Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Félög innan VMSÍ sem felldu samningana Munu sjálf annast samningsgerðina Stærri skjálfta beðið NÚNA mælast 250-300 skjálftar á sólarhring við Ölkelduháls NNV af Hveragerði í jarðskjálftahrinunni sem hófst í Henglinum fyrir viku. Reiknað er með öflugri skjálftum á næstu dögum. Barði Þorkelsson jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði að í gær hefði virknin verið óbreytt á þessum slóð- um og stærstu skjálftamir verið 1-1,3 á Richterkvarðanum. „Hrinan er ennþá í verulegum gangi,“ segir hann „þótt hún sé nú í öldudal." Barði spáir að hrinan muni bráð- lega færast í aukana og stærstu skjálftarnir mælast upp í 3-4 að styrkleika á Richter. -----♦ ♦ «--- Stuttur sáttafundur STUTTUR fundur var í gær í kjara- deilu Rafiðnaðarsambandsins og Pósts og síma og nýr fundur var boðaður á þriðjudag. Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal rafiðnaðarmanna um að hefja verkfall hjá P&S 25. þessa mánaðar. Ýmsir hópar sátu á fundum í hús- næði ríkissáttasemjara í gær. Þar á meðal voru samninganefndir Starfs- mannafélags ríkisstofnana og Fé- lags viðskipta- og hagfræðinga. ---------» ♦ ♦--- Stolið úr lík- amsræktar- stöðvum TILKYNNING um innbrot í líkams- ræktarstöð við Frostaskjól barst lögreglu á fímmtudagsmorgun, en þar höfðu óprúttnir náungar haft á brott með hljómtæki að verðmæti um ein milljón króna. Einnig var brotist inn í líkams- ræktarstöð við Suðurströnd og þar stolið geislaspilurum, hátölurum og öðrum tækjum, ásamt skiptimynt. ---------♦ ♦ ♦ Reykur í húsi Morg- unblaðsins HÚSVÖRÐUR í húsi Morgunblaðs- ins tilkynnti um mikinn reyk innan- dyra um klukkan 5 í fyrrinótt og kom slökkvilið og lögregla á staðinn. Þegar að var gáð kom í ljós að mökkur var í einu herbergi hússins. Hann var rakinn til vélarbilunar í vélaverkstæði í prentsmiðju, en ekki er talið að tjón hafí hlotist af. „SKÝRSLA Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins um aðför okkar íslendinga að eigin ættjörð var einhver alvar- legasta viðvörun sem þjóðinni hef- ur borist um langa hríð,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í ávarpi við setningu land- græðsluráðstefnu sem haldin var á Akureyri í gær. Var hann að vísa til skýrslu um mikið jarðvegs- rof á íslandi sem kynnt var fyrr í vetur. Sjálfstæði til lítils Ráðstefnan, Landgræðsla á tímamótum, var haldin í tilefni af 90 ára afmæli Landgræðslu ríkis- ins og til kynningar á nýrri land- græðsluáætlun. I áætluninni eru þijú meginmarkmið sett fram. í ÞAU 12 félög innan Verkamanna- sambandsins sem felldu nýgerða kjarasamninga munu að líkindum öll afturkalla samningsumboð VMSÍ og sjá um samningsgerðina upp á eigin spýtur. Að sögn Aðalsteins Baldursson- ar, formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur, kom fram á fundi for- manna félaganna 12 með forystu VMSÍ í fyrradag að helsta ástæða þess að samningamir voru felldir var óánægja fólks með mikla starfsreynslu, sem fengi í raun minna út úr samningunum en aðr- Vígalegar grágæsir við Tjörnina GRÁGÆSIR og aðrir fuglar við Tjörnina í Reykjavík ættu ekki að geta kvartað undan áhugaleysi borgarbúa þessa dagana, enda streyma börn og fullorðnir niður að Tjörn til að gefa þeim brauð að bíta í. Þessi drengur sást bregða á leik við tvær grágæsir í gær þrátt fyrir að þær virðist held- ur vígalegri á að líta. fyrsta lagi að stöðva hraðfara jarð- vegsrof og gróðureyðingu og fyrir- byggja frekari eyðingu og land- spjöll. í öðru lagi að endurheimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingar- þörf. Og í þriðja lagi að öll landnýt- ing verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti. Ólafur Ragnar sagði til lítils að hljóta sjálfstæði ef stjórnleysi og Hins vegar sagði hann að al- menn ánægja hefði verið með að færa hluta af kaupauka inn í greitt tímakaup. Róttækt að henda út gömlum taxtakerfum VMSÍ Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði í samtali við Morg- unblaðið að jafnróttækar aðgerðir og að henda burt öllum gömlu taxtakerfum Verkamannasam- bandsins og byggja upp ný, m.a. með millifærslu, kæmu misjafn- lega út í taxtakerfínu og óánægja væri meðal þeirra sem teldu sig FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að í ljósi mikilla við- skipta með hlutabréf fyrir áramót megi búast við að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa í fyrra verði líklega hátt í milljarð króna, en í fjárlögum hafði verið gert ráð fyrir 650 milljóna króna afslætti. Hann segir þó að ekki verði hægt að segja nákvæmlega til um hveijar upphæð- skammsýni verði til að breyta stór- um hluta ættjarðarinnar í eyði- mörk á líftíma okkar kynslóðar og þeirrar næstu. Við aldamót er gjarnan spurt um ætlunarverk „Vísindamenn telja að um 80% af landgæðum sem fólust í gróðri og jarðvegi við landnám hafí síðan tapast. Og líklega hafí mestar fá minna út úr þessum breytingum en aðrir. Þá sagði hann að upp hefði kom- ið óánægja sums staðar þar sem samningarnir voru felldir vegna „byrjendamistaka" þegar fólk var sett inn í nýja taxtakerfíð sem samið var um, en átt hefðu sér stað atvik sem ekki hefðu átt að eiga sér stað. Björn sagði að hann hefði ekki orðið var við óánægju með að bón- us var tekinn inn í tímakaupið, enda hefði það verið eindregin krafa fólks að það yrði gert og kröfugerðin því byggst á því. irnar verða fyrr en í ágúst, þegar farið hefur verið í gegnum skatt- framtöl. Friðrik segir að ekki verði gripið til sérstakra sparnaðaraðgerða vegna þessa. „Þetta er engin hörm- ung, því þessum peningum er vel varið. Það er gott að vita til þess að fólk vilji styrkja hlutafélög með þessum hætti.“ gróðurbreytingar orðið á þeirri öld sem senn er á enda, tuttugustu öldinni. Við aldamót er gjarnan spurt um ætlunarverk og þá enn frekar þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Við íslendingar verðum líkt og aðrir að svara fyrir okkur á slíkum tímamótum. Er nokkurt verk brýnna en að hefja nýja land- vöm - að breyta íslandi úr stærstu eyðimörk álfunnar í það gróður- land sem fagnaði forfeðrum okkar á fyrri tíð? Ráðstefna dagsins ber heitið Landgræðsla á tímamótum en í raun er það þjóðin öll sem gengur til móts við þá prófraun að verðskulda þetta land,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. ■ Alvarleg viðvörun/12 Játaði á sig 19 innbrot LÖGREGLAN handtók ungan mann fyrir skömmu vegna inn- brots í fyrirtæki á Seltjamar- nesi og upplýsti í kjölfarið íjöldamörg önnur afbrotamál af sama meiði. Pilturinn er sextán ára gam- all og þegar mál hans voru rannsökuð kom í ljós að hann bar ábyrgð á átján öðrum inn- brotum á sama svæði og hann var handtekinn á. Mikið þýfi á heimilinu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu em það allflest þau innbrot sem orðið hafa á þessu svæði seinustu vikur. íjófurinn ungi játaði þau á sig, en auk hans höfðu tveir félagar hans á sama aldri ver- ið að verki. I kjölfarið var gerð húsleit heima hjá honum og fannst þýfíð úr öllum þessum innbrot- um á heimili hans. Um mikið magn varnings var að ræða sem lögreglan lagði hald á, í von um að koma honum til réttra eigenda. Tveggja ára barn hætt komið LÖGREGLUMENN brugðust skjótt við þegar tveggja ára barn veiktist snögglega í Breiðholti í gær og má ætla að viðbragðsflýtir þeirra hafí orðið barninu til lífs. Málavextir voru þeir að bamið sem á heimili í Vestur- bergi lenti í andnauð, eftir að hafa fengið ABIDEC-Multivít- amíndropa ásamt mjólk að drekka. Skipti engum togum að það tók að kasta upp og vit þess fylltust af slími. Nærstaddir lögreglumenn brugðust fljótt við og náðu að hreinsa slímið úr öndunarvegi barnsins, sem var í kjölfarið flutt á bráða- móttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur með sjúkrabíl. Því mun ekki hafa orðið meint af. 54 óku of hratt LÖGREGLAN í Reykjavík kærði 54 ökumenn fyrir of hraðan akstur seinasta sólar- hring og voru þar af sjö svipt- ir ökuréttindum á staðnum. Þeir ökumenn sem fóru svo frjálslega með hraðatakmörk- in óku flestir um 30-40 km yfír lögbundnum hraða á þeim götum sem þeir voru stöðvaðir á, og mældust þeir sem hrað- ast fóru á 111 kílómetra hraða. Þeir sem misstu skírteini sín gera það flestir í um mánaðar tíma og þurfa að greiða um 18 þúsund krónur í sekt. Svo virðist vera samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sem ökumenn freistist til að auka hraðann með hækkandi sól og snjólausum götum, og því ástæða til að minna á að þótt aðstæður hafí batnað breytast lögbundnar hraðatakmarkanir ekki. Olafur Ragnar Grímsson forseti Islands í ávarpi á landgræðsluráðstefnu Brýnt að hefja nýja landvörn Morgunblaðið/Golli Hlutabréfakaup Hátt í milljarður í skattaafslátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.