Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG BJARNADÓTTIR + Björg Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1939. Hún lést í Bandaríkjunum hinn 29. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 14. apríl. Kynni okkar Bjargar hófust haustið 1959, þegar 40 ungar stúlk- ur hófu nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Við komum víðs vegar að, en ein þó sínu lengst, eða alla leið frá annarri heimsálfu, þaðan sem hún hefur nú lagt af stað í sína hinstu ferð. Á þessum árum urðu allar náms- meyjar að dveljast á heimavist skól- ans, jafnvel þó þær ættu heimili í Reykjavík. Örlögin höguðu því svo að við Björg urðum herbergisfélagar ásamt tveimur öðrum. Mér leist MINNINGAR strax vel á þessa grannvöxnu fín- geru stúlku, og eftir því sem ég kynntist henni betur, mat ég hana meira vegna mannkosta hennar. Hún var hlédræg, en samt glaðleg, einlæg og svo grandvör til orðs og æðis, að ég heyrði hana aldrei segja misjafnt orð um nokkum mann. Hún var innileg og hlý í viðmóti og svo trygglynd, að jafnvel þó oft liði allt of langt á milli funda, stafaði alltaf frá henni vináttu og hlýju. Eins og getur nærri var oft mikið um að vera þar sem svo margar ungar stúlkur voru saman komnar, og mér er ekki grunlaust um að henni hafí stundum þótt nóg um, þótt hún orðaði það aldrei. En það var líka stundum helgið dátt á her- berginu okkar, og þurfti ekki alltaf mikið til. Það hefur vafalaust ekki alltaf verið auðvelt að vera langt frá for- eldrum sínum í öðru landi, þar sem hún þekkti ekki marga, en hún átti samt fastan og öruggan samastað hjá unnusta sínum, og nú eftirlifandi eiginmanni Kristjáni Þórðarsyni. Þó að Björg væri alin upp í Amer- íku, var hún engu minni Islendingur en við hinar. Hún elskaði blóm, og naut þess að vinna í garðinum að Klapparási meðan heilsan leyfði. Hún var einnig mjög listræn og málaði töluvert. En hún var mjög gagnrýnin á verk sín, og svo ná- kvæm að ég held að það hafí stund- um verið henni til trafala. Síðan við Björg kynntumst 1959 eru liðin 38 ár. Á þessum langa tíma hefur lífið sýnt á sér ýmsar hliðar, misgóðar eins og gengur. En eitt er það sem ekki gleymist og alltaf hlýtur að teljast ávinningur, en það er vinátta og tryggð góðrar vinkonu, sem ég þakka af heilum hug. Ég bið fjölskyldu hennar blessun- ar. Megi Björg Bjarnadóttir hvíla í Guðs friði. Sigurlaug Guðmundsdóttir. RASAU G L V S I SM GAR ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR Frá Menntaskólanum við Sund Staða konrektors (aðstoðarskólameistara) er laus til umsóknar. Starfið erfyrst og fremst stjórnunarstarf og er konrektor staðgengill rekt- ors og aðstoðar hann við daglega stjórnun. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst næstkomandi í eitt ár til reynslu. Frekari ráðning verður skv. þeim reglum sem gilda að ári liðnu. Skilyrði til ráðningar er að viðkomandi hafi reynslu og réttindi til kennslu á framhalds- skólastigi. Jafnframt þarf viðkomandi að vera samstarfsfús, lipur í umgengni og hafa hug á að vinna krefjandi starf í anda nútímalegra sjónarmiða um stjórnun. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins við stéttarfélög kennara. Umsóknarfrestur er til 5. maí. í umsókn skal greina frá fyrri störfum, menntun og viðhorfum til starfsins sem sótt er um. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 49,104 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir rektor í síma 553 7300. Rektor. Stýrimaður með 1. stig óskast í tímabundið verkefni i maí og júní. Upplýsingar í síma 854 5619. ÝMISLEGT FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Veiðarfærasýning í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sunnudaginn 20. apríl kl. 13.00—17.00 Sýnd verða líkön, botn- og flottroll, nætur, teikningar og önnur verk nemenda í netagerð. Netagerð er 3ja ára nám í skóla og á vinnustað sem lýkur með sveinsprófi. Netagerðamenn um allt land eru félagsmenn í Félagi járniðnaðarmanna ásamt 1.000 öðrum iðnaðarmönnum sem leggja stolt sitt í vandaða vinnu. Án veiðarfæra — enginn fiskur úr sjó/ Án netagerðarmanna — engin veiðarfæri. Félag járniðnaðarmanna. VEIÐI Stangaveiðimenn athugið Nýtt námskeið í fluguköstum hefst í Laugar- dalshöllinni 23. apríl kl. 20.00 síðdegis. Kennt verður 23., 25., 28., 29. og 30. apríl. Við leggjum til stangir. Þetta er síðasta námskeið vetrarins. K.K.R. og kastnefndirnar. UPPSOÐ Uppboð Reiðhjól og aðriróskilamunir í vörslum lög- reglunnar í Kópavogi verða boðnir upp í Auð- brekku 10, Kópavogi, laugardaginn 26. apríl 1997 kl. 13:00. Munirnir verða til sýnisföstu- daginn 25. apríl nk. frá kl. 10:00-16:00 og gefst fólki tækifæri á að heimta til baka eigur sínar gegn sönnun á eignarrétti. Um er að ræða óskilamuni erfundist hafa á tímabilinu 1995—1996. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir aðeins teknar gildar með samþykki gjaldkera. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 17. apríl 1997. TILK VMIMIIMGAR Athygli er vakin á að vegna framkvæmda við gatnamót Miklu- brautar og Sæbrautar verður Suðurlandsbraut lokað austan Langholtsvegar frá og með deg- inum í dag, laugardaginn 19.apríl. Vegfarendum er bent á Sæbraut. Stöndum saman, sýnum þolinmæði og lipurð í umferðinni! VEGAGEREMN íbúð til sölu Til sölu góð 2ja herbergja íbúð, 50 fm, á 2. hæð í blokk við Bólstaðarhlíð. Laus 15. júlí. Upplýsingar í símum 568 2021 og 896 3343. FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur MG-félags íslands MG-félag íslands heldur aðalfund laugardag- inn 26. apríl 1997 kl.13.30 í Hátúni 10, Reykjavík, í kaffisal ÖBÍ. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ólöf S. Eysteinsdóttir talar um MG. MG-félag íslands erfélag sjúklinga með Myast- henia Gravis (vöðvaslensfár) sjúkdóminn svo og þeirra, sem vilja leggja málefninu lið. Stjómin. Aðalfundur Húseigendafélagsins Aðalfundur Húseigendafélagsins 1997 verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl nk. í samkomu- sal iðnaðarmanna í Skipholti 70, 2. hæð, Reykj- avík, og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR Vegamálastjóri Borgarverkfræðingur Bessastadahreppur Frestun borgarafundar um deiliskipulag Af óviðráðanlegum orsökum hefur almennum borgarafundi umtillögu að deiliskipulagi mið- svaeðis Bessastaðahrepps og jarðarinnar Bessa- staða, sem boðaður var í samkomusal íþrótta- miðstöðvar Bessastaðahrepps mánudaginn 21. apríl nk., verið frestað um óákveðinn tíma. Fundurinn mun verða haldinn síðar og verður boðað til hans með auglýsingu líkt og gert var. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. HÚ5IMÆOI í BOO Vesturgata — opið hús Til sölu glæsileg 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í þríbýli í fallegu steinhúsi ca 50 fm. Öll ný- standsett, nýjar innréttingar, gluggar og gler. Nýtt parket og lagnir. Laus strax. Til sýnis laugard. og sunnud. frá kl. 13-18 báða dagana. Líttu við. Upplýsingar í síma 892 5110. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 20. apríl kl. 13.00 Afmælis- og skemmtiferð Hafnir — Reykjanes. Ferð ! til- efni 70 ára afmælis F.í. og fyrstu ferðar Ferðafélagsins, sem farin var á Reykjanes 21. apríl árið 1929. Tilvalin fjölskylduferð, m.a. skoðað fiskasafnið í Höfnum (að- gangseyrir), farið að Reykjanes- vita, á Valahnúk, hverasvæðinu o.fl. Afmælisverð: 1.000 kr., frítt f. 15 ára og yngri, 500 kr. fyrir 16- 20 ára. Brottför frá BSÍ, austan- megin, og Mörkinni 6. Stansað við kirkjug. í Hafnarfirði. Þriðjudagur 22. apríl kl. 20.30 Hornstrandakvöldvaka í Mörkinni 6. Fjölbreytt dagskrá, myndasýning og upplestur. Aðalstöðvar KFUM og KFUK Holtavegi 28 Jesús Kristur er, var og kemur. Samkoma í húsi KFUM og KFUK. Holtavegi 28 kl. 20.30. Upphafsorð: Helga Rún Runólfsdóttlr. Leikræn tjáning. Nýir menn leika og syngja. Ræðumaður: Roland Werner. Fyrirbæn í lok samkomunnar. Fjöldi kristilegra bóka til sölu fré ki. 20.30 og eftir samkomuna. Þú ert hjartanlega velkominnl OBAHÁ’Í OPIÐ HÚS Laugordagskvöld kl. 20:30 Guðmundur S. Guðmundsson talarum trú og vísindi Kaffl og veltlngar Alfabakka 12, 2. hœð simi 567 0344 Dagsferft 20. aprfl kl. 10.30. Grímmannsfell í Mosfellssveit. Létt fjallganga fyrir alla. Netslóð: httpV/www.centrum.isAitivisl Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.