Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 17 Borgarplast ríf- lega tvöfaldaði útflutninginn ÚTFLUTNINGUR Borgarplasts hf. var ríflega tvöfalt meiri en árið áð- ur, eða 140 milljónir króna. Ker eru aðalframleiðsluvara Borgarplasts, eða um 75% framleiðslunnar. Sam- tals seldust tæp 18.000 fiskiker á árinu 1996, sem er rúmlega 44% aukning frá fyrra ári. Velta á árinu varð 370 milljónir og jókst um tæp 42% og miðað við fyrra ár, sem er nokkru meira en áætlað var (37%). Í heild var rekstrarafkoma fyrirtæk- isins 1996 viðunandi, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Einnig kemur fram að nýbyxjað ár fer nokkuð vel af stað og er ljóst að sú útflutningssókn sem hófst árið 1990 er farin að bera veruiegan ávöxt. A fyrstu tveimur mánuðum þess árs hefur innanlandssala aukist um 6%, miðað við sama tíma síðast- liðið ár. Útflutningur hefur á sama tíma aukist úr 10,3 milljónir í um 35 milljónir (fob-verð), sem er u.þ.b. 3-5 földun. Söludeild Borgarplasts hefur verið styrkt veruiega undan- farið með sölu á erlenda markaði sem aðalmarkmið. Stefnt er að því að koma útflutningsverðmæti fram- leiðsluvara fyrirtækisins yfir 250 milljónir á yfirstandandi ári og veltu í 500 milljónir Útflutningsvörur Borgarplasts eru aðallega ker fyrir fisk- og kjöt- iðnað og vörubretti, sem eru sér- hönnuð fyrir matvælaiðnað. Allar þessar vörur eru fáanlegar endur- vinnanlegar. Fram kemur að for- svarsmenn Borgarplast telja að nýir og mjög stórir markaðir séu að opn- ast í kjötiðnaði, einkum í Evrópu, og að markvisst sé unnið að því að ná þar fótfestu. Morgunblaðið/Þorkell EFNT var til stuttrar móttöku þegar gjafirnar voru afhentar. Á myndinni eru frá vinstri: Helga Nikulásdóttir, Jón Halldórsson, Thomas Möller, Linda Wright, Björgvin Þór Jóhannsson, Rósa Sól- rún Jónsdóttir og Guðjón Ármann Eyjólfsson. Bókasafni Sjómannaskólans berast tölvu- og bókagjafir Hólmadrangur hf. Úr reikningum ársins 1996 j Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Brejfting Rekstrartekjur 737,6 829,7 -11,1% Rekstrargjöld 687,3 689.0 -0,2% Hagnaður án afskr. og fjárm.kostn. 50,3 140,7 -64,2% Afskríftir (53,8) (45,9) +17,1% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (46,8) (38,7) +20.1% Hagnaður ársins (50,3) 50,0 - Efnahag sreikningur wmijómr króna 31/12 '96 31/12 '95 Breyting Eignir: Veltufjármunir 256,9 183,0 +40,4% Fastafjármunir 652,1 578,0 +12,8% Eignir samtals 909,0 761,0 +19,4% Skuidir Skammtímaskuldir 361,9 218,0 +66,0% og Langtfmaskuldir 579,3 616,1 -6,0% eigið fé: Eigið fé (32,2) .J73,1}. - Þar af hlutafé 78,2 47,6 +64,1% Skuldir og eigið fé samtals 909,0 761,0 +19,4% Sjóðstreymi Veltufé (til) frá rekstri 82,8 - Tap Hólmadrangs rúmar 50 milljónir TAP Hólmadrangs hf. árið 1996 var rúmar 50 milljónir króna en árið á undan var rúmlega 57 milljóna króna hagnaðar. í skýrslu stjórnar félags- ins kemur fram að tap ársins skýr- ist nær eingöngu af taprekstri í rækjuvinnslu. Þar segir ennfremur að rækju- vinnslur hafi átt almennt í miklum erfiðleikum á árinu 1996 og þar hafi Hólmadrangur ekki verið nein undantekning. „I byijun árs jukust birgðir í rækju gífurlega og upp úr því lækkuðu verð. Við þá miklu verð- hækkun afurða sem átti sér stað á árunum á undan hafði eftirspum eftir hráefni aukist mikið með til- heyrandi verðhækkunum. Því hafi væntingar um hagnað orðið að engu og tap blasti við. Undir lok ársins var kominn jöfnuður á verð hráefnis og afurða og vinnslan komin í jafn- vægi.“ I framtíðarhorfum félagsins er ráðgert að reka fyrirtækið með svip- uðum hætti og síðastliðið ár, þar sem áhersla verður lögð á vöruvöndun og vöruþróun afurða félagsins, segir í ársskýrslu Hólmadrangs. Eigið fé Hólmadrangs var nei- kvætt um rúmar 32 milljónir króna í árslok 1996 en var neikvætt um 73 milljónir króna árið á undan. Rekstrartekjur félagsins námu tæp- um 738 milljónum króna 1996 sem er 11,1% minnkun frá árinu 1995 þegar þær námu tæpum 830 milljón- um króna. Miklar fjárfestingar voru í rækjuverksmiðju félagsins á Hólmavík og var hún ekki starfrækt í tæpa þijá mánuði á árinu. Á árinu 1996 sendi félagið skip á Flæmska hattinn í fyrsta sinn, aflinn var um 550 tonn og við úthlutun á varanleg- um aflaheimildum á því svæði fékk félagið 110 tonn, sem er um 25 milljóna króna virði ef selt væri í dag, segir í skýrslu stjórnar. A árinu seldi félagið hlutafé fyrir um 21 milljón króna að nafnverði. Þar af var nýtt 15 milljón króna hlutafjárútboð og keyptu forkaups- réttarhafar um helming þess. í lok ársins voru hluthafar 122 og átti Kaupfélag Steingrímsfjarðar 40,3% og Hraðfrystihús Drangsness 14,4% en aðrir hluthafar áttu minna en 10% hver. ♦ ♦ ♦----- Námskeið End- urmenntunar- stofnunar Eftirfarandi námskeið verða hjá Endurmenntunarstofnun HÍ á næst- unni: Gæðastjórnun í ráðstefmi- og fundarhaldi. Undirbúningur, fram- kvæmd, árangursmat. Kennari: Arn- ey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Gæðastjórnunarfélags íslands. Námskeiðið verður haldið 18. mars kl. 8.15-12.15. Hvernig ráðast vext- ir og hiutabréfaverð á markaði? (Market Movers). Kennari: Sigurður B. Stefánsdóttir, forstöðumaður Verðbréfamarkaðs íslandsbanka. Námskeiðið haldið 19.-20. mars kl. 15.00-18.30. Vinnuaðstaða til leitar og skráningar gjörbreytist BÓKASAFNl Sjómannaskólans fékk fyrir skömmu afhentan tölvu- búnað að gjöf sem safninu sárvant- aði, en það voru fyrirtækin Olís, Samskip, Kælismiðjan Frost og Hampiðjan sem sameinuðust um gjöfina. í stuttri móttöku, sem hald- in var af tilefninu, þökkuðu skóla- meistarar Stýrimannaskólans í Reykjavik og Vélskóla íslands góð- ar gjafir og velvild, en auk tölvunn- ar afhentu börn Halldóru Guð- mundsdóttur og Sigurðar Magnús- sonar skipstjóra frá Eskifírði, sem látinn er, bókagjöf. Bókasafn Sjómannaskólans var formlega opnað 24. febrúar 1989. Bókasafnið er sameiginlegt safn Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands, ætlað nemendum og kennurum þessara skóla svo og starfandi skipstjórnarmönnum, vél- stjórum og vélfræðingum. Tæknilega fullkomin upplýsingamiðstöð Bóka- og tímaritakostur Bóka- safns Sjómannaskólans nær fyrst og fremst til efnis er varðar sigling- ar og sjómennsku, vélar og tæki um borð í skipum. Bókakostur er nú um fjögur þúsund bindi en reglu- lega berast safninu 140 blöð og tímarit og um 30 ársrit. Myndbandaeign Bókasafnsins hefur smám saman aukist og er nú um 100 spólur. í tengslum við safnið er lesstofa með sæti fyrir 20 manns. Bókasafn Sjómannaskól- ans er orðið ómissandi þáttur í starfi Stýrimannaskólans og Vélskólans og fer notkun þess vaxandi. Forstöðumaður Bókasafns Sjó- mannaskólans, Rósa S. Jónsdóttir, orðar þannig hlutverk bókasafns- ins: „Framtíðarsýnin er sú að not- endur gætu leitað í safnkostinum og öðrum gagnagrunnum á tölv- uskjá, bæði á bókasafninu og ann- arstaðar í húsinu. Einnig yrði möguleiki á að bjóða upp á netteng- ingu og fyrir notendur utan safns sem hringdu inn. Bókasafnið á að vera aðgengilegt fýrir alla sem vilja leita sér upplýsinga. Ekki aðeins rykfallnar skruddur í hillumetratali, heldur tæknilega fullkomin upplýs- ingamiðstöð." Opið hús í dag Bókasafnið er á fjórðu hæð Sjó- mannaskólans og verður almenn- ingi opið á kynningardegi Stýri- mannaskólans sem er í dag og hefst kl. 13.30. Stofnanir sjómanna og fyrirtæki í þágu sjávarútvegs og siglinga kynna m.a. starfsemi sína. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, lendir við skólann kl. 14.00 og verða tvær áhafnir hennar heiðr- aðar. sérstaklega. Með endurbyggingu Sjómanna- skólahússins, sameiginlegri félags- miðstöð Kennaraháskóla Islands og Sjómannaskólans, sem hefur verið ætlaður staður á nýsamþykktu skipulagi skólahverfis á Rauðarár- holti hafa skólameistarar gert til- lögu um að bókasafnið verði á jarð- hæð Sjómannaskólans til þess að það geti betur þjónað nemendum og þeim, sem vilja nýta sér safnið. Rósa Sólrún Jónsdóttir, bóka- safnsfræðingur, hefur verið for- stöðumaður Bókasafns Sjómanna- skólans undanfarin ár og henni til aðstoðar hefur verið Helga K. Nik- ulásdóttir. Skólameistarar Sjómannaskól- ans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til fyrirtækja og einstakl- inga, sem hafa fært safninu góðar gjafír. Nýju tölvunni fýlgir geisla- drif, Intemettenging og prentari og gjörbreytist því vinnuaðstaða bóka- varða til leitar og skráningar. Við afhendingu þessarar ágætu gjafar talaði Thomas Möller framkvæmda- stjóri OLÍS og flutti bókasafni Sjó- mannaskólans og Sjómannaskólan- um hlýjar kveðjur. Góð loðnuveiði í Faxaflóa LOÐNUVEIÐAR ganga nú vel eftir óveðurskaflann í síðustu viku og keppast skipin við að bera loðnu á land til hrognavinnslu áður en loðnan hrygnir. Mokveiði var hjá loðnuskipunum norðarlega í Faxaflóa í blíð- unni í gær. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, sagðist i sam- tali við Morgunblaðið í gær vera búinn að taka tvö köst, alls um 800 tonn. Hann segir loðnuna komna nokk- uð langt í hrygningunni þó hún sé ekki farin að missa hrogn ennþá. „Það er farið að styttast í þessu og loðnan sem komin er norður undir Snæ- fellsnes er þegar búin að hrygna. Það er þó erfitt að segja til um hvað við getum haldið veiðunum ELLIÐI GK á loðnumiðunum. áfram lengi en líklega verðum við að fram tapríl,“ sagði Viðar. Í gær höfðu borist um 562 þús- und tonn af loðnu á land frá áramót- um og er heildarafli ís- lenskra skipa á vertíðinni því kominn vel yfir eina milljón tonna. Eftirstöðvar útgefins loðnukvóta eru því um 240 þúsund tonn. Hjá loðnuverksmiðjum á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði hefur allstað- ar verið landað yfir 60 þúsund tonnum. Loðnan streymir nú til verksmiðja sunnanlands og hefur um 40 þúsund tonnum verið landað hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum frá áramótum, um 26 þúsund tonnum hjá ísfélagi Vest- mannaeyja hf., um 26 þús- und tonnum hefur verið landað hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og um 25 þúsund tonnum hjá Fiski- mjöli og lýsi hf. í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.