Morgunblaðið - 19.04.1997, Page 16

Morgunblaðið - 19.04.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Lakari afkoma Samskipa á árínu 1996 en á árinu 1995 Hagnaður nam 36 milljónum króna ÚRVERINU Morgunblaðið/Ásdís SALTFISKUR er hátíðamatur á Spáni og í Portúgals þar sem hann er matreiddur á ótal vegu, flesta framandi okkur Islending- um. Þeir Þorbergur Aðalsteinsson og Ragnar Wessmann sjá nú um að kynna okkur salfiskinn á suðræna vísu á Hótel Sögu. Kynna saltfiskinn HAGNAÐUR Samskipa varð 36 milljónir króna á síðasta ári sem er lakari afkoma en varð á fyrir- tækinu árið áður. Hins vegar juk- ust rekstrartekjur fyrirtækisins um 25% milli ára og numu 5.768 millj- ón króna á árinu 1996. Þetta er þriðja árið í röð sem tekjur fyrir- tækisins aukast umtalsvert. Ástæðuna fýrir auknum umsvif- um má rekja til aukinna umsvifa dótturfélaga, vaxandi útflutnings og meiri þjónustutekna móðurfé- lags en áður var, að því er fram kemur í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Þar segir að ástæðuna fyrir lakari afkomu í fyrra en á árinu 1995 megi að verulegu leyti Betri sæta- nýting Flugleiða FARÞEGAR í alþjóðaflugi Flug- leiða voru 30% fleiri fyrstu tvo mánuði þessa árs en á sama tíma- bili í fyrra, sem er ívið meiri aukn- ing en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrstu vísbendingar vegna mars- mánaðar benda til að framhald hafi orðið á þessari þróun. Framangreindar upplýsingar má fínna í fréttablaði Flugleiða, Flugleiðafréttum. Þar kemur fram að rekstraráætlanir ársins geri ráð fyrir að flutningar aukist um 12% í heild. Félagið hafi flogið talsvert meira fyrstu tvo mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra, þannig að fjölgun farþega sé að hluta til komin vegna aukinna umsvifa, en einnig sé um að ræða betri sæta- nýtingu eða sem nemur 2,4% frá í fyrra. Þá kemur fram að tekjur Flug- leiða af hverju seldu sæti fyrstu mánuði ársins séu lægri en á síð- asta ári. „Fargjöld fara almennt lækkandi á alþjóðamarkaðnum og flugfélög eru að auka hlutfall af- sláttarsæta í heildarsölunni. Þessi þróun eykur enn mikilvægi þess að tryggja vöxt í starfseminni og bæta sætanýtinguna," segir enn- fremur. Utboð á ríkis- víxlum ÚTBOÐI á þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlum lauk með opnun tilboða hjá Lána- sýslu ríkisins á miðvikudag. Með útboðinu skuldbatt ríkis- sjóður sig að taka tilboðum á bilinu 300 til u.þ.b. 4.000 milljónir króna. Alls bárust 14 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 5.749 milljónir króna. Heildarfjár- hæð tekinna tilboða er 1.739 milljónir króna. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisvíxla til þriggja mánaða er 7,12%, 6 mánaða 7,47%. Engum tilboðum var tekið í 12 mánaða ríkisvíxla. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð spariskírteina mið- vikudaginn 23. apríl. rekja til óvenju harðrar samkeppni á flutningamarkaði sem hafi leitt til lækkunar farmgjalda, einkum í innflutningi. Þá kemur fram að útlit sé fyrir að afkoma Samskipa verði umtalsvert betri á yfirstand- andi ári „einkum vegna markvissr- ar vinnu við að bæta samkeppnis- stöðu fyrirtækisins og gera rekstur þess skilvirkari.“ Rekstrargjöld hækkuðu um 30% Rekstrargöld á árinu 1996 námu 5.459 milljónum króna fyrir af- skriftir og niðurfærslu viðskiptakr- afna og hækkuðu um 30% milli ára. Heildareignir félagsins og SAMKVÆMT verðbólguspá Seðlabankans, sem gerð er í kjöl- far nýrra kjarasamninga verður verðbólga 2,1% milli áranna 1996 og 1997 en 2,9% frá upphafi til loka ársins. Lauslegt mat á verð- lagshorfum 1998 og 1999 bendir til að verðbólga geti að óbreyttu orðið á bilinu 3-3'/2% fyrra árið en um 2'/2% seinna árið. Á öðrum ársfjórðungi er spáð að 12 mánaða verðbólga verði um 2% en að verð- bólga þann ársfjórðunginn jafn- gildi um 3'/2% á heilu ári. í frétt frá Seðlabankanum segir að erfitt sé að meta nýgerða kjara- samninga á almennum vinnumark- aði til kostnaðar þar sem þeir feli í sér umtalsverðar breytingar á taxtakerfum auk margvíslegra ákvæða í sérkjarasamningum. Launaskrið l,2%áári Eftir því sem næst verði komist virðist þeir fela í sér 5'/2-6% hækk- un launakostnaðar við undirritun. Laun hækka síðan samkvæmt kjarasamningum um 4% í byrjun árs 1998 og um 3,65% í ársbyrjun 1999. Til viðbótar við þetta megi ætla að launakostnaður hækki vegna launaskriðs a.m.k. svipað dótturfélaga námu 3.803 milljón- um króna í árslok. Skuldir námu 2.756 milljónum króna og eigið fé 1.047 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall var 27,5%. Eignir jukust um 622 milljónir króna milli ára, en skuldir jukust á sama tíma um 574 milljónir króna, en fjárfesting- ar voru fyrst og fremst í fasteign- um og flutningatækjum. Starfsmenn Samskipa og dótt- urfélaga voru samtals 377 á árinu 1996 og þar af störfuðu 234 hjá móðurfélaginu. Aðalfundur Sasmkipa verður haldinn á miðvikudaginn kemur 23. apríl á hótel Sögu. Hluthafar í félaginu voru 145 í árslok 1996. og varð á síðasta ári, eða um 1,2% á ári. Þá segir að útlit sé fyrir að verð- bólgan verði mest á fyrri hluta árs 1998. Hafa beri hins vegar í huga að óvissa í spánni vaxi eftir því sem lengra sé spáð fram í tímann. 2% verðlagshækkun Einnig verði að gera þann fyrir- vara að í spánni fyrir 1998 og 1999 sé ekki reiknað með neinum sérstökum peningamálaaðgerðum eða öðrum stjórnvaldsaðgerðum í því skyni að draga úr verðbólgu. Komi þær til mun verðbólgan 1998 verða lægri en spáð sé. Þá kemur fram að í þessari spá sé gert ráð fyrir að tímabundnar hækkanir á ávöxtum og græn- meti, sem mældust í neysluverðs- vísitölu í apríl og stöfuðu af háum flutningskostnaði vegna verkfalls, muni að hluta ganga til baka. Spáð sé að verðlag hækki um 0,9% milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár sem samsvari 3,6% verðbólgu á einu ári. Tólf mánaða hækkun verðlags verði hins vegar áfram um 2% þar sem mánaðarlegar verðhækkanir hafi yfirleitt verið tiltölulega litlar á þeim vetri sem nú sé að ljúka. SALTFISKDAGAR standa nú yfir á Hótel Sögu. Þá er boðið upp á 20 til 30 saltfiskrétti af fjölbreyttu tagi á hlaðborði I Skrúð, en þetta er í fjórða skipti, sem saltfiskdagar eru haldnir á hótelinu. Ragnar Wessmann, matreiðslumeistari, stendur að kynningunni ásamt Þorbergi Aðalsteinssyni frá Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum, sem leggur til saltfiskinn undir vöru- merkinu 200 mílur. Ragnar segir að viðtökur mat- argesta verði sífellt betri og því sé haldið áfram að kynna salt- fiskinn. „Viðtökur hafa verið svo góðar að við erum farnir að bjóða upp á saltfisk á sérréttaseðli VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði hefur beint þeim ein- dregnu tilmælum til sjávarútvegs- ráðherra, að ekki verði á ný sett löndunarbann hér á rússnesk veiði- skip vegna veiða þeirra á karfa á Reykjaneshrygg. Sjávarútvegsráð- herra segir að unnið sé að því að bæta samvinnu okkar og Rússa, en ljóst sé að fara verði að lögum. Lögin kveða svo á um að sé deilt um nýtingu sameiginlegra fiski- stofna, skuli þjóðum, sem ekki fara að alþjóðareglum við veiðarnar, óheimilt aðlanda afla sínum hér. Á síðasta ári var sett löndunarbann á Rússa, þegar afli þeirra var kominn yfir þau mörk, sem þeim voru ætluð. Það var stjórn Hlífar, sem með samþykkt sinni beindi þessum til- mælum til sjávarútvegsráðherra. í samþykktinni segir svo: „Slíkt lönd- unarbann leiðir einingis af sér tap fyrir íslenzka þjóðarbúið því rússn- esku togararnir munu halda áfram að veiða karfa á Reykjaneshrygg eins og ekkert hafí í skorizt. En í stað þess að koma hingað til lands fara þeir til annarra landa, þar sem fiskinum verður landað og fengin sú þjónusta sem þá vanhagar um. Mikil atvinna tapast Verði löndunarbann sett á rússn- esku togarana þýðir það missi á tugum atvinnutækifæra við löndun og þjónustu við skipin hér í Hafnar- fírði. Auk þess má reikna með að 200 til 300 atvinnutækifæri í frum- vinnslu aðkeypts hráefnis tapist. Þarna er því um milljarða króna tap að ræða. Stjórn Hlífar telur að löndunar- okkar í Grillinu á sumrin og hef- ur hann fengið mjög góðar við- tökur. Þetta er úrvals hráefni frá Vinnslustöðinni og þvi auðvelt að gera úr því góða rétti. Þessi fiskur er sérstaklega góður til steikingar vegna lágs saltinni- halds og góðrar flokkunar," seg- ir Ragnar. Réttirnir á hlaðborðinu eru upprunnir frá Spáni og Portúg- al, en þar er íslenzkur saltfiskur í hávegum hafður. Þar má finna heita og kalda rétti, maríneraðan fisk, hráan fisk salöt og steiktan fisk af ýmsu tagi svo dæmi séu nefnd. Saltfiskdögum lýkur næsta miðvikudag. bann á togarana skaði einungis hagsmuni íslendinga, en komi ekki í veg fyrir veiðar þeirra hér við land, úr fiskistofnum sem íslenzk stjórn- völd vilja semja um veiðar úr við rússnesk stjórnvöld. Verði reynt að semja Því ítrekar stjórn Hlífar tilmæli sín til fyrrgreinds ráðherra að setja ekki aftur löndunarbann á rússn- eska togara vegna veiða þeirra á Reykjaneshrygg, heldur reyna þess í stað að semja við rússnesk stjórn- völd um veiðarnar." Unnið að bættum samskiptum „Við höfum verið að vinna að því að bæta samskiptin við Rússland og koma á viðræðum um tvíhliða samskipti þjóðanna á sjávarútvegs- sviðinu," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. „Þetta hefur verið unnið í nánu samráði við utan- ríkisráðuneytið. Ég geri mér því vonir um að við getum bætt sam- skipti þjóðanna á þessu sviði. Mestu skiptir að tryggja skynsamlega nýtingu Við verðum engu að síður að framkvæma lögin og fýrir þeim eru líka gildar ástæður. Það eru gífur- legur þjóðhagslegir hagsmunir i húfi að þessir fiskistofnar utan lög- sögunnar verði ekki veiddir upp og þar verði viðhaldið virkri stjórnun. Þannig að því fer fjarri að þar sé ekki verið að veija mikilvæga hags- muni. Mestu hagsmunir okkar eru að verja þessa stofna og tryggja, eftir föngum, skynsamlega nýtingu þeirra,“ segir Þorsteinn. Vísitala neysluverðs frá ársbyrjun 1996 og spá Seðlabankans um þróunina næsta árið Þróun eftir ársfjórðungum VISI- TÖLU- GILOI 175 180 185 'S s Hlutlallsl. breyting á milli árslj. Reiknuð breyting á einu ári Breyting síðustu 12mán. 1. ársfjórðungur 1996 175,4 2. ársfjórðungur 1996 176,7 3. ársfjðrðungur 1996 178,0 4. ársfjóröungur 1996 178,3 1. ársfjórðungur 1997 178,7 2. ársíj. 1997, SPÁ: 180,2 3. árslj. 1997, SPÁ: 181,7 4. árslj. 1997, SPÁ: 183,0 1. árslj. 1998, SPA 0,5% 2,0% 1,9% 0,7% 3,0% 2,6% 0,8% 3,2% 2,4% 0,1% 0,6% 2,2% 0,2% 0,8% 1,9% 0,9% 3,6% 2,0% 0,8% 3,2% 2,0% 0,7% 3,0% 2,6% 1,0% 4,1% 3,5% 184,8 Forsendur: Reiknað er með að laun hækki að meðaltali um 5,8% við undirritun samninga og að samningar sem eftir er að gera verði á svipaðir. Auk þess er gert ráð fyrir að framleiðni vaxi um 2,5% 1997, 2% 1998 og 1,5% i , 1999, að nafngengi krónunnar haldist óbreytt frá því %b»í sem nú er og að innflutningsverð hækki um 1% 1997 og 1,5% hvortáranna 1998 og 1999. r Ný verðbólguspá Seðlabanka Islands 2,9% verðbólga frá upphafi til loka árs Verkamannafélagið Hlíf Vill ekki löndun- arbann á Rússa Fara verður að lögum, segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.