Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 41 Fundur um Grósku FLEST beztu pör íslendinga mæta til keppni nú um helgina. Keppni í dansi FÉLAG fijálslyndra jafnaðarmanna og Birting-Framsýn efna til opins fundar á Kornhlöðuloftinu næstkom- andi þriðjudagskvöld, kl. 20.30. í fréttatilkynningu frá fundarboð- endum segir að í febrúarmánuði hafí ungt fólk á vinstra kanti íslenskra stjórnmála stofnað stjórnmálasam- tökin Grósku sem hafí að megin- markmiði endurnýjun íslenska flokkakerfisins sem myndi leiða til sameiginlegs framboðs A-flokkanna, Kvennalista og Þjóðvaka í næstu al- Stærðfræði- keppni fram- haldsskólanna Á MORGUN munu um 35 nemendur taka þátt í úrslitum stærðfræði- keppni framhaldsskólanema, en eðl- isfræðikeppni framhaldsskólanna er lokið. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 16. mars við hátíðlega athöfn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, flytur ávarp og Björn Bjarnason mennta- málaráðherra afhendir verðlaun. Tíu efstu nemendurnir í stærð- fræðikeppninni öðlast þátttökurétt í Norðurlandakeppni í stærðfræði og úr hópi þeirra verða valdir fulltrúar Islands á Ólympíuleikana í stærð- fræði. Keppnin er á vegum íslenska stærðfræðifélagsins og Félags raun- greinakennara. Eðlisfræðikeppni framhaldsskól- anna lauk síðastliðinn laugardag og voru það fyrrverandi keppendur á Ólympíuleikunum sem sömdu fræði- leg og verkleg verkefni fyrir kepp- endur. Þeir eru nú nemendur í eðlis- fræði við Háskóla íslands. Lokakeppnin í stærðfræði fer fram laugardaginn 15. mars kl. 10-14 í stofu 201 í Árnagarði. Verðlaunaaf- hending stærðfræði- og eðlisfræði- keppninnar verður í Háskólabíói þann 16. mars kl. 13. Dagnr harm- onikunnar HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima nk. sunnudag, 16. mars, kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Meðal flytjenda eru: Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, böm og unglingar frá Almenna músíkskól- anum, Matthías Kormáksson, Dúett systranna Ásu og Ingunnar Eiríksd- ætra, „Stína bongó“ og Böðvar Magn- ússon. Einnig koma fram hinir þekktu harmonikuleikarar Jóna Einarsdóttir, Sveinn Rúnar Björnsson, Ólafur Þ. Krisljánsson og Karl Jónatansson. Eftir kaffihlé gefst gestum kostur á að stíga léttan dans undir dunandi harmonikutónlist Léttsveitar HR. Ráðstefna á Sauðárkróki KAUPFÉLAG Skagfirðinga og Af- mælisnefnd Sauðárkróks gangast fyrir ráðstefnu um Samvinnuhreyf- inguna og Krókinn laugardaginn 15. mars kl. 16 á Kaffi Krók. Frummælendur verða: Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Björn Bjömsson, bæjarfulltrúi, Jón Bjarnason, skólameistari Hólum og Rögnvaldur Guðmundsson, forstöðu- maður RKS. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður þar sem frummælendur munu svara fyrir- spumum úr sal. Á ráðstefnunni verður megin- áhersla lögð á að fjalla um það hvern- ig samvinnuhreyfingin muni þróast í framtíðinni og hvaða þýðingu sú þróun geti haft fyrir atvinnu- og mannlíf á Sauðárkróki. Kósýí guðsþjónustu UNGLINGAHLJÓMSVEITIN Kósý kemur fram í guðsþjónustu í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 16. mars nk. kl. 14 og flytur þar nokkur lög. þingiskosningum. Á fundinum verður fjallað um ýmsar spurningar sem vakna í tengslum við stofnun sam- takanna. Þrír stjómarmenn Grósku flytja framsöguerindi. Þau eru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi sem mun kynna tilurð Grósku, stefnuskrá, skipulag og framtíðar- áform; Þóra Arnórsdóttir heimspeki- nemi og Robert Marshall blaðamað- ur. Fundarstjóri verður Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður FFJ. Hermes í Ævin- týra-Kringlunni TÓNSMIÐURINN Hermes kemur í dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringluna og skemmtir börnum með hljóðfæra- leik og söng. Guðni Franzson klarí- nettleikari leikur Hermes en hefur sér til aðstoðar Einar Kristján Ein- arsson gítarleikara. Guðni Franzson hefur farið víða sem tónsmiðurinn Hermes. Hann byrjaði í Gerðubergi með tónleika fyrir börn þar sem hann spilaði lög frá ýmsum löndum. Hermes skemmti einnig með Sinfóniuhljómsveit ís- lands og tók á móti jólasveinunum á Þjóðminjasafninu nú fyrir jólin. Tónlistarguðs- þjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju HALDIN verður tónlistarguðsþjón- usta í Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn 16. mars og hefst hún kl. 20.30. Strengjakvartett, skipaður kennurum sem allir kenna við Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, leikur. Flytjendur eru Martin Frewer á fíðlu, Maria Weiss á fiðlu, Ásdís H. Runólfsdóttir á víólu og Oliver Kent- ish á selló. Natalia Chow sem er organisti og kórstjóri við Hafnar- fjarðarkirkju syngur einsöng við und- irleik kvartettsins. Eru lögin sérstak- lega útsett fyrir hann. Natalía er söngvari að mennt auk þess að vera organisti og hefur komið víða fram. Kvarettinn mun einnig leika undir safnaðarsöng. Prestur er sr. Þórhall- ur Heimisson. Tónleikar á ísafirði GUÐRÚN Jónsdóttir sópransöng- kona heldur tónleika í sal frímúrara á ísafirði sunnudaginn 16. mars kl. 16. Meðleikari hennar á píanó verður Ólafur Vignir Albertsson. Á efnis- skránni eru sönglög eftir Karl O. Runólfsson, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson, og óperuaríur eftir Mozart, Verdi og Donizetti. Spjallað á netinu „TÆKNIVAL hefur staðið fyrir námskeiðum í vetur undir heitinu Lært á laugardögum. Tæknival býð- ur upp á kennslu nk. laugardag í því hvemig alnetsnotandi kemst inn á spjallrásir veraldarvefsins“. Leiðbeint verður um hvemig eigi að tengjast rásunum og ekki síður hvemig á að fínna rásir við hæfí hvers og eins. Öllum er heimil þátttaka á námskeið- inu án endurgjalds," segir í fréttatil- kynningu frá Tæknival. Námskeiðið um spjallrásirnar verða í verslunum Tæknivals, Skeifunni 17, Reykjavík laugardaginn 16. febrúar kl. 10.30 til 11.30 og sama dag í verslun Tæknivals, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfírði kl. 12.30 til 13.30. Prófíll í Nelly’s Café FYRSTA kynning Nelly’s Café á listamanni verður sunnudaginn 16. mars kl. 17, nefnist hún „Prófíll“. Listakonan Sóla les upp úr eigin verkum og fremur gjörning í formi gjafa. Sóla byijar að lesa á slaginu kl. 17. ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í dansi á vegum keppnisráðs DI og DÍSÍ fer fram nú um helgina. Á laugardaginn fer fram keppni í 4&4, og 5&5 dönsum með fijálsri aðferð. Keppt verður í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst keppni klukkan 15 báða dagana. Flest beztu pör Islendinga mæta Gullfoss í klakaböndum í DAGSFERÐ Útivistar sunnudaginn 16. mars verður farið austur í Gríms- nes og Biskupstungur og Strokkur og Gullfoss skoðaðir í vetrarskrúða. Ef færð leyfir verður gengið með gljúfrum að Brattholti. í lokin verður sýruker Bergþórs skoðað og boðið upp á sýrudrykk. Brottför er kl. 10.30 frá Umferð- armiðstöðinni. Kaffidagur Dýrfirðinga- félagsins DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykja- vík heldur sinn árlega kaffidag sunnudaginn 16. mars í Bústaða- kirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 en þegar henni lýkur hefst kaffísalan í safnaðarheimilinu. Prest- ur verður sr. Pálmi Matthíasson. Tilgángur þessarar samkomu er tvíþættur. I fyrsta lagi rennur allur ágóði til byggingar aldraðra í Dýra- fírði og í öðru lagi styrkir samkoman samheldni þeirra Dýrfírðinga sem flutt hafa að vestan á liðnum árum eða eiga ættir sínar þangað að rekja, segir í fréttatilkynningu. Notkun GPS- staðsetningar- tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavamafélags íslands í sam- vinnu við Ferðafélag íslands standa fyrir námskeiði fyrir almenning um notkun GPS-staðsetningartækja. Námskeiðið fer fram dagana 17. og 20. mars og hefst kl. 20 báða dagana. Námskeiðið verður haldið í hús- næði Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Þátttökugjald er kr. 2.000. Þar sem þátttakendafjöldi er takmarkað- ur er æskilegt að menn skrái sig á skrifstofu Ferðafélagsins eða hjá Björgunarskólanum ekki síðar en fyrir hádegi mánudaginn 17. mars. til keppni. Keppt er annars vegar í sígildum samkvæmisdönsum og í suður-amerískum dönsum hins- vegar. A morgun, sunnudag, fer fram íslandsmeistarakeppni í gömlu dönsunum og rokki. Húsið verður opnað klukkan 14 báða dagana en forsala aðgöngumiða hefst klukkan 13.30. Kvikmynd um vináttu í MÍR NK. SUNNUDAG, 16. mars kl. 16, verður kvikmyndin „Hvíti Bim Eyrnablakkur“ sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Gorkí-kvik- myndaverinu í Moskvu 1977 og byggð á sögu rithöfundarins G. Trojepolskís um hundinn Bim, sam- band hans og tryggð við eigandann og margvíslegar raunir sem dýrið lenti í. Þetta er falleg mynd um vin- áttu manns og dýrs og ósvikin fjöl- skyldumynd, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikstjórinn, Stanislav Rost- otskíj, var einn af fremstu kvik- myndagerðarmönnum Rússa á sjötta til áttunda áratugnum. Að- gangur að kvikmyndasýningu MÍR er ókeypis og öllum heimill. Ritt Bjerregaard heldur fyrirlestur Umhverfismál í alþjóðlegu samhengi RITT Bjerregaard fulltrúi Danmerk- ur í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins heldur fyrirlestur í fundar- sal Norræna hússins, sunnudaginn 16. mars kl. 16.00, um umhverfis- mál í alþjóðlegu samhengi. Ritt Bjerregaard kemur til íslands í boði Norræna hússins. Staða um- hverfismála í heiminum og þau áhrif sem veðurfarsbreytingar kunna að hafa eru henni ofarlega í huga. Einn- ig mun hún fjalla um hvernig ríki heims hafa framfylgt samþykktum frá Ríó-ráðstefnunni 1991. Ritt Bjerregaard á að baki litríkan feril sem stjórnmálamaður. Hún tók sæti á danska þjóðþinginu fyrir Sós- íaldemókrataflokkinn 1971 og varð kennslumálaráðherra í stjórn Ankers Jorgensens um 3ja mánaða skeið 1973 og aftur 1975-1978. Þá varð hún félagsmálaráðherra á árunum 1979-81. Ritt Bjerregaard hefur einnig verið formaður og varafor- maður Sósíaldemókrataflokksins frá 1981-1991. Hún sat í utanríkisnefnd danska þingsins frá 1981, og hefur þar að auki gegnt mörgum ábyrgðar- stöðum í opinberri og alþjóðlegri þjónustu. Allir eru velkomnir að hlýða á fyrirlestur Ritt Bjerregards og að- gangur er ókeypis. Br éfdúfusýning í Laugardal BRÉFDÚFUFÉLAG Reykjavíkur verður með bréfdúfusýningu í hlöð- unni í Húsdýragarðinum í Laugardal laugardaginn 15. mars kl. 15-18 og sunnudaginn 16. mars kl. 10-18. Á sýningunni verða dæmdar helstu kappflugsdúfur landsins. Keppt verður til verðalauna í nokkr- um flokkum eftir alþjóðlegum stöðl- um. Sérstök sýning verður á eldri keppnisfuglum og verðlaunagripir í íþóttinni verða til sýnins. Dúfueig- endur verða á staðnum báða dagana og svara fyrirspurnum á meðan á sýningu stendur. LEIÐRÉTT Björgunarbátar í kaupskipum OFSAGT var í frétt blaðsins síðast- liðinn miðvikudag að svokallaðir frí- fallsbátar væru í skut á flestum skipum Eimskips. Hið rétta er að Einar Hermannsson, starfsmaður Félags íslenskra kaupskipaútgerða, sagði í samtali við blaðið að lokaðir björgunarbátar væru í flestum skip- um félagsins og einhver þeirra væru líka með báta á skutnum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. t Hjartans þakkir til allra.er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar fóstur- móður okkar og tengdamóður, ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hallsstöðum. Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir, Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir og aðrir aðstandendur. t Bróðir okkar, INGVAR RAGNAR INGVARSSON frá Hvítárbakka, Bergholti, í Biskupstungum, lést á heimili sínu 12. mars sl. F.h. systkina og annarra vandamanna, Haukur Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.