná P’ eyrum fólks. Því öflugri \ sem Neytendasamtökin eru því sterkari er staða neytenda almennt. ákvörðunum sem stjórnmálamenn taka og varða neytendur og segir að sér finnist ekki óeðlilegt að ríkis- valdið styrki slíkt starf. „Stjórnmálamenn lækkuðu til dæmis ný- lega vörugjald á ýms- um varningi væntan- lega svo neytendur myndu njóta lægra vöruverðs. Engar til- raunir voru hinsvegar gerðar til að fylgja þessum ákvörðunum eftir. Við ætlum hins- vegar að reyna það eftir mætt,i.“ Stærstu Neytendasamtök í heimi Lítill stuðningur frá stjórnvöldum Það sem einna helst stendur í vegi fyrir öflugra starfi Neytenda- samtakanna er fjárskortur. Jóhann- es segir að sér reiknist til að stjórn- völd hérlendis leggi til Neytenda- samtakanna 40 krónur miðað við höfðatölu en sambærileg tala er um 140 krónur í Noregi. „Það er auð- velt að færa rök fyrir því að vegna fæðar okkar þyrfti hlutfallslegur stuðningur að vera hærri en annars- staðar. Þessu er hinsvegar þveröf- ugt farið.“ Jóhannes segir að þau 15-20 ár sem hann hefur tekið þátt í neyt- endamálum taki stjórnvöld vel við sér og álykti ávallt að þurfi að gera meira. „Það dapurlega er að þegar kemur að efndum stranda þessar yfirlýsingar. Fulltrúar Neytendasamtakanna hafa nýlega átt viðræður við full- trúa viðskiptaráðherra og vissulega gerum við okkur einlægar vonir um viðhorfsbreytingar hjá stjórnvöld- um varðandi neytendastarf í land- inu.“ Jóhannes telur nauðsynlegt að Neytendasamtökin fylgist með þeim Hver er staða Neytendasamtak- anna núna? „Hún er sterk að því leyti að miðað við íbúafjölda eru Neytendasamtökin þau stærstu í heimi. Islenskir neytendur & kunna að meta starf okkar.“ Hann segir þó y að félagafjöldinn dugi „ _____ Jy ekki til að halda uppi Ö°4DAGU9. ^ öflugu neytendastarfi í landinu. „Félagsmenn okkar eru of fáir til að bera uppi öflugt neytendastarf. í Bretlandi er um ein milljón félagsmanna í Neytenda- samtökunum og það er hlutfallslega lakari árangur en við getum státað okkur af. Þessi fjöldi gerir hinsveg- ar gæfumuninn í rekstri svona sam- taka._ - Á hveiju bitnar aðallega bág- borin fjárhagsstaða samtakanna? „Fjárskorturinn gerir til dæmis að verkum að við getum ekki ráðið ALÞJÓÐADAGUR neytenda- réttar. Þar er minnst sögulegr- ar yfirlýsingar fyrrum forseta Bandaríkjanna John F. Kennedy frá 15. mars árið 1962 um grundvallarréttindi neytenda. Komu þar fram sjö lágmarksréttindi neytenda Réttur til öryggis Réttur til upplýsinga Réttur til að velja Réttur til áheymar Réttur til bóta Réttur til fræðslu Réttur til heilbrigðis og sjálf- bærs umhverfis til okkar viðskiptafræðing. Við þurfum að velta fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki fýlgst með samkeppni sem skyldi og ég minni á að fijáls verðlagning og verð- myndun byggir á að neytendur fái eðlilegt upplýsingastreymi þannig að þeir geri sér grein fyrir markaðn- um. Það þyrfti að auka upplýsingar til neytenda. Við getum ekki sinnt því eins og við vildum. Við vildum gera meira á ýmsum sviðum, tryggja neytendum aðgang að leiðum til að ná fram rétti sínum og svo framvegis." Alþjóðleg úrskurðarnefnd í neytendamálum - Hvar telur þú brýnast að sam- tökin láti til sín taka? „Neytendasamtökin þurfa að koma því á að neytendur eigi greiða leíð að úrlausnarleiðum í deilum við seljendur. Erlendis er kvörtunar- þjónusta rekin af stjórnvöldum enda litið á hana sem samfélagsþjónustu. Með greiðari aðgangi að úrlausnar- leiðum eigum við við að neytendur geti leitað til ákveðinnar skrifstofu, t.d. Neytendasamtakanna, með öll deilumál við seljendur hvort sem varan var keypt í verslun við Lauga- veg eða í öðrum löndum á EES svæðinu." Jóhannes segir að tryggja þurfi skjóta afgreiðslu mála með úrskurðarnefndum á öllum sviðum viðskipta. „Það er okkar sjónarmið að hér beri að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem Neytendasamtökin hafa aflað sér á þessu sviði. Það er mikilvægt að samtökin auki upplýsingastreymi til neytenda þegar verðlagning á vöru og þjón- ustu er nánast í öllum tilvikum fijáls og ákvörðunaratriði seljenda. Neyt- endur verða að hafa yfirsýn yfir markaðinn. Ef hana vantar njóta þeir ekki þeirrar hagkvæmni sem virk samkeppni á að geta skilað. Það er mikilvægt að Neytendasam- tökin geti sinnt gæðakönnunum. Við erum meðlimir í Intemational testing sem er samstarfsvettvangur Neytendasamtaka í Vestur-Evrópu um gæðaprófanir. Því virkari sem við erum á þeim vettvangi því meira kostar það.“ Þá segir Jóhannes í lokin að ekki sé hvað síst mikilvægt að veita markaðnum aðhald og eftirlit. „Því miður er fákeppni og einokun enn á fjölmörgum svipum íslensks við- skiptalífs. Við viljum veita slíkum fyrirtækjum eðlilegt aðhald þannig að hagsmunir neytenda séu tryggð- ir sem best.“ Nýtt Mentadent í pumpum MENTADENT tannkreminu er ætlað að vinna gegn tannholds- bólgu, tannsteini og tann- skemmdum. Nú ertannkremið fáanlegt í pumpum en það hefur verið á markaðnum í venjulegum túpum. Dömubindi og buxnahlífar SKIPHOLTS apótek hefur hafið sölu á Natracare dömubindum, buxnahlífum og tíðatöppum frá Bodywise Ltd. á Bretlandi. í fréttatilkynningu frá Bergfelli ehf. segir að tíðatapparnir séu ray- onfríir og framleiddir úr 100% súrefnisbleiktri bómull. Þeir inni- halda engin yfirborðsvirk efni, bindiefni, gerviefni né aukaefni og eiga því að draga úr hættu á sjúk- dómum tengdum notkun á klór- bleiktum töppum. Dömubindin og buxnahlífarnar eru einnig framleidd úr 100% súr- efnisbleiktri bómull. Buxnahlíf- amar eru ekki með plastbotni og henta því fyrir konur með sveppa- sýkingu í leggöngum eða á ytri kynfærum. Tuttugu stykki af þunnum Matracare bindum kosta 151 krónu. Innflutning og dreif- ingu annast Bergfell ehf. Sykurpúðar FARIÐ er að selja sykurpúða frá fyrir- tækinu Taveners. Sykurpúðarnir eru notaðir í bakstur, kakó og á grillið. Þá eru þeir þræddir á spjót og brúnaðir yfir eldinum. Sykurpúðarnir fást í hvítu og bleiku og Ásgeir Sigurðs- son ehf. flytur þá inn. Þeir fást í mörgum matvöruverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.