Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 31 ERLEND HLUTABREF Dow Jones, 18. apríl. VERÐ HREYF. NEWYORK DowJones Ind 6686,7 t 100% S&PComposite 764,8 t 100% Allied Signal Inc 70,5 t 100% AluminCoof Amer... 68,4 t 100% Amer Express Co 60,3 ! 100% AT & T Corp 33,8 t 100% Bethlehem Steel 8,0 T 100% Boeing Co 99,9 t 100% Céterpillar Inc 85,4 t 100% Chevron Corp 65,0 t 100% Coca Cola Co 59,4 t 100% Walt Disney Co 75,8 t 100% Du Pont 104,6 t 100% Eastman Kodak Co... 79,4 t 100% Exxon Corp 52,5 t 100% Gen Electric Co 104,0 100% Gen Motors Corp 55,9 t 100% Goodyear 51,9 t 100% Intl Bus Machine 138,4 t 100% Intl Paper 41,5 t 100% McDonalds Corp 49,6 t 100% Merck & Co Inc 85,8 t 100% Minnesota Mining.... 83,1 t 100% MorganJ P&Co 97,1 f 100% Philip Morris 44,1 t 100% Procter&Gamble 122,8 í 100% Sears Roebuck 47,8 t 100% Texacolnc 103,9 t 100% Union CarbideCp 47,6 f 100% United Tech 73,6 t 100% Westinghouse Elec .. 18,1 t 100% Woolworth Corp 19,8 t 100% AppleComputer 2340,0 t 100% Compaq Computer.. 73,1 100% Chase Manhattan .... 89,4 t 100% ChryslerCorp 30,1 t 100% Citicorp 104,6 100% Digital Equipment 27,1 t 100% Ford MotorCo 34,1 t 100% Hewlett Packard 50,3 100% LONDON FTSE 100 Index 0,0 100% Barclays Bank 1008,8 t 100% British Airways 681,5 t 100% British Petroleum 63,5 t 100% British Telecom 904,0 t 100% Glaxo Wellcome 1135,0 t 100% Grand Metrop 499,5 t 100% Marks&Spencer 495,3 100% Pearson 725,0 t 100% Royal&Sun All 440,8 t 100% SheliTran&Trad 1049,5 t 100% EMI Group 1187,0 j 100% Unilever 1578,0 t 100% FRANKFURT DT Aktien Index 3361,2 t 100% Adidas AG 178,1 t 100% Allianz AG hldg 3205,0 t 100% BASFAG 66,4 t 100% Bay Mot Werke 1382,5 t 100% Commerzbank AG.... 45,9 t 100% Daimler-Benz 131,5 1 100% Deutsche Bank AG... 88,6 t 100% Dresdner Bank 54,5 t 100% FPB Holdings AG 323,0 t 100% Hoechst AG 64,3 t 100% Karstadt AG 516,0 t 100% Lufthansa 22,0 t 100% MAN AG 495,5 t 100% Mannesmann 649,8 t 100% IG Farhen Liquid 1,9 t 100% Preussag LW 446,3 100% Schering 165,5 t 100% Siemens AG 88,7 t 100% Thyssen AG 390,0 t 100% Veba AG 93,5 t 100% Viag AG 754,0 í 100% Volkswagen AG 1065,0 t 100% TOKYO Nikkei 225 Index 18352,1 t 100% AsahiGlass 1110,0 t 100% Tky-Mitsub. bank 1970,0 t 100% Canon 2750,0 í 100% Dai-lchi Kangyo 1350,0 t 100% Hitachi 1130,0 t 100% Japan Airlines 473,0 t 100% Matsushita E IND 1970,0 f 100% Mitsubishi HVY 810,0 t 100% Mitsui 922,0 t 100% Nec 1500,0 t 100% Nikon 1770,0 t 100% Pioneer Elect 2140,0 t 100% Sanyo Elec 452,0 t 100% Sharp 1520,0 t 100% Sony 8850,0 t 100% Sumitomo Bank 1460,0 t 100% Toyota Motor 3350,0 t 100% KAUPMANNAHÖFN Bourse Index 153,5 t 100% Novo Nordisk 657,0 t 100% Finans Gefion 140,0 f 100% Den Danske Bank.... 545,0 t 100% Sophus Berend B .... 800,0 t 100% ISS Int.Serv.Syst 200,2 t 100% Danisco 386,0 t 100% Unidanmark 329,2 t 100% DS Svendborg 280000,0 1 100% Carlsberg A 389,0 t 100% DS 1912 B 199000,0 t 100% Jyske Bank 510,0 t 100% OSLÓ OsloTotal Index 1075,1 t 100% Norsk Hydro 332,0 t 100% Bergesen B 143,5 t 100% Hafslund B 41,5 t 100% Kvaerner A 351,0 t 100% Saga Petroleum B.... 106,5 t 100% OrklaB 537,5 t 100% Elkem 129,0 t 100% STOKKHÓLMUR Stokkholm Index 2651,4 t 100% Astra AB 342,5 t 100% Electrolux 96,0 t 100% EricsonTelefon 72,0 t 100% ABBABA 860,0 f 100% Sandvik A 28,4 t 100% Volvo A 25 SEK 47,0 t 100% Svensk Handelsb .... 55,5 ! 100% Stora Kopparberg.... 101,0 t 100% Verð allra markaða er I dollurum. VERÐ: Verð hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verð- breyting frá deginum áður. Heimild: DowJones AÐSEIMDAR GREINAR ATHYGLI vekur að tilboð í verklegar framkvæmdir eru stundum miklu lægri en kostnaðaráætlun, jafnvel aðeins tveir þriðju eða helmingur af áætluninni. Von er að spurt sé: Hvað er að gerast. Er maðkur í mysunni? Starfsemi óháðra verktaka við fram- kvæmdir á íslandi á sér ekki mjög langa sögu. Lengi vel leystu opinberar stofnanir verkefni sín af hendi einkum með því að ráða vinnu- flokka eða einstaka starfsmenn, er unnu síðan sem launþegar hjá viðkomandi stofnun. Fyrir um þremur áratugum hófst að einhveiju marki sú þróun, sem enn stendur og hefur ekki verið örari í annan tíma og felst í því að leita samkeppnistilboða í alls konar framkvæmdir og rekst- ur. Miklar framfarir í tæknibúnaði og verkþekkingu hafa orðið sam- tímis þessari þróun og mega þær jafnframt teljast forsenda hennar. Tæknimenn hjá verktökum allt er með felldu getur sá verktaki, sem átti lægsta tilboð í verk, unnið verkið fyrir til- boðsupphæðina og jafnframt borið úr být- um hagnað til þess að reka fyrirtæki sitt. Þótt þetta sé hinn eðlilegi gangur mála, væri rangt að loka augunum fyrir því að vissulega þekkist einn- ig sú staða að kostnað- ur verktaka reynist hærri en tilboðsupp- hæðin. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu og verða þessar nefndar sem dæmi: a) Röng áætlanagerð vegna vanþekkingar eða mistaka. b) Við sérstakar aðstæður kann fyrirtæki að kjósa að gera tilboð undir kostnaðarverði til þess að treysta markaðsstöðu eða afla reynslu. c) Of lágt tilboð er gert til þess að afla verkefna og lengja þannig um takmarkaðan tima líf fyrirtæk- is sem er þegar í taprekstri. Það skal ítrekað að þetta á að vera undantekning. Regian á að vera sú að það sé eðlileg fylgni Þörf þjóðfélagsins fyrir tæknimenntað starfs- fólk, segir Jónas Frímannsson, fer sívaxandi. milli tilboðsupphæðar og raun- kostnaðar verktakans. Sljórna framkvæmdum Tæknimenn vinna oft við stjórn- un framkvæmda. Þar er um fjöl- breytt starf að ræða sem felur í sér tengsl við fjölda marga aðila og krefst lipurðar og hæfni í mann- legum samskiptum ekki síður en fagþekkingar. Yfirstjórnandi þarf að gera verksamninga við verk- kaupa en einnig við hóp undirverk- taka sem annast sérhæfða verk- þætti. Á verksviði stjórnandans er einnig að gera verkáætlanir og annast eftirlit með_ framvindu sem og lokaúttekt. Ákvarðanir um tæknilausnir, val aðferða og bún- aðar, koma í hans hlut. Ennfremur ráðning starfsmanna og samning- ar við þá um kaup og kjör. Margs konar „pappírsvinna“ fylgir jafnan starfi stjómandans og fer vaxandi eftir því sem þjóðfé- í lagsgerðin verður fjölþættari. Hvert stefnir ^ Tæknimenn með góða menntun og starfsþjálfun, innlenda sem er- lenda, gegna lykilhlutverki við uppbyggingu verktakastarfsemi og sókn til hagkvæmari vinnu- bragða. Batnandi laun og lífskjör þjóðfélagsþegnanna, sem þykja svo eftirsóknarverð, verða naum- ast að veruleika nema sem afleið- ing vaxandi verktækni. Þörf þjóðfélagsins fyrir tækni- * menntað starfsfólk fer vaxandi og | þess vegna er það áhyggjuefni að fjöldi tæknimanna sem útskrifast á ári hveiju hefur að heita má stað- ið í stað sl. tvo tugi ára. Á sama f tíma hefur íjöldi nemenda marg- | faldast í ýmsum öðrum námsgrein- I um á háskólastigi. Það þarf að búa þannig í haginn að eftirsóknarvert þyki að stunda kennslu og nám í tæknigreinum, því að brýn þörf er aukinnar að- sóknar að verkfræði- og tækni- fræðinámi á allra næstu árum, ef íslenskt þjóðfélag á að geta haldið í horfinu og fylgst með öðrum í sókn til betri lífskjara. Höfundur er verkfræðingur er í starfar bjá verktakafyrirtæki. Er maðkur í mysunni? Jónas Frímannsson Starfsstéttir verkfræðinga og tæknifræðinga hafa að mestu orð- ið til á því tímabili sem að framan greinir. Flestir tæknimenn vinna við ráðgjafarstörf og stjómsýslu, en þeir hafa í seinni tíð einnig haslað sér völl við ýmsan rekstur, þar á meðal í verktakastarfsemi. Til skamms tíma voru stopul verkefni og óstöðugt fjármálakerfi þjóðarbúsins Þrándur í Götu iðn- þróunar og hagræðingar. Á þessu hefur orðið breyting til bóta og skiptir stöðugleiki gengis og verð- lags þar meginmáli, en einnig má nefna afnám aðflutningstolla af vinnuvélum og byggingarefni. Hagnýting alþjóðlegra staðla, greið miðlun upplýsinga og vax- andi samskipti á mörgum sviðum eiga hér einnig hlut að máli. Hvað gera tæknimennirnir Verktakar leysa margs konar verkefni, sem ekki verður lýst í stuttu máli. Störf tæknimanna eru því ijölbreytt og verða hér aðeins tekin tvö dæmi: Reikna tilboð Þegar verk eru boðin út kemur það í hlut verktaka að gera tilboð skv. skilgreiningum í útboðsgögn- um. Tilboðsgerðin felst í því að velja verkaðferðir og búnað til verksins og verðleggja síðan þessa þætti. Val verkaðferðar ræður jafnan kostnaði við mannvirkja- gerð. Oft geta verið margar leiðir færar að sama marki og kostnaður jafn mismunandi og leiðirnar eru margar. Hér er að finna svarið við þeirri spurningu sem sett er fram í yfir- skrift þessarar greinar: Það þarf ekki að vera „maðkur í mysunni“ þótt lægsta tilboð víki verulega frá kostnaðaráætlun verkkaupa. Ef ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 897. þáttur UMSJÓNARMAÐUR á að þakka eftirfarandi bréf Kristni V. Jóhannssyni í Neskaupstað: „Sæll og blessaður Gísli. Ég skrifa (reyndar vélrita) þessar línur með tvennt í huga. I fyrsta lagi til að þakka þér kærlega fyrir hina prýðisgóðu þætti þína um íslenskt mál, sem ég hef lesið með áhuga og ánægju allt frá því að ég álpað- ist til að fara að kaupa Mogg- ann. Og í öðru lagi til að biðja þig að fjalla um ákveðinn þátt málsins við tækifæri. Hér á ég við að mínu mati vaxandi til- hneigingu manna til að rugla saman tveimur orðatiltækjum og jafnvel málsháttum. Ennfremur finnst mér fara í vöxt, að menn noti orð, sem þeir ekki þekkja og fara því rangt með. Ég læt stundum liggja blað og penna á eldhúsborðinu og hripa niður það sem sker í eyru og hér koma örfá nýleg dæmi: 1. Gísli fréttaritari Sigurgeirs- son hafði í fyrra eftir rann- sóknarlögreglumanni vegna slyss (27.4. ’96) „að rétt væri að spyrna við fótum áður en barnið dytti ofan í“. 2. Skólameistari Verkmennta- skóla Austurlands sagði sl. vor um fyrirrennara sinn, „að hann hefði lagt dijúga hönd á plóg þegar verið var að ýta málinu úr vör“. 3. í október sl. sagði fréttamað- ur (Broddi?), „að líklegt væri að Bárðarbunga færi að kræla á sér“. 4. Iþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi sagði 13.1. ’97: „Og þar er sama sagan aftur upp á teningnum." 5. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, sagði 24.3. ’97: „Verðlag virðist vera að fara úr skefj- um.“ 6. Sama kvöld sagði heilbrigðis- fulltrúi Suðurlands við frétta- mann - og var þá að lýsa ástandinu á söndunum um- hverfis Víkartind: „Þetta er eins og hráviðri út um allt.““ Fyrst sný ég mér að fyrra málefni bréfsins. Frá þvi er að segja að mál okkar, einkum skáldamálið, er ríkt af líkingum. Að líkingum get.r verið mikil prýði, ef rétt og hóflega er með þær farið. Að sama skapi getur rangt og afbakað líkingamál ver- ið ærið átakanlegt. Þegar skáld héldu ekki líkingunni út yfir heil- an vísuhluta (heila vísu), kallaði Snorri Sturluson það nykrað. Ég skil það svo, að það sé líkinga- mál (= afbakað), því að nykur- inn var vanskapaður, með öfuga hófana. Hitt er aftur kallað samruni (contaminatio), þegar tveimur orðum eða tveimur orð- tökum er blandað saman. Dæmi um hið fyrra: grandalaus og andvaralaus verður „grand- varalaus", hið síðara: að „hafa vaðið fyrir neðan nefið“. Þar hafa runnið saman orðtökin að hafa munninn fyrir neðan nef- ið = vera orðhvatur (og orðljót- ur) og svo að hafa vaðið fyrir neðan sig = fara með gát. Þeir sem fara yfir vatnsfall, skilja slíkt mætavel. Engum er vorkunn að rugla saman orðtökum. Ég ætla rétt aðeins að minna á tvær afbragðs- góðar bækur um þetta efni: Is- lenzk orðtök eftir Halldór Hall- dórsson og Merg málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Þá skulum við líta á hin tölu- settu efnisatriði: 1. Það þykir góð varúðarregla að byrgja brunninn, áður en barnið getur dottið ofan i. 2. Menn leggja gjörva hönd á, t.d. plóginn, og naumast telst það fallegt líkingamál „að ýta máli úr vör“. Nema vör sé þarna hugsað sem líkams- hluti, en ekki lendingarstaður báts. 3. Þarna vantar bara sögnina að láta með orðasambandinu að kræla á sér, sjá Orðastað Jóns Hilmars. 4. Saga er ekki „uppi á teningi". 5. Ég hyllist til að veija mál Ara Skúlasonar. Skefjar getur þýtt takmarkanir, aðhald. 6. „Hráviðri" er vitleysa. Hrá- viði merkir hins vegar nýfellt tré eða blautur rekaviður. Sjá Merg málsins. ★ Ég ætlaði einmitt að fara að skrifa um hversu það angrar mig, þegar menn nota orð sem þeir ekki vita fyrir víst hvað merkja. Og þá er rétta aðferðin að fletta upp í orðabókum. Til þess eru þær. Verst er, þegar menn slá um sig með orðum sem enginn veit hvað merkja. Dæmi er ögurstund. Nú hafa menn þröngvað inn í þetta fornyrði merkingunni „úrslitastund" og það í heimildarleysi. Bið ég menn að geyma þetta orð, þangað til þeir hafa lesið Völundarkviðu í Sæmundar-Eddu. En kærar þakkir fær Kristinn V. Jóhanns- son. Urð og gijót upp í mót, ekkert nema urð og gijót, kvað Árnesingurinn Tómas Guð- mundsson. Ætli honum fyndist nokkuð skrýtið, þó að seint gangi að „finna urðunarstað“ á Háfs- fjöru. Umsjónarmaður heldur að þar sé sandur fremur en urð. Svo bagalegt urðunaræði hefur runn- ið á íslendinga, að þeim virðist hafa gleymst sögnin að grafa. Ég þykist vita hvað mín bíður. ★ Salómon sunnan kvað: Hún Marsibil sáluga mön að Magnúsar hjúfraðist grön, ekki af hans döngun né af innvortis löngun. En hún var ekki vildara vön. Auk þess þykir umsjónar- manni betra að segja að menn hafi brugðist vel við (einhveiju) heldur en „á jákvæðan hátt“. Góðs máls þurfum við að gæta sem sjáaldurs augna okkar, ekki „sjáaldur". Ath. í síðasta þætti urðu, sem sjaldan skeður, nokkrar villur. Lakast var að Vilhjálmur (viður- lag) var sagður „lítill“ merkis- maður, en átti að vera mikill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.