Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 17 Borgarplast ríf- lega tvöfaldaði útflutninginn ÚTFLUTNINGUR Borgarplasts hf. var ríflega tvöfalt meiri en árið áð- ur, eða 140 milljónir króna. Ker eru aðalframleiðsluvara Borgarplasts, eða um 75% framleiðslunnar. Sam- tals seldust tæp 18.000 fiskiker á árinu 1996, sem er rúmlega 44% aukning frá fyrra ári. Velta á árinu varð 370 milljónir og jókst um tæp 42% og miðað við fyrra ár, sem er nokkru meira en áætlað var (37%). Í heild var rekstrarafkoma fyrirtæk- isins 1996 viðunandi, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Einnig kemur fram að nýbyxjað ár fer nokkuð vel af stað og er ljóst að sú útflutningssókn sem hófst árið 1990 er farin að bera veruiegan ávöxt. A fyrstu tveimur mánuðum þess árs hefur innanlandssala aukist um 6%, miðað við sama tíma síðast- liðið ár. Útflutningur hefur á sama tíma aukist úr 10,3 milljónir í um 35 milljónir (fob-verð), sem er u.þ.b. 3-5 földun. Söludeild Borgarplasts hefur verið styrkt veruiega undan- farið með sölu á erlenda markaði sem aðalmarkmið. Stefnt er að því að koma útflutningsverðmæti fram- leiðsluvara fyrirtækisins yfir 250 milljónir á yfirstandandi ári og veltu í 500 milljónir Útflutningsvörur Borgarplasts eru aðallega ker fyrir fisk- og kjöt- iðnað og vörubretti, sem eru sér- hönnuð fyrir matvælaiðnað. Allar þessar vörur eru fáanlegar endur- vinnanlegar. Fram kemur að for- svarsmenn Borgarplast telja að nýir og mjög stórir markaðir séu að opn- ast í kjötiðnaði, einkum í Evrópu, og að markvisst sé unnið að því að ná þar fótfestu. Morgunblaðið/Þorkell EFNT var til stuttrar móttöku þegar gjafirnar voru afhentar. Á myndinni eru frá vinstri: Helga Nikulásdóttir, Jón Halldórsson, Thomas Möller, Linda Wright, Björgvin Þór Jóhannsson, Rósa Sól- rún Jónsdóttir og Guðjón Ármann Eyjólfsson. Bókasafni Sjómannaskólans berast tölvu- og bókagjafir Hólmadrangur hf. Úr reikningum ársins 1996 j Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Brejfting Rekstrartekjur 737,6 829,7 -11,1% Rekstrargjöld 687,3 689.0 -0,2% Hagnaður án afskr. og fjárm.kostn. 50,3 140,7 -64,2% Afskríftir (53,8) (45,9) +17,1% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (46,8) (38,7) +20.1% Hagnaður ársins (50,3) 50,0 - Efnahag sreikningur wmijómr króna 31/12 '96 31/12 '95 Breyting Eignir: Veltufjármunir 256,9 183,0 +40,4% Fastafjármunir 652,1 578,0 +12,8% Eignir samtals 909,0 761,0 +19,4% Skuidir Skammtímaskuldir 361,9 218,0 +66,0% og Langtfmaskuldir 579,3 616,1 -6,0% eigið fé: Eigið fé (32,2) .J73,1}. - Þar af hlutafé 78,2 47,6 +64,1% Skuldir og eigið fé samtals 909,0 761,0 +19,4% Sjóðstreymi Veltufé (til) frá rekstri 82,8 - Tap Hólmadrangs rúmar 50 milljónir TAP Hólmadrangs hf. árið 1996 var rúmar 50 milljónir króna en árið á undan var rúmlega 57 milljóna króna hagnaðar. í skýrslu stjórnar félags- ins kemur fram að tap ársins skýr- ist nær eingöngu af taprekstri í rækjuvinnslu. Þar segir ennfremur að rækju- vinnslur hafi átt almennt í miklum erfiðleikum á árinu 1996 og þar hafi Hólmadrangur ekki verið nein undantekning. „I byijun árs jukust birgðir í rækju gífurlega og upp úr því lækkuðu verð. Við þá miklu verð- hækkun afurða sem átti sér stað á árunum á undan hafði eftirspum eftir hráefni aukist mikið með til- heyrandi verðhækkunum. Því hafi væntingar um hagnað orðið að engu og tap blasti við. Undir lok ársins var kominn jöfnuður á verð hráefnis og afurða og vinnslan komin í jafn- vægi.“ I framtíðarhorfum félagsins er ráðgert að reka fyrirtækið með svip- uðum hætti og síðastliðið ár, þar sem áhersla verður lögð á vöruvöndun og vöruþróun afurða félagsins, segir í ársskýrslu Hólmadrangs. Eigið fé Hólmadrangs var nei- kvætt um rúmar 32 milljónir króna í árslok 1996 en var neikvætt um 73 milljónir króna árið á undan. Rekstrartekjur félagsins námu tæp- um 738 milljónum króna 1996 sem er 11,1% minnkun frá árinu 1995 þegar þær námu tæpum 830 milljón- um króna. Miklar fjárfestingar voru í rækjuverksmiðju félagsins á Hólmavík og var hún ekki starfrækt í tæpa þijá mánuði á árinu. Á árinu 1996 sendi félagið skip á Flæmska hattinn í fyrsta sinn, aflinn var um 550 tonn og við úthlutun á varanleg- um aflaheimildum á því svæði fékk félagið 110 tonn, sem er um 25 milljóna króna virði ef selt væri í dag, segir í skýrslu stjórnar. A árinu seldi félagið hlutafé fyrir um 21 milljón króna að nafnverði. Þar af var nýtt 15 milljón króna hlutafjárútboð og keyptu forkaups- réttarhafar um helming þess. í lok ársins voru hluthafar 122 og átti Kaupfélag Steingrímsfjarðar 40,3% og Hraðfrystihús Drangsness 14,4% en aðrir hluthafar áttu minna en 10% hver. ♦ ♦ ♦----- Námskeið End- urmenntunar- stofnunar Eftirfarandi námskeið verða hjá Endurmenntunarstofnun HÍ á næst- unni: Gæðastjórnun í ráðstefmi- og fundarhaldi. Undirbúningur, fram- kvæmd, árangursmat. Kennari: Arn- ey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Gæðastjórnunarfélags íslands. Námskeiðið verður haldið 18. mars kl. 8.15-12.15. Hvernig ráðast vext- ir og hiutabréfaverð á markaði? (Market Movers). Kennari: Sigurður B. Stefánsdóttir, forstöðumaður Verðbréfamarkaðs íslandsbanka. Námskeiðið haldið 19.-20. mars kl. 15.00-18.30. Vinnuaðstaða til leitar og skráningar gjörbreytist BÓKASAFNl Sjómannaskólans fékk fyrir skömmu afhentan tölvu- búnað að gjöf sem safninu sárvant- aði, en það voru fyrirtækin Olís, Samskip, Kælismiðjan Frost og Hampiðjan sem sameinuðust um gjöfina. í stuttri móttöku, sem hald- in var af tilefninu, þökkuðu skóla- meistarar Stýrimannaskólans í Reykjavik og Vélskóla íslands góð- ar gjafir og velvild, en auk tölvunn- ar afhentu börn Halldóru Guð- mundsdóttur og Sigurðar Magnús- sonar skipstjóra frá Eskifírði, sem látinn er, bókagjöf. Bókasafn Sjómannaskólans var formlega opnað 24. febrúar 1989. Bókasafnið er sameiginlegt safn Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands, ætlað nemendum og kennurum þessara skóla svo og starfandi skipstjórnarmönnum, vél- stjórum og vélfræðingum. Tæknilega fullkomin upplýsingamiðstöð Bóka- og tímaritakostur Bóka- safns Sjómannaskólans nær fyrst og fremst til efnis er varðar sigling- ar og sjómennsku, vélar og tæki um borð í skipum. Bókakostur er nú um fjögur þúsund bindi en reglu- lega berast safninu 140 blöð og tímarit og um 30 ársrit. Myndbandaeign Bókasafnsins hefur smám saman aukist og er nú um 100 spólur. í tengslum við safnið er lesstofa með sæti fyrir 20 manns. Bókasafn Sjómannaskól- ans er orðið ómissandi þáttur í starfi Stýrimannaskólans og Vélskólans og fer notkun þess vaxandi. Forstöðumaður Bókasafns Sjó- mannaskólans, Rósa S. Jónsdóttir, orðar þannig hlutverk bókasafns- ins: „Framtíðarsýnin er sú að not- endur gætu leitað í safnkostinum og öðrum gagnagrunnum á tölv- uskjá, bæði á bókasafninu og ann- arstaðar í húsinu. Einnig yrði möguleiki á að bjóða upp á netteng- ingu og fyrir notendur utan safns sem hringdu inn. Bókasafnið á að vera aðgengilegt fýrir alla sem vilja leita sér upplýsinga. Ekki aðeins rykfallnar skruddur í hillumetratali, heldur tæknilega fullkomin upplýs- ingamiðstöð." Opið hús í dag Bókasafnið er á fjórðu hæð Sjó- mannaskólans og verður almenn- ingi opið á kynningardegi Stýri- mannaskólans sem er í dag og hefst kl. 13.30. Stofnanir sjómanna og fyrirtæki í þágu sjávarútvegs og siglinga kynna m.a. starfsemi sína. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, lendir við skólann kl. 14.00 og verða tvær áhafnir hennar heiðr- aðar. sérstaklega. Með endurbyggingu Sjómanna- skólahússins, sameiginlegri félags- miðstöð Kennaraháskóla Islands og Sjómannaskólans, sem hefur verið ætlaður staður á nýsamþykktu skipulagi skólahverfis á Rauðarár- holti hafa skólameistarar gert til- lögu um að bókasafnið verði á jarð- hæð Sjómannaskólans til þess að það geti betur þjónað nemendum og þeim, sem vilja nýta sér safnið. Rósa Sólrún Jónsdóttir, bóka- safnsfræðingur, hefur verið for- stöðumaður Bókasafns Sjómanna- skólans undanfarin ár og henni til aðstoðar hefur verið Helga K. Nik- ulásdóttir. Skólameistarar Sjómannaskól- ans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til fyrirtækja og einstakl- inga, sem hafa fært safninu góðar gjafír. Nýju tölvunni fýlgir geisla- drif, Intemettenging og prentari og gjörbreytist því vinnuaðstaða bóka- varða til leitar og skráningar. Við afhendingu þessarar ágætu gjafar talaði Thomas Möller framkvæmda- stjóri OLÍS og flutti bókasafni Sjó- mannaskólans og Sjómannaskólan- um hlýjar kveðjur. Góð loðnuveiði í Faxaflóa LOÐNUVEIÐAR ganga nú vel eftir óveðurskaflann í síðustu viku og keppast skipin við að bera loðnu á land til hrognavinnslu áður en loðnan hrygnir. Mokveiði var hjá loðnuskipunum norðarlega í Faxaflóa í blíð- unni í gær. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, sagðist i sam- tali við Morgunblaðið í gær vera búinn að taka tvö köst, alls um 800 tonn. Hann segir loðnuna komna nokk- uð langt í hrygningunni þó hún sé ekki farin að missa hrogn ennþá. „Það er farið að styttast í þessu og loðnan sem komin er norður undir Snæ- fellsnes er þegar búin að hrygna. Það er þó erfitt að segja til um hvað við getum haldið veiðunum ELLIÐI GK á loðnumiðunum. áfram lengi en líklega verðum við að fram tapríl,“ sagði Viðar. Í gær höfðu borist um 562 þús- und tonn af loðnu á land frá áramót- um og er heildarafli ís- lenskra skipa á vertíðinni því kominn vel yfir eina milljón tonna. Eftirstöðvar útgefins loðnukvóta eru því um 240 þúsund tonn. Hjá loðnuverksmiðjum á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði hefur allstað- ar verið landað yfir 60 þúsund tonnum. Loðnan streymir nú til verksmiðja sunnanlands og hefur um 40 þúsund tonnum verið landað hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum frá áramótum, um 26 þúsund tonnum hjá ísfélagi Vest- mannaeyja hf., um 26 þús- und tonnum hefur verið landað hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og um 25 þúsund tonnum hjá Fiski- mjöli og lýsi hf. í Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.