Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 37 EYJOLFUR ÁGÚSTSSON Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Bijóst þitt mér enn þá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Þín barnabarnabörn ætíð, Arna og Baldur. Elsku amma, sem varst mér svo góð. Þú ert loks búin að fá hvíldina og komin til afa Þórhalls og pabba Steinars. Við áttum góðar stundir með þér síðastliðið sumar á ættar- móti á Ánastöðum. Þú varst svo ánægð með að svo margir gætu komið að hitta þig. Þetta var yndis- leg helgi sem leið svo hratt. Ég minnist þess þegar ég var lítil telpa í sveit hjá þér, að þú kenndir mér að pijóna, sauma og hekla. Þú kenndir mér svo margt. Þú varst mér svo góð, þú hugsaðir svo vel um mig þegar ég kom til þín veik. Þér fannst svo gaman að spila við okkur og það fannst alltaf tími til að spila við okkur, þegar við komum til þín. Það er sárt að kveðja en við vit- um að þér líður vel á þeim stað sem þú ert á núna. Guð geymi þig, elsku amma. Ólöf Ingibjörg Steinarsdóttir. í dag, laugardaginn 19. apríl, verður amma mín, Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir, jarðsungin. Hún verður lögð til hinstu hvíldar í Kirkju- hvammskirkjugarði, við hliðina á afa, sem hún giftist á nýársdag árið 1924, í litlu timburkirkjunni sem í garðinum stendur. Þennan nýársdag kom hún ríðandi til kirkj- unnar, í söðli, og fór í skautbúning- inn sinn áður en athöfnin byrjaði, hrædd um að það sæist að hún var orðin ófrísk og að um yrði talað í sveitinni. Ég spurði hana aldrei hvernig veðrið hefði verið þennan dag, gleymdi því eins og svo mörgu öðru sem ég hefði átt að spyija hana að, en ég vona að það hafi verið fallegur dagur. Hann var upp- haf á löngu og farsælu hjónabandi hennar og Þórhalls afa, og búskap þeirra á Anastöðum, þar sem þau eignuðust átta börn, sjö syni og eina dóttur. Amma og afi voru um margt ólík, hann þurfti snemma að fara að vinna, að bjarga sér og beijast fyrir lífinu, var jafnlyndur og rólegur, en hún hafði verið borin á höndum allra í Ánastaðafjölskyld- unni, var örugg með sig og ákveð- in. Þó að amma og afi væru kannski ekki alltaf sammála um allt, voru þau alltaf ástfangin hvort af öðru, og máttu ekki hvort af öðru sjá. Amma fæddist þremur árum eft- ir að 20. öldin byijaði, þann 21. júlí árið 1903, og hún yfirgefur okkur þremur árum áður en nýja öldin byijar. Næstum til síðasta dags fylgdist hún með öllu, og gat lengst af hjálpað sér sjálf, og það var henni mikils virði, hún var allt- af stolt og vildi ekki vera upp á aðra komin. Hún bjó alla ævi sína á sama stað, á Ánastöðum á Vatns- nesi, þar sem hún fæddist, nema síðustu árin sem hún eyddi í Nes- túni, íbúðum aldraðra á Hvamms- tanga, fyrst með afa og svo ein eftir að hann dó, árið 1984. Síðustu mánuðina var hún svo á Sjúkrahús- inu á Hvammstanga, og þar var ég svo lánsöm að geta séð hana rétt fyrir síðustu jól, og þá gátum við talað saman og sagt hvor annarri svo margt sem við áttum eftir ósagt, og það er mér ómetanlegt. Amma var það sem í dag myndi vera kallað dóttir einstæðrar móð- ur, því faðir hennar dó áður en hún fæddist, og móðir hennar giftist aldrei. Hún var alin upp í stórri fjöl- skyldu, á Ánastöðum, hjá móður sinni, ömmu og afa, frændum og frænkum, og hlaut alltaf þá bestu umhyggju og viðmót sem hægt er að hugsa sér, og það hefur áreiðan- lega mótað allt hennar líf. Hún fékk ekki langa skólagöngu, það var ekki til siðs þá að stúlkur færu nema rétt í barnaskóla. Hún minnt- ist oft á að hana hefði langað til að læra meira, og veturinn sem hún var við nám og störf á Akureyri var henni efni í óteljandi frásögur. Samt var hún menntuð, og vissi svo margt sem hún gat miðlað öðrum. Hún hafði ekki mikla ánægju af húsmóðurstörfum, að elda mat og taka til, en hún var einstök móðir, einstök amma og langamma. Það var sama hvar amma kom, ef lítil börn voru á staðnum voru þau strax skriðin upp í kjöltu hennar og kom- in í hrókasamræður við hana. Og hún hlýjaði þeim ekki aðeins með viðmóti sínu, heldur pijónaði hún óteljandi sokka og vettlinga á litla hönd og lítinn fót, næstum fram á síðasta dag. Flestar bernskuminningar mínar eru bundnar ömmu, og einhvern veginn fínnst mér hún hafa kennt mér allt sem máli skiptir. Ekki bara að lesa og reikna, heldur líka að gefa þúfutittlingsungum smjör á strái, að þekkja jakobsfífil, eyrar- rós, blesóttan hest og hrossagauk, hvernig á að mjólka kú, að það eigi að vera góður við börn og dýr, og alla þá sem eru minni máttar. Mér finnst ég hafa lært af ömmu að skilja lífið sjálft, þekkja ísland og íslenska náttúru, þó að aldrei setti hún sig í spor þess sem allt vissi. Hún bara sagði frá og sýndi, og hafði ótakmarkaðan tíma, sagði aldrei að hún hefði of mikið að gera, heldur var alltaf tilbúin að hlusta og skilja. Og það var gert af ánægju einni, því henni þótti sjálfri svo gaman að vera með börn- um og ungu fólki, skildi þau og gladdi á alveg einstakan hátt, allt fram á síðasta dag. Ein af mínum fyrstu bernskuminningum er tengd ömmu, sem situr með mig vafða inní sæng, við erum á ferðalagi, og allt í kringum okkur er ókunnugt fólk. Ég man ennþá öryggið sem hún veitti mér, og það öryggi fylg- ir mér enn á hinum ýmsu ferðalög- um um heiminn. Stundum heyri ég röddina hennar, sem ég þekki best allra radda, hlýja og góða, kalla til mín, sama hvar ég er stödd, og ég veit að hún hugsar til mín eins og ég hugsa til hennar. í dag vil ég minnast þess sem hún var mér og ég held öllum í fjöl- skyldunni, einhver merkilegasta kona sem ég hef kynnst. Við sökn- um hennar öll svo mikið, getum varla trúað að hún sé horfin, sé ekki lengur í Nestúninu, tilbúin að hita heitt súkkulaði og kaffi handa gestum sem að garði ber. í huga mínum er amma nátengd bláum, öldóttum firði og grænni lautu. Hún situr á bakkanum og horfir út á sjóinn, eða í blóm- skrýddri brekku og segir börnum sem eru í kringum hana frá ferð- inni sem hún fór á fimmta ári, árið 1908, að heimsækja ömmu sína og afa í föðurætt í Önundarfirði, á skipi og hesti, ferðamáti sem okkur er framandi í dag. Ég man enn þessa sögu, hesturinn sem afi henn- ar, sem hún hafði aldrei séð áður, reiðir hana á, hrasar og kjóllinn hennar verður blautur og hún verð- ur að fara í föt af frænda sínum og skammast sín svo óskaplega fyrir. Sagan lýsir ömmu vel, frá því fyrsta var hún full af stolti og vildi ekki láta stjórna sér eða gera eitt- hvað sem henni var ekki að skapi. Amma var tengsl okkar við gamla tímann, en samt svo einkennilega nálæg í nútíðinni, hún skildi allt, við hana var hægt að tala um öll heimsins vandamál og hún gat gef- ið endalaus góð ráð. Amma var eins og sólin sjálf, enda skein sólin oft- ast daginn sem hún fæddist, 21. júlí. Amma mín, í síðasta sinn vil ég segja þér hversu þú varst ein- stök kona, og hvað okkur þótti öll- um vænt um þig. Að hugsa um þig er að hugsa heim, og þessvegna vil ég kveðja þig með vísu úr ljóði Matthíasar Johannessen, „Fjöllin í bijósti þér“. Þú kemur heim, þín sól við sund og vík er seiður dags og engri stjömu lík, hún bræðir hrim og vekur vor sem er svo vængblá kyrrð og þögn í bijósti mér. Þakka þér fyrir, amma, allt sem þú gafst mér. Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir. •4- Eyjólfur Ágústsson, bóndi ' í Hvammi á Landi, var fæddur í Hvammi 9. janúar 1918. Hann lést á Hellu 30. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skarðskirkju í Landsveit 14. apríl. Hringaðir hálsar hljóðar taka dýfur árvakur skarinn öldufallinn klýfur. Andi Guðs friðar, yfir vötnum svífur. (Jóhannes út Kötlum.) Fyrir nærri ijórum áratugum bauð Eyjólfur Ágústsson, góðbóndi að Hvammi í Landsveit, okkur nokkrum kunningjum sínum og vinum að koma með sér inn í Veiði- vötn. Þetta voru gleðitíðindi, því aðeins einn úr hópnum hafði kom- ið inn í fjalladýrðina og farið fjálg- legum orðum um ferðalagið. Á þessum árum var enn fáferðugt um Landmannaleið og ekki algengt að aðrir færu til „Vatna“, en heimamenn, sem áttu sínar góðu minningar um vötn, veiðiskap og óbyggðakyrrðina. Á tilteknum síð- sumarsmorgni vorum við mættir í Hvammi. Töðuilmur úr troðfullri hlöðu var eins og tilkynning um að bóndinn væri ekki að hlaupa frá einhveiju hálfkláruðu inn til fjalla. Þeir sem ekki höfðu áður komið að Hvammi reyndu að þar er rausnargarður, hjartahlýja og höfðinglega á borð borið. Á slíkum heimilum líður börnum og búsmala vel. Eftir rausnarlegan morgun- verð hjá húsmóðurinni henni Guð- rúnu Sigríði Kristinsdóttur, Dúnu frá Skarði, var haldið úr hlaði. Það fór svo sannarlega ekki á milli mála að Eyjólfur bóndi eða Eyfi eins og hann var oft nefndur af kunningjunum var vel nestaður úr kokkhúsinu í Hvammi. Sjálfur hafði Eyjólfur tekið til margskonar verkfæri og veiðigræjur eins og þær gerast bestar. Fyrirhyggju- samir fjallferðamenn vissu, að ekk- ert varð sótt heim, hugsuðu fyrir öllu. Eyjólfur virtist líka eiga allt til alls. Bóndinn í Hvammi hafði gaman af bílum eins og búsmalan- um og bauð gestum sínum upp í fallegt farartæki, en ætíð átti hann bíla eins og þeir gerðust fullkomn- astir á hveijum tíma. Hann kunni líka manna best með þá að fara. Eyjólfur ók fimlega um svört hraun og sanda og sagði okkur frá fjöllum og örnefnum og að þeim fróðleik er enn búið. Frágangur afmælis- ogminning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakl- ing birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Eyjólfur varð þegar á æskuárum vel kunnugur á Landmannaafrétt, því hann gerðist snemma fylgdar- maður bæði einn og með tengda- föður sínum, Kristni Guðnasyni, bónda og hreppstjóra í Skarði meðan enn var ferðast á hestum og klukka landsins sló hægt og rólega og tíminn ekki mældur í mínútum og stressið ekki farið að leika menn grátt. Fyrir nærri fjöru- tíu árum var vegarslóðinn víða ógreiðfær inn í öræfadýrðina. Hekla huldi sig þoku þennan dag, en Búrfell blasti við í norðri með sínar hamrahlíðar. Enda þótt Eyjólfur fræddi okkur um fjöll og hraun, voru ferðapelanum gerð skil, menn voru orðnir heitir og háværir þegar komið var inn á Tungná, en nú hafði hvesst og komið kvöld. Tungná var þá enn óbrúuð illur farartálmi, ófrýnileg, jökulgrá með þungum straumi. Skammt ofan við Bjallavað var bátur Landmanna geymdur í kofa. Einmitt þarna við þungan vatnanið og úfna ána sé ég, að Eyjólfur í Hvammi gat verið ákveðinn og gallharður. Enginn fékk að snerta ár, þótt þeir bæru sér í munn að þeir hefðu verið á togurum í illvið- rum og ölduróti, með landsþekkt- um skipstjórum gamla skólans. Nei, nei hér skyldi hann einn ráða. Það er skemmst frá að segja, að Eyjólfur feijaði okkur farsællega yfír jökulvatnið beitti stefni upp í strauminn og stakk við af kunn- áttusemi og leikni. Ekki gleymist fyrsta gistinóttin í Tjarnarkoti þeg- ar hinn djúpi róandi fjallafriður var öðru hveiju rofinn með bresthljóð- um í jöklum eða kvaki frá him- brima eða lómi. Það var líka ógleymanleg stund, sem ég átti með. Eyjólfi einum á Frostastaða- hálsi á kyrru haustkvöldi. Vatnið lognslétt, fjöllin skörtuðu litum, jörðin sofandi og íjallafarinn hrif- inn eins og ég. Enda þótt hann hafi í áratugi verið bændaprýði var hann öðrum þræði sannur sonur hinna fijálsu óbyggða. Maður hinna straumþungu vatna, fjalla og hrauna. Mikill og góður ferða- maður, sá mesti sem ég hefi kynnst. Hann kunni allra manna mest með byssur að fara. Lágfóta mátti vara sig þegar bóndinn í Hvammi var búinn að blindsigta þó af löngu færi væri. Stundum brá hann sér austur á land á haust- dögum með vinum sínum og þar tók hann þátt í að grisja ljónstygg- ar hreindýrahjarðir á Brúaröræf- um. En Eyjólfur kunni margt fleira en að handleika veiðistengur og gljáfægðar byssur. Hann var góður smiður á tré og járn og búvélum sínum hélt hann ávallt í fyrirmynd- ar ásigkomulagi. Hann var hraust- menni, úrræðagóður, verkséður og hjálpsamur höfðingi með hjartað á réttum stað. Að slíkum mönnum hænast börn, þau finna alltaf hvað að þeim snýr. Afi hans og nafni var Eyjólfur Guðmundsson, „landshöfðingi“ sem var forystu- maður í Landsveit um áratugi. Hann kom víða við í framfaramál- um sveitar sinnar og héraðs. Sat í sýslunefnd Rangárvallasýslu í hálfa öld og var hreppsnefndarodd- viti sama tímabil. Hann var lands- þekktur fyrir störf sín við heftingu sandfoks og landgræðslu. Hann byggði stórt og myndarlegt íbúðar- hús í Hvammi fyrir hundrað árum, sem enn sómir sér með stóra sál. Jafnlengi hefur þetta virðulega hús verið höfðingjasetur. Landshöfð- ingjann heimsóttu Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, Einar skáld Benediktsson, Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra og Jónas Jónsson frá Hriflu, svo einhveijir af þeim sem settu svip á bæinn á sínum tíma séu til sögunnar nefndir. Sama ættin hefur setið höfuðbólið Hvamm frá því um 1850. Hjónin Eyjólfur og Guðrún, Dúna, eins og húsmóðirin er oftast nefnd, sátu ættgarðinn saman með sæmd og prýði í fimmtíu og fimm ár. Þessum höfðingshjónum varð sex myndar- legra barna auðið. Þau stóðu fast saman á gleði- og sorgarstundum. það var lífsstíll þeirra. Tómas Guð- mundsson skáld segir í ljóði sínu: „Og sorgin gleymir engurn." Á einu misseri hafa sorgarský og þungbær harmur lagst á Hvamms- heimilið. Tveir synir hjónanna á blómaskeiði kvöddu lífið, dugnað- armenn eins og þeir áttu kyn til og nú hefur húsbóndinn, mann- dómsmaðurinn og ljúflingurinn Eyjólfur Ágústsson i Hvammi lagt upp_ í ferðina miklu yfir landamær- in. í Mattheusarguðspjalli má lesa: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Eyjólf í Hvammi að samstarfs- og samferðamanni. Hann var einn af þeim góðu mönn- um, sem svo lengi prýddu sýslu- nefnd Rangárvallasýslu. Nærvera hans var notaleg og ekta og það ríkir heiðríkja yfir minningunni. Við Margrét biðjum Guð að styrkja húsmóðurina í Hvammi og ástvina- hópinn, sem svo mikið hefur misst. Pálmi Eyjólfsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Hlff, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Þorgrímur Guðnason, Pálina Kristín, Eiríkur Þórðarson, Sigurgeir Bjarni, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KARLS JÓNATANSSONAR, Nfpá. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar Sjúkrahúss Húsavíkur fyrir góða umönnun. Sólveig Bjarnadóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.