Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Lítið ykkur nær Á SAMA tíma og Slysa- vamafélagið stendur fyrir landssöfnun til styrktar kaupum á björgunarskip- um til að auka öryggi sjó- manna við strendur lands- ins fá tíu þúsund íslenskir unglingar leyfi Mennta- málaráðuneytisins og skólastjóra sinna til að fá fn' í einn dag til að safna fé handa indverskum ungl- ingum til að greiða fyrir verknámskennslu þeim til handa. Prófessor við Há- skólann leggur þessu lið á áberandi hátt. Á Indlandi búa 800 milljónir manna og mætti ætla að þeir betur settu í því landi gætu séð um_ sína. Eg er búin að fá mig meira en fullsadda af því hvemig augum þjóðarinn- ar er sífellt beint til hjálpar fólki hinum megin á hnett- inum. Hvað með eigin landa? Væri mönnum ekki hollt að líta sér nær? Hvað- an hafa þeir helst komið peningamir sem þjóðin hefur bmðlað með? Úr sjávarútveginum. Krakkar mínir. Þið skuldið íslenskum sjó- mönnum það að leggja ykkar af mörkum til að tryggja öryggi þeirra á sjónum. Á hveiju ári missa böm feður sína og konur menn sína í sjóslysum. Finnið þið ekki til með þeim? Við höfum fyrst og fremst skyldur við eigin þjóð. Rannveig Tryggvadóttir, Bjarmalandi 7,108 R. VELVAKANDA barst eft- irfamdi klausa: „Ég er búin að fá svo mikið nóg af þessum skemmtiþáttum í sjónvarpinu, aðallega þeim sem ganga út á það að niðurlægja fólk, sér- staklega vil ég taka fram að þættimir hjá Hemma Gunn, Gísla Rúnari og Ei- riki era slæmir með þetta. Mér finnst að þjóðin þurfi að fara að skoða skömm sína, það horfa allir á og enginn segir neitt. En ég vil lýsa yfír ánægju minni yfír þættinum Á elleftu stundu þar sem rætt var við Árna Sigfússon og Ellý í Q4U, það er viðtalsþáttur sem aðrir mættu taka sér til eftirbreytni." Maddý. Tapað/fundið Garfield-köttur fannst BLÁR Garfield-köttur fannst á Rauðarárstíg þriðjudaginn 4. mars. Upp- lýsingar í síma 553 4328. A HARÐASPRETTI. Morgunblaðið/ Kristinn Morgunblaðið/Haraldur Baldursson FRÁ íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Tvöfaldur íslenskur sigur ÍDAG Víkveiji skrifar.. AÐ uppátæki breskrar auglýs- ingastofu að greiða leigubíl- stjórum í Lundúnum fé fyrir að masa um Siemens-bílasíma við far- þega ber því vitni hve langt menn eru reiðubúnir að ganga til að koma vöru sinni á framfæri. Víkveiji dagsins sér fyrir sér að haldi þessi þróun áfram megi búast við að flugstjórar tali stanslaust um eiginleika ísskápa eða framúrskar- andi veitingastaði á áfangastað og strætisvagnabílstjórar reki áróður fyrir bleium á meðan farþegar eru eins og sardínur í dós og eiga sér engrar undankomu auðið. Það er nefnilega galdurinn eigi að koma áróðri á framfæri: að neytandinn komist ekki undan á meðan upplýs- ingunum er komið til skila. Ókosturinn við auglýsingar í sjónvarpi er sá að áhorfandinn get- ur brugðið sér frá, slökkt, skipt um stöð eða horft í aðra átt á meðan þær líða yfir skjáinn, tilkynningar í útvarpi má leiða hjá sér með sama hætti og ekkert neyðir lesandann til að grandskoða auglýsingar á síð- um dagblaða eða tímarita. TILRAUN, sem gerð var í Bandaríkjunum með að skjóta auglýsingaramma inn í bíómynd svo hratt að vitundin næmi ekki þótt augað sæi, er nánast orðin að þjóð- sögu. Umræddur rammi sýndi popp og kók og jókst poppneysla í hléi um allan helming, en lítið bættist við kókþorstann, enda hafði hann verið mikill fyrir. Ekki er laust við að með þessari aðferð sé komið aftan að neytandanum og kemur orðið siðleysi upp í hugann, þótt vart nái það að gægjast upp úr undirvitundinni. Auglýsandinn getur tæplega náð í neytandann og sett í spennitreyju þannig að sú hugmynd að bera fé á leigubílstjóra hlýtur að verð- skulda ígiidi Nóbelsverðlauna í samtökum auglýsingafrömuða. Næst reyna Black og Decker senni- lega að fá eiginkonur til að tala máli smíðatóla þeirra við eigin- menn í svefnrofunum og framleið- endur fegrunarmeðala eiginmenn til að hampa verðleikum hinna ýmsu ilmefna, -vatna og -smyrsla með slíkum fagurgala að eiginkon- unum finnist sem hunangi væri hellt í eyru þeirra. Það hugvits- bragð gæti meira að segja kannski bjargað þeim hjónaböndum þar sem ekkert var orðið eftir til að tala um. xxx ÞRÓTTAKAPPLEIKIR geta reynt á taugarnar og oftar en ekki hitnar mönnum í hamsi og þeim hættir við að brýna raustina þegar á móti blæs. Um þverbak keyrði þó á leik KR og ÍA í körfu- knattleik á Seltjarnarnesi á þriðju- dag þegar nokkrir áhangendur gestanna létu fúkyrðin fjúka yfir dómara og annað kvikt í námunda við þá. Kona ein var atkvæðamest og hefði munnsöfnuður hennar einn og sér komið til kasta kvikmynda- eftirlitsins hefði hann heyrst í bíó- mynd. Við hlið Víkverja sat faðir, sem hafði hætt sér á völlinn með tvo unga syni sína, og sá hann margra ára uppeldi fara í súginn eftir að þeir höfðu komist í návígi við konuna tungulipru. skák Þetta er fimmta árið í röð sem lið TG leggur land undir fót og keppir við félög úti á landi. Guðmundur Arason, fyrrverandi forseti Skák- sambandsins, gaf farandbikar sem unglingarnir úr Garðabæ tóku með sér heim aftur. Þeir sigruðu 10 ‘A- 3 'h í atskákum og 9 ‘A-4 V» í hrað- skákkeppninni, eða samtals með 20 vinningum gegn átta vinningum heimamanna. Skákþing Akureyrar Skákþingi Akureyrar 1997 er lok- ið. Keppendur vora alls 32. Átta Jón Garðar Þröstur Viðarsson Þórhallsson tefldu í efsta flokki. Keppt var um bikar sem Búnaðarbankinn á Akur- eyri gaf. Gylfí Þórhallsson varð skákmeistari Akureyrar 1997 og er þetta í níunda sinn sem hann vinnur titilinn. Röð efstu manna: 1. Gylfí Þórhallsson 6 v. af 7 2. Þór Valtýsson 5 'A v. 3. -4. Jón Björgvinsson 3'A v. 3.-4. Smári Ólafsson 3 A v. Flokkur 13-15 ára: 1. Egill Öm Jónsson 8'A v. af 9 2. Jón Áki Jensson 6 'A v. 3. -5. Eggert Gunnarsson, Sigfús Arason og Sverrir Amarsson 6 v. Flokkur 10-12 ára: 1. Stefán Bergsson 6 v. af 7 2. Halldór Halldórsson 5 v. 3. Magnús Skúlason 4 v. Flokkur 9 ára og yngri: 1. Ragnar Heiðar Sigtryggsson 4 v. af 7. 2. Siguróli Magni Sigurðsson 3 v. 3. Ámi Bjöm Gestsson 3 v. Stúlknaflokkur: 1. Stella Christensen 6'A v. af 7 2. Lilja Sigurðardóttir 4 v. 5. Anna Kristín Þórhallsd. 3'A v. Hraðskákmót Akureyrar: 1. Gylfí Þórhallsson 11 v. af 13. 2. Smári Ólafsson 10 v. 3. Guðmundur Daðason 9'A v. 4. Haki Jóhannesson 9 v. 5. Ari Friðfinnsson 8 v. Skákmót öðlinga Öðlingamótið 1997, ætlað 40 ára og eldri, hefst þriðjudaginn 18. mars kl. 19.30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Umhugsunartíminn er ein og hálf klukkustund á 30 leiki og síðan hálftími til að ljúka skákinni. Önnur umferð er tefld 1. apríl og upp frá því vikulega á þriðjudagskvöidum þar til mótinu lýkur þ. 6. maí. Hraðskákmót og verðlaunaafhending verður 13. maí. Afar róleg dagskrá, sem hentar þeim vel sem eru önnum kafnir, en hafa samt gaman af því að vera með á skákmóti. Þátttökugjald er kr. 2.000. Ólafur Ásgrímsson, alþjóðlegur skákdómari, er skákstjóri á mótinu, en hann hefur fóstrað þessi skemmtilegu mót frá upphafí. Hann veitir nánari upplýsingar í símum 567 6698 eða 560 6226. Margeir Pétursson Alþjóðlegt skákmót, 3.—12. mars 1996: ÞEIR Jón Garðar Viðarsson og Þröstur Þórhallsson urðu jafnir og efstir. Jón Garðar náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Að þessu sinni lét hann engan bilb- ug á sér fínna á lokasprettinun og gerði jafntefli við stórmeistarana Mik- hail Ivanov, Rússlandi, og Þröst Þórhallsson. Skák þeirra Jóns Garðars og Þrastar í síðustu um- ferð var hrein úrslitaskák um efsta sætið. Árangur Jóns Garð- ars kemur nokkuð á óvart enda ekki á hveij- um degi sem titillaus skákmaður sigrar á móti þar sem þrír stór- meistarar eru á meðal keppenda. Hann er 34 ára gamall starfsmaður Búnaðarbanka íslands í Reykjavík. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri, en það athygl- isverðasta við skákferil Jóns Garðars er að hann hóf ekki að tefla skák fyrir alvöru fyrr en hann var kominn undir tvítugt. Á þeim aldri hafa sum undrabörnin verið byijuð að dala. Síðan þá hefur Jón Garðar verið á stöðugri uppleið. Hann er nú þrett- ándi stigahæsti skákmaður landsins, skv. alþjóðlegum stigalista FIDE. Þröstur Þórhallsson stóð fyrir sínu að vanda og ekki má gleyma Jóni Viktori Gunnarssyni, 16 ára, sem náði frábærum árangri og var hárs- breidd frá því að ná áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. En áfanginn kemur vafalaust innan skamms. Þetta er þriðja alþjóðlega skák- mótið sem þeir Jón Garðar og Jón Viktor tefla á í vetur og ástundunin er greinilega að skila sér. Lokastaðan: 1-2. Jón G. Viðarsson og og Þröstur Þórhallsson 6‘A v. af 9 mögulegum. 3. Igors Rausis, Lettlandi 6 v. 4-6. Jón Viktor Gunnarsson, Mikhail Ivanov, Rússl. og Danielsen, Dan- mörku 5A v. 7. Þorsteinn Þorsteinsson 4A v. 8-9. Bergsteinn Einarsson og Björgvin Víglundsson 2‘A v. 10. Burden, Bandarikjunum 0 v. Hraðskákmót Hellis Hannes Hlífar Stefánsson varð hraðskákmeistari Hellis 1997 á mánudagskvöldið. Hannes sigraði með yfírburðum, en Bragi Þorfínns- son varð annar. Keppendur vora 32 talsins. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 13'A v. 2. Bragi Þorfinnsson 10'A v. 3. -6. Gunnar Björnsson, Andri Áss Grét- arsson, Jón G. Friðjónsson og Sigurður Áss Grétarsson 9 v. 7.-8. Áskell Öm Kárason og Sveinn Kristinsson 8'A v. 9.-13. Stefán Þór Siguijónss., Davíð Kjartanss., Bragi Halldórss., Hjörtur Þór Daðason og Veturliði Þór Stefánsson 8 v. 14.-15. Arnaldur Loftsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson 7'A v. Unglingakeppni TG og TV Unglingalið Taflfélags Garðabæj- ar fór nýlega til Vestmannaeyja og tefidi þar við unglingasveit Tafl- félags Vestmannaeyja. Keppendur voru á aldrinum 10-17 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.