Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 43 AÐSENPAR GREINAR Heilt baðkar af Fresca! Frá Þorgrími Þráinssyni: GRÍÐARLEG þjóðarsorg yrði á ís- landi ef flugvél með 300 Islending- um færist og allir með tölu týndu lífi. Ég minnist þess ekki að sagt hafi verið frá því í fréttum eða á síðum dagblaðanna að einhver hafi dáið langt fyrir aldur fram vegna reykinga. Það er staðreynd að ár- lega deyja um 300 íslendingar langt um aldur fram, vegna reykinga, og síðustu æviárin hafa í flestum til- fellum verið hreinasta kvöl. Frá miðri öldinni hafa tóbaksafurðir drepið meira en 60 milljónir manna í þróuðu löndunum og ef fram held- ur sem horfir munu um 10 milljón- ir deyja árlega á næstu áratugum að mati sérfræðinga í heilbrigðis- geiranum. 1.000 tonn af tóbaki eru talin koma 1.000 einstaklingum fyrir kattarnef. Tóbaksframleiðend- ur kætast stöðugt og klappa hver öðrum á bakið yfir nýjum sigrum, nýjum fórnarlömbum og síðast en ekki sist yfir því hversu auðvelt virðist vera að blekkja þá sem eru veikir fyrir. Fyrir nokkrum árum var gos- drykkurinn Fresca bannaður vegna þess að ef einhverjum dytti í huga að drekka sem samsvaraði heilu baðkari af gosdrykknum á dag hefði honum hugsanlega orðið meint af! Rauðu M&M pillurnar voru bannað- ar vegna hættulegra litarefna. Pyls- urnar misstu lit vegna hugsanlegra, hættulegra litarefna og fást núna eingöngu litlausar og ólystugar. Það fer enginn að segja mér að kattafóður, sem væri hugsanlega skaðlegt, fengist selt, því ekki mega blessuð dýrin deyja. Það getur ver- ið gott og blessað að banna tiltekn- ar vörur vegna hugsanlegrar skað- semi. En hvað með sígarettur? Það er staðreynd að í sígarettu- reyk eru meira en 40 krabbameins- valdandi efni. Fleiri deyja fyrir aldur fram í heiminum af völdum reykinga en af hendi morðingja, vegna neyslu eiturlyfja, í umferðarslysum og úr AIDS - samanlagt. Það eru 50% líkur á því að sá sem reykir lengi deyi fyrir aldur fram vegna fíknar- innar. Aðstoðarheilbrigðisráðherra Bandaríkjanna hitti naglann á höf- uðið þegar hann sagði að sígarettur væru eina löglega varan á markaðn- um sem væri banvæn ef hún væri notuð eins og til er ætlast! Það hlýt- ur að vera tímaspursmál hvenær fólk í stórum stíl fer að lögsækja tóbaksframleiðendur því Banda- ríkjamenn hafa þegar riðið á vaðið. Einhver komst svo skemmtilega að orði að hvaða heigull sem er gæti byrjað að reykja en það þyrftu hetju til að hætta! 50.000 núlifandi íslendingum hefur tekist að hætta að reykja! ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar. Húsaleigubætur renna að hluta til í ríkissjóð! Mp 45 NYJAR 0 G SPENNANDI GERÐIR KOMNAR DOMUS MEDICA - SIMI 551 8519 KRINGLUNNI - SÍMI 568 9212 oppskorinn VIÐ INGÓLFST0RG S í M I 5 5 2 1 2 1 2 Frá Sigurði Magnússyni: ÉG VAR svo óheppinn að verða meira e_n 75% öryrki fyrir nokkrum árum. Ég var í basli með húsnæði, hafði leitað fyrir nokkrum árum eftir aðstoð Öryrkjabandalagsins þar sem ég hafði verið félagi all- lengi. Eftir nokkra ára bið var ég svo heppinn að fá íbúð hjá Öryrkja- bandalaginu, þökk sé því. Um svip- að leyti hóf Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar að borga fyrir mig og aðra hluta af húsaleigunni. Voru þetta nefndar „Húsaleigu- bætur“ vissulega er ég þakklátur fyrir þessa hjálp að fá 7.000 krónur í styrk mánaðarlega til að greiða hluta húsaleigunnar. Þessi upphæð er nærri þriðjungur af leigunni sem ég ]>arf að greiða. Ég samdi við Félagsmálastofnun um að leggja þessar 7.000 krónur inn á ávísanareikning minn og er það gert. En 7.000 krónurnar rýrn- uðu um það bil um 3.000 krónur á leiðinni inn á reikninginn niður í um 4.000 krónur. Hvert fer mis- munurinn 3.000 krónur? Jú! Hvert annað en í ríkissjóð. Niðurstaðan er því sú að góðvild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar hefur fært ríkisjóði um 36.000.00 krónur á síðasta ári. Eftir þessar hugleiðingar er ljóst að ríkissjóður íslands þiggur ölm- usu frá Reykjavíkurborg með því að skattleggja „húsaleigubætur“ íbúa borgarinnar. Með þessu órétt- læti minnkar það fjármagn sem borgin hefur til skiptanna, til hinna minnstu. Ef til vill eru þetta klókindi R-list- ans til að halda ríkisstjórnarflokk- unum við jötu sína, fram að kom- andi borgarstjórnar- og alþingis- kosningum? SIGURÐUR MAGNÚSSON, f.v. yfirrafmagnseftirlitsmaður, Skólavörðustíg 16a, Reykjavík. '* J|yv ?;/'v-'" S míwtfiiwí ^ SIOVNAU >út ...blabib -kjarni málsins! Rúmbetri en keppinautarnir? MAZDA 323 Sedan er stærri og með lengra farþegarými en 323 Sedan kostar frá kr. helstu samkeppnisbíiar. Komdu, mátaðu og finndu muninn! Aðrar gerðir kosta frá kr. 1.249.ooo Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs SKÚtAOÖTU 59, SÍMI 561 9550 O Fjölbrautaskólinn við Ármúla - FAGLEGT NÁM TIL FRAMTÍÐAR Opiðhúsídag kl. ll.oo-15.00 - Fjölbreytt dagskrá - Sjón er sögu ríkari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.