Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 12

Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 12
12 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný landgræðsluáætlun til aldamóta kynnt á ráðstefnunni Landgræðsla á tímamótum Alvarleg viðvörun Ný landgræðsluáætlun sem kynnt var á ráðstefnu á Akureyri í gær hefur að geyma tillögur um forgangsröðun framkvæmda við landgræðslu. Mest áhersla er lögð á stöðvun hraðfara jarðvegsrofs, en einnig þarf víða að bæta landkosti. Helgi Bjamason og Kristján Kristjánsson segja frá ráðstefn- unni o g glugga í landgræðsluáætlunina. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson FRÁ setningu landgræðsluráðstefnu, f.v. Þorsteinn Gunnarsson rektor, Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra, Olafur Ragnar Grímsson forseti ísiands og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ávarpi sínu við upphaf ráðstefnunnar Landgræðsla á tímamótum, að niðurstöður heild- arathugana Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins af jarðvegsrofi á íslandi sýndu að við værum búin að breyta okkar ástkæru fóstutjörð í stærstu eyði- mörk í Evrópu. „Hnignun íslenskra gróðursvæða er líkust þeirri landeyð- ingu sem nefnd er eyðimerkurmynd- um á alþjóðlegum vettvangi. Jarð- vegsrof á íslandi er með því mesta sem gerist á jörðinni allri, utan þurrkasvæða. Skýrsla Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins um aðför okkar ís- lendinga að eigin ættjörð var ein- hver alvarlegasta viðvörun sem þjóð- inni hefur borist um langa hríð.“ Ólafur Ragnar sagði nauðsynlegt að ijúfa hið fyrsta þá þögn sem fljót- lega umlukti áðurnefnda skýrslu. Hann sagði til lítils að hljóta sjálf- stæði ef stjórnleysi og skammsýni verða til að breyta stórum hluta ættjarðarinnar í eyðimörk á líftíma okkar kynslóðar og þeirrar næstu. „Vísindamenn telja að um 80% af landgæðum sem fólust í gróðri og jarðvegi við landnám hafí síðan tapast. Og líklega hafi mestar gróð- urbreytingar orðið á þeirri öld sem senn er á enda, tuttugustu öldinni. Við aldamót er gjarnan spurt um ætlunarverk og þá enn frekar þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Við íslendingar verðum líkt og aðrir að svara fyrir okkur á slíkum tímamót- um. Er nokkurt verk brýnna en að hefja nýja landvörn - að breyta ís- landi úr stærstu eyðimörk álfunnar í það gróðurland sem fagnaði forfeð- rum okkar á fyrri tíð? Ráðstefna dagsins ber heitið Landgræðsla á tímamótum en í raun er það þjóðin öll sem gengur til móts við þá próf- raun að verðskulda þetta land,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Guðmundur Bjarnason, landbún- aðarráðherra sagði í sínu ávarpi að lög sem sett voru árið 1907 um skóg- rækt og varnir gegn uppblæstri landsins, hafí markað upphaf skipu- legs landgræðslustarfs á íslandi og er jafnframt einhver elsta löggjöf í heiminum um þessi málefni. „Mikið hefur áunnist á þessum 90 árum þrátt fyrir allt. Ber þar ekki síst að þakka dugmiklu starfi starfsfólks Landgræðslunnar og þó einkum eld- hugum þeim sem leitt hafa starf stofnunarinnar. Engu að síður blasir sú staðreynd_ við ef litið er á landið í heild, eiga íslendingar enn við lan- deyðingarvandamál að etja. Þessi staðreynd er að koma æ betur í ljós, eftir því sem vistkerfi landsins er meira rannsakað. Þekking á vist- kerfum landsins og ástandi þeirra er ein af megin forsendum þess að við getum náð markmiðum okkar við sjálfbæra landnýtingu í framtíð- inni.“ Guðmundur sagði að til þess að ná varanlegum tökum á varðveislu landgæða þurfi þjóðin öll að leggja sig fram. Fyrirbyggja verði frekari hnignum vistkerfa með öllum tiltæk- um ráðum. „Á undanförnum árum hefur komið í ljós að bændur sýna landgræðslustarfmu mikinn áhuga sem best sést á þeim fjölda bænda sem taka þátt í verkefninu; Bændur græða landið.“ Guðmundur sagði að landnýting í sátt við land og þjóð sé sá grund- völlur sem landgræðslustarfið mun byggjast á í framtíðinni. Stöðva þurfi jarðvegseyðingu eða jarðvegsrof eft- ir því sem í mannlegu valdi stendur, klæða landið gróðri í samræmi við gróðurskilyrði og tryggja sátt um skynsamlega nýtingu landsins. „Sjálfbær iandnýtingarstefna er og verður markmið íslensks landbúnað- ar,“ sagði Guðmundur. Breyttar áherslur Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri kynnti markmið og leiðir land- græðsluáætlunarinnar og helstu verkefni. I áætluninni eru þijú meginmark- mið sett fram. í fyrsta lagi að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyð- ingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landspjöll. í öðru lagi að endur- heimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingar- þörf. Og í þriðja lagi að öll landnýt- ing verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti. Þessi markmið tengjast innbyrðis og stuðla hvert að öðru. Fram kemur það sjónarmið að mikilvægt sé að vinna að þeim öllum samhliða. Það eru taldar forsendur þess að settum markmiðum í jarðvegs- og gróðurvernd að allir notendur og eigendur lands axli ábyrgð á með- ferð gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og að allir landsmenn taki virkan þátt í landgræðslustarfinu. Bent er á mikilvægi þess að lög og reglugerðir sem snerta verndun gróðurs og jarðvegs verði samræmd, gerð markvissari og felld að settum markmiðum og að fjárveitingar verði í samræmi við sett markmið. Þá er lögð áhersla á að aukin verði þekk- ing á þeim vandamálum sem við er að etja og leitað hagkvæmustu leiða við lausn þeirra. Landgræðsluaðgerðum forgangsraðað í framkvæmdaáætlun um landgræðslu 1997-2000 Vörn snúið í sókn í FRAMKVÆMDAÁÆTLUN eru skýrðar leiðir að settum markmið- um í landgræðsluáætlun og gerð grein fyrir helstu verkefnum á ár- unum 1997-2000 ásamt kostnaðar- áætlun fyrir fyrsta árið. „Til að ná tökum á þeim vanda sem við er að etja er nauðsynlegt að veita auknu fjármagni til fjölþættra aðgerða. Áætlunin miðast við að snúa vörn í sókn um aldamótin," segir í skýrslu um landgræðsluáætlunina. í umfjöllun um landgræðsluáætl- anir segir að stór hluti landgræðslu- verkefna séu langtímaverkefni og mörg þeirra þurfi nokkurn aðdrag- anda, meðal annars vegna samn- inga um beitarstjórnun eða friðun, auk þess sem taka þurfi tillit til markaðrar stefnu í náttúruvernd og skipulagsmálum. „Þau verkefni sem áætlunin gerir ráð fyrir á árun- um 1997-2000 ná einungis til lítils hluta þeirra svæða þar sem aðgerða er brýn þörf. Stærð þessara svæða er mjög mismunandi, frá nokkrum tugum upp í þúsundir hektara. Á stærri svæðum er aðeins gert ráð fyrir fjármagni til að vinna á litlum hluta þeirra. í sumum tilvikum verða einu aðgerðirnar að leita sam- komulags um friðun fyrir búfjár- beit.“ Verkefnum forgangsraðað Verkefnum er forgangsraðað í samræmi við úttekt á jarðvegsrofi á landinu öllu sem kynnt var á sér- stakri ráðstefnu á dögunum. Hins vegar er tekið fram að í þessari landgræðsluáætlun sé aðeins gert ráð fyrir fjármagni til að ráðast í lítinn hluta af brýnustu verkefnun- um. Megináherslan er lögð á þijá þætti: Landgræðsluframkvæmdir á rofsvæðum þar sem jarðvegsrof er mikið eða mjög mikið, neðan 500 metra yfir sjávarmáli, en þó sér- staklega þar sem rof er í grónu landi og þar sem sandur ógnar mannvirkjum eða öðrum verðmæt- um. Um 17.500 ferkílómetrar fá þessa rofeinkunn eða um 17% landsins. Þar af eru 3.300 ferkíló- metrar neðan 200 metra yfir sjó en það eru að langstærstum hluta sjávarsandar. A hæðarbilinu 200-500 m.y.s. eru hins vegar 4.300 ferkílómetrar sem fá þá einkunn að rof sé mikið eða mjög mikið en svo mikið jarðvegsrof á þessu hæð- arbili er talið sýna glöggt hversu alvarlegt ástandið er. Hinir þættirn- ir sem lögð er mest áhersla á við forgangsröðun verkefna er að ná samkomulagi um friðun verst förnu afrétta landsins og að bæta stjórn landnýtingar á svæðum sem fá þá einkunn að jarðvegsrof sé talsvert. Hér á eftir fara upplýsingar um nokkur af þeim verkefnum sem Landgræðslan setur í forgang í áætlun sinni. Vesturland í Krýsuvík er um 3.000 ha svæði þar sem rofabörð eru ríkjandi. Þar verður unnið að grassáningu, upp- græðslu rofabarða, plöntun víðis og birkis og styrkingu gróðurs. í Hafnarskógi eru slæm rofa- barðasvæði. Brýnt er að varðveita þau gróðurlendi sem enn eru til staðar. í Hallmundarhrauni og nágrenni þess er um 18.000 ha sandflæmi neðan 500 m.y.s. og rofabörð á um 1.800 ha svæði. Sandur berst í hraunið frá nágrenni jöklanna og safnast þar fyrir og fyllir m.a. hella sem þar finnast. Þegar sandur hef- ur náð að fylla hraunið verður sand- fokið örara yfir á landið handan þess. Hítardalur er eitt stærsta rofa- svæðið á Miðvesturlandi. Botn dals- ins er orfoka hraun og foksands- svæði og mikið jarðvegsrof er einn- ig í hlíðum dalsins. Illa hefur geng- ið að halda svæðinu friðuðu fyrir búfjárbeit vegna erfiðs girðingar- stæðis. Norðurland Sigríðarstaðasandur er rúmlega 900 ha sandfokssvæði. Þar berst sandur stöðugt úr fjöru inn á gróið land. Stór hluti Eyvindarstaðaheiðar er auðnir. Meðfram gróðuijaðrinum, allt frá norðausturhluta heiðarinnar suður að gróðurmörkum, er verulegt jarðvegsrof og gróðureyðing. Á Vaðlaheiði er stærð rofsvæða um 1.200 ha, aðallega rofabörð og vatnsrásir. Leirdalsheiði er um 2.000 ha svæði þar sem aðallega eru jarðsig og dílarof en einnig vatnsrásir. í Bárðardælahreppi er mikið jarðvegsrof á ásunum beggja vegna dalsins. Suðurhluti dalsins og af- réttarlönd eru með mestu rofsvæð- um landsins. í Aðaldal eru sandfokssvæði tæp- lega 1.000 ha, frá Skjálfandafljóti og austur að Laxá. Landið er friðað en sandur sækir á gróið land. I nágrenni Húsavíkur eru melar og rofsvæði um 2.200 ha. Tjörnes. Land er víða ákaflega illa farið og eru rofabarðasvæðin um 3.230 ha. Á Reykjaheiði er víð- áttumikið rofabarðasvæði, tæplega 5.000 ha. Hólasandur er um 13.000 ha sandsvæði með miklu jarðvegsrofi á jöðrum sandsins. Landið er friðað en mikið land ógrætt. Skútustaðahreppur er stærsta rofsvæði landsins. Brýnasta verk- efnið er að friða öræfin frá Skjálf- andafljóti austur að Jökulsá á Fjöll- um og rofsvæði á Austurafrétt umhverfis Jörund. Á Grjóthálsi og í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum er víða mikið jarðvegsrof sem gengur á gróið land og gæti ógnað náttúruperlum þjóð- garðsins í óhagstæðu árferði. Á Öxarfjarðarheiði er víða hrað- fara jarðvegsrof og gróðureyðing. Hólsfjöll eru annað stærsta rof- svæði landsins og er þar hraðfara gróðureyðing. Afrétt er tæplega 7.000 ha svæði vestan Þistilfjarðar. Víðfeðm rofabarðasvæði eru þar en einnig dílarof og sandar. Austurland Héraðssandur er víðáttumikið sandfokssvæði frá fjöruborði inn á gróið land. í Jökuldal og Hrafnkelsdal eru víðáttumikil rofsvæði sem bera merki gróðurrýrnunar og víða hraðfara eyðingar. Suðurland í Skaftárhreppi fýkur sandur víða út frá farvegum Skaftár og Hverfisfljóts og brýnt er að grípa til aðgerða á mörgum svæðum því alls eru sandfoks- og rofsvæði um 197.000 ha. Sandfok hamlar oft umferð um Mýrdalssand en unnið verður að sáningu melfræs og lúp- ínu í samræmi við áætlun sem gerð hefur verið. Rangárvallaafréttur er einn verst farni afréttur landsins. Vinna þarf að friðun afréttarins og sáningu á verstu svæðunum. Hrunamanna- og Biskupstungnaafréttir eru mikil rofsvæði. Vinna þarf að tímabund- inni friðun. Haukadalsheiði hefur verið eitt mesta uppblásturssvæði landsins á þessari öld. Áður fyrr var byggð víða þar sem nú er auðn. Á Haga- vatnssvæðinu hefur útfall Haga- vatns færst til við hopun jökla og er vatnið mun minna en áður. Mik- ið sandfok er úr eldri vatnsbotni. Verulegt jarðvegsrof er á öllu svæð- inu sunnan og suðvestan Langjök- uls og gengur ört á þær gróðurleif- ar sem enn eru eftir. Stefnt er að gerð stíflu við núverandi útfall til að hækka yfirborð vatnsins og sam- hliða því miklar melsáningar sunn- an vatnsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.