Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 41 Fundur um Grósku FLEST beztu pör íslendinga mæta til keppni nú um helgina. Keppni í dansi FÉLAG fijálslyndra jafnaðarmanna og Birting-Framsýn efna til opins fundar á Kornhlöðuloftinu næstkom- andi þriðjudagskvöld, kl. 20.30. í fréttatilkynningu frá fundarboð- endum segir að í febrúarmánuði hafí ungt fólk á vinstra kanti íslenskra stjórnmála stofnað stjórnmálasam- tökin Grósku sem hafí að megin- markmiði endurnýjun íslenska flokkakerfisins sem myndi leiða til sameiginlegs framboðs A-flokkanna, Kvennalista og Þjóðvaka í næstu al- Stærðfræði- keppni fram- haldsskólanna Á MORGUN munu um 35 nemendur taka þátt í úrslitum stærðfræði- keppni framhaldsskólanema, en eðl- isfræðikeppni framhaldsskólanna er lokið. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 16. mars við hátíðlega athöfn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, flytur ávarp og Björn Bjarnason mennta- málaráðherra afhendir verðlaun. Tíu efstu nemendurnir í stærð- fræðikeppninni öðlast þátttökurétt í Norðurlandakeppni í stærðfræði og úr hópi þeirra verða valdir fulltrúar Islands á Ólympíuleikana í stærð- fræði. Keppnin er á vegum íslenska stærðfræðifélagsins og Félags raun- greinakennara. Eðlisfræðikeppni framhaldsskól- anna lauk síðastliðinn laugardag og voru það fyrrverandi keppendur á Ólympíuleikunum sem sömdu fræði- leg og verkleg verkefni fyrir kepp- endur. Þeir eru nú nemendur í eðlis- fræði við Háskóla íslands. Lokakeppnin í stærðfræði fer fram laugardaginn 15. mars kl. 10-14 í stofu 201 í Árnagarði. Verðlaunaaf- hending stærðfræði- og eðlisfræði- keppninnar verður í Háskólabíói þann 16. mars kl. 13. Dagnr harm- onikunnar HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima nk. sunnudag, 16. mars, kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Meðal flytjenda eru: Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, böm og unglingar frá Almenna músíkskól- anum, Matthías Kormáksson, Dúett systranna Ásu og Ingunnar Eiríksd- ætra, „Stína bongó“ og Böðvar Magn- ússon. Einnig koma fram hinir þekktu harmonikuleikarar Jóna Einarsdóttir, Sveinn Rúnar Björnsson, Ólafur Þ. Krisljánsson og Karl Jónatansson. Eftir kaffihlé gefst gestum kostur á að stíga léttan dans undir dunandi harmonikutónlist Léttsveitar HR. Ráðstefna á Sauðárkróki KAUPFÉLAG Skagfirðinga og Af- mælisnefnd Sauðárkróks gangast fyrir ráðstefnu um Samvinnuhreyf- inguna og Krókinn laugardaginn 15. mars kl. 16 á Kaffi Krók. Frummælendur verða: Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Björn Bjömsson, bæjarfulltrúi, Jón Bjarnason, skólameistari Hólum og Rögnvaldur Guðmundsson, forstöðu- maður RKS. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður þar sem frummælendur munu svara fyrir- spumum úr sal. Á ráðstefnunni verður megin- áhersla lögð á að fjalla um það hvern- ig samvinnuhreyfingin muni þróast í framtíðinni og hvaða þýðingu sú þróun geti haft fyrir atvinnu- og mannlíf á Sauðárkróki. Kósýí guðsþjónustu UNGLINGAHLJÓMSVEITIN Kósý kemur fram í guðsþjónustu í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 16. mars nk. kl. 14 og flytur þar nokkur lög. þingiskosningum. Á fundinum verður fjallað um ýmsar spurningar sem vakna í tengslum við stofnun sam- takanna. Þrír stjómarmenn Grósku flytja framsöguerindi. Þau eru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi sem mun kynna tilurð Grósku, stefnuskrá, skipulag og framtíðar- áform; Þóra Arnórsdóttir heimspeki- nemi og Robert Marshall blaðamað- ur. Fundarstjóri verður Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður FFJ. Hermes í Ævin- týra-Kringlunni TÓNSMIÐURINN Hermes kemur í dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringluna og skemmtir börnum með hljóðfæra- leik og söng. Guðni Franzson klarí- nettleikari leikur Hermes en hefur sér til aðstoðar Einar Kristján Ein- arsson gítarleikara. Guðni Franzson hefur farið víða sem tónsmiðurinn Hermes. Hann byrjaði í Gerðubergi með tónleika fyrir börn þar sem hann spilaði lög frá ýmsum löndum. Hermes skemmti einnig með Sinfóniuhljómsveit ís- lands og tók á móti jólasveinunum á Þjóðminjasafninu nú fyrir jólin. Tónlistarguðs- þjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju HALDIN verður tónlistarguðsþjón- usta í Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn 16. mars og hefst hún kl. 20.30. Strengjakvartett, skipaður kennurum sem allir kenna við Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, leikur. Flytjendur eru Martin Frewer á fíðlu, Maria Weiss á fiðlu, Ásdís H. Runólfsdóttir á víólu og Oliver Kent- ish á selló. Natalia Chow sem er organisti og kórstjóri við Hafnar- fjarðarkirkju syngur einsöng við und- irleik kvartettsins. Eru lögin sérstak- lega útsett fyrir hann. Natalía er söngvari að mennt auk þess að vera organisti og hefur komið víða fram. Kvarettinn mun einnig leika undir safnaðarsöng. Prestur er sr. Þórhall- ur Heimisson. Tónleikar á ísafirði GUÐRÚN Jónsdóttir sópransöng- kona heldur tónleika í sal frímúrara á ísafirði sunnudaginn 16. mars kl. 16. Meðleikari hennar á píanó verður Ólafur Vignir Albertsson. Á efnis- skránni eru sönglög eftir Karl O. Runólfsson, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson, og óperuaríur eftir Mozart, Verdi og Donizetti. Spjallað á netinu „TÆKNIVAL hefur staðið fyrir námskeiðum í vetur undir heitinu Lært á laugardögum. Tæknival býð- ur upp á kennslu nk. laugardag í því hvemig alnetsnotandi kemst inn á spjallrásir veraldarvefsins“. Leiðbeint verður um hvemig eigi að tengjast rásunum og ekki síður hvemig á að fínna rásir við hæfí hvers og eins. Öllum er heimil þátttaka á námskeið- inu án endurgjalds," segir í fréttatil- kynningu frá Tæknival. Námskeiðið um spjallrásirnar verða í verslunum Tæknivals, Skeifunni 17, Reykjavík laugardaginn 16. febrúar kl. 10.30 til 11.30 og sama dag í verslun Tæknivals, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfírði kl. 12.30 til 13.30. Prófíll í Nelly’s Café FYRSTA kynning Nelly’s Café á listamanni verður sunnudaginn 16. mars kl. 17, nefnist hún „Prófíll“. Listakonan Sóla les upp úr eigin verkum og fremur gjörning í formi gjafa. Sóla byijar að lesa á slaginu kl. 17. ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í dansi á vegum keppnisráðs DI og DÍSÍ fer fram nú um helgina. Á laugardaginn fer fram keppni í 4&4, og 5&5 dönsum með fijálsri aðferð. Keppt verður í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst keppni klukkan 15 báða dagana. Flest beztu pör Islendinga mæta Gullfoss í klakaböndum í DAGSFERÐ Útivistar sunnudaginn 16. mars verður farið austur í Gríms- nes og Biskupstungur og Strokkur og Gullfoss skoðaðir í vetrarskrúða. Ef færð leyfir verður gengið með gljúfrum að Brattholti. í lokin verður sýruker Bergþórs skoðað og boðið upp á sýrudrykk. Brottför er kl. 10.30 frá Umferð- armiðstöðinni. Kaffidagur Dýrfirðinga- félagsins DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykja- vík heldur sinn árlega kaffidag sunnudaginn 16. mars í Bústaða- kirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 en þegar henni lýkur hefst kaffísalan í safnaðarheimilinu. Prest- ur verður sr. Pálmi Matthíasson. Tilgángur þessarar samkomu er tvíþættur. I fyrsta lagi rennur allur ágóði til byggingar aldraðra í Dýra- fírði og í öðru lagi styrkir samkoman samheldni þeirra Dýrfírðinga sem flutt hafa að vestan á liðnum árum eða eiga ættir sínar þangað að rekja, segir í fréttatilkynningu. Notkun GPS- staðsetningar- tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavamafélags íslands í sam- vinnu við Ferðafélag íslands standa fyrir námskeiði fyrir almenning um notkun GPS-staðsetningartækja. Námskeiðið fer fram dagana 17. og 20. mars og hefst kl. 20 báða dagana. Námskeiðið verður haldið í hús- næði Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Þátttökugjald er kr. 2.000. Þar sem þátttakendafjöldi er takmarkað- ur er æskilegt að menn skrái sig á skrifstofu Ferðafélagsins eða hjá Björgunarskólanum ekki síðar en fyrir hádegi mánudaginn 17. mars. til keppni. Keppt er annars vegar í sígildum samkvæmisdönsum og í suður-amerískum dönsum hins- vegar. A morgun, sunnudag, fer fram íslandsmeistarakeppni í gömlu dönsunum og rokki. Húsið verður opnað klukkan 14 báða dagana en forsala aðgöngumiða hefst klukkan 13.30. Kvikmynd um vináttu í MÍR NK. SUNNUDAG, 16. mars kl. 16, verður kvikmyndin „Hvíti Bim Eyrnablakkur“ sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Gorkí-kvik- myndaverinu í Moskvu 1977 og byggð á sögu rithöfundarins G. Trojepolskís um hundinn Bim, sam- band hans og tryggð við eigandann og margvíslegar raunir sem dýrið lenti í. Þetta er falleg mynd um vin- áttu manns og dýrs og ósvikin fjöl- skyldumynd, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikstjórinn, Stanislav Rost- otskíj, var einn af fremstu kvik- myndagerðarmönnum Rússa á sjötta til áttunda áratugnum. Að- gangur að kvikmyndasýningu MÍR er ókeypis og öllum heimill. Ritt Bjerregaard heldur fyrirlestur Umhverfismál í alþjóðlegu samhengi RITT Bjerregaard fulltrúi Danmerk- ur í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins heldur fyrirlestur í fundar- sal Norræna hússins, sunnudaginn 16. mars kl. 16.00, um umhverfis- mál í alþjóðlegu samhengi. Ritt Bjerregaard kemur til íslands í boði Norræna hússins. Staða um- hverfismála í heiminum og þau áhrif sem veðurfarsbreytingar kunna að hafa eru henni ofarlega í huga. Einn- ig mun hún fjalla um hvernig ríki heims hafa framfylgt samþykktum frá Ríó-ráðstefnunni 1991. Ritt Bjerregaard á að baki litríkan feril sem stjórnmálamaður. Hún tók sæti á danska þjóðþinginu fyrir Sós- íaldemókrataflokkinn 1971 og varð kennslumálaráðherra í stjórn Ankers Jorgensens um 3ja mánaða skeið 1973 og aftur 1975-1978. Þá varð hún félagsmálaráðherra á árunum 1979-81. Ritt Bjerregaard hefur einnig verið formaður og varafor- maður Sósíaldemókrataflokksins frá 1981-1991. Hún sat í utanríkisnefnd danska þingsins frá 1981, og hefur þar að auki gegnt mörgum ábyrgðar- stöðum í opinberri og alþjóðlegri þjónustu. Allir eru velkomnir að hlýða á fyrirlestur Ritt Bjerregards og að- gangur er ókeypis. Br éfdúfusýning í Laugardal BRÉFDÚFUFÉLAG Reykjavíkur verður með bréfdúfusýningu í hlöð- unni í Húsdýragarðinum í Laugardal laugardaginn 15. mars kl. 15-18 og sunnudaginn 16. mars kl. 10-18. Á sýningunni verða dæmdar helstu kappflugsdúfur landsins. Keppt verður til verðalauna í nokkr- um flokkum eftir alþjóðlegum stöðl- um. Sérstök sýning verður á eldri keppnisfuglum og verðlaunagripir í íþóttinni verða til sýnins. Dúfueig- endur verða á staðnum báða dagana og svara fyrirspurnum á meðan á sýningu stendur. LEIÐRÉTT Björgunarbátar í kaupskipum OFSAGT var í frétt blaðsins síðast- liðinn miðvikudag að svokallaðir frí- fallsbátar væru í skut á flestum skipum Eimskips. Hið rétta er að Einar Hermannsson, starfsmaður Félags íslenskra kaupskipaútgerða, sagði í samtali við blaðið að lokaðir björgunarbátar væru í flestum skip- um félagsins og einhver þeirra væru líka með báta á skutnum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. t Hjartans þakkir til allra.er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar fóstur- móður okkar og tengdamóður, ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hallsstöðum. Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir, Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir og aðrir aðstandendur. t Bróðir okkar, INGVAR RAGNAR INGVARSSON frá Hvítárbakka, Bergholti, í Biskupstungum, lést á heimili sínu 12. mars sl. F.h. systkina og annarra vandamanna, Haukur Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.