Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BIRKIR HUGINSSON + Birgir Hugiris- son fæddist í V estmannaeyjum hinn 12. mars 1964. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja hinn 7. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Albína Elísa Ósk- arsdóttir, f. 25.6. 1945, og Huginn Sveinbjörnsson, f. 16.10. 1941, mál- arameistari í Vest- mannaeyjum. Systkini Birkis eru Oddný, 25.9. 1967, gift Oskari fram frá Landakirkju í Vest- Sigmundssyni, þau eru búsett i mannaeyjum í dag og hefst Þýskalandi og eiga þau tvö athöfnin klukkan 11. börn, og Viðar, f. 15.9. 1976, nemi í V estmannaeyjum. Sambýliskona Birk- is um tíma var Þóra Guðný Sigurðar- dóttir og með henni á hann eina dóttur Elísu, f. 29.11. 1991. Birkir vann við húsamálun um tíma, auk þess að vera hljóðfæraleikari og hafði hann tónlist að atvinnu meðan heijsan leyfði. Útför Birkis fer Elsku drengurinn okkar, nú ertu farinn frá okkur, farinn á þann stað sem hjólastóll og kvalafull veikindi hefta ekki för þína. Minningin um þig mun ylja okkur alla ævi. Við munum minnast þín sem ungs, gáskafulls drengs í leikjum með systkinum og vinum, við minnumst þín sem ungs manns með glæsta 'fc. framtíð og hugsjónir sem erfið veik- indi bundu enda á. Ekki síst minn- umst við kjarks þíns og baráttu í glímunni við örlög þín og hvernig þú tókst mótlætinu af stakri ró og kjarki, kvartaðir aldrei. Milli kvala- fullra veikindakasta lagðir þú á ráð- in um framtíðina og allt það sem þú áttir eftir að framkvæma í líf- inu. Við minnumst þeirrar gleði þegar þú komst og sagðir okkur að þú hefðir eignast dóttur, hana Elísu litlu sem var sólargeislinn í _. lífi þínu, og sá punktur sem allt snerist um síðustu árin. Það var sama hve þjáður þú varst, alltaf kom glampi í augu þín þegar þú talaðir um hana. Hún veit að pabbi hennar er farinn til Guðs og honum líður vel, en hún veit ekki hvers hún fór á mis að kynnast þér ekki heilbrigð- um. Við kveðjum þig með söknuði og trega, þökkum þér hveija stund sem þú varst með okkur og biðjum að þú megir finna frið og hvíld frá þjáningu þessa heims. Nú faðmar nóttin gleymd og gömul leiði, og grænu stráin skjálfa mér við hlið. Ur veikum strengjum vögguljóð ég seiði, sem veita hjarta mínu ró og frið. En moldin angar dular draumanætur, og dauðinn leikur undir söngsins klið, og daggartárum lága grasið grætur, en gröfin stendur opin mér við fætur. Ég hefí reynt að ráða gamlar gátur en guðdóm lífsins þekki ei né skil. Og söngur minn er bæði gleði og grátur, og guð ég bið, þó hann sé enginn til. Eins og þau börn, sem eiga mold að móður og myrkrið flýja, en leita að birtu og yl, þá er mér hvíid að hrópa: Guð minn góður, gef mér frið, því ég er vegamóður. Ég skelfist ei, þótt sígi sól í æginn og svartri blæju vefjist moldin gljúp, og þótt ég margoft syrgi sólskinsdaginn, er sólin fegurst bak við hafsins djúp. Ég þrái oft, svo mig ei nakinn næði, að nóttin sveipti mig í dauðans hjúp; því svo er ekkert sár, þótt núna blæði, að svefninn ekki lækni það og græði. (D. Stef.) Hvíl í friði, kæri sonur og bróðir. Pabbi, mamma og Viðar Stundum kemur örvæntingin til mín eins og refsinom og öskrar í eyru mín: Þú getur ekki gengið, þú getur ekki notað hendur þínar. Þegar sorgin sker hjartað mitt heyri ég hlýja rödd hvísla: Hugur þinn skynjar heiminn í sámstu sorg og dýpstu gleði. Og ég finn kærleika umvefja mig j, í nálægð vina minna eins og stjömur jóla sem lýsa sáttfúsum augum okkar. Og lífsgleði mín kemur á ný og sigrar. (Asdís Jenna Astráðsdóttir.) Elsku Birkir, það mátti svo margt af þér læra. Líf þitt var enginn dans á rósum og þú þurftir að taka þeim mörgum reiðarslög- unum, en samt lést þú aldrei bug- ast. Ég man eftir því þegar við vorum börn og unglingar, þá var ég af- skaplega stolt yfir því að eiga svona fallegan qg hæfíleikaríkan „stóra bróður“. Arin liðu, fötlun þfn fór að gera vart við sig og síðan áger- ast. Þá varð ég einnig að dást að þeim mikla dugnaði og krafti sem þú ávallt sýndir. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt þig kvarta né gráta örlög þín. Þú veltir þér aldrei upp úr sjálfsvorkunn, heldur horfð- ir alltaf fram á veginn. Að gefast upp var eitthvað sem aldrei hvarfl- aði að þér. En sjúkdómurinn var of sterkur. Þú megnaðir ekki að ná ^firhöndinni. Ég þakka þér, elsku bróðir minn, fyrir samverustundir okkar og mér þykir sárt að ekki var mögulegt að hafa þær fleiri. Ég vona af öllu hjarta að þér líði vel þar sem þú ert nú og að vel hafi verið tekið á móti þér. Ég bið Guð að styrkja foreldra okkar, Viðar og Elísu litlu í þeirra miklu sorg. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Sjáumst síðar. Þín systir, Oddný Huginsdóttir. Alltaf kemur dauðinn okkur á óvart, þó að í þessu tilfelli hefðum við átt að vera viðbúin þar sem Birkir var búinn að vera svo mikið veikur iengi. Við vonum að nú séu kvalir þínar á enda og biðjum al- góðan Guð að taka þig í sinn náðar- faðm, elsku vinur. Birkir var sambýlismaður Þóru, dóttur okkar, um árabil. Kynni okk- ar af honum voru mjög góð og man ég aldrei að okkur hafí orðið sund- urorða. Birkir var mikið prúð- og snyrtimenni og vildi öllum vel, en hann stóð alveg á sinni meiningu. Saman áttu Þóra og Birkir auga- steininn okkar allra, hana Elísu, sem verður 6 ára 29. nóvember. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar við Birkir biðum fyrir framan fæð- ingardeildina í Vestmannaeyjum, því að Þóra þurfti að gangast und- ir keisaraskurð. Þarna sat Birkir svo rólegur og yfirvegaður. Ég fór að skammast, hvað hann væri ró- legur, ég alveg á toppnum af æs- ingi. Þá svaraði Birkir: „Það verður einhver að vera með viti.“ Þetta svar fannst mér lýsa Birki svo vel. Þóra og Birkir slitu samvistum fyrir fjórum árum en vinskapur hefur haldist. Ég hef alltaf sagt að Birkir verður okkar allra alltaf. Öll eigum við litlu Elísu saman og ég veit að við verðum öll sam- taka um að útskýra fyrir henni af hveiju pabbi hennar var tekinn svo fljótt. í dag á Elísa traustan og góðan vin. Gunnar Marel, sem örugglega á eftir að reynast henni vel og leið- beina á lífsleiðinni. Systa mín, þér vil ég þakka hve vel þú varst búin að útskýra fyrir Elísu hvernig gæti farið með pabba hennar, enginn hefði gert það bet- ur. Báðar vitum við að það er svo margt að bijótast um í litla glókoll- inum okkar með stóru bláu augun. Símtöl okkar Birkis snerust að mestu um Elísu og skiptumst við á sögum um hvað hún sagði og gerði þegar hún var í Keflavík og svo aftur í Vestmannaeyjum. Mikið mátt þú vera hreykinn af henni. Henni þótti svo undur vænt um þig og fór oft að tala um þig upp úr þurru. Alltaf bað hún fyrir þér og þessar bænir voru svo innilegar og komu beint frá barnshjartanu. Núna er hún viss um að þér líði vel og sért farinn að geta gengið. Elsku Elísa okkar. Mestur er missir þinn, en öll munum við standa saman um velferð þína og mundu að þú áttir yndislegan pabba, sem unni þér svo heitt og allt vildi fyrir þig gera. Þegar þú eldist og þroskast segir amma Systa þér hvernig pabbi þinn var sem ungur drengur. Systa, Huginn, Viðar, Odda, Óskar og litlu frændsystkinin. Góð- ur guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Megir þú, Systa mín, öðlast betri heilsu sem mjög hefur á reynt undanfarnar vikur. Það var yndislegt að heyra hve vel þú hlúð- ir að drengnum þínum eins og þið hjónin bæði. Odda mín, undanfarnir dagar hafa verið þér erfiðir svona langt í burtu frá fjölskyldunni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. Vertu Guði falinn, kæri vinur og hafðu þökk fyrir allt. Ragnheiður og Siddi. Elsku pabbi minn. Ég sakna þín og finnst svo sárt að þú sért dáinn. En mér finnst gott að þú skulir vera kominn til Guðs, því að þú varst svo mikið veikur. Ég veit að núna líður þér vel og getur gengið á skýjunum og séð stjörnurnar betur og það er alltaf sól hjá þér. Nú ert þú búinn að hitta Samma, Tinnu Perlu og langafa og líka Elínu, systur Jónu vinkonu minnar. Ó, pabbi, það var svo margt sem okkur langaði að gera saman. Ég gat nú svolítið keyrt þig í hjóla- stólnum, svo horfðum við á vídeó og hlustuðum á falleg lög. Þegar ég verð stór ætla ég að spila á hljóðfæri eins og þú. Alltaf þótti mér gaman að koma til Vestmannaeyja til þín, ömmu, afa og Viðars. Ég var alltaf eins og prinsessan þeirra. Ég ætla að vera dugleg að koma til þeirra, því að þau eiga öll svo bágt. Odda á líka bágt af því að þú varst bróðir hennar. Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir allt og í bænunum mínum núna bið ég góðan Guð og alla góðu englana að passa þig og láta þér líða vel. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þín, Elísa Birkir Huginsson frændi minn og besti vinur minn er nú látinn langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við hinn illvíga MS-sjúk- dóm. Hann var aðeins unglingur þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Birkir vann þá sem málari með föður sínum. Við áttum margar góðar stundir saman enda höfðum við sama áhugamál en það var tónlistin. Um og eftir fermingu fórum við að spila saman en Birkir fékk saxófón í fermingargjöf frá foreldrum sín- um, og varð það hans aðaláhuga- mál upp frá því. Minnist ég margra góðra stunda sem við áttum saman bæði á sviði og á ferðalögum sem við fórum ófá saman. Við spiluðum saman í mörgum hljómsveitum, Lost, Radíus, 7und o.fl. Þegar leið á átti Birkir orðið erfitt með að ferðast svo að nú seinni árin spilaði hann mest heima í Vestmannaeyjum. Árið 1987 fluttist ég til Reykjavíkur og spiluð- um við ekki saman aftur fyrr en 1990, í sýningu sem gekk undir nafninu „Gott kvöld í Hallarlundi" og árið eftir í sýningu sem hét „Landið og miðin“. Þegar hér var komið spilaði Birkir orðið sitjandi en það hafði engin áhrif á fallegan tóninn úr saxófóninum hans. Hann spilaði áfram en síðustu eitt til tvö árin hafði hann ekki orðið mátt til að blása. Samt sem áður hélt hann alltaf sínu jafnaðargeði og lét hvergi deigan síga í þessari erfiðu baráttu og neitaði að gefast upp. Birkir var mikill dýravinur og átti marga fallega hunda í gegnum tíðina sem hann hafði mikið yndi af, sérstaklega eftir að veikindi hans gerðu vart við sig. Hinn 29. nóv. 1991 kom stór sólargeisli inn í líf Birkis þegar hann eignaðist dóttur sína Elísu, sem var mikill gleði- og orkugjafí fyrir hann. Hann hélt alltaf miklu sambandi við mig þó að ég væri fluttur upp á fastalandið, hringdi oft og kíkti alltaf inn þegar hann átti leið í bæinn. Á afmælisdaginn hans þann 12. mars síðastliðinn sló ég á þráðinn til að óska honum til hamingju með daginn. Hann var þá að koma heim í fyrsta sinn eftir erfiða sjúkralegu. Ekki gat ég á þeirri stundu ímynd- að mér að þetta yrði okkar síðasta samtal. Hann varð fljótlega aftur mjög veikur svo að þetta varð okk- ar hinsta kveðja. Elsku Birkir minn, ég þakka þér allar góðu stundirnar sem þú gafst mér og mínum. Megi Guð fylgja þér hvert fótmál sem þú átt eftir óstigið. Elsku Elísa, Huginn, Systa, Odda og Viðar, Guð styrki ykkur í sorginni. Blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Kær kveðja, þinn frændi Vignir. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elsku Birkir, takk fyrir allt. Þín vinkona, Bryndís. Margar eru minningarnar sem komu upp í hugann þegar okkur hjónunum barst sú frétt að Birkir væri dáinn. Hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi sem hijáði hann í mörg ár. Oft fengum við þær fréttir að Birkir lægi þungt haldinn og nú vissi enginn hvernig færi, en síðan komu fréttir tveimur til þremur dögum seinna um að hann hefði rifið sig upp og liði betur. Slík var lífslöngun hans og vilji til að halda áfram og reyna til fulls að sigrast á þessum skæða sjúkdómi. Kynni okkar af Birki hófust þeg- ar hann fór að koma heim með dóttur okkar og stóðu þau kynni og vinátta frá fyrsta degi til síð- asta dags. Var það Birki að þakka hvað vináttan hélst, vegna þess hvað hann var tryggur og traustur þeim sem hann unni. Við dáðumst oft að þeim krafti og trú sem Birkir hafði á því að hann myndi sigra og það var ein- mitt sá kraftur sem reif hann upp aftur og aftur. Það var Systu og Hugin þung raun að horfa upp á drenginn sinn beijast alla daga, en þrátt fyrir heilsubrest þinn, elsku Systa, þá varst þú eins og klettarnir sem eru í umhverfi þínu. Með ótrúlegum hætti studduð þið drenginn ykkar. Tónlist var það sem hugur Birk- is snerist um og gaman var að hlusta á hann taka lag á saxófón- inn og minnist ég þá jólalaganna. Birkir talaði um að tónlist hefði boðskap og það ættu allir að hlusta á alla tónlist með það í huga. Við hjónin höfðum nú ekki sama tón- listarsmekk og Birkir á hans yngri árum en þrátt fyrir það færði hann okkur snældur með þeirri tónlist sem okkur líkaði. Elsku Birkir, við viljum trúa því að nú hafír þú losnað við fjötra sjúkdómsins og fáir að njóta þín sem heilbrigður ungur maður. Haf þú þakkir fyrir alla þína tryggð og vináttu, elsku vinur. Elsku Elísa, Systa, Huginn, Odda og Viðar, megi guð geyma ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Sigfríður og Kjartan. Elsku Birkir. Það voru sorglegar fréttir sem ég fékk þann 7. apríl, ég trúði því varla að þú værir far- inn frá okkur. Innst inni vissum við að það átti eftir að koma að þessu, en alltaf héldum við í vonina um að tími þinn yrði lengri með okkur. Þó að ég hafi ekki þekkt Birki nema í tæp þtjú ár á ég alltaf eft- ir að muna þann tíma sem við þekktumst. Mér er minnisstæðust þrautseigja hans í baráttunni við sjúkdóm sinn og hvað hann barðist hetjulega. Systa, Huginn og systk- ini hans sýndu honum líka ómetan- lega ást og umhyggju í veikindum hans. Það var líka gaman að fylgj- ast með Birki og Elísu dóttur hans, hann var alltaf svo góður við hana og hún við pabba sinn. Ég á líka alltaf eftir að minnast mikils áhuga Birkis á tónlist, enda var hann áður í hljómsveit þar sem hann spilaði á saxófón. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Elsku Birkir, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Elsku Elísa, Systa, Huginn, Odda, Viðar og fjölskylda, megi minning Birkis lifa í hjarta okkar allra. Rósa. Nú er langri og strangri baráttu lokið. Eftir að hafa greinst með MS á unglingsaldri var lífið ekki alltaf dans á rósum. Birkir var aldr- ei á því að gefast upp eða hengja haus. Við Birkir vorum jafnaldrar en þrátt fyrir það náðum við aldrei að vera í sama bekk og náðist aldr- ei upp kunningsskapur fyrr en ég kynntist systur hans er við vorum báðir uppkomnir. Áhugamál okkar voru misjöfn en músíkin átti hug hans allan. Birkir var saxófónleik- ari sem hefði getað náð mun lengra við aðrar aðstæður. Hann spilaði í mörgum hljómsveitum og það var spilamennska hans í skólahljóm- sveitum sem vakti fyrst virðingu mína fyrir honum. Ég reyndi fyrir mér á sama sviði á unglingsaldri en gerði mér ótrúlega fljótt grein fyrir þv! að það þarf meira til en áhugann einan til að verða góður hljóðfæraleikari. Það var Birkir og hafði hann ódrepandi áhuga á tón- list og langaði til að gera mun meira á því sviði en hann náði að gera. Áhugi hans á tölvum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.