Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 T W MORGUNBLAÐIÐ I M 11 1 TÍSKAN / hláum galla meá blétt bindi Tískan er síbreytileg, hverful og lokkandi. Duttlungar hennar flestum óútreiknanlegir, en þó ekki Áslaugu Snorradóttur, sem uppgötvaði að í sumar verða blái liturinn, gallabuxur, galla- skyrtur, gallajakkar, gallapils, þunnt gagnsætt efni, bindi og blúndur ofarlega á vinsældalistum tískunnar, er hún stiklaði á stóru í fataverslunum borgarinnar. tfféáfi'séStU jrs'ée. - Hrafnhildur í Spúútnik, Hverfis- götu, er á sama máli. „Það sem er flottast hjá okkur eru þessar galla- buxur. Þær eru notaðar, með gömlu sniði, aðeins útvíðar. Það sem gildir núna er að hafa þær dökkbláar með stórt uppábrot,“ segir hún, „eða vel snjáðar.“ Hún segir að gerviefni sé vin- sælt núna. Af hverju? „Þetta er náttúrulega ný kynslóð og ég held að hún sé töluvert öðruvísi en uppakynslóðin sem sagði bara: „Oj, polýest- er“. Krökk- unum finnst þetta bara flottara ef eitthvað er. Bindin eru líka „inni“ núna. Við erum með bindi frá 1970, öll úr gerviefni. Þau eru annað hvort ein- lit, jafnvel samlit skyrtunum, eða þá með þessu „sækedelic“-mynstri frá 1970.“ Bindi eru ekki bara fyr- ir strákana, segir hún. „Það er gaman að sjá hvað það eru marg- ar stelpur famar að vera með bindi.“ Hvers vegna eru undirkjólamir svona vinsælir núna? „Þetta verð- ur flottasta flíkin í sumar. Tískan er svona: þunnt efni, hálf gagnsætt og með blúndum. Undirkjóllinn sameinar þetta allt.“ 5IGRUN í Sautján, Kringl- unni segir að blái liturinn sé allsráðandi. „Blátt, blátt, blátt og aftur blátt. Ljósblátt, dökkblátt og allt þar á milli. Kóngablátt, fjólublátt og turkís- l blátt.“ Hún segir líka að galla- I efnið sé mjög heitt og komi til k með að verða það í sumar. „Við H emm með Diesel-línuna og þar era það einmitt gallabux- Hl ur, gallaskyrtur, gallakjólar H og gallapils sem eru áber- H andi. Gallaefnið í kjólunum PIH og pilsunum er auðvitað þynnra en í gallabux- unum.“ í svefnhúsi DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Ljósmynd/Kristján Kristjánsson VIÐ glugga draums. ÞEGAR við skoðum draumahúsið nánar, líkt og um raunveralegt draumahús væri að ræða sem við væram að festa kaup á, mundum við væntanlega skoða vel ástand þess og viðhald áður en skrifað væri undir kaupsamning. Hvort raka væri að finna í húsinu eða merki um leka, í hvaða standi gluggar væra, einangrun, gólfefni, veggir, ofnar, hiti og rafmagn. Ef húsið væri einbýli með kjallara, hæð og risi yrði dren, klæðning og þak athugað. Lóðin og garðurinn hefði sitt að segja, litavalið á hús- inu, einnig aðkoman og að sjálf- sögðu hvort það væri úr timbri eða steini. Þannig skoðum við líka hús draumsins á lendum svefnsins til að átta okkur á boðmyndum draumsins um okkur sjálf í tengsl- um við ímyndina sem við berum ásamt afstöðu til annarra. Til að skilja drauma sína, sjálfan sig og aðra er hússkoðun í smáatriðum nauðsynleg og smásmugu aðferðin best, að skrifa allt niður sem mun- að er af hverjum húsdraumi með innbúi og öllu tilheyrandi, safna því á einn stað og fara síðan í smiðjur annarra til glöggvunar og skilnings ef eitthvað virkar ragl- ingslegt eða óskiljanlegt. Aðkoman að svefnhúsinu bregður ljósi á af- stöðu dreymandans til annarra og hans sjálfs, hvort stígurinn að hús- inu, stigi, dyr og gróðurinn era snyrtileg og vel við haldið sem merki um ábyrgð og vinarþel eða í órækt og hirðuleysi sem lýsti skeytingarleysi eða tilfínninga- doða. Draumar lesenda í eftirfarandi draumum koma fyrir hústákn með sál dreymanda í stærsta hlutverkinu. í þeim fyrri birtist hún í hvítum vegg en í þeim síðari sem gul Cortina, en sálin notar farartæki sem ferða- tákn og liti til sjálfsmyndunar. Draumur „Mig dreymdi fyrir 2 árum að ég væri stödd í gömlu húsi úr timbri. Kunningjahjón mín ættu það og væru þau skilin (en eru ekki í raun). Hún fékk húsið eftir skilnaðinn og fór ég með henni heim. Mér finnst sem ég standi alltaf í anddyrinu og horfi á vegg í nokkurri fjarlægð. Veggurinn er úr panelþiljum, máluðum hvítum en er nokkuð snjáður og neðst við gólfið er nokkurs konar stokkur, opinn að framan og þar era þrjú svört dýr. Fyrst fer svartur hund- ur og finn ég hreyfingu loftsins þegar hann hleypur um stokkinn (sem mér finnst ég allt í einu standa mjög nálægt og er orðin nokkuð smávaxin) og hverfur inn um lúgu sem lokast á eftir honum. A eftir honum rennur glansandi svartur minkur og upplifunin er sú sama hjá mér. Síðast kemur svört rotta og hún glefsar í mig og nær að rispa á mér hendina. Eg hugsa með mér að nú sé best að fara, ég taki ekki lengur þátt í þessu og fer. Man þó ekki í hverju ég átti að taka þátt í. Fannst nóg komið og fer út um hurðina". Ráðning Húsið í draumi þínum ert þú og að það var gamalt úr timbri bendir til að þú sért þroskuð manneskja en samt ekki í nægum tengslum við þitt innra sjálf (hús- ið var eign kunningjafólks og þau voru skilin). Þú stóðst alltaf í anddyrinu og horfðir á vegg í nokkurri fjarlægð sem áréttar fjarlægð þína á þig. Veggurinn hvíti og snjáði bendir á þroskaða sál en dýrin sem skutust um stokkinn spegla eiginleika sem gera vart við sig en eru þér að vissu leyti ókunnir eða duldir (dýrin voru svört sem er felulitur og í lokuðum stokk). Þessir eigin- leikar gætu verið vinátta eða þörf tengingar við aðra, sem hundur- inn stendur fyrir, útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni, sem mink- urinn gæti táknað og nýtni, sem rottan mætti túlka, þó hún gæti einnig staðið fyrir verri eigin- leika, svo sem öfundar. Þar sem minkurinn og rottan era nagdýr þá naga þessir eiginleikar þig og láta þig ekki í friði fyrr en þú sinnir þeim, þrátt fyrir tilraunir þínar til að smokra þér undan, taka ekki þátt og fara. Frá „Dreymanda" „Ég var á ferð í bíl sem ég ók, hálfsystir mín sat við hliðina á mér, mér fannst við vera á Spáni. Ég tek hægri beygju og stefni í vesturátt og fer inn á malarveg sem þó virðist aðalvegur. Fyrst mæti ég bíl sem ég bendi systur minni á að sé bíll sem foreldrar mínir áttu fyrir mörgum árum (gul Cortina), næst ég gamlan skólafélaga og ágætan vin (O.H.) standa við vegarkantinn, þvi næst sé ég að trukkur kemur á móti okkur. Ég bið systur mína að skrúfa upp rúðuna en hún hlustar ekki og þegar trukkurinn fer hjá þyrlast upp mikið ryk sem þó traflar okkur ekki. Við komum að kapellu sem mér finnst skrýtið að hún þekki ekki því hún er mjög lík kapellu sem við ættum báðar að þekkja. Við göngum inn í kirkjugarð sem kapellan umlykur og ég les á legsteinana. Það vekur athygli mína hvað mikið er af er- lendum nöfnum í bland við þau is- lensku og mikið af ættarnöfnum. Við förum inn í kapelluna og þá breytist umhverfið skyndilega, systir mín er horfin en í stað hennar er móðir mín þarna. Hún gefur sig á tal við indíána í fullum skrúða sem er þama til aðstoðar, en kapellan líkist helst minja- gripabúð. Hún segir honum að ég hafi verið í Suður-Ameríku, sem mér finnst hún þurfi ekkert að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.