Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Handrítín eru akkeri sam- band Islands og Danmerkur Síðasta handrítasendingin var borín um borð í Vædderen í gær. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með og rekur umsvif Árnasafns eftir að rúmur helmingur handritanna hefur verið sendur heim. FIMMTAN sjóliðar báru í gær jafnmarga kassa með síðustu handritasendingunni úr Árnasafni um borð í danska strandgæslu- skipið Vædderen, en tvö allra síðustu hand- ritin verða svo afhent íslendingum 19. júní til að hnýta endahnútinn á afhendingu íslenskra handrita úr dönskum söfnum. í Árnasafni eru þó ekki allar hillur tómar, því 1356 hand- rit og handritabrot verða eftir, meðan Is- lendingar hafa fengið það sem samið var um sem þeirra hlut 1961. Jón heitinn Helgason, prófessor og forstöðu- maður Árnasafns, sagði á sínum tíma að hann gleddist yfir að hand- ritin færu aftur til íslands, þó að sem starfsmaður Árnasafns sakn- aði hann þessara gömlu vina sinna þaðan. Bæði á Konunglega bóka- safninu og í Árnasafni ríkir einlæg gleði fyrir hönd íslendinga en óhjá- kvæmilega er gripanna saknað. Danskir fjölmiðlar hafa gert skilun- um góð skil og meðal annars var 50 mínútna þáttur um handritamál- ið í danska útvarpinu í gær. Hið liðna er liðið Hátíðleikinn var hvergi sparaður um borð í Vædderen, þar sem Kai Rasch Larsen kapteinn stjómaði móttöku handritanna, þegar lög- reglubíll með kössunum fimmtán renndi upp að hlið skipsins klukkan 16 í gær. Fimmtán sjó- liðar, bæði piltar og stúlkur, tóku svo hver við sínum kassa, sem Peter Springborg, for- stöðumaður Árnastofn- unar, afhenti þeim. Hátíðleikinn var þó ekki meiri en svo að kapteininn kallaði til þeirra með glettnisbrag að þau skyldu gæta þess að hnjóta ekki í tröppunum. I samtali við Morg- unblaðið sagðist Lars- en kapteinn gleðjast yfir þessu skemmtilega verkefni, þar sem Vædderen hefði afhent tvö fyrstu handritin 1971 og svo skemmtilega hefði viljað til að skip- ið var einnig statt í Reykjavík í fyrra þegar þess var minnst að 25 ár voru liðin frá afhendingu fyrstu handritanna. Og kapteinninn tók afhendinguna sannarlega föstum tökum því séð var til þess að smíð- aðir væru fimmtán trékassar af sömu stærð og handritapakkarnir. í viðurvist gesta frá Ámastofnun og Konunglega bókasafninu voru pakkarnir síðan settir í trékassana, þeir innsiglaðir og síðan eru þeir bundnir niður í gluggalausum klefa, þar sem hvorki er ofn né vatnsrör. „Við höfum hugsað fyrir öllu,“ full- yrti kapteinninn hressilega. Klefan- um verður síðan læst og kapteinn- Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir PETER Springborg Morgunblaðið/Pofoto/Sören Jensen DANSKIR lögreglumenn færðu dönsku sjóliðunum af Vædderen hinn dýrmæta farm þeirra - 15 pakka af íslenskum handritum. inn fullvissaði gesti um að lyklinum kæmi hann fyrir á öruggum stað, því klefinn verður ekki opnaður fyrr en lagt verður að í Reykjavík 6. maí kl. 17. Með skipinu til ís- lands siglir Tina Johannsen forvörð- ur sem hefur pakkað handritunum og séð um sendingu þeirra í vetur. Einn af beim sem var við skips- hlið á Amalíukæjanum var Erland Kolding Nielsen, bókavörður Kon- unglega bókasafnsins, en það var þar, sem flaggað var í hálfa stöng, þegar Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók voru borin þaðan út 1971. Kolding Nielsen sagðist fyrir hönd stofnunar sinnar vera glaður yfir málalyktum. Allar þær ákvarð- anir, sem vakið hefðu svo sterkar tilfinningar á sínum tíma heyrðu sögunni til. íslendingar hefðu búið glæsilega að handritunum og ánægjulegt að þar væri einnig risin Þjóðarbókhlaða. Sjálfur deildi hann ekki skoðunum forvera sinna á safninu. Hið liðna væri liðið. Handritin aðeins snert með hönskum í heimsókn á Árnastofnun fyrr í vikunni var starfsfólkið að leggja síðustu hönd á frágang sendingar- innar. Mette Jakobsen forvörður var að laga gamalt bókband. Það er af handriti, sem sett var í nýtt og hentugra band, en auðvitað er því gamla ekki fargað. Mette Jakobsen hefur unnið við handritaviðgerðir frá því Konungsbók og Flateyjarbók voru lagaðar fyrir sendinguna fyrir 26 árum. Hún mun að öllum líkind- um starfa áfram við handritavið- gerðarstofu safnsins, enda nóg verk framundan, því hingað til hefur aðaláherslan verið lögð á að gera við handrit, sem afhent voru en nú er hægt að fara að sinna hinum hluta safnsins og einnig verðmætu handritaljósmyndasafni. Hér áður fyrr tíðkaðist að lesa og mynda handrit við útfjólublátt ljós, þar til það rann upp fyrir mönn- Fátækt o g dæturnar fimm LEIKUST Þjóölcikhúsiö FIÐLARINN Á ÞAKINU Höfundur tónlistar: Jerry Bock. Höf- undur leiktexta Joseph Stein sem byggði á sögtun Sholem Aleikhem (Shalom Rabinovitz). Höfundur söng- texta: Sheldon Hamick. Þýðandi: Þórarinn Hjartarson. Leikstjóri: Kol- brún Halldórsdóttir. Útsetning tón- listar og hljómsveitarstjóm: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóðstjóm: Sveinn Kjartansson. Leikmynd og búningar: Siguijón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dansahöfundur: Auður Bjamadóttir. Tónlistarflutningun Bryndis Pálsdóttir/Zbigniew Dubik, Jóhann G. Jóhannsson, Nora Komblueh/Richard Talkowsky, Ósk- ar Ingólfsson, Pétur Grétarsson og Richard Kom. Leikaran Anna Krist- ín Aragrímsson, Arnar Jónsson, Aníta Briem, Alfrún Helga Ömólfs- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Edda Heiðrún Bachmann, Gylfi Þ. Gísla- son, Hany Hadaya, Hjálmar Hjálm- arsson, Hjálmar Sverrisson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Sigurðarson, Magnús Ragnarsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Sigurður Sigiujóns- son, Stefán Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sveinn Þór Geirs- son, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson og Öra Amason. Föstudagur 18. apríl. í SÖGUM Sholem Aleikhem er Tevye mjólkurpóstur nokkurs konar blanda af Ragnari Reykás og Bjarti í Sumarhúsum sem telur guð sér- stakan málvin sinn. Sögur af honum eru í formi sendibréfa frá Tevye stíl- aðra á höfundinn. Höfundur leik- textans, Joseph Stein, notaði auk þessara „bréfa“ aðrar persónur úr sagnaheimi Aleikhems og Jerry Bock samdi tónlistina í stíl við hefð- bundna jiddíska kietsmermúsík og rússnesk þjóðlög þó auðvitað svífí Broadway-andinn yfir vötnunum. Myndrænar umbúðir verksins hafa gjarnan verið í anda Marc Chagalls og svo er um uppfærsluna sem hér er til umfjöilunar. Hann málaði nokkrar myndir af skrautlega búnum fiðlurum sem svífa yfír þorp- inu og virðast rétt tylla fótunum á þökin. Sjarma verksins má samt enn að mestu leyti rekja til hinna undir- furðulegu sagna Aleikhem sem rakti raunir aðalpersónunnar við að koma út dætrunum fimm. Fiðlarinn á þakinu er á vissan hátt óvenjulegur söngleikur. Hér er tónlistin flutt af sex manna kletsm- er-hljómsveit sem endurspeglar anda verksins og er tónlistarflutningur og hljóðstjórn í alla staði vel heppnuð. Hliðartjöldin eru ævintýralegt mor kúbískra húsþaka í anda Chagalls og en leikmunir færðir inn og út af sviðinu eftir þörfum svo sem til að undirstrika þá staðreynd að gyðing- arnir í verkinu gætu þurft að taka sig upp á hverri stundu til að leita nýrra heimkynna. Ljósin eru nýtt til hins ýtrasta til að afmarka og fylla upp í og oft af mikilli hugkvæmni. Eiguleg leikskrá er í sama stíi. Áherslur Kolbrúnar Halldórsdótt- ur eru á leikræna möguleika verks- ins þó nóg sé um dansatriði, sem eru smekklega útfærð af Auði Bjarnadóttur. Lögð er áhersla á að koma merkingu textans til skila og þeim harmræna tón sem óneitanlega hlýtur að snerta vitund áhorfandans þegar íjallað er um heim sem er í verkinu í upplausn en var svo á end- anum þurrkaður út í einu vetfangi tæpum ijörutíu árum síðar. Þessi áhersla á dramað gefur nýja sýn á verkið en gerir það ekki að minna sjónarspili en í uppfærslunni fyrir tæpum þrjátíu árum. Að setja út á sviðsetningu sem RENAULT CLIO til sölu Til sölu er rauður Renault Clio RN árgerð 1991. Ekinn aðeins 40.652 km og skoðaður ‘97. Reyklaus frúarbíil, mjög vel með farinn. Aðeins staðgreiðsla kemur til greina. Upplýsingar í síma 551 5621 e.h. um að ljósið er óhollt bæði handrit- um og mönnum. En á útfjólubláu myndunum má í mörgum tilfellum sjá meira en annars er hægt og því eru myndirnar merk heimild. Á safninu er reynt að nota sjálf hand- ritin eins lítið og hægt er og ef þau eru snert er það gert með hönskum. Mette Jakobsen segir handritavið-■ gerðirnar endast 30-50 ár og reynt sé að ganga þannig frá þeim að auðvelt sé að nota þau, en ekki reynt að endurgera frágang þeirra. Það hafa verið mörg handtökin í kringum sendingarnar og með Mette Jakobsen var Anne Mette Hansen, sem hefur haft umsjón með skráningu alls, sem snertir við- gerðirnar og einnig hefur hún fylgst með frágangi sendinganna. Handritin á alnetið En handritamálið leiddi ekki að- eins af sér handritaskil til íslend- inga, heldur einnig að nú er starfað að íslenskum handritarannsóknum bæði í Kaupmannahöfn og í Reykja- vík. Þetta er Peter Springborg, for- stöðumanni Árnasafns, efst í huga nú þegar síðasta sendingin er á leið til Islands. Hann bendir einnig á að samskiptin vegna handritanna styrki samskipti landanna og sé í raun akkeri í sambandi þeirra. Sú starfsemi sem fari fram á báðum stofnunum sé einnig í samræmi við vilja Árna Magnússonar eins og hann komi fram í erfðaskrá hans. íslenskir fræðimenn nýta sér dyggi- lega aðstöðuna í Kaupmannahöfn og alltaf eru einhveijir íslenskir gestir við safnið að sögn Peters Springborgs. Einnig sé ánægjulegt að sjá hve athygli margra yngri fræðimanna beinist nú að 17.-19. aldar sögu og í þeim rannsóknum sé mikið um að vera. Samstarf er á milli stofnananna tveggja og væntanlega verður næsta stóra verkefni að koma hand- ritunum á stafrænt form og gera það aðgengilegt á alnetinu. Um leið munu möguleikarnir á nýtingu safnsins hefjast í æðra veldi. Og þar sem líf og starf Árna karlsins snerist um að efla þekkingu og fræðastarf tengt handritunum hefði honum örugglega hugnast það vel að opna safnið fyrir heimsbyggð- inni. er jafnsterk sem heild og raun ber vitni yrði sparðatíningur. Hið eina sem erfitt er að sætta sig við er lít- ill sjáanlegur aldursmunur mæðgn- anna Goldu og Tzeitel. Þessi tæpa meðganga sem skilur leikkonurnar í aldri er of áberandi, sérstaklega þar sem Edda Heiðrún er ung og glæsileg Golda. Jóhann Sigurðarson er stjarna sýn- ingarinnar og er jafnvígur á söng, leik og dans. Tevye er erfítt jafnhliða hlutverk en Jóhann tekst allur á loft í túlkun sinni sem er í einu orði sagt frábær. Edda er sköruleg Golda sem tekst að sýna nýjar hliðar á persón- unni. Sigrún Edda Björnsdóttir er hin raunamædda elsta dóttir en mætti vera hýrari á svip þegar allt leikur í lyndi. Steinunn Olína náði nýjum hæðum í söng og túlkun, veru- lega vel gert hjá henni, og Vigdísi Gunnarsdóttur tókst vel að miðla örvæntingu Khövu. Álfrún Helga og Anita léku af fagmennsku hlutverk yngstu systranna. Bergur Þór gerði skraddaranum betri skil en ég hef áður upplifað og tókst að komast hjá þeim afkáraskap sem virðist fylgja hlutverkinu, Valur Freyr og Jóhann voru hins vegar hálflitlausir kavalérar sem ótrúlegt er að þeim systrum hefði litist á. Arnar Jónsson sýndi ísmeygilega gamantakta sem slátr- arinn einmana og Sigurður Sigur- jónsson var yndislegur sem hinn hrumi rabbíni. Margrét Guðmunds- dóttir lék Yentu nokkuð stórt en ásættanlega. Það er því ástæða til að hvetja áhorfendur til að sjá þetta sjónar- spil þar sem allt er af hæsta gæða- flokki: leikur, dans, búningar, leik- tjöld og söngur. Leikstjóranum hefur tekist að laga verkið að nýjum að- stæðum og draga fram nýjar og skemmtilegar hliðar. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.