Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 19

Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Gnægð vopna en skortur á mat MIKILL óhugur er í íbúum Tirana vegna stjórnleysins í Albaníu. Margir þeirra óttast að ástand- ið eigi enn eftir að versna og telja að ekki verði hægt að koma á lögum og reglu nema með hernaðaríhlutun erlendra ríkja. Vopnaðir hópar, sem hafa rænt byssum úr vopnabúrum hers- ins, hafa látið greipar sópa um verslanimar og tæmt þær. Hægt er að kaupa riffla fyrir sem svarar rúmum 200 krónum en líkurnar á því að fólk geti keypt kartöflu eru sáralitlar. Hundr- uð Albana flúðu landið í bátum til Ítalíu i gær og myndin er af hópi sem kom þangað á ryðguð- um herbáti. Óvíst er hvort fólkið fær landvistarleyfi á Ítalíu. Forseti Albaníu biður um hjálp vegna upplausnarinnar Athyglin beinist að ráðaleysi Evrópuríkja Brussel. Reuter. BEIÐNI Salis Berisha, forseta Albaníu, um aðstoð vestrænna ríkja við að koma á lögum og reglu í landinu hefur beint athyglinni að ráðaleysi Evrópuríkja þegar alvarleg öryggisvandamál koma upp í álfunni, að sögn fréttaskýr- enda í gær. „Ekkert líkist meira martröð en það að láta til sín taka í ríki á Balkanskaga þar sem stjómleysi ríkir,“ sagði evrópskur stjómarer- indreki í Brussel. „Vandamálið er að aðgerðaleysi myndi vera enn hættulegra." Þótt ríki Atlantshafsbandalags- ins og Evrópusambandsins (ESB) hafi miklar áhyggjur af þróuninni í Albaníu - sem minnir óþyrmilega á aðgerðarleysi þeirra í byijun átakanna í Bosníu - hafa þau lát- ið nægja að gefa út yfirlýsingar þar sem skorað er á Albani að binda enda á átökin og leita frið- samlegra lausna með samninga- viðræðum. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í Haag á fimmtudag að upplausnin í Albaníu væri fyrst og fremst innanríkismál Albana og bætti við að óljóst væri hvað vestrænar hersveitir gætu gert ef þær yrðu sendar til landsins. Sérfræðingar í vamarmálum lögðu áherslu á að friðargæslan í Bosníu væri yfrið verkefni fyrir Bretland og Frakkland, einu ríkin fyrir utan Þýskaland sem hafa yfir miklum herafla að ráða, og þess vegna yrði erfitt fyrir Evrópu- sambandið að útvega hermenn til íhlutunar í Albaníu þótt vilji væri til þess. Ottast að óeirðirnar breiðist út Berisha skoraði á Vestur-Evr- ópusambandið, varnarmálavæng ESB, að senda hersveitir til að „koma á lögum og reglu“ í landinu Reuter ÓÞEKKTIR menn skutu í gær á útlendinga, sem verið var að flytja frá Tirana, og á myndinni reyna nokkrir þeirra að skýla sér. Þýskir hermenn, sem aðstoðuðu við brottflutning- inn, svöruðu skothríðinni. og afstýra því að það leystist upp. Raunin er hins vegar sú að Vestur- Evrópusambandið hefur ekki yfir hersveitum að ráða og er ekki enn undir það búið að skipuleggja slík- ar aðgerðir. „Verkefni Vestur- Evrópusambandsins em enn að- eins á pappírnum," sagði stjórnar- erindreki í Brussel og lagði áherslu á að áform um að það leigði vopn af NATO væm enn aðeins á undir- búningsstigi. Fréttaskýrendur og stjórnarer- indrekar sögðu að ráðamenn í Evrópuríkjunum gerðu sér grein fyrir að þegar öllu væri á botninn hvolft gætu þau ekki setið að- gerðalaus hjá vegna hættunnar á að óeirðimar breiddust út fyrir landamæri Albaníu. T.a.m. væri hætta á að upp úr syði í Kosovo í Serbíu, þar sem Albanir em í meirihluta, og fjölmargir Albanir búa einnig í Makedoníu og Grikk- landi. Utanríkisráðherrar ESB-ríkj- anna koma saman til að ræða málið í Hollandi um helgina en ekki er búist við miklum tíðindum á þeim fundi. Einn stjórnarerin- drekanna sagði að margir væru þeirrar skoðunar að Öryggis: og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) ætti að gegna forystuhlutverki í þessu máli. Evrópuríkin hafa hingað til að ekki léð máls á að greiða bætur til þeirra Albana sem glötuðu sparifé sínu vegna gjaldþrota ávöxtunarsjóða, sem urðu til þess að upp úr sauð í Albaníu. Evrópsk- ir stjómarerindrekar í Bmssel sögðu þó í gær að slíkt yrði ódýr- ara en að senda hermenn til Alba- níu eða þurfa að taka við tugum þúsunda flóttamanna frá landinu. LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 19 Israelar hundsa áskorun SÞ Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKA stjórnin sagðist í gær myndu hafa að engu áskorun Sam- einuðu þjóðanna um að hætta við byggingu 6.500 húsa á svæðinu milli austurhluta Jerúsalem og Betlehems. Allsheijarþingið samþykkti síð- degis í fyrradag áskomn á ísraela um að hætta við landnámið fyrir- hugaða með 130 atkvæðum gegn tveimur og tvö ríki sátu hjá. Ríkin sem greiddu atkvæði gegn áskomn- inni voru Bandaríkin og ísrael. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra, sagði samþykktina ein- hliða og einskisverða. „Ekkert stöðvar okkur og það er misskiln- ingur ef menn halda að hægt sé að hræða okkur til hlýðni,“ sagði hann í gær. Hermt er, að fram- kvæmdir í fyrirhuguðu landnámi hefjist á mánudaginn á hæðinni, sem nefnist Jabal Abu Ghneim á arabísku en Har Homa á hebresku. Kynning Allir gestir fá 1000 ferðapunkta til lækkunar verðs kemur út á prenti sunnudaginn 16. mars og ber nafn með rentu. Hún kynnir þér fegurstu staði og frægustu undur heimsins í máli og myndum og greiðir þér leið að kynnast þeim á ótrúlega hagstæðu verði, u.þ.b. 25% lægra en tíðkast í öðrum Evrópulöndum fyrir ferðir í lægri gæðaflokki. FAGRA VERÖLD er nafnið á „betri ferðunum“ okkar 1997. Hún kynnir þér ferðanýjungarnar á ísienska ferðamarkaðnum, fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr, spennandi ævintýri í fjarlæguin heimsálfum, s.s Hnattreisan SUÐUR UM HÖFIN og „Down under“, sem að vísu seldist upp á tveim dögum, en við bættum 10 sætum við. I saina stefnir með „Töfra 1001 nætur á slóðum Alladíns í Austurlöndum“ og önnur ævintýri í útlöndum, sem verða kynnt: SUNNUD. 16. mars kl. 14-16 á HOTEL SÖGU - Alinenn ferðakvnning og myndasýning. Nýja áætlunin FAGRA VEROLD lögð fram og kvnnt ásamt nýjum geisladiski: KOMDUMEÐ AÐ SJÁ HEIMINN, úrval ferðapistla Ingólfs Guðbrandssonar á Aðalstöðinni 1996. SÓLRISUHÁTÍÐ í Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöld kl. 19.30-01.00. V'eisla með Ijúffengri sselkeraþrennu, fjölbreyUum skemmti-atriöum. m.a. myndasýningum, tískusýnmgu. danssýningu. nýrri söngstjörnu og dansi, þar sem Ragnar Rjarnason og eo sjá um fjörið, sérstaklega fyrir Heimsreisuiára. en skemiut-unin er Aðgöngumiða- og borðapantanir á Hótel Sögu, sími 552 9900. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAí HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.