Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 88. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mál Netanyahus Avítur í stað ákæru? RÍKISSJÓNVARPIÐ i ísrael sagði í gær að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra yrði að öllum líkindum ekki ákærður fyrir spillingu eins og lögreglan hefur lagt til. Norska dagblaðið Aften- posten hafði eftir sjónvarpinu að ríkissaksóknarinn, Edna Arbel, hygðist láta nægja að ávíta forsætisráðherrann fyrir þátt hans í spillingarmálinu. Hins vegar yrði líklega birt ákæra á hendur Aryeh Deri, formanni eins af stuðnings- flokkum stjómarinnar, sem er sagður hafa knúið Netanyahu til að skipa óhæfan mann sem æðsta lögfræðilega embættis- mann landsins með hótunum um að verða annars stjórninni að falli. Lögreglan telur að Deri hafi þannig viljað tryggja að embættið felldi niður ákæru á hendur honum vegna annars spillingarmáls. Hefur gert upp hug sinn Sjónvarpið sagði ennfremur að ríkissaksóknarinn myndi hafna tillögu lögreglunnar um ákæru á hendur Tzahi Hanegbi dómsmálaráðherra og Avigdor Lieberman, skrif- stofustjóra forsætisráðherr- ans. Ríkisútvarpið í ísrael sagði að saksóknarinn hefði þegar gert upp hug sinn og myndi skýra frá ákvörðun sinni á morgun, sunnudag. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, kvaðst vongóður um að málið yrði leyst og lagði áherslu á að það mætti ekki spilla fyrir friðarumleitunum ísraela og Palestínumanna. Ákæra eða dómur/20 Handritin um borð í Vædderen FIMMTÁN sjóliðar báru í gær jafnmarga kassa með síðustu handritasendingunni úr Árna- safni um borð í danska strand- gæsluskipið Vædderen. Tvö allra síðustu handritin verða svo af- hent íslendingum 19. júní til að hnýta endahnútinn á afhendingu íslenskra handrita úr dönskum söfnum. ■ Handritin/6 Morgunblaðið/Polfoto/Sören Jensen Kabila hafnar friðarviðræðum við Mobutu Undirbýr árás á höfuðborg Zaire Bandaríkjamenn efast um að stækkun NATO sé í höfn Þjóðveijar vongóðir um samkomulag við Rússa __ ....... I ¥ 1 . . ... I) ... . t n .. Nairobi, Lumbumbashi, Genf. Reuter. SKÆRULIÐALEIÐTOGINN Laurent Kabila sagði í gær að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræður við Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, en í fyrradag var sagt frá því að þeir hefðu fallist á fund í Suður-Afríku þar sem rætt yrði um kosningar. Sagði Kabila um misskilning að ræða varðandi boð Suður-Afríkumanna um viðræður, hann væri einungis reiðu- búinn að hitta Mobutu við valdaskipti. Skæruliðahreyfing sín byggi sig nú undir að ráðast á höfuðborgina, Kinshasa, léti Mobutu ekki af völdum. Heimildarmenn ffeuter-frétta- stofunnar sögðu skæruliðahreyf- ingu Kabila hafa safnað liði í ná- grenni Kinshasa og að greinilegt væri að hún hygðist ráðast inn í borgina. Bonn, Brussel, París. Reuter. ÞJÓÐVERJAR sögðust í gær vera bjartsýnir á að Atlantshafsbanda- lagið (NATO) næði samkomulagi við Rússa um stækkun bandalags- ins til austurs fyrir leiðtogafund NATO og Rússa í París 27. maí. Bandaríkjamenn iétu hins vegar í ljós efasemdir um að samkomulag væri í nánd. Karlheinz Hornhues, formaður utanríkismálanefndar þýska þings- ins, sagði að fundur Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, á fimmtudag sýndi að Rússar litu ekki lengur á stækkun NATO sem ógnun við öryggishagsmuni sína. Jeltsín hefði á fundinum lofað að finna lausn á deilunni fyrir leiðtoga- fundinn. Hornhues kvaðst þó andvígur þeirri kröfu Rússa að NATO gerði lagalega bindandi samning um að erlendar hersveitir og kjarnorku- vopn yrðu ekki í nýjum aðildarríkj- um bandalagsins. Hann sagði að NATO gæti ekki undirritað samn- ing sem skerti fullveldi landanna og gerði þau að „annars flokks aðildarríkjum“. Bandaríkjamenn hissa Eftir fundinn með Kohl lýsti Jeltsín yfir því að samkomulag um stækkun NATO yrði undirritað á leiðtogafundinum í París. Frakkar fögnuðu þessum ummælum en sögðu að ýmis vandamál væru enn óleýst. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Washington var hissa á bjartsýni Jeltsíns og sagði of snemmt að lýsa yfir því að sam- komulag væri í höfn. Stjórnarerindrekar í Brussel sögðu það öldungis óvíst hvort deil- an leystist fyrir leiðtogafundinn og sögðust telja að Rússar væru að reyna að reka fleyg á milli NATO- ríkjanna í von um að geta knúið fram frekari tilslakanir af hálfu bandalagsins. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa reynt með öllum ráðum að binda enda á stríðið í Zaire og lýstu því yfir á fimmtudag að Kabila og Mobutu hefðu fallist á viðræður um kosningar, án nokkurra skilyrða. Þessu vísaði Kabila á bug í gær. „Frumkvæði Suður-Afríkumanna varðar valdaskipti. Þegar [Mobutu] hefur fallist á þau mun ég fara og vera viðstaddur stutta athöfn þar sem valdaskipti fara fram með frið- samlegum hætti,“ sagði Kabila. Þjóðaratkvæði um konung í Albaníu Tirana. The Daily Telegraph. LEKA, útlægur konungur Alban- íu, sagði í gær að sljórn og for- seti landsins hefðu lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið ætti að verða kon- ungdæmi að nýju. Leka sagði þetta eftir fund með Sali Berisha forseta í Tirana og bætti við að stjórnin myndi ákveða hvenær atkvæðagreiðslan færi fram. Hann kvaðst vilja að málið yrði borið undir þjóðarat- kvæði fyrir kosningarnar, sem ráðgerðar eru 29. júní. Fari hann með sigur af hólmi verður Alban- ía fyrsta fyrrverandi kommún- istaríkið í Austur-Evrópu sem Leka konungur. kemur á fót kon- ungdæmi. Leka kveðst geta stuðlað að friði í landinu eftir upplausn- ina síðustu vik- ur. Hann er 58 ára og sonur Zogs, fyrsta kon- ungs Albaníu, sem komst til valda 1928. Kon- lagt niður 1939 ungdæmið var eftir innrás ítala og Zog lést útlegð árið 1961. Fjölskylda hans hefur búið í Suður-Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.