Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MESSUR Á MORGUIM Sjómaður ferst ÉG ER sonur sjómanns sem lifði af Halaveðrið á togaranum Ara gamla og sigldi síðan á skipum Eimskips í 30 ár, þar með talin öll stríðsárin, og átti þá fyrir níu börnum að sjá. Mig rekur því minni til þeirrar vitneskju að hefði faðir okkar farist bar móður minni í dán- arbætur sex mánaða laun hans. Það var allt og sumt. En þá var ísland fátækt, í dag er það sagt ríkt. Og þá les ég mér til undr- unar í blöðunum að ekkja bátsmannsins á Ægi eigi rétt á þriggja mánaða launum bónda Jóhannes Helgi síns, manns sem ferst við björgun- arstarf í broddi lífsins. í gamla daga, þegar ísland var enn fátækt og fjölskyldur misstu Það eru ekki fjármun- irnir einir sem skipta máli, segir Jóhannes Helgi, heldur það smyrsl, sem hugurinn að baki framlögunum er þeim er eiga um sárt að binda. fyrirvinnu sína, sýndu íslendingar dæmafáa drenglund sem hlýtur að ylja hveijum sæmilegum manni um hjartaræturnar. Móðir mín og Þor- bergur, faðir Guðrúnar Katrínar, voru systkinabörn, og enn þann dag í dag lifir raunar þessi ein- dæma þróttmikli og fríði sjómaður í barnsminni mínu, frá heimsóknum hans til foreldra minna. Hann fórst á stríðsárunum, maður á besta aldri, og þá brá svo við að félagar hans úr Skip- stjóra- og stýrimanna- félaginu knúðu dyra á heimili ekkjunnar og afhentu henni afsalið fyrir húsinu. Falleg saga, íslensk saga. Og alla tíð síðan og löngu fyrir þann tíma hefur samkennd af þessu tagi verið falleg- drátturinn í fari íslendinga, asti og hún lét heldur ekki á sér standa gagnvart ekkju bátsmannsins og barna þeirra uns svo óhönduglega tókst til að söfnunin var tortryggð, sem þó hefur vafalaust verið óvilja- verk. í tilvikum sem þessum eru það ekki fjármunirnir einir sem skipta máli, þótt vægi þeirra sé dijúgt, heldur það smyrsl, sem hugurinn að baki framlögunum er þeim sem eiga um svo ólýsanlega sárt að binda. Ég er ókunnur Ijölskyldu báts- mannsins, en mér renna svona harmleikir ætíð mjög til rifja af því að ég er ekki aðeins sjómanns- sonur, heldur hef ég sjálfur verið til sjós og orðið vitni að því að félaga minn tók út í brotsjó og náðist ekki. Það er þess vegna sem ég í andvöku hripa þessar fátæk- legu línur. Höfundur cr rithöfundur. ÞAK-0G VEGGKLÆÐNINGAR M : w Hún valíli skartgripi frá SilfurbúÖinni í SVAL-BOkGA EHF. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 <v9)SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - WICANDERS GUMMIKORK í metravís WICANDERS • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! PP &co í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI553 8640 568 6100 Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (J6h. 16.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt- töku með börnunum. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. Aðalsafnaðarfundur Bú- staðasóknar kl. 15.15. Kaffiveit- ingar í boði sóknarnefndar. DOMKIRKJAN: Prests- pg djáknavígsla kl. 10.30. Biskup ís- lands herra Ólafur Skúlason vígir Skúla Sigurð Ólafsson sem að- stoðarprest í ísafjarðaprestakalli, Jónínu Elísabetu Þorsteinsdóttur sem fræðslufulltrúa kirkjunnar með aðsetri á Akureyri og Svölu Sigríði Thomsen til djáknastarfa í Langholtsprestakalli. Vígsluvott- ar: sr. Örn Bárður Jónsson, sem lýsir vígslu, sr. Baldur Vilhelms- son, prófastur, sr. Jón Helgi Þór- arinsson, sr. Magnús Erlingsson og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Sr. Hjalti Guðmundsson annast altarisþjónustu ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Org- anleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Gylfi Jóns- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Söngur, sögur, kennsla. Leiðbeinendur Eirný Ásgeirsdóttir, Sonja Berg og Þur- íður Guðnadóttir. Kristniboðið kynnt. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédikar. Sr. Halldór S. Gröndal þjónarfyriraltari. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Helgistund kl. 11. Haukur Ingi Jónasson fjall- ar um efnið: Er unga kynslóðin sjúk? Ágústa Jónsdóttir og fleiri leiða safnaðarsöng. Fermingar- börn hvött til að mæta. Barna- starf kl. 13 í umsjá Lenu Rós Matthíasdóttur. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Skráning í vorferð barnanna. Messa kl. 14. Fermd verður fris Erla Thorarensen, Kjarrhólma 10. Organisti Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir. Kristinssonar. Organisti Gunnar Gunnarsson. Barnastarf á sama tíma. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Prestursr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Viera Manasek. Barnastarf á sama tíma. Framhalds-aðalsafn- aðarfundur eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta á sama tíma. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 í umsjón Ragnar Schram. 5 ára börn í Hólabrekku- söfnuði sérstaklega boðin til guðsþónustunnar. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnakór Engja- skóla syngur. Fermingarmessa kl. 13.30. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Braga- son. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fermingar- messa kl. 13.30. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Ath. barna- starfi vetrarins lauk síðasta sunnudag. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Einnig syngja börn úr barnastarfi kirkjunnar. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Laugardag: Vor- ferðalag barnastarfsins til Kefla- víkur Farið frá kirkjunni kl. 11. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Valgeir Ástr- áðsson prédikar. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Aðalfundur Seljasóknar verður haldinn að lokinni guðsþjónustu. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Skráning í vorferð barnanna. Messa kl. 14. Fermd verður íris Erla Thorarens- en, Kjarrhólma 10, Kópavogi. Organisti er Pavel Smid. Sr. Bryn- dís Malla Elídóttir þjónar í forföll- um safnaðarprests. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur kl. 10.30, kl. 14, kl. 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugardag og virka daga messa kl. 18. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. ÍSAFJÖRÐUR, Mjallargötu 9: Messa sunnudag kl. 11. Bolung- arvík: Messa kl. 17. Flateyri: Messa laugardag kl. 18.30. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Fíladelf- fa: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Sheila Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnu- dagskvöld. Prestur sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. , ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Samkoma fyrir hermenn og samherja kl. 17. Bæn kl. 19.30. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Elsabet Daníelsdótt- ir talar. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Nemendur úrforskóladeild Tónlistarskólans í Garðabæ taka þátt í athöfninni. Kór Vídalíns- kirkju syngur. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Sunnudaga- skóli á sama tíma í safnaðarheim- ilinu. Sunnudagaskóli í Hofstaða- skóla kl. 13 sem er síðasta skipt- ið í vetur. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að lokinni guðsþjónustu. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Vor- ferð allra sunnudagaskóla kirkj- unnar til Grindavíkur. Farið verð- ur með rútum frá Setbergsskóla og Hvaleyrarskóla kl. 10. Heim- koma kl. 14. Allir velkomnir. Börn yngri en 6 ára komi í fylgd með fullorðnum. Kl. 14 Grogorsk messa. Ræðuefni: „Heimska kris- tinnar trúar". Prestur sr. Þórhall- ur Heimisson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón: Edda og Aðalheiður. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson, prest- ur heyrnarlausra, þjónar ásamt safnaðarpresti og flytur messuna á táknmáli heyrnarlausra. Organ- isti Þóra Guðmundsdóttir. Kaffi í safnaðarheimili að lokinni guðs- þjónustu. Einar Eyjólfsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Börn sem verða 5 ára á árinu koma til kirkju ásamt foreldrum sínum. Veitingar í Kirkjulundi eftir samverustundina í kirkjunni. Aðalsafnaðarfundur Keflavíkursafnaðar verður kl. 13 í Kirkjulundi. GRINDAVÍKURKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 14. Sr. Bragi Friðriks- son, fráfarandi prófastur, prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór og barnakór Grindavíkurkirkju syngja. Sóknar- nefndin býður kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að messu lok- inni. Söfnuðurinn er hvattur til að fjölmenna. Kl. 11 koma börn og foreldrar úr sunnudagaskólanum í Hafnarfjarðarsókn í heimsókn í kirkjuna. Sunnudagaskólabörnin sem hafa mætt í vetur eru hvött til að mæta ásamt foreldrum sín- um og taka á móti gestunum. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Helgistund í Garðvangi kl. 15.30. Önundur Björnsson. SELFOSSKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og kl. 14. Sókn- arprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Fermingarguðsþjónustur kl. 11 og kl. 14. HRÍSEYJARKIRKJA: Fermingar- messa sunnudag kl. 10.30. Sókn- arprestur. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Kristinn Jens Sigurþórsson. AKRANESKIRKJA: Stutt helgi- stund í dag, laugardag, í kirkjunni kl. 11. Föndur á eftir í safnaðar- heimilinu. TTT samvera í safnað- arheimilinu kl. 13. Björn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.