Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Iifeyrir í vargaklóm v ......................... W Lrr — . , , , i / ' i . | 11. | ; ( ; i • ; . ; , i ; !i{ifí!|i|,f f fargarnir sem nú bítast ráð lífeyrissjóðanna tyggja upp úr öðrum að hér á besta lífeyrissjóðakerfi í hcimi !II !iIi; L um yfir- , j | 1 j ! I ■ | j j! I j I j j I ; i j 11 j I j j {I ! j j j | ! I p ■ ' I ggjahver L ! ! í i j l| |; IJ ! ; I ! / ,’! j ! ■!. '! ! ' á landi só 11 1. | I / ; { j !;; 1 11 ■ I | i • dmwiMk Kl’ >1 . ' i/, V///Z ..>11/, ^/ f,.»,..< vf** 'V ' J(// 'w,l _ -3fV/ <35 ’G^UAÍO Á DISKINN minn. Á diskinn minn . . . Morgunblaðið/Þórdís Ágústsdóttir Á GÓÐRI stund á veitingastaðnum Bofinger á Bastillunni; Sigur- jón, Egill, Julien Lepers kynnir þáttarins „Spurning fyrir meist- ara“, Brynjar og Guðrún. Franska sjónvarpið Egill efstur París. Morgunblaðið. Gæslu- varðhald framlengt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sam- þykkti í gær framlengingu gæslu- varðhalds til 30. maí yfir þremur manneskjum sem setið hafa í gæslu- varðhaldi frá því um áramót vegna rannsóknar á innflutningi á miklu magni fíkniefna, aðallega hass og amfetamíns. Um er að ræða hollenskt par sem handtekið var á Keflavíkurflugvelli með um 10 kíló af hassi í fórum sínum og Islending sem handtekinn var í kjölfarið. Vegna þessa máls situr einnig í gæsluvarðhaldi íslensk kona, og rennur gæsluvarðhaldstími hennar út 23. apríl, og er þess að vænta að þá verði einnig óskað eftir fram- lengingu fyrir hana, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fólkið sætir áframhaldandi varðhaldi vegna þess hversu alvarleg sakar- efnin þykja en ekki vegna rannsókn- arhagsmuna. Rannsókn málsins er nær fulllokið. Tveimur í fjársvikamáli sleppt Tveimur mönnum af fimm sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikum í nafni kennitölufyrirtækis fyrir um 35 milljónir, var sleppt á fimmtudag. Enn er eftir rúm vika af gæsluvarð- haldi hinna þriggja. -----» » ♦--- TF-CCP Rannsókn ólokið NIÐURSTÖÐU úr rannsókn Flug- slysanefndar á orsökum þessað flug- vélin TF-CCP fórst út af Álftanesi með tveimur mönnum 5. apríl sl. er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Skúli Jón Sigurðsson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, segir að unnið sé að rannsókninni og eng- ar upplýsingar um rannsóknina verði gefnar á næstu vikum. EGILL Arnarsson, 23 ára nem- andi í heimspekideild Háskóla íslands, bar sigur úr býtum í keppni Islendinganna í fyrri hluta spurningakeppni frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3 sem var send út í gærkvöldi. Seinni hlutinn mun fara fram 29. apríl næstkomandi þegar Egill keppir við níu þátttakendur frá jafnmörgum þjóðlöndum á úr- slitakvöldi. Á næstu dögum munu aðrar þjóðir keppa í fyrri hluta keppninnar, en tvö lönd hafa lok- ið keppni fyrir utan Island, Þýskaland og Burkina-Faso. Önnur lönd keppninnar eru Vanuatu, Egyptaland, Ítalía, Kamerún, Kómór, Laos og Guadeloupe. íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel í þessum fyrri hluta og náðu allir þrír keppendurnir, þeir EgiII, Sigurjón og Brynjar, að svara fjórum réttum spurn- ingum á fjörutíu sekúndum í öðrum lið keppninnar en sam- kvæmt aðstandendum hennar gerist slíkt mjög sjaldan. í síðasta lið keppninnar þar sem kepptu þeir Egill og Sigur- jón til úrslita var mikil spenna í sjónvarpssalnum enda höfðu þeir verið mjög jafnir fram að því. Eftir keppnina heyrðist hvíslað: Islendingarnir eru mjög sterkir, Frakkarnir voru hrifnir og töldu Egil eiga rnikinn mögu- leika á að komast í vinningssæt- ið. Eftir upptökur á þættinum voru þau Egill, Siguijón, Guðrún og Brynjar glöð í bragði og tilbú- in til að fara á næturklúbbinn Lido um kvöldið i boði France 3 og Grundy, framleiðanda þáttar- ins. Þau vildu koma á framfæri þakklæti til Madame Colette Fay- ard forstöðumanns Alliance FranQaise og Daniele Kvaran kennara í frönskudeild Háskól- ans fyrir að aðstoða þau við að komast í kynni við aðstandendur keppninnar. Dvölin í París var skemmtileg, hópurinn hafði farið í skoðunarferðir um ýmis hverfi borgarinnar, lyft sér upp í Eiffel- turninum, notið sveitasælunnar í Normandí þar sem þau skoðuðu heimili málarans Monet, þau borðuðu góðan mat og vættu kverkarnar með kampavíni og hinum vel þekkta franska gerj- aða ávaxtasafa. Fyrirlestraröðin Undur veraldar Lærdómar Surtsejjargoss Sigurður Steinþórsson. SURTSEYJARGOSIÐ gaf jarðvísinda- mönnum ómet- anlegt tækifæri til rann- sókna. Það staðfesti og kollvarpaði vísindakenn- ingum og varpaði einnig ljósi á ýmisleg fyrirbæri í jarðfræðinni. I dag, laug- ardag, mun Sigurður Steinþórsson jarðfræði- prófessor, rekja nokkra lærdóma Surtseyjargoss- ins í fyrirlestri sem hann nefnir „Surtur fer sunnan“ og verður í Háskólabíói kl. 14. Er það sjötti fyrirlest- urinn í fyrirlestraröð Raunvísindadeildar Há- skólans og Hollvinafélags hennar sem nefnist Undur veraldar. „Surtseyjargosið var eitt lengsta gos íslands- sögunnar, sem gerði það að verk- um að hægt var að undirbúa ýmsar mælingar og tilraunir á meðan á því stóð, og framkvæma þær. Þetta er sömuleiðis syðsta gos sem hefur orðið á gosbeltinu fyrir sunnan Vestmannaeyjar, þarna hafði ekki orðið gos í 5.000 ár og menn áttu ekki von á neinu. Það opnaði fyrir hugmyndir um þróun þessara gosbelta, sem ég mun rekja. Þá mun ég tala ögn um stapakenninguna sem Guð- mundur Kjartansson setti fram árið 1943 og þótti staðfestast í Surtseyjargosinu. Hún felst í því að móbergsfjöll, t.d. Herðubreið, Hlöðufell og Vífilfell hafi myndast við gos undir jökli. Af öðrum rannsóknum má nefna að mjög góð sýni af eld- fjallagufum náðust og í fyrsta sinn var mælt hversu mikið af slíkum gufum er uppleyst í bergbráð. Þá voru eldingar í eldgosum útskýrð- ar, en þær eru algengar í öskugos- um, t.d. Kötlugosum. Mælingar sem Þorbjörn heitinn Sigurbjörns- son og Sveinbjörn Björnsson, nú háskólarektor, framkvæmdu, leiddu í ljós að gosaskan sem er í gufumekkinum, er hlaðin nei- kvæðu rafmagni. Þegar hún fellur til jarðar, er skýið sem eftir er, jákvætt hlaðið. Við það myndast spennumunur, sem þurrkast út með eldingu. Síðan vakti það furðu mína og annarra, hve gríðarlega hröð land- mótun varð í eynni. Stormur í tæpa viku nægði til að breyta ásýnd hennar veruiega. Fimm árum eftir gosið kom í ljós að myndun móbergs úr öskunni er ferli sem gerist á skömmum tíma, er í raun hluti gossins, og það var sömuleiðis nokkuð sem menn vissu ekkert um. Að lokum nefni ég rannsóknir Sveins Jak- obssonar á virkni gerla í Surtsey. í ljós kom að í öllu móbergi eru gerlar, sem lifa á berginu sjálfu, éta grjótið. Segja má að þeir hafi steina fyrir brauð.“ - Fórst þú út í Surtsey á meðan gosi stóð? „Já, ég kom frá námi vorið 1964, þegar gosið hafði staðið í hálft ár, og tók þátt í rannsóknum þar í tvö ár. Þetta er fyrsta, og reyndar eina gosið sem ég hef rannsakað, ólíkt því sem nafni minn Þórarinsson og forveri hér í háskólanum gerði, en hann missti ekki af neinu gosi frá því að hann kom heim frá námi 1944 og þar til hann lést.“ - Rjúka jarðfræðingar ekki upp til handa og fóta þegar þeir frétta af gosi? „Jú, en við erum orðnir svo ► Sigurður Steinþórsson er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MRárið 1960, B.Sc-prófiíjarð- fræði frá háskólanum í St. Andrews 1964. Sigurður varð doktor í jarðfræði frá Prince- ton-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum 1974. Stundaði tilraunabergfræði við Queen’s University í Kingston í Kanada 1974, Geophysical Laboratory í Washington 1977 og Ludwig- Maximilian Universitat í Miinchen 1979-1980. Sigurður var jarðfræðingur við atvinnudeild Háskóla Is- lands 1964-1966 og Raunvís- indastofnun HÍ frá 1970-1974. Dósent við HÍ 1974-1983 og prófessor frá 1983. Þá var hann formaður Félags há- skólakennara 1978-1979, rit- sijóri Fréttabréfs HÍ frá 1978, formaður Jarðfræðifélags Is- lands 1982-1984 og deildarfor- seti Raunvísindadeildar HI 1993-1995. Sigurður er nú for- seti Vísindafélags íslendinga. margir. Það er engin þörf á því að 200 manns hlaupi til í hvert skipti sem gos hefst. En ég hef nú séð ýmis gos, mest fyrir for- vitni sakir“ - Hver er sérgrein þín í jarð- fræði? „Ég er bergfræðingur, og hef fengist við rannsóknir á því sem úr þessum gosum hefur komið.“ - Gefst ykkur jarðvísinda- mönnum oft tækifæri til að pred- ika fræðin yfir almenningi? „Oftar en menn halda, því fjöl- mörg félög hafa staðið fyrir jarðfræðifyrir- lestrum, t.d. Náttúru- fræðifélagið, Ferðafé- lagið og Jöklarann- sóknafélagið, svo nokk- ur séu nefnd. En fyrirlestraröðin nú er reyndar alveg sérstök og þátttakan hefur verið góð. Svo góð raunar að til stendur að endurtaka nokkra fyrirlestranna." - Hafa Islendingar mikinn áhuga á jarðfræði? „Hann er talsverður og örugg- lega miklu meiri en víðast hvar annars staðar. Nálægðin við nátt- úruna skiptir þar miklu, svo og hversu dugleg eldri kynslóð jarð- fræðinga var að kynna almenningi sín fræði, allt frá Þorvaldi Thor- oddsen og Jónasi Hallgrímssyni, sem skrifaði um jarðfræði í Fjölni, og til Sigurðar Þórarinssonar. Núna hafa fjölmiðlar tekið við þessu hlutverki, eru orðnir millilið- ur fræðinga og almennings, sem sást t.d. greinilega í gosinu í Vatnajökli í haust.“ Meiri jarð- fræðiáhugi en annars staðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.