Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 19 ERLENT Reuter Enn deilt um nasistagullið Hótuðu Þjóðverjar Svíum innrás? ískalt vorbað í Pétursborg ÞAÐ vorar seint í Pétursborg í Rússlandi, þar sem þessi hrausti Rússi lét ekki klaka- hrönglið í ánni Nevu á sig fá, og skellti sér út í. Vetrarböð eru vinsæl þar í landi og enn er hægt að stunda þau þótt að það eigi að heita komið vor. ÞJÓÐVERJAR hótuðu þvi að gera innrás í Svíþjóð í heimsstyrjöldinni síðari ef sænska stjómin féllist ekki á að greitt yrði fyrir málm með gulli sem tekið hafði verið af gyðing- um. Þetta kemur fram í skjölum bankastjórans Mats Lemne, sem lést fyrir skemmstu, en sagt var frá málinu í fréttatíma sænska sjón- varpsins i fyrrakvöld. Sé þetta rétt vissi sænska stjórnin hvaðan gullið kom sem Þjóðveijar greiddu með á stríðsárunum. Lemne var seðlabankastjóri á sjötta ára- tugnum og fékk skjöl um gullið í hendur í bankastjóratíð sinni. Hann hafði að minnsta kosti einu sinni sent skjöl um málið til ríkisstjómar- innar og var afar ósáttur við að þau skyldu ekki vera birt. Hann var þá orðinn veikur og hafði ekki heilsu til að fylgja málinu eftir. 2000. fundur ráðherraráðs Evrópusambandsins Merki um aukið samstarf aðildarríkjanna Brussel. Morgunblaðið. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins (ESB) mun halda 2000. fund sinn frá upphafi á mánudag er landbúnaðarráðherrar ESB koma saman til fundar í Lúxemborg. Fyrsti fundurinn var haldinn þann 1. júlí 1967, er ráðherraráð og framkvæmdastjórn Efnahags- bandalags Evrópu, fyrirrennara ESB, vom sett á fót. Þar á undan höfðu verið haldnir 460 ráðherra- fundir aðildarríkjanna frá tilurð Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og síðar Efnahagsbandalagsins og Euratom 1958. Sem merki um aukið samstarf aðildarríkjanna á undanförnum árum þá var 1000. fundurinn hald- inn í apríl 1985, átján árum eftir þann fyrsta en aðeins 12 ámm síð_- ar er 2000. fundurinn haldinn. Á þessum tíma hefur árlegum fund- um ráðherraráðsins fjölgað úr 20 í u.þ.b. 90 og aðildarríkjunum fjölgað úr 6 í 15. Með þessari fjölg- un hefur einnig sú breyting orðið á starfsemi ráðsins að fleiri og fleiri mál eru nú rædd í undirnefndum þess og afgreidd án umræðu í ráð- inu sjálfu. Hefðbundinn fundur landbúnaðarráðherra Dagskrá fundarins að þessu sinni verður með hefðbundnu sniði, þrátt fyrir tímamótin, ef frá er talin stutt móttaka að honum loknum. Ráð- herramir munu ræða verðlagninu landbúnaðarafurða fyrir 1997-98. Þess má geta að 1000. fundur ráð- herraráðsins var einnig fundur land- búnaðarráðherra aðildarríkjanna. KÍNVERJAR aflýstu í gær heimsókn varaforsætisráð- herra Kína, Zhu Ronggji, til fjögurra Evrópusambands- landa. Að sögn Jyllandsposten er ástæðan reiði Kínveija vegna stuðnings Iandanna við tillögu sem lögð var fyrir Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna í Genf í síðustu viku, um að lýsa yfir áhyggjum af ástandi mannréttindamála í Kína. Voru sendiherrar Hol- lands, Lúxemborgar, Austur- ríkis og írlands í Kína kallaðir í kínverska utanríkisráðuneytið í gær þar sem þeim var til- kynnt að hætt hefði verið við heimsókn Zhu vegna „óvildar“ rikjanna í garð Kínveija. við Hagkaup Skeifunni Opið: Laugardaginn 19. april kl. 10-18 og sunnudaginn 20. april kl. 12-18 Einstakt tækifæri til að ná í rábærar vörur á frábæru verði HAGKAUP - fiirirflölskfflduna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.