Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
10 tilboð í byggingar- og jarðvinnu við Sultartangavirkjun
Lægsta boð 1,5 millj -
örðum undir áætlun
ALLS bárust tíu tilboð í byggingar-
og jarðvinnu við Sultartangavirkjun
en tilboðin voru opnuð í stjórnstöð
Landsvirkjunar í gær. Um er að
ræða stærsta einstaka verkútboð á
íslandi í mörg ár. Verkið var boðið
út í þremur hlutum en samanlögð
kostnaðaráætlun verksins nam
7.154 milljónum kr. að mati Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.,
ráðgjafa Landsvirkjunar.
Verktakafyrirtækin sem um ræð-
ir eru bæði innlend og erlend og
buðu ýmist í einstaka verkhluta fyr-
ir sig eða verkið allt. Fossvirki sf.
átti lægstu boð í 1. og 2. verkhluta
og heildartilboð þess í alla þijá verk-
hlutana nam 5.680 millj. kr. með
afslætti sem miðaður er við að til-
boði í 1. og 2. hluta verði tekið en
það er 1,5 milljörðum kr. undir
kostnaðaráætlun eða 79,4%. Suður-
verk hf. og Arnarfell ehf. áttu sam-
eiginlega lægsta boð í þriðja hluta
verksins eða 1.668 millj. kr. sem
er 75,5% undir kostnaðaráætlun en
fyrirtækin buðu eingöngu í þriðja
verkhlutann. Nortak sf. bauð í alla
þijá verkhlutana samtals 5.956
millj. kr. sem er 83,3% af kostnað-
aráætlun. Tilboðið miðast við að því
verði tekið í alla hlutana en tilboðin
Morgunblaðið/Halldór
ÞORBERGUR Halldórsson, innkaupastjóri Landsvirkjunar, opn-
ar tilboðspakkana í sljórnstöð Landsvirkjunar i gær.
hækka um 4% ef tekið er tilboði í
1. og 2 verkhluta eða 1. og 3. hluta
og fyrirtækin JV Consortium-
Lemminkainen Construction Ltd-
Lava hf. (dótturfyrirtæki íslenskra
aðalverktaka) og Völur áttu tilboð
í einstaka verkhluta í mismunandi
samsetningum og hljóðaði tilboð
þeirra samanlagt upp á 5.752 millj.
kr. með afslætti sem miðaður var
Tilboð opnuð í Sultartangavirkjun
Upphæðir í milljónum króna
Hlntfall
BL 7 Hluti I Hluti II Hluti III Hluti I-IIl áætlun
Kostnaðaráætlun* 2.518,5 2.427,0 2.209,0 7.154,5 100,0
1. Fossvirki sf.** 1.855,8 2.156,0 1.923,4 5.680,0 79,4
2. Nortak sf.*** 2.062,9 2.199,7 1.695,1 5.956,8 83,3
3. Krafttak hf. og Nocom 2.244,3 89,1
4. Ármannsfell hf. 2.270,5 93,5
5. JV Consortium, Lemminkáinen, Construction Ltd., Lava hf. og Völur hf. 1.989,1 79,0
6. JV Consortium, Lava hf. og Völur hf. 2.181,5 90,0
7. JV Consortium, Lava hf. og Vöiur hf. 1.828,0 82,8
Ef tilboðum 5,6 og 7 er tekið, þá er afsláttur... 5.752,3 80,4
8. Suðurverk hf. og Arnarfell ehf. 1.668,4 75,5
9. Vassbakk, Stol A/S og Héraðsverk ehf. 1.976,5 89,5
10. Hjarðarnesbræður 1.699,7 76,9
■ Kostnaðaráætlun er unnin af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., ráðgjafa
Landsvirkjunar.
1 Tilboð Fossvirkis í alla verkhlutana er með afslætti.
■ Tilboð Nortaks er miðað við að tilboði sé tekið í alla þrjá verkhlutana,
en þau hækka um 4% ef tilboði er tekið í einstaka hluta verksins.
NiOurbrotiD rðr...
...fær sérmeöferö
«<
| Það borgar sig að kunna skil á úrgangi.
| Kynntu þér breytta gjaldskyldu
| á endurvinnslustöðvum okkar.
ivelkomin á endurvinnsiustððvarnar
5 S@RFft
SORPEYÐING
HÖFUÐBORGARSVÆOISINS bs
við að tekið verði tilboði í alla verk-
hlutana en það er 80,4% af kostnað-
aráætlun.
Fyrsti hluti verksins felst í hækk-
un Sultartangastíflu um 1 metra,
gerð 100 metra aðrennslisskurðar
úr Sultartangalóni og gerð 3,4 km
langra jarðganga í gegnum Sanda-
fell. Annar hluti verksins felst í
byggingu stöðvarhúss og inntaks-
mannvirkja. Þriðji hluti verksins
felst í að gi-afinn verður 7,2 km
langur frárennslisskurður frá
stöðvarhúsi og út í Þjórsá. Gert er
ráð fyrir að verkið hefjist í júlí og
því verði lokið haustið 1999.
Tilboðin verða yfirfarin og metin
af Landsvirkjun og að því búnu tek-
ur stjórn Landsvirkjunar ákvörðun
um hvaða tilboði verður tekið.
Könnun aðstoðarlandlæknis á
heilbrigði barnafólks
Verulegur munur
á heilsufari for-
eldra eftir tekjum
MATTHÍAS E. Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir segir að samkvæmt
óbirtri rannsókn Landlæknisemb-
ættisins komi mjög skýrt í ljós að
mun stærri hluti barnafjölskyldna,
sem hafa lægstu ráðstöfunartekjur,
hafí frestað eða hætt við að leita
læknismeðferðar og taka út lyf, en
fjölskyldna sem hafi hærri tekjur.
Hins vegar segir Matthías að ekkert
verði lesið út úr könnuninni um hvort
þessi munur er nýtilkominn eða hef-
ur verið til staðar um iengri tíma.
Ólafur Ólafsson landlæknir
greindi frá þessari niðurstöðu úr
könnuninni á þingi BSRB fyrir
skömmu og taldi Ólafur flest benda
til þess að rekja megi þetta ástand
til hækkandi þjónustugjalda síðast-
liðin átta ár og hér hefði því orðið
grundvallarbreyting á. Matthías seg-
ir að Ólafur hafi dregið þessa álykt-
un en könnunin veiti engin svör við
því. Matthías segir að svipuð könnun
hafi verið gerð fyrir tíu árum en þá
hafi ekki verið spurt um þetta atriði
og því sé ekki vísindalegt að bera
þessar niðurstöður saman við svör
úr þeirri könnun.
3.000 börn í úrtakinu
Markmið rannsóknarinnar var að
kanna heilbrigði og líðan barna og
samband þess við ýmsa félagslega
og efnahagslega þætti. Matthías
hefur unnið að könnuninni við
Erasmusháskólann í Rotterdam og
er hún gerð í samvinnu við Norræna
heilsuverndarháskólann í Gauta-
borg. Er úrvinnsla úr niðurstöðum
hennar enn á frumstigi. I úrtakinu
voru 3.000 íslensk börn á aldrinum
tveggja til sautján ára og fékkst 70%
svörun. Unnið er að sambærilegum
könnunum í fleiri löndum og verða
niðurstöðurnar væntanlega bornar
saman milli landa.
Líðan barna verri í lægstu
tekjuhópunum
Spurt var um fjölmörg atriði í
könnuninni sem eftir er að vinna úr
en að sögn Matthíasar kemur m.a.
í ljós að verulegur munur er á
heilsufari fullorðins fólks í barnafjöl-
skyldum eftir því hveijar ráðstöfun-
artekjur þess eru, menntun og starf.
Þannig er heilsufar foreldra yfirleitt
mun verra eftir því sem tekjur þess
eru lægri. Þessi niðurstaða kemur
þó ekki á óvart, að sögn Matthías-
ar, því hún er í samræmi við niður-
stöður rannsókna um allan heim sem
sýna að munur er á heilsufari fólks
eftir stéttum.
Matthías kveðst hafa mestan
áhuga á að kanna hvort þetta sam-
band á milli heilsufars og ráðstöfun-
artekna endurspeglist einnig meðal
barna. „Ég get ekki á þessu stigi
sagt til um hvort svo er en af fyrstu
niðurstöðum að dæma virðist að
minnsta kosti ekki vera samband á
milli tekna og beinna sjúkdóma
barna. Hins vegar benda niðurstöð-
urnar til að stéttastaða barna sé
nátengd líðan þeirra og öðrum sállík-
amlegum einkennum. Líðan barna
er ekki eins góð í íjölskyldum sem
eru í neðstu tekjuhópunum og hafa
minnsta menntun samanborið við
aðra,“ segir hann.
Talsmenn samtryggingarsjóða um málamiðlun í lífeyrismálum
Kerfið hrynur ef hrófl-
að er við 10% iðgjaldi
TALSMENN stærstu samtrygging-
arsjóðanna lýsa sig andvíga mála-
miðlunartillögum um lífeyrismál,
þ.e. að sjóðsfélagar geti samið um
greiðslu í séreignardeildir, eftir að
hafa greitt a.m.k. 12 þúsund krónur
í samtryggingarsjóði. Þeir segja að
ef hróflað verði við því kerfí, að
greidd séu 10% heildarlauna til sam-
tryggingar, muni lífeyrissjóðakerfið
hrynja. Formaður Samtaka áhuga-
fólks um lífeyrissparnað segir hins
vegar, að málamiðlunartillögurnar
séu spor í rétta átt.
Auk þess sem gert er ráð fyrir í
breytingartillögunum að samtrygg-
ingarsjóðir geti stofnað séreignar-
deildir er reiknað með að séreignar-
sjóðimir geti starfað áfram og stofn-
að samtryggingardeildir ef þeir
óska. Þá er tekið fram, að einstökum
samtryggingarsjóðum verði frjálst
að ákveða hvort lágmarksgreiðsla
til samtryggingar skuli vera hærri
en 12 þúsund krónur.
Hvaða skerðing sem
er veikir kerf ið
Magnús L. Sveinsson, stjórnarfor-
maður Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, sagði að sér litist illa á þess-
ar hugmyndir. „Ég sé ekki að þetta
sé mikil breyting frá upphaflegu
frumvarpi, þar sem gert var ráð
fyrir 10 þúsund krónum í samtrygg-
ingu. Ef þetta gengi eftir, þá veikir
það samtryggingarkerfið stórlega.
Hins vegar er jákvætt að heimila
iífeyrissjóðunum að taka við viðbót-
argreiðslum."
Magnús sagði að lífeyrissjóða-
kerfíð, sem menn væru nú sammála
um að væri mjög gott, hefði byggst
upp miðað við 10% iðgjald. „Hvaða
Talsmaður sjóðs-
félaga í séreign-
arsjóðum segir
tillögurnar spor
í rétta átt
skerðing sem er veikir þetta kerfi.
Auðvitað þarf alltaf að skoða hve
stóran hluta af launum þarf að
leggja fyrir til heildarsamtryggingar
til efri áranna, en þessi leið var tal-
in skynsamleg. Ég bendi á að þetta
er þó langt fyrir neðan það sem ríkis-
valdið telur nauðsynlegt og skyn-
samlegt til að tryggja hag sinna
starfsmanna. Þar var tekin sú póli-
tíska ákvörðun að 15,5% iðgjald
þyrfti til.“
Magnús sagði af og frá að sátt
næðist um lífeyrissjóðafrumvarpið
með breytingum í þessa veru.
Fáránlegar tillögur
Halldór Björnsson, stjórnarfor-
maður lífeyrissjóðsins Framsýnar,
sagði að þessar tillögur væru fárán-
legar. „Þá má ekki fyrir nokkurn
mun hrófla við 10% iðgjaldinu, sem
er undirstaða samtryjggingarinnar.
Ef það yrði gert, myndi kerfíð hrynja
eftir nokkurn tíma. Álagið á sam-
trygginguna er mikið, í formi öror-
kulífeyris, makalífeyris og barnalí-
feyris og lífeyrissjóðirnir þurfa að
fá þessar tekjur inn til að geta stað-
ið undir þessu.“
Halldór sagði að fólk hugsaði líf-
eyrismálin ekki til enda. „Þannig
talar yngra fólk um að auka þurfí
fijálsræði, en eftir því sem aldurinn
færist yfir áttar fólk sig betur á
nauðsyn samtryggingar. Fólk lítur á
bankabókareikninga séreignarsjóð-
anna og ímyndar sér gullkistur við
starfslok, en því er ekki þannig far-
ið. Auðvitað er af hinu góða að
leggja til hliðar fyrir efri árin, en
það má aldrei koma niður á sam-
tryggingarsjóðum. Sjóðirnir eru að
eflast með hverjum deginum og það
er komið nóg af frjálshyggjunni.
Hún má ekki komast upp með að
láta sjóðunum blæða út.“
Mikil bót
Baldur Guðlaugsson, formaður
Samtaka áhugafólks um lífeyris-
sparnað, er á öðru máli. Hann sagði
breytingartillögurnar spor í rétta
átt, því með þeim væru möguleikar
á valfrelsi auknir. „Að vísu er sam-
tryggingarsjóðunum eftirlátið að
taka ákvörðun um hvort þeir opni á
að hluti iðgjalds renni í séreignar-
deild. Þrátt fyrir að sjóðsfélagar fái
ekki þetta vald sjálfir, þá er þarna
opnuð glufa og jafnframt fallist á
að séreignarsjóðirnir eigi tilveru-
rétt.“
Baldur sagði að innan Samtaka
áhugafólks um lífeyrissparnað væru
margir félagar í séreignarsjóðum,
en einnig fólk sem greiddi í sam-
tryggingarsjóði, en væri ósátt við
hömlurn&r í lífeyrissjóðafrumvarp-
inu. „Nú er viðurkennt að séreignar-
sjóðirnir séu lífeyrissjóðir, en áður
átti að þurrka þá út. Þetta er því
mikil bót, því fólk fær nú þann kost-
inn að greiða áfram í séreignarsjóði
eða séreignardeildir, þótt ákveðið
lágmarksiðgjald renni til samtrygg-
ingar.“