Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Eyjólfs Konráðs Jónssonar ÚTFÖR Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ritstjóra Mcrgunblaðsins, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjöl- menni. Prestur var sr. Halldór Gröndal og organ- isti Jón Stefánsson. Kammerkór Langholtskirkju söng og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Kistu hins látna báru Matthías Johannessen, Óiafur G. Einarsson, Asgeir Pétursson, Agúst Hafberg, Hall- grímur Geirsson, Styrmir Gunnarsson, Hörður Ein- arsson og Karl Jóhann Ottósson. ABC sendir út beint frá íslandi Mikil kynning á landi og þjóð BANDARISKI sjónvarpsþátturinn Good Moming America verður sendur út beint frá Norðurlöndunum fimm daga í maí í vor, tvær klukkustundir frá hveiju landanna. Samkvæmt könnunum horfa um 23 milljónir Bandaríkjamanna á þáttinn og er þetta því eitt stærsta tækifæri sem boðist hefur til kynningar á íslandi, atvinnuvegum, menningu og útflutn- ingsvörum í Bandaríkjunum. I Noregi hefur kynningargildi útsendingarinn- ar fyrir norskt atvinnulíf verið metið á um 1,5 milljarða ísienskra króna. Halldór Blöndal samgönguráðherra kynnti í gær samkomulag sem nýlega var gert milli Norðurlandanna fímm og sjónvarpsstöðvarinnar ABC um gerð og útsendingar þáttanna. Hvert land greiðir 14 milljónir Hvert þátttökuland greiðir fimmta hluta þess kostnaðar sem er því samfara að hafa slíka útsendingu utan Bandaríkjanna og er áætlaður kostnaður á hvert land um Qórtán milljónir íslenskra króna. Kostnaður- inn er fyrst og fremst vegna leigu á tækjum, flutnings á þeim og vegna ýmissa annarra tækniþátta. Við af- greiðslu f|árlaga var veitt heimild til að veita allt að tíu milljónir króna til verkefnisins og nú hefur ríkis- stjómin ákveðið að veita tvær millj- ónir til viðbótar. Þær tvær milljónir sem upp á vantar koma frá Ferða- málaráði og samgönguráðuneytinu. Sérstakt samkomulag hefur verið gert vegna framlags ferðaþjón- ustunnar. Meðal þess sem þar er kveðið á um er að ABC eru tryggð rúmlega 200 flugsæti milli Banda- ríkjanna og Islands annars vegar og Islands og Evrópu hins vegar. Þá er ABC einnig séð fyrir rúmlega 300 gistinóttum hér á landi vegna verk- efnisins. Fulltrúar frá ABC hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum í vetur og kynnt sér mögulega útsend- ingarstaði og viðfangsefni. Allur þátturinn, sem sendur verður út héð- an að morgni 16. maí, verður helgað- ur kynningu á landi og þjóð. Afar eftirsótt er að koma kynningum að í þættinum, hvað þá að heilu þættim- ir séu helgaðir einu viðfangsefni eða landi. „Vona að Islend- ingar hætti Smugnveiðum“ Bergen. Morgnnblaðið. „ÉG vonast til þess að íslendingar hætti veiðum í Smugunni og skip frá þeim komi ekki þangað á þessu ári. Ég er þó ekki bjartsýnn á að mér verði að þeirri ósk minni,“ sagði Karl Eirik Schjött-Pedersen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Schjött-Pedersen og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra ís- lendinga, ræddu Smugudeiluna m.a. á fundi sjávarútvegsráðherra Norð- urlandanna í Bergen í fyrradag. Norski sjávarútvegsráðherrann seg- ir að þær viðræður hafí ekki skilað neinum beinum árangri. Hann von- ist þó til þess að þessar frændþjóðir geti komist að samkomulagi, sem leiði til lausnar þessarar deilu enda ættu þær að vinna saman sem sam- herjar í sjávarútvegi á norðurhveli. A íslandi hafa verið uppi hug- myndir um að íslendingar setji sér einhliða kvóta í Smugunni upp á 30 þúsund tonn enda sé það meðaltal afla síðustu þriggja ára. Schjött- Pedersen segir að slíkt komi ekki til greina. Hann segist ekki vera til- búinn að tilgreina hve miklar afla- heimildir hann telji sanngjamt að Islendingar fái í Barentshafí en von- ast til að þjóðirnar geti náð við- unandi samkomulagi. „Við höfum teygt okkur ansi langt í þá átt en því miður hefur það ekki dugað til,“ segir Schjött-Pedersen. Morgunblaðið/Ásdfs A Agreiningur um fjögur atriði kom í veg fyrir samning við bankamenn Ríkissáttasemjarí lagði fram miðlunartillögu RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram miðlunartil- lögu í kjaradeilu bankamanna og bankanna í gærkvöldi. Atkvæði um hana verða greidd í næstu viku og stefnt er að því að telja þau 24. mars. Ríkissáttasemjari hefur ekki tekið ákvörð- un um hvort hann frestar verkfalli í 15 daga eins og hann hefur heimild til að gera, en banka- menn höfðu boðað verkfall frá 20. mars. Friðbert Traustason, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna, sagði að samningar hefðu ekki tekist vegna ágreinings um fjögur meginatr- iði. í fyrsta lagi hefðu bankamenn ekki viljað semja til lengri tíma en tveggja ára, þ.e. til árs- loka 1998. í öðru lagi hefðu þeir lagt mikla áherslu á hækkun lægstu taxta. Í þriðja lagi hefðu þeir viljað að samningurinn gilti frá síðustu áramótum þegar eldri samningur rann út. í fjórða lagi hefðu þeir krafist þess að bankamir kæmu á móts við bankamenn með eingreiðslu vegna ágreinings um endurskoðun síðasta samnings. Bankamenn gerðu á síðasta ári kröfu um að kjarasamningur þeirra yrði endurskoðaður með vísan til þess að almennar launahækkanir í land- inu hefðu verið meiri en þær hækkanir sem bankamenn fengu. Bankarnir höfnuðu þessu og fór málið fyrir Félagsdóm þar sem dæmt var bönkunum í vil. Friðbert sagði að sú hækkun sem menn hefðu verið að tala um í viðræðunum hefði verið á bilinu 10-12%. Ágreiningur um samningstímann Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, sagði að bankarnir hefðu verið tilbúnir að koma til móts við kröfur bankamanna um hækkun lægstu launa enda hefði hagræðing í bankakerfinu ekki síst komið fram í vinnu þeirra sem eru á þessum lágu töxtum. Ágreiningur hefði hins vegar verið um samningstímann. Bankarnir hefðu viljað semja til sama tíma og aðrir sem gert hafa kjarasamninga að undanförnu. Þeir gætu ekki sætt sig við að semja um sömu pró- sentuhækkanir og aðrir, eins og rætt hefði ver- ið um að gera, en vera með styttri samnings- tíma. Finnur sagði að útilokað væri fyrir bankana að fallast á kröfu um afturvirka samninga. Aðr- ir launahópar hefðu ekki gert slíka samninga og síðustu samningar bankamanna hefðu ekki verið afturvirkir. Engar forsendur hefðu heldur verið fyrir bankana að fallast á kröfu banka- manna um eingreiðslu vegna fyrri ágreinings- mála. Friðbert sagðist ekki vita hvort sáttasemjari ætlaði að nýta sér rétt sinn til að fresta verk- falli. Hann sagði hins vegar að ef kæmi til verk- falls yrði öll bankastarfsemi í landinu stöðvuð hvort sem hún færi fram með sjálfvirkum hætti í tölvum eða með öðrum hætti. Versló vann ræðukeppni VERSLUNARSKÓLI íslands bar í gærkvöldi sigur úr býtum í ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS. Lokastaðan í úrslita- keppninni var sú að lið Verslun- arskólans hlaut 1.300 stig og Menntaskólans í Reykjavík 1.217 stig. Nemendur skólanna hvöttu sína menn ákaft til dáða í troð- fullum sal Háskólabíós. ----» ♦ ♦--- Landssöfnun fyrir hjartveik börn 16 milljónir höfðu safnast LANDSMENN höfðu gefið um 16 milljónir króna um kl. 22 í gærkvöldi í landssöfnuninni Gefum þeim von, sem Neistinn, styrktarfélag hjarí- veikra barna, stóð fyrir í samstarfí við íslenska útvarpsfélagið, SPRON, Gulu línuna og fleiri. Að sögn um- sjónarmanna söfnunarinnar var þessi árangur framar björtustu vonum. I 1 i 4 ♦ í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.