Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 41
FRETTIR
Vinna við Vestur
landsveg hafin
BÍLHEIMAR kynna Opel Frontera nú um helgina.
Opel Frontera jeppi
kynntur um helgina
VINNA við þriðja áfanga fram-
I kvæmda við Vesturlandsveg frá
Elliðaám að Skeiðarvogi í Reykja-
vík er að hefjast og verktakinn
byrjaður að grafa fyrir brúarstöpl-
um.
Verkið skiptist í meginatriðum
í eftirfarandi hluta: Breikkun Vest-
urlandsvegar með þeim slaufum
og römpum sem honum fylgja,
breikkun Miklubrautar inn í mið-
eyju sína að Skeiðarvogi ásamt
breytingum á Sæbraut og Reykja-
nesbraut. Gerð steinsteyptrar brú-
ar yfir Sæbraut. Um er að ræða
j 65 m langa og 18 m breiða eftir-
spennta plötubrú yfir tvö höf með
steyptum millistöpli og endastöpl-
um. Landmótun við og í næsta
nágrenni vega og í kringum
steyptu mannvirkin.
Hönnun annaðist Verkfræði-
stofan Línuhönnun hf. Verktakar
eru Völur hf. og Sveinbjörn Sig-
urðsson hf. og nam tilboð þeirra
239 m.kr. Eftirlit er í höndum VSÓ
ráðgjafar ehf.
Suðurlandsbraut verður lokað á
* móts við Steinahlíð og Sævarhöfða
og verður hún því lokuð frá og
Afmælis-
ferð á
j Reykjanes
FERÐAFÉLAG íslands efnir á
sunnudaginn 20. apríl kl. 13 til ferð-
ar út á Reykjanes í tilefni 70 ára
afmælis FÍ og fyrstu ferðar Ferða-
félagsins sem farin var á Reykjanes
hinn 21. apríl árið 1929. Ferðin er
ein af mörgum afmælisferðum árs-
ins og er kjörin fjölskylduferð.
^ Ekið verður um Hafnir, stoppað
við fiskasafnið og gefinn kostur að
* skoða það, farið að Reykjanesvita,
( á Valahnúk, hverasvæðinu o.fl.
Verð 1.000 kr. fyrir fullorðna, frítt
fyrir 15 ára og yngri og hálft gjald
fyrir 16-20 ára en aðgangseyrir í
fiskasfnið er ekki innifalið, 100 kr.
fyrir börn, 200 kr. fyrir fullorðna.
Brottför er frá BSI, austanmegin
og Mörkinni 6 en einnig verður
stoppað við kirkjugarðinn í Hafnar-
| firði.
( Fjársöfnun
heldur áfram
FJÁRSÖFNUN til styrktar Kristínu
G. Gísladóttur og tveim ungum
börnum hennar, Guðjóni Arnari, 3
ára, og Kristjönu Dögg, 2 ára,
vegna fráfalls Elíasar Arnars Krist-
jánssonar, bátsmanns á varðskipinu
' Ægi, en hann lést við björgunar-
( störf 5. mars síðastliðinn, hófst 11.
| apríl síðastliðinn. Reikningsnúmer
söfnunarinnar er hjá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis, Skeif-
unni 11, Reykjavík: 1154-05-440
000.
Sérstök athygli er vakin á því
að um helgina, 19.-20. apríl, má
hringja inn framlög til Sjómannafé-
lags Reykjavíkur. Söfnunarsímar:
( 551-1915 og 551-4159.
I Hönnunardag-
ar húsgagna og
innréttinga
FYRIRTÆKI sem selja húsgögn
og innréttingar hönnuð á íslandi
verða með opið hús í dag frá kl.
10 til 17 og á morgun frá kl. 13
1 til 17 í tilefni af Hönnunardögum
i húsgagna og innréttinga. Verður
kastljósinu beint að nýjungum en
1 alls munu 33 hönnuðir kynna um
sextíu nýja hluti.
með laugardeginum 19. apríl.
Innkeyrslu inn á Vesturlandsveg
frá Rafstöðvarvegi og Sævarhöfða
verður lokað þegar framkvæmdir
við nýja rampa hefjast.
Fyrirhugað er að byrja að slá
upp fyrir brúargólfi á brú yfir
Sæbraut um miðjan maí. Meðan á
því stendur er óhjákvæmilegt að
takmarka hæð ökutækja sem und-
ir undirsláttinn fara og er leyfð
hámarkshæð 4 m. Settur verður
upp sérstakur búnaður sem gefur
til kynna að ökutæki sé hærra en
leyfilegt telst. Búast má við ein-
hveijum töfum á umferð sérstak-
lega í byijun meðan vegfarendur
eru að venjast þessum breyttu að-
stæðum. Hámarkshraði um merkt
vinnusvæði verður 50 km/klst.
Búast má við umferðartöfum
einkum á gatnamótum Miklu-
brautar við Skeiðarvog og Grens-
ásveg. Vegfarendum er bent á
Sæbraut.
Umferð á að vera komin á nýjan
Vesturlandsveg og gatnamótin
þann 1. október 1997 en verki
skal að fullu lokið 1. nóvember
1997.
SNYRTISTOFAN Mary Cohr var
opnuð sl. fímmtudag í nýjum húsa-
kynnum á Skúlagötu 10 í Reykavík
að viðstöddum ýmsum gestum,
þ.á m. fulltrúum samtaka snyrti-
fræðinga, fótaaðgerðafræðinga og
snyrtifræðideildar við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti.
Skemmtiferða-
siglingar frá
Reykjavík
EYJAFERÐIR bjóða upp á 2 klst.
siglingar um Skeijafjörð og
Kollafjörð á nýja skemmtiferða-
skipinu Brimrúnu næstu laugar-
daga og sunnudaga.
Brimrún, sem er hraðgengt
tveggja skrokka skip, 193 tonn
og tekur 130 farþega í sæti, mun
fara í nokkrar slíkar kynnisferðir
áður en skipið fer í reglubundnar
skoðunarferðir frá Stykkishólmi.
Lagt verður upp frá Miðbakka í
Reykjavík, en ferðin kostar 1.700
kr. fyrir fullorðna og hálft gjald
fyrir 14 ára og yngri. Eins gera
Eyjaferðir tilboð í ýmsar sérferð-
ir og veitingar.
NÝ tegund Opel bifreiða verður
kynnt nú um helgina í Bílheimum
við Sævarhöfða 2a. Það er jeppi sem
heitir Opel Frontera. Bílasýningin
verður opin kl. 14-17 laugardag
og sunnudag. Verður sami bíll einn-
ig kynntur í Keflavík hjá Bílasölu
Reykjaness og í Vestmannaeyjum
í íþróttahúsi Týs.
„Opel Frontera er fjögurra dyra,
fimm manna jeppi sem byggður er
á sjálfstæðri grind. Að framan er
hann búinn vindfjöðrun og að aftan
gormafjöðrun. Vélin er 136 hestafla
tekur til starfa í samvinnu við Mary
Cohr fyrirtækið í París, en það er
stærsti aðili í framleiðslu og sölu
til snyrtistofa í Frakklandi, segir í
fréttatilkynningu. Mary Cohr
snyrtivörurnar eru seldar í 40 lönd-
um víðsvegar um heim og nú bæt-
ist ísland í þann hóp.
Ranghermt var í myndlistarum-
sögn í Morgunblaðinu í gær um
sýningu Sólveigar Eggertsdóttur,
að þar kæmi vatn við sögu í innsetn-
ingu í neðri sal. Þá urðu þau mistök
við vinnslu blaðsins að mynd af
verki Sólveigar snéri öfugt og birt-
ist hún því aftur hér með. Beðizt
er afsökunar á þessum mistökum.
Besti hvolpurinn
í frétt í Mbl. sl. þriðjudag var
sagt frá úrslitum ræktunarsýningar
Hundaræktarfélags ísland. Þar
kom fram að ræktandi besta hvolps-
ins hefði verið Soffía Kwaszenko
en hið rétta er að ræktendur eru
þau Jóhann og Soffía Halldórsson.
bensínvél með Ecotec tölvutækni,
16 ventia með tveimur yfirliggjandi
knastásum. Er þetta nýjasta vélin
frá Opel. Hann er með rafmagnsr-
úður, samlæsingar, upphituð sæti,
rafstillanlega spegla, útvarp og seg-
ulband o.s.frv. Fjögurra dyra Front-
era með þessum búnaði kostar
2.680.000 kr.,“ segir í frétt frá
Bílheimum.
Frontera jeppinn hefur um nokk-
um tíma verið seldur í Evrópu og
er þegar meðal mestseldu
jeppa þar.
Islandsmeist-
aramót
barþjóna
á morgun
ÍSLANDSMEISTARAMÓT bar-
þjóna í blöndun þurra kokteila vérð-
ur haldið sunnudaginn 20. apríl í
Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl.
18 og stendur til kl. 3.
Dagskrá kvöldsins hefst með
vörukynningu, að henni lokinni
hefst borðhald og kokteilkeppnin
strax á eftir. Spaugstofumenn
skemmta gestum. Verðlaunaaf-
hending er áætluð um miðnætti.
Islandsmeistarinn í ár öðlast keppn-
isrétt á næsta heimsmeistaramóti,
sem haldið verður í Tékklandi í
nóvember. Miðasala á Hótel Sögu.
Fj ölbrautaskól inn
við Armúla
Opið hús í dag
FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ár-
múla verður opinn almenningi í dag,
laugardag, milli klukkan 11 og 15.
Skólinn verður til sýnis, kennari,
námsráðgjafi og stjórnendur verða
til viðtals, og margvísleg dagskrá
verður í boði fyrir þá sem líta inn.
Heitt verður á könnunni og léttar
veitingar á boðstólum fyrir gesti.
Eru allir velkomnir sem áhuga hafa
á að kynna sér starfsemi skólans.
Ráðstefna um
velferð fjöl-
skyldunnar
SAMBAND ungra framsóknar-
manna efnir til ráðstefnu um velferð
fjölskyldunnar í Borgartúni 6 í dag,
19. apríl, kl. 9:30-12:45.
Guðný Rún Sigurðardóttir for-
maður FUF á Akranesi setur ráð-
stefnuna og Páll Pétursson félags-
málaráðherra flytur ávarp. Flutt
verða sex erindi um efni ráðstefn-
unnar og síðan verða umræður og
fyrirspurnir.
Veiðimenn í
Síberíu í MÍR
VEIÐIMENN í Síberíu nefnist rúss-
neska kvikmyndin sem sýnd verður
í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnu-
daginn 20. apríl kl. 16.
Mynd þessi var gerð í Sovétríkjun-
um á sjötta áratugnum og segir frá
því er veiðimenn voru sendir út af
örkinni til að fanga lifandi Síberíu-
tígra fyrir dýragarða. í þeirri veiði-
ferð gerist ýmislegt óvænt. Myndin
er með enskum texta. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Nemendasýn-
ing* Dansskóla
Auðar Haralds
HIN árlega nemendasýning Dans-
skóla Auðar Haralds verður haldin
á morgun í Tónabæ kl. 15.
Þar munu á annað hundrað nem-
endur sýna hina ýmsu dansa. Kaffi-
sala verður á staðnum.
Yngstu nemendurnir sem sýna eru
frá þriggja ára aldri.
VORUTSALA
- stendur aðeins í eina viku -
Gönguskór, íþróttaskór, íþróttafatnaður, sundfatnaður,
öndunarjakkar, Fleece peysur
- Gönguskór -
Meindl Alaska gönguskór; verð áður 15.980,- verð nú 9.990,-
Legenda sterkir götuskór; verð áður 6.280,- verð nú 2.990,-
- íþróttaskór -
Nike Pummel Force körfuboltaskór; verð áður 8.680,- verð nú 5.990,-
Adidas Road Trip Mid; verð áður 6.490,- verð nú 4.490,-
L.A. Gear uppháir skór stærðir 27-38 verð áður 3.980,- verð nú 2.990,-
Nike Baby Patrol, stærðir 21-25, verð áður 3.850,- verð nú 2.695,-
- íþróttafatnaður -
Matinbleu íþróttagallar; verð áður 9.080-12.780,- verð nú 3.490-7.600,-
Adidas íþróttagallar frá kr. 3.900,- Prince íþróttagallar frá kr. 3.900,-
Barnajogginggallar frá kr. 1.000,-
O'Neill skyrta m. hettu; verð áður 6.230,- verð nú 1.500,-
Leggings frá kr. 500,- T-bolir frá kr. 500,- Hettupeysur frá kr. 995,-
- Sundfatnaður -
Sundbolir á fullorðna frá kr. 2.490,- Bamasundbolir frá kr. 500,-
- Jakkar og öndunarfatnaður -
Nature Project jakki; verð áður 9.590,- verð nú 4.900,-
Bermuda jakki; verð áður 8.950,- verð nú 5.900,-
Cerbul jakki áður 7.470,- verð nú 4.900,-
Airway öndunarjakki; verð áður 17.980,- verð nú 12.900,-
Skila öndunarjakki, verð áður 13.760,- verð nú 7.470,-
- Fleece peysur -
Berhaus fleece jakki; verð áður 9.800,- verð nú 6.800,-
Max fleece jaícki; verð áður 7.840,- verð nú 5.490,-
Wynnster fleece jakki; verð áður 5.595,- verð nú 3.990,-
og 30% afsláttur af skíðum!
UTILIF
Nýtt kortatímabil
Glæsibæ,
sími 581 2922
Morgunblaðið/Ásdís
SIGURÐUR Magnússon, eigandi Mary Cohr, ávarpaði gesti við
opnunina á fimmtudag.
Mary Cohr - ný snyrti-
stofa tekur til starfa
Snyrtistofan er byggð upp og
mmmmw '
-- jrr^‘
_____—
Wmmm
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Brimrún.
LEIÐRETT
Ekkert vatn