Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C 88. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mál Netanyahus Avítur í stað ákæru? RÍKISSJÓNVARPIÐ i ísrael sagði í gær að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra yrði að öllum líkindum ekki ákærður fyrir spillingu eins og lögreglan hefur lagt til. Norska dagblaðið Aften- posten hafði eftir sjónvarpinu að ríkissaksóknarinn, Edna Arbel, hygðist láta nægja að ávíta forsætisráðherrann fyrir þátt hans í spillingarmálinu. Hins vegar yrði líklega birt ákæra á hendur Aryeh Deri, formanni eins af stuðnings- flokkum stjómarinnar, sem er sagður hafa knúið Netanyahu til að skipa óhæfan mann sem æðsta lögfræðilega embættis- mann landsins með hótunum um að verða annars stjórninni að falli. Lögreglan telur að Deri hafi þannig viljað tryggja að embættið felldi niður ákæru á hendur honum vegna annars spillingarmáls. Hefur gert upp hug sinn Sjónvarpið sagði ennfremur að ríkissaksóknarinn myndi hafna tillögu lögreglunnar um ákæru á hendur Tzahi Hanegbi dómsmálaráðherra og Avigdor Lieberman, skrif- stofustjóra forsætisráðherr- ans. Ríkisútvarpið í ísrael sagði að saksóknarinn hefði þegar gert upp hug sinn og myndi skýra frá ákvörðun sinni á morgun, sunnudag. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, kvaðst vongóður um að málið yrði leyst og lagði áherslu á að það mætti ekki spilla fyrir friðarumleitunum ísraela og Palestínumanna. Ákæra eða dómur/20 Handritin um borð í Vædderen FIMMTÁN sjóliðar báru í gær jafnmarga kassa með síðustu handritasendingunni úr Árna- safni um borð í danska strand- gæsluskipið Vædderen. Tvö allra síðustu handritin verða svo af- hent íslendingum 19. júní til að hnýta endahnútinn á afhendingu íslenskra handrita úr dönskum söfnum. ■ Handritin/6 Morgunblaðið/Polfoto/Sören Jensen Kabila hafnar friðarviðræðum við Mobutu Undirbýr árás á höfuðborg Zaire Bandaríkjamenn efast um að stækkun NATO sé í höfn Þjóðveijar vongóðir um samkomulag við Rússa __ ....... I ¥ 1 . . ... I) ... . t n .. Nairobi, Lumbumbashi, Genf. Reuter. SKÆRULIÐALEIÐTOGINN Laurent Kabila sagði í gær að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræður við Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, en í fyrradag var sagt frá því að þeir hefðu fallist á fund í Suður-Afríku þar sem rætt yrði um kosningar. Sagði Kabila um misskilning að ræða varðandi boð Suður-Afríkumanna um viðræður, hann væri einungis reiðu- búinn að hitta Mobutu við valdaskipti. Skæruliðahreyfing sín byggi sig nú undir að ráðast á höfuðborgina, Kinshasa, léti Mobutu ekki af völdum. Heimildarmenn ffeuter-frétta- stofunnar sögðu skæruliðahreyf- ingu Kabila hafa safnað liði í ná- grenni Kinshasa og að greinilegt væri að hún hygðist ráðast inn í borgina. Bonn, Brussel, París. Reuter. ÞJÓÐVERJAR sögðust í gær vera bjartsýnir á að Atlantshafsbanda- lagið (NATO) næði samkomulagi við Rússa um stækkun bandalags- ins til austurs fyrir leiðtogafund NATO og Rússa í París 27. maí. Bandaríkjamenn iétu hins vegar í ljós efasemdir um að samkomulag væri í nánd. Karlheinz Hornhues, formaður utanríkismálanefndar þýska þings- ins, sagði að fundur Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, á fimmtudag sýndi að Rússar litu ekki lengur á stækkun NATO sem ógnun við öryggishagsmuni sína. Jeltsín hefði á fundinum lofað að finna lausn á deilunni fyrir leiðtoga- fundinn. Hornhues kvaðst þó andvígur þeirri kröfu Rússa að NATO gerði lagalega bindandi samning um að erlendar hersveitir og kjarnorku- vopn yrðu ekki í nýjum aðildarríkj- um bandalagsins. Hann sagði að NATO gæti ekki undirritað samn- ing sem skerti fullveldi landanna og gerði þau að „annars flokks aðildarríkjum“. Bandaríkjamenn hissa Eftir fundinn með Kohl lýsti Jeltsín yfir því að samkomulag um stækkun NATO yrði undirritað á leiðtogafundinum í París. Frakkar fögnuðu þessum ummælum en sögðu að ýmis vandamál væru enn óleýst. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Washington var hissa á bjartsýni Jeltsíns og sagði of snemmt að lýsa yfir því að sam- komulag væri í höfn. Stjórnarerindrekar í Brussel sögðu það öldungis óvíst hvort deil- an leystist fyrir leiðtogafundinn og sögðust telja að Rússar væru að reyna að reka fleyg á milli NATO- ríkjanna í von um að geta knúið fram frekari tilslakanir af hálfu bandalagsins. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa reynt með öllum ráðum að binda enda á stríðið í Zaire og lýstu því yfir á fimmtudag að Kabila og Mobutu hefðu fallist á viðræður um kosningar, án nokkurra skilyrða. Þessu vísaði Kabila á bug í gær. „Frumkvæði Suður-Afríkumanna varðar valdaskipti. Þegar [Mobutu] hefur fallist á þau mun ég fara og vera viðstaddur stutta athöfn þar sem valdaskipti fara fram með frið- samlegum hætti,“ sagði Kabila. Þjóðaratkvæði um konung í Albaníu Tirana. The Daily Telegraph. LEKA, útlægur konungur Alban- íu, sagði í gær að sljórn og for- seti landsins hefðu lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið ætti að verða kon- ungdæmi að nýju. Leka sagði þetta eftir fund með Sali Berisha forseta í Tirana og bætti við að stjórnin myndi ákveða hvenær atkvæðagreiðslan færi fram. Hann kvaðst vilja að málið yrði borið undir þjóðarat- kvæði fyrir kosningarnar, sem ráðgerðar eru 29. júní. Fari hann með sigur af hólmi verður Alban- ía fyrsta fyrrverandi kommún- istaríkið í Austur-Evrópu sem Leka konungur. kemur á fót kon- ungdæmi. Leka kveðst geta stuðlað að friði í landinu eftir upplausn- ina síðustu vik- ur. Hann er 58 ára og sonur Zogs, fyrsta kon- ungs Albaníu, sem komst til valda 1928. Kon- lagt niður 1939 ungdæmið var eftir innrás ítala og Zog lést útlegð árið 1961. Fjölskylda hans hefur búið í Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.