Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 15 VIÐSKIPTI Árið 1996 varð annað metárið í röð hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis Sparísjóðimir með meira eigið fé en Landsbankinn Morgunblaðið/Kristinn JON G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON í ræðustóli á aðal- fundi sparisjóðsins í gær. ÁRIÐ 1996 var annað metárið í röð hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grenni og árangur varð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á flestum sviðum starfseminnar. Hagnaður ársins nam 121 milljón króna á móti 116 milljónum árið áður. Arð- semi eigin fjár sparisjóðsins varð 12,6% sem er heldur betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir, en í þeim var stefnt að 12% arðsemi. Eigið fé allra sparisjóðanna í lok árs 1996 nam samtals 6,7 milljörð- um króna og er nú meira en allra annarra aðila í bankakerfinu. Eigið fé Landsbankans nam 6,6 milljörð- um og er þó oftalið um 200 milljón- ir vegna eftirlaunaskuldbindinga sem eftir er að gjaldfæra. Eigið fé íslandsbanka var 5,4 milljarðar og Búnaðarbankans 4,2 milljarðar, að því er fram kom í ræðu Guðmundar Haukssonar, sparissjóðsstjóra SPRON, á aðalfundi sparisjóðsins sem haldinn var í gær. Velgengni sparisjóðanna þyrnir í augum margra Guðmundur sagði að sparisjóðun- um hefði vegnað vel undanfarin ár og væri það þyrnir í augum margra. „Þeir hafa því reynt að gera rekstr- arform sparisjóðanna tortryggilegt og nægir í því sambandi að vitna til ítrekaðra ummæla forystumanna Landsbanka íslands að undanförnu. í máli þeirra hefur gætt mikils mis- skilnings á málefnum sparisjóðanna sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þannig hafa þeir sagt að sömu rök séu fyrir því að einkavæða sparisjóð- ina og ríkisbankana og hafa látið að því liggja að sömu tengsl séu milli sparisjóða og sveitarfélaga ann- arsvegar og ríkisbanka og ríkissjóðs hins vegar.“ Og Guðmundur benti á þijár meg- inástæður sem nefndar hefðu verið fyrir einkavæðingu. „í fyrsta lagi að skapa ríkissjóði tekjur sem falla til við sölu eigna. I öðru lagi að minnka ábyrgð og áhættu ríkissjóðs af þátttöku í atvinnurekstri. í þriðja lagi að jafna samkeppnisstöðu á markaði, en ríkisfyrirtæki hafa beint og óbeint notið góðs af eignaraðild ríkissjóðs. Við sölu ríkissjóðs á Landsbanka og Búnaðarbanka ættu þessi markmið t.a.m. öll að nást. Ef rekstrarformi sparisjóðanna yrði breytt myndi hins vegar ekkert af þessum markmiðum nást, því ríki eða sveitarfélög eiga ekki sparisjóð- ina og fengju engar tekjur við það að rekstrarformi sparisjóðanna yrði breytt. Ríki og sveitarfélög bera enga ábyrgð á rekstri sparisjóðanna og þeir njóta ekki neins samkeppnis- forskots á markaðnum, þótt sveitar- félögin hafi rétt til að tilnefna fuli- trúa í stjórnir sparisjóðanna. Þeir byggja rekstur sinn á eigin gæðum og styrkleika, ekki ríkissjóðs eða sveitarfélaga." Bankakerfið verður af 300-400 milljóna tekjum Guðmundur vék ennfremur í ræðu sinni að tveimur atriðum í reglugerð- ar- og lagaumhverfí sparisjóðanna sem hann sagði íþyngja íslenskum innlánsstofnunum, þ.e. bindiskyldu innlánsstofnana og stimpilgjöldum. „Hjá sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis er bundið fé í Seðlabanka íslands nú um 350 milljónir króna. Ef sparisjóðurinn hefði þetta fé tii ráðstöfunar og lánaði það til við- skiptamanna sinna yrðu vaxtatekjur hans 15-20 milljónum króna meiri á ári. Sé þetta yfirfært á allt banka- kerfið má ætla að bankar og spari- sjóðir verði af 300-400 milíjóna króna vaxtatekjum á ári vegna þess- ara reglna um bindiskyldu. Erlendis eru reglur um bindi- skyldu breytilegar frá einu landi til annars en almenn þróun er í þá átt að lækka verulega eða fella alveg niður slíkar reglur og hefur það þeg- ar verið gert í ýmsum nálægum ríkj- um. Bankastofnanir sem ekki þurfa að binda fé sitt með þeim hætti sem að ofan greinir hafa að sjálfsögðu samkepppisforskot í alþjóðlegri sam- keppni. íslenskir bankar og spari- sjóðir standa frammi fyrir ójafnri stöðu hvað þetta snertir því margir þeir aðilar sem lána fé til íslands geta boðið lægri vexti þar sem eng- in bindiskylda er í þeirra heimaríki." Einn ósanngjarnasti skattur á Islandi Um stimpilgjöld sagði Guðmundur að þessi skattur væri mjög hár við ríkjandi aðstæður. „Hann truflar verulega eðlilegt flæði fjármagns og þar með vaxtamyndun á einstökum tegunda fjárskuldbindinga. Hann er í einu orði sagt tímaskekkja sem verður að leiðrétta. Þá njóta erlend- ir aðilar góðs af þessum skatti því hann nær aðeins yfir lán sem veitt eru af íslenskum flármálastofnun- um. Taki íslensk fyrirtæki eða ein- staklingar lán hjá erlendum banka fellur ekki til stimpilgjald á þann gjörning. Hér er því um hreina mis- munun að ræða og er svo komið að íslensk fyrirtæki setja þetta fyrir sig við töku stórra lána. Þessu til viðbótar má síðan benda á að stimpilgjaldið er trúiega einn ósanngjarnasti skattur á Islandi í dag. Mörg stærstu fyrirtækja lands- ins, sem sækja lánsijáröflun sína að stórum hluta til beint erlendis frá, þurfa ekki að greiða þetta gjald. Einnig eru sérákvæði í lögum fjölda- margra aðila sem undanskilja þá frá þessum skatti. Eftir stendur að hin- ir sem ekki eru í hópi þeirra sem að framan er getið, þurfa að greiða þennan háa skatt. í þessum hópi eru t.d. heimilin í landinu. Það er erfitt að átta sig á hvers vegna ríkissjóður er að hagnast á lánum sem heimilin þurfa að taka vegna tímabundinna erfiðleika. Erlendis hefur þessi skattur víða verið felldur niður eða a.m.k. lækkaður verulega þannig að hann er aðeins brot af þeim tölum sem við búum við.“ Þeir Jón G. Tómasson, Hjalti Geir Kristjánsson og Þorgeir Baldursson voru endurkjörnir í stjórn sparisjóðs- ins á fundinum, en fulltrúar Reykja- víkurborgar í stjórn eru þau Hildur Petersen og Siguijón Pétursson. Á fundinum var samþykkt að greiða 15% arð af stofnfjárbréfum. VIS náði sínum besta árangri í fyrra Hagnaður nam alls tæplega 307 milljónum HAGNAÐUR Vátryggingafélags ís- lands hf. (VÍS) nam alls um 306,8 milljónum króna á síðastliðnu ári og er það besti árangurinn frá stofnun félagsins. Árið 1995 nam hagnaður- inn um 226 milljónum. Aukinn hagnaður félagsins skýr- ist nær einvörðungu af lægri tekju- og eignarsköttum, en þeir námu 4,5 milljónum í fyrra borið saman við 84 milljónir árið áður. Þannig nam hagnaður af reglulegri starfsemi 311 milljónum á sl. ári, en 310 milljónum árið á undan, að því er fram kemur í ársskýrslu_ sem lögð var fram á aðalfundi VÍS í gær. Iðgjöld ársins námu alls 4.622 milljónum króna og tjón ársins 4.168 milljónum. Bókfært eigið fé félags- ins nam um 1.579 milljónum í árslok 1996. Iðgjöld lækkuð um 23-30% Fram kemur í frétt frá VÍS að félagið hafi lækkað iðgjöld í ábyrgð- artryggingum bifreiða á árinu um 23-30% og einnig lækkuðu iðgjöld í kaskótryggingum bifreiða. Tekjur hafa lækkað sem þessu nemur, en samkeppnisstaða félagsins batnað að sama skapi svo og hagur neyt- enda. Þá voru iðgjöld ýmissa annarra greina lækkuð í lok ársins, m.a. í F+ fjölskyldutryggingunni og heimil- istiyggingum, en rekstraráhrifa þess gætir fýrst árið 1997. VÍS keypti á árinu 1996 öll hluta- bréf sænska vátryggingafélagsins Skandia hf. og fylgdu öll hlutabréf í dótturfyrirtækjum með í kaupun- um. Rekstur og efnahagur Vátrygg- ingafélagsins Skandia var sameinað- ur VÍS frá 1. október 1996 og gætir rekstraráhrifa sameiningarinnar frá þeim tíma í ársreikningnum. Aðalfundur Líftryggingafélags ís- lands var sömuleiðis haldinn í gær og kom þar fram að hagnaður nam um 34 milljónum. Iðgjöld ársins námu tæplega 150 milljónum og var eigið fé í árslok 304 milljónir. Félag- ið keypti á árinu öll hlutabréf í Líf- tryggingafélaginu Skandia og var rekstur félaganna sameinaður frá 1. október. sl. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa. Sam- þykkt var að auka hlutafé félagsins um 11,1% með útgáfu jöfnunarhiuta- bréfa. Aðalfundinum var frestað um óákveðinn tíma þegar kom að kjöri stjórnar og verður boðað til fram- haldsfundar til að kjósa nýja stjórn. Samvinnuferðir-Landsýn stefna að skráningu á VÞI Afkoman batnaði um rúm 30% REKSTRARHAGNAÐUR Sam- vinnuferða-Landsýnar, þ.e. hagnað- ur fyrir fjármagnsgjöld og skatta, nam 60,1 milljón króna á síðasta ári og jókst um 30,3% frá árinu 1995, en þá nam rekstrarhagnaður- inn 46,5 milljónum króna. Hagnaður ársins nam 38,5 milljónum króna á síðasta ári en nam 36,9 milljónum króna árið 1995. Velta félagsins nam 1.537 milljón- um króna árið 1996 en nam 1.329 milljónum króna árið á undan. Alls voru rekstrargjöld félagsins 1.476,2 milljónir á síðasta ári en voru 1.282,8 milljónir árið 1995. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, fjármálastjóra Samvinnuferða- Landsýnar, er stefnt að 36 milljóna króna hlutafjárútboði hjá félaginu fljótlega eftir aðalfund sem haldinn verður nk. þriðjudag, en Samvinnu- ferðir-Landsýn eiga ónýtta heimild til að auka hlutafé fyrittækisins um 36 milljónir króna. „Astæðurnar fyr- ir því að við ætlum að nýta okkur heimild til hlutafjáraukningar eru m.a. þær að við stefnum á að auka markaðssóknina erlendis. Við opn- uðum markaðsskrifstofu í Kaup- mannahöfn á síðasta ári og hugsum til frekari landvinninga í þeim efn- um. Sú aukning sem hefur orðið hjá félaginu á tveimur síðustu árum í sölu sólarlandaferða, en hún var 100% á milli áranna 1995 til 1996 og er um 50% frá síðasta ári til árs- ins 1997, hefur kallað á meiri fyrir- framgreiðslu til hótela o.fl. aðila er- lendis þannig að reksturinn þarf hreinlega meira fé. Því er heldur ekki að leyna að við stefnum að því að skrá félagið á Verðbréfaþingi íslands og í þessu útboði verður reynt að fjölga hluthöfum þannig að hægt verði að uppfylla kröfur sem þar eru gerðar um fjölda hluthafa. Ef af því verður er Samvinnuferðir- Landsýn fyrsta ferðaskrifstofan sem er skráð á Verðbréfaþingi íslands.“ Hluthafar í Samvinnuferðum- Landsýn eru 118 talsins og eiga Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn 22,73%, Vátryggingafélag íslands Sam i/lniiiitepðír-L anúsja - ks' Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 1.536,8 1.329,2 +15,6% Rekstrargjöld 1.476.2 1.282.8 +15.1% Rekstrarhagnaður 60,6 46,5 +30,5% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (9,2) (8,2) +11,9% Hagnaður fyrir tekjuskatt 51,0 38,1 +34,0% Hagnaður ársins 38.5 36.9 +4.3% Éfnahaqsreikningur 31. desember 1996 1995 | Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 343,8 275,8 +24,7% Fastafjármunir 163,1 147,7 +10,4% Eignir samtals 506,9 423,5 +19,7% I Skuldir oo eioið té: \ Milljónir króna Skuldlr 291,4 275,3 +5,8% Eigið fé 215.5 148.2 +45.4% Skuldir og eigið fé samtals 506,9 423,5 +19,7% Sióðstrevmi Veltufé frá rekstri 56,7 49,6 +14.4% 21,07% og Olíufélagið 15,27%. Aðrir hluthafar eiga minna en 10%, en heildarhlutafé félagsins er 158 millj- ónir króna. Á aðalfundi félagsins verður lagt til að hluthafar fái greiddan 10% arð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.