Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 6

Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestamót á Reykjavíkurtjörn TJORNINNII Reykjavík verður breytt í skeiðvöll ingamanna heldur um næstu helgi. í gær var rudd þegar keppt verður þar í tölti og skeiði i dag. keppnisbraut í snjóinn á Tjörninni og nokkrir knap- Keppnin er í tengslum við sýningu sem Félag tamn- ar æfðu sig fyrir átökin í dag. Djöflaeyjan lofuð í hástert Ósló. Morgunblaðið. NORSKIR gagnrýnendur hlaða mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Djöflaeyjuna", sem frumsýnd var í Osló á fimmtudagskvöld, lofi í gagnrýni sem birtist í nokkrum stærstu blöðum landsins í gær. „Frábær, einstök, vitræn" voru á meðal þeirra lýsingarorða sem grip- ið var til. „Djöflaeyjan“ var sýnd á kvik- myndadögum í Ósió í febrúar en frumsýnd í flestum stærstu borgum og bæjum Noregs á fimmtudags- kvöld. Er Friðrik Þór norskum kvik- myndaunnendum að góðu kunnur, ekki síst eftir að mynd hans „Á köldum klaka“ var sýnd en hún á sér dyggan hóp aðdáenda. Gagnrýnandi Dagbladet er hrifnastur þeirra sem skrifa um myndina en hann gefur henni fimm stjörnur af sex mögulegum. „Myrk nútímasaga frá íslandi“ er yfir- skriftin en gagnrýnandinn segir Friðrik Þór marka sér stöðu sem fremsti kvikmyndagerðarmaður íslands með „Djöflaeyjunni". Þessi „illúðlegi gamanleikur, með lífleg- um persónum og djörfum húmor“ hafi minnt hann á verk ítalska kvikmyndaleikstjórans Ettore Scola, og að Friðrik standi honum síst að baki. Gagnrýnandi Verdens Gang gef- ur myndinni fjórar stjörnur af sex. „Feikilega hláleg ættarsaga frá ís- landi, með Elvis-eftirhermu í aðal- hlutverki," segir í Aftenposten en hinn alvörugefni og óvægni gagn- rýnandi blaðsins virðist stórhrifinn af myndinni. Segir hana fyndna án þess að persónur hennar séu fárán- legar. Lærdómur myndarinnar sé sá að lífíð sé „myrkt, villt og erfitt“ en að hægt sé að hlæja að því. Lif- ið haldi áfram, svo fremi sem mað- ur geri sér grein fyrir því að það sé ein allsherjar lygasaga. Og gagn- rýnandinn bætir við: „Sviðsmyndin er framúrskarandi, með þessu líf- lega fátækrahverfi, leikhópurinn stendur sig vei. Og Friðrik hefur þriðja augað, hin vitræna sýn hans sést á öllum þeim myndum sem hann kemur nálægt. Hann veit hvað hann vill, veit líka hvernig hann gerir ætlun sína að veruleika. Frá- bært.“ Læknir sýkn af ákæru um ólögmæta fó sturey ð ingu Séra Karl gefur kost ásér SÉRA Karl Sigurbjömsson hefur til- kynnt að hann muni gefa kost á sér til biskupskjörs. Þrír aðrir prestar hafa áður gefíð kost á sér, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, séra Gunnar Kristjánsson og séra Sigurð- ur Sigurðarson vígslubiskup. „Það þarf að vinna og biðja fyrir eflingu hins andlega lífs í kirkjunni, að hún mæti trúarþörf samtímans með fagnaðarerindinu, veiti fólki stuðning og leiðsögn í trúarleit og ráðaleysi gagnvart tilvistarspurning- um og huggun í sorg og mótlæti," sagði sr. Karl aðspurður um áherslur sínar yrði hann kjörinn. „Mikið verk er fyrir höndum til endurbóta á stjórnkerfi og starfsháttum kirkjunn- ar í samræmi við stjómsýslulög og væntanlega rammalöggjöf og það þarf að þróa einfalt og nytsamlegt stjómkerfi hvað varðar skilvirkni í stjórnun og ráðdeild í meðferð man- nauðs og fjármuna.“ Séra Karl sendi í vikunni bréf til allra kjörmanna þar sem hann til- kynnir ákvörðun sína og biður hann þess að undirbúningur biskupskjörs verði íslenskri kirkju og prestum til sóma og að heilindi og sanngirni ráði í umfjöllun um biskupsefni og aðra þjóna kirkjunnar. LÆKNIR, sem var ákærður fyrir að hafa framkvæmt fóstureyðingu í trássi við úrskurðarnefnd sem hafði tvívegis synjað beiðni konu, var sýknaður í héraðsdómi á fimmtudag. í dóminum er m.a. vísað til þess, að þrátt fyrir að ýmis rök hnígi í þá þátt að synjun úrskurðamefndarinnar eigi að hafa þau réttaráhrif, að fóstureyð- ing sé þar með óheimil, verði slík regla ekki leidd af lögum. Fyrir tveimur árum fór kona fram á við félagsráðgjafa og lækni á kvennadeild Landspítalans, að henni yrði heimilað að gangast undir fóstureyðingu. Aðalástæðan var sú, að óvissa var um faðerni og umsóknin borin fram vegna félagslegra aðstæðna. Félagsráð- gjafi samþykkti umsóknina, en læknir synjaði, á þeirri forsendu að komið væri fram yfir 12. viku meðgöngu. Vinnuregla á kvenna- deild kvað á um, að þegar svo væri komið skyldi vísa umsóknum til úrskurðarnefndar. Konan skaut málinu til nefndarinnar, sem stað- festi synjun læknisins, á þeirri forsendu að skilyrði til fóstureyð- ingar af félagslegum ástæðum væru ekki fyrir hendi. Konan leitaði til læknis á Akra- nesi, sem var kunnugt um synjun nefndarinnar, en samþykkti fóstureyðinguna og voru þá liðnar rúmar 14 vikur af meðgöngu. Hálfu ári síðar fól ríkissaksókn- ari Rannsóknarlögreglunni að annast opinbera rannsókn á af- skiptum landlæknis af fóstureyð- ingunni, í framhaldi af bréfi úr- skurðamefndarinnar, sem taldi hugsanlegt að landlæknir hefði brotið lög. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar til þess, að gefin var út ákæra á hendur lækninum sem framkvæmdi fóstureyðing- una. Læknirinn hélt því fram, að ekki hefði verið ástæða til að leita heimildar fyrir fóstureyðingunni hjá úrskurðarnefnd, þar sem lög kveða aðeins á um skyldu til þess ef komið er fram yfír 16. viku meðgöngu. Fyrir dóminum kom fram, að læknar á kvennadeild Landspítala hafi almennt ekki verið þeirrar skoðunar, að fóstureyðing eftir 12. viku og fram til 16. væri óheimil án samþykkis nefndarinnar, en talið rétt að hún tæki endanlega ákvörðun. Ef nefndin hafnaði umsókn hafi læknar deildarinnar talið sig bundna af því, en gagn- vart læknum utan deildarinnar hafi slík ákvörðun hins vegar ekk- ert slíkt gildi. Bannið fellt úr frumvarpi Dómarinn taldi ekki unnt að skýra lög á annan veg en svo, að fóstureyðingu mætti aldrei fram- kvæma eftir 16. viku meðgöngu nema með samþykki nefndarinnar, en fram að þeim tíma væri nægi- legt að tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafí, heimiluðu hana. Þar er m.a. vísað til þess, að í upphaflegu frumvarpi að lögum um fóstureyðingar og ófijósemis- aðgerðir hafi verið að fínna ákvæði um að hefði konu verið synjað um aðgerð í einu sjúkrahúsi væri ekki heimilt að framkvæma aðgerðina á öðru sjúkrahúsi, nema leyfí úr- skurðarnefndar kæmi til. Þetta ákvæði hafi hins vegar verið fellt úr frumvarpstextanum og virtust þau rök hafa legið að baki, að slíkt neitunarvald einstaks sjúkrahúss eða starfsfólks þess gæti tafið framkvæmd aðgerðar úr hófi og leitt til þess að konur yrðu mis- rétti beittar, meðal annars vegna búsetu. Aðstæður matsatriði Dómarinn taldi einnig að þrátt fyrir að ákveðin viðmið væri að finna í lögum um hvaða félagslegu aðstæður gætu réttlætt fóstureyð- ingu, þá væri það ekki tæmandi talning. Mat konunnar sjálfrar og félagsráðgjafa á félagslegum að- stæðum hennar hlyti að varða mestu. Þorgeir Ingi Njálsson, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Vesturlands, kvað upp dóminn. Reykjavíkurborg og Kjalarneshreppur Samstarfsnefnd um sameiningu komið á BORGARSTJÓRN Reykjavíkur og hreppsnefnd Kjalarness hafa ákveðið að kanna með formlegum hætti möguleika á sameiningu sveitarfé- laganna og í gær var samkomulag þar að lútandi undirritað af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Pétri Friðrikssyni oddvita Kjalameshrepps. I samkomulaginu er kveðið á um að kosnir verði tveir fulltrúar frá hvorri sveitarstjóm í samstarfsnefnd um sameininguna og að nefndin skuli leggja fram tillögur sínar fyrir sveit- arstjómimar í maí á þessu ári. Geri nefndin tillögu um sameiningu sveit- arfélaganna skal kosning um það fara fram í báðum sveitarfélögunum fyrir lok júnímánaðar næstkomandi, en áður á að fara fram kynning meðal íbúanna á opnum borgarafundum. Þá eru í samkomulaginu talin upp 23 atriði sem skulu lögð til grundvall- ar í sameiningarviðræðunum. Þar á meðal er ákvæði um það að hið sam- einaða sveitarfélag skuli heita Reykjavík, en einnig er kveðið á um það að verði sameiningin samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða i hvoru sveitarfélagi fyrir sig skulu þau sameinuð að afloknum sameigin- legum sveitarstjórnarkosningum til borgarstjórnar í júní 1998, enda hafi Alþingi samþykkt lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Skiptir máli fyrir byggðaþróun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir, aðspurð hvað Reykja- vík fái út úr sameiningu við Kjalar- nes, að sé litið á sameininguna út frá deginum í dag, sé það kannski ekki ýkja mikið, en þegar til lengri tíma sé litið, til framtíðarinnar, geti sameiningin skipt mjög miklu máli fyrir byggðaþróunina á höfuðborgar- svæðinu. „Sameining þessara sveit- arfélaga gefur aukna möguleika á Morgunblaðið/Árni Sæberg PÉTUR Friðriksson oddviti Kjalarneshrepps og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri undirrituðu í gær samkomulag um að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. því að Reykjavík byggist upp með- fram ströndinni en ekki í austur og upp til hæða. Því eins og staðan er í dag geta sveitarfélagamörk verið svolítið hamlandi í sambandi við byggðaþróun," segir hún. Pétur Friðriksson bddviti Kjalar- neshrepps segir að það sé einnig kost- ur fyrir íbúa Kjalameshrepps að íbua- byggð á höfuðborgarsvæðinu þróist meira í norður, því þannig færistþjón- usta og atvinna nær Kjalnesingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.