Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Embætti rí kislögreglustj óra hluthafi í Neyðarlínunni SAMSTARFSSAMNINGUR á milli embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar var undirritaður í gær, en þar er kveðið á um aukið samstarf þessara aðila. Embætti ríkislögreglustjóra verður um leið hluthafi í hlutafélaginu Neyðarlínan hf. Eiríkur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, seg- ir aukið samstarf m.a. fela í sér þjónustu umfram það sem verið hefur til þessa, svo sem þegar lög- regluembætti á landsbyggðinni vilji hafa vaktstöðvar sínar ómannaðar til að sem flestir lögreglumenn geti sinnt málum á vettvangi, geti Neyð- arlínan annast símsvörun og ýmis- legt fleira sem lögreglumaður á vaktstöð hefur sinnt að öðrum kosti. Samræmt farstöðvakerfi í skoðun Embætti lögregla greiðir vegna útþenslu þessa samstarfs tvær millj- ónir króna í grunngjald og þijár milljónir í þjónustutengt gjald, eða samtals fimm milljónir á ári. „Við þurfum að taka að okkur þjónustu umfram símsvörun og boð- un, en á því eru fjarskiptamálin nokkur hængur. Við getum ekki náð í farstöðvar nema á höfuðborg- arsvæðinu, en draumurinn er sá að sett verði upp eitt samræmt lands- kerfi fyrir alla þá aðila sem nota talstöðvar við störf sín. Þá gætum við rætt við lögregluna á t.d. Húsavík og hvar sem er ann- ars staðar, á sama hátt og lögregl- una í Reykjavík. Nú er það svo að á fjöllum víða um land eru t.d. fímm fjarskiptamöstur fyrir lögreglu, björgunarsveitir, almannavarnir o.s.frv., en næðist fram samræming myndi öryggi aukast," segir Eiríkur. Búið er að setja á fót nefnd til að kanna möguleika á slíkri sam- ræmingu farstöðva, meðal annars um gervihnött, og kveðst Eiríkur gera sér vonir um að niðurstaða liggi fyrir innan tíðar. Morgunblaðið/Golli EIRÍKUR Þorbjörnsson, framkvæmdasljóri Neyðarlínunnar, Sím- on Sigvaldson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Þór- hallur Olafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, kynna sér efnisþætti samstarfssamnings á milli fyrirtækisins og lögreglu. Evita fram- sýnd í júní SÖNGLEIKURINN Evita eftir Andrew Lloyd Webber verður frumsýndur í Islensku óperunni í byijun júní. Leikstjóri söngleiks- ins er Andrés Sigurvinsson og kynnti hann þá leikara og söngv- ara sem valdir voru úr hópi 170 umsækjenda sem tóku þátt í áheyrnarprófum. Með hlutverk Evu Peron fer Andrea Gylfadóttir. Önnur helstu hlutverk verða í höndum Egils Ólafssonar, Björgvins Halldórs- sonar, Baldurs Trausta Sveinsson- ar og Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem stýrir níu manna hljómsveit í verkinu. Evita fjallar um líf Evu Peron sem gjörbreytti lífi alþýðunnar» Argentínu og gaf fólki út um allan heim mikla von um að betri tímar væru í nánd. Söngleikurinn er orðinn einn vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til allra merkustu verðlauna sem söngleik- urgetur unniðtil. Morgunblaðið/Ásdís CCO 1 1 rn rrn 1Q7n IÁRUSÞ.VAUHMARSSam.framkvæmdastjóri UUL I I uU'UUL lu/U JÓHANNÞÓRBARSON,HRL.L0G9IUUR WSTEIGNftSflli. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð eign - vinsæll staður Mjög gott parhús suðurendi 76,4 fm nettó við Hjallasel. Allt eins og nýtt. Sólskáli. Góð geymsla. Þjónustuhúsnæði fyrir aldraða. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Góð eign - hagkvæm skipti Vandað og vel byggt raðhús við Hrauntungu, Kóp. Skipti möguleg á góðri 4ra herb. íb. m. sérinng. og bilskúr. Einstakt tækifæri Til sölu: Steinhús, hæð og kj., samtals 102 fm við Austurgötu í Keflavík. Kjallari getur verið séríb. Bílskúr 50 fm. í skiptum fyrir eign í Reykjavík eða nágrenni. Tilboð óskast. Grindavík - einbýlishús - skipti Gott steinhús, ein hæð 130,2 fm. Sólskáli um 30 fm. Góður bílskúr 60 fm. Ræktuð lóð 875 fm. Vinsæll staður í góðu atvinnuplássi. í gamla Austurbænum Lítið einbýlishús, járnklætt timburhús á steinkj. með 3ja-4ra herb. íb. Mikið endurbætt. Langtímalán kr. 4,0 millj. Eignarlóð. Vegna sölu að undanförnu Óskast sérstaklega: Einbýlishús eða raðhús á einni hæð við Háaleitisbraut, í Fossvogi eða nágrenni. Skipti möguleg á stórri og glæsilegri eign i sérfl. Nánar á skrifstofunni. 3ja-4ra herb. íb. á jarðhæð eða 1. hæð í Sundum/nágr. - Bústaðaveg/nágr. Góðar eignir einkum í nýja miðbænum, Vesturborginni og á Nesinu. • • • Opið í dag, kl. 10-14. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Tryggingastofnun ríkisins Mikið álag vegna end- urmats MIKIÐ álag var á lífeyristrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkisins um miðja vikuna eftir að auglýst var að þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem misst hefðu sérstaka heimilis- uppbót að hluta eða algerlega vegna tekna og teldu sig nú vera undir nýjum tekjumörkum gætu sent ný gögn til lífeyristryggingadeildar svo að hægt væri að endurmeta rétt þeirra til greiðslna en tekjumörkin hafa nú verið hækkuð úr 75 þúsund krónum á mánuði í 80 þúsund. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að álagið hefði verið gífurlegt, mikið hefði verið hringt til þess að leita upplýsinga og margir hefðu komið til þess að skila inn gögnum. „Vegna mats á rétti til greiðslna þarf að leggja fram gögn sem snerta t.d. umönnunar- kostnað, sjúkra- eða lyfjakostnað, og húsaleigukvittanir, eigi lífeyris- þegi ekki rétt á húsaleigubótum. Þetta kostaði þúsundir hringinga og spurninga," sagði Karl Steinar. Hann sagði að starfsfólki hefði held- ur fækkað á Tryggingastofnun vegna erfiðra rekstraraðstæðna og ofan á það hefðu bæst veikindi þann- ig að álagið hafí verið mjög mikið. Karl Steinar tók fram að þeir sem ekki hefðu náð að skila inn gögnun- um í tæka tíð til þess að fá leiðrétt- ingu um næstu mánaðamót þyrftu ekki að óttast að tapa rétti, leiðrétt- ingin myndi þá koma um þarnæstu mánaðamót og væri afturvirk til 1. janúar. Hann sagði enn ekki vitað hversu stór hópur það væri sem nú fengi leiðréttingu sinna mála, þar sem enn væri verið að vinna úr gögn- unum. Grunn- skóla- kennarar samþykktu samning GRUNNSKÓLAKENNARAR hafa samþykkt kjarasamning, sem gerður var við launanefnd sveitarfélaga 20. mars sl. og gildir til júlíloka. Alls greiddu 3.183 grunn- skólakennarar _af 3.575 í Kenn- arasambandi Íslands atkvæði um samninginn, eða 89%. Þar af sögðu 2.645 já, eða 83,1% og 427 nei, eða 13,41%. Af 188 grunnskólakennur- um í Hinu íslenska kennarafé- lagi greiddu 95 atkvæði um samninginn, eða 50,5%. Þar af sögðu 70 já, eða 74,7% og 22 sögðu nei, eða 22,1%. Samningurinn fól í sér 4% launahækkun frá og með 1. mars og gildir til júlíloka. Full- trúar kennara sögðu þegar samningurinn var undirritaður, að með honum væri samið um frið til haustsins og á meðan ynnist tími til að endurskipu- leggja ýmis mál varðandi vinnuumhverfí skólanna. I samningnum var kveðið á um að á samningstímanum myndu aðilar endurskoða nú- verandi fyrirkomulag á röðun í launaflokka, skipulag vinnu- tíma, störf skólastjóra og greiðslu sveitarfélaga til kenn- ara og skólastjóra sem ekki rúmast innan gildandi kjara- samninga. Vatnsveita Reykjavíkur Styrkur til kvenna BORGARSTJÓRN Reykjavík- ur hefur samþykkt tillögu vatnsveitustjóra um að Vatns- veita Reykjavíkur veiti árlega í framtíðinni 300 þús. króna styrk til konu til náms í raun- og eða tæknigreinum. Gert er ráð fyrir að styrkurinn verði veittur í fyrsta sinn vorið 1997. Tillagan gerir ráð fyrir að skipuð verði nefnd er semji reglur fyrir veitingu styrksins. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, sagði á fundi borgarstjórnar að hann teldi rétt að hin veitufyrirtæk- in, Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagnsveita Reykjavíkur, mynau feta í fótspor Vatns- veitunnar og veita samskonar styrki. „Staðreyndin er sú að hjá veitufyrirtækjunum eru afar fáir starfsmenn konur á raun- og tæknisviði og menn hafa vissar áhyggjur af því,“ sagði hann. Veiðibráðir stöðvaðir LÖGREGLUMENN höfðu af- skipti af tveimur mönnum við Hólsá við Vesturlandsveg síð- degis í gær, en tvímenningarn- ir höfðu þjófstartað veiði í ánni. Mennirnir voru stöðvaðir við veiðar sínar og veittu lögreglu- mennirnir þeim tilhlýðanlegt tiltal og gættu þess að þeir héldu á brott án frekari tilrauna til að renna fyrir fisk. Enginn afli var hins vegar sjáanlegur, hvort sem um er að kenna ánni eða seinheppni umræddra einstaklinga við veiðarnar. Óheimilt er að hefja veiðar í Elliðavatni og Hólsá fyrr en 1. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.