Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 37 VILBORG SIGURRÓS ÞÓRÐARDÓTTIR + Vilborg Sigur- rós Þórðardótt- ir fæddist á Uppsöl- um í Seyðisfirði í N.-ísafjarðarsýslu 19. maí 1909. Hún lézt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Rögnvaldsdóttir, f. 25. sept. 1881, d. 12. maí 1924, og Þórð- ur Kristjánsson, f. 10. nóv. 1874, d. 8. febr. 1938. Vilborg var yngst sjö systkina, fimm eru látin, þau Kristján, f. 23. júlí 1905, d. 20. ágúst 1916, Guðrún, f. 10. jan. 1903, d. 7. júlí 1985, Kristín, f. 29. júní 1904, d. 14. jan. 1996, Rögn- valdur, f. 10. jan. 1907, d. 19. des. 1962. Eftir lifa þær Ósk Þórðardóttir, f. 11. júlí 1901, og Asdís María Þórðardóttir, f. 10. marz 1908. Hinn 17. janúar 1929 giftist Vilborg Jóni Pálssyni, f. 23. apríl 1908, d. 22. ágúst 1979, bók- bandsmeistara og síðar tómstunda- ráðunaut hjá Æsku- lýðsráði Reykjavík- ur. Eignuðust þau þrjár dætur. Þær eru: 1) Dóra Sína Jónsdóttir, f. 28. júlí 1931, maki Magnús Magn- ússon, f. 24. marz 1927, og eiga þau fjögur börn, 13 barnabörn og tvö barnabarnabörn. 2) Edda Björg Jónsdóttir, f. 4. maí 1938, maki Jón Ingi Sigur- mundsson, f. 8. maí 1934, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 3) Ragna Kristín Jónsdóttir, f. 12. nóv. 1945, maki Oddur Vilberg Pétursson, f. 4. maí 1944, d. 15. marz 1995, og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Útför Vilborgar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Það er yndisleg minning, að það síðasta sem þú gerðir í þessu lífi, elsku mamma mín, var að fara í kirkju til að vera við skírn fyrsta barnabarns míns og síðan heim á Kambsveginn til skírnarveislu. Það- an lagðir þú síðan af stað í ferðina miklu, í sparifötunum, með sömu reisn og þú hefur gengið í gegnum lífið. Þú kvaddir þennan heim eftir innan við fjórar klukkustundir á sjúkrahúsi, en þú hafðir oft talað um hvað það væri óskandi þegar maður væri orðinn svona aldraður, að fá að fara án þess að liggja sjúk- ur og bíða. Þó að við söknum þín mikið þá þökkum við Guði fyrir að hafa bænheyrt þig. Trúmennska þín og samvisku- semi var einstök og sýndi sig hvar sem þú varst. Þegar ég kom heim frá því að kveðja þig hinstu kveðju leit ég inn í íbúðina þína eins og ég var vön að gera og mér varð ljóst hvað snyrtimennska þín, sem alltaf hafði verið svo sjálfsagður hlutur, var alveg einstök. Hver ein- asti smáhlutur á sínum stað, allt hreint og strokið, en þannig var alltaf í kringum þig innan húss og utan. Þegar þú varst að sópa stétt- ina umhverfis húsið, varst þú ekki ánægð fyrr en þú varst líka búin að sópa götuna niður með lóðinni. Síðustu árin varstu orðin svo slæm af gigtinni að mér fannst þú ekki eiga að vera að vinna úti í garði eða að sópa götuna, en það þýddi ekkert að banna þér það, þú varst einfaldlega búin að því þegar ég kom heim úr vinnunni og beiðst svo jafnvel með nýbakaðar kleinur eða pönnukökur. Þú hafðir mikið yndi af nátt- úrufegurð og oft komstu upp til okkar bara til þess að fá að sjá betur Esjuna og út á sundin og þú talaðir oft um það að byggðin í Grafarvoginum væri eins og perlu- band jiegar ljósin spegluðust í sjón- um. Eg man einnig sem barn, þeg- ar líða fór að jólum og sólin var lágt á lofti og roðaði skýin, þá vor- um við oft lengi saman út við glugga að horfa á og fylgjast með breytingum á jólaþjarmanum, eins og þú kallaðir rauðgullinn himininn. Þið pabbi voruð bæði mikil náttúru- börn og oft sagðir þú okkur frá ferðum ykkar á ykkar yngri árum, þegar þið fóruð fótgangandi yfir fjöll og firnindi. Þið voru svo sam- hent um að njóta þess sem var fal- legt og gott og benda okkur á feg- urðina umhverfis okkur. Minning- amar eru margar og þú þekkir þær allar. Það hefur verið mér og dætrum mínum ómetanlegt að búa með þér hérna á æskuslóðum mínum á Kambsveginum síðastliðin 18 ár og saman höfum við tekið þátt í gleði og sorgum og stutt hvor aðra. Elsku mamma, ég þakka þér fyr- ir allt það góða sem þú hefur gefið mér og mínum í veganesti og bið góðan Guð að blessa þig í nýju heimkynnunum. Ragna Kristín. í dag er kvödd elskuleg tengda- móðir mín, Vilborg Sigurrós Þórð- ardóttir. Á þessari kveðjustund koma upp í hugann rnargar og góð- ar minningar frá liðinni tíð. Ég minnist glaðværðar hennar og glettni, sem hún lét ætíð í ljós og gat stundum brugðið fyrir sig að setja saman hnyttna vísu. Vilborg fylgdist alltaf vel með öllu, var vel inni í þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á þeim. Hún var alin upp á miklu menn- ingarheimili þar sem söngur og tón- list voru í hávegum höfð. Á þessum tímum þekktust varla hljómflutn- ingstæki og oft minntist Vilborg á að keyptur var grammófónn á æskuheimili hennar og var því oft gestkvæmt þar af sveitungunum sem komu til að hlusta á þetta undratæki. Minni hennar var einstakt og hún hafði gaman af að rifja upp atvik frá liðinni tíð, oft af heimaslóðum fyrir vestan og af ferðalögum með eiginmanni sínum, Jóni Pálssyni, en þau höfðu yndi af að ferðast og fara í útilegur meðan heilsa leyfði. Ég dáðist að því hvað Vilborg mundi hvert smáatriði í ánægjulegri ferð okkar fjögurra um Þýskaland og Frakkland fyrir 37 árum. Skýr hugsun hennar, greind og umhyggjusemi laðaði unga sem aldna að henni og hún fylgdist áhugasöm með störfum og áhuga- málum barna og barnabarna. Hjartahlýja hennar mun verma áfram með minningu hennar. Enginn var viðbúinn að kallið kæmi nú, þrátt fyrir háan aldur, en hún sem gat hugsað um sig sjálf af reisn og myndarskap fram á síð- asta dag hefði trúlega sjálf kosið að kveðja á þennan hátt. Blessuð sé minning hennar. Jón Ingi Sigurmunds- son. Elsku besta amma mín. Það er svo tómlegt að hugsa til þess að þú sért farin, þú varst svo stór hluti af lífi mínu, alveg síðan ég man fyrst eftir mér. En ég veit að þó þú hafir farið svona snöggt þá má ég ekki gráta, þú ert á svo góðum stað núna og líður örugglega vel. Það er sama hvaða tímabil ég rifja upp í huganum, ég sé þig fyrir mér, alltaf svo góða og tilbúna til að hjálpa mér, styðja mig og hlusta á mig og þú vildir alltaf fylgjast með hvernig mér gekk í skólanum. Alltaf beið mín góður matur hjá ömmu þegar ég kom lítil og svöng heim úr skólanum og svo sátum við saman og hlógum að lífinu og tilver- unni. Amma bauð sko ekki bara upp á þennan góða hefðbundna mat, því hann borðuðum við uppi hjá okkur á kvöldin. En hún amma mín var sko alvöru sælkeri. Stund- um fengum við okkur appelsínur með gati sem við tróðum sykurmol- um niður um ... molamir urðu helst að vera tveir. Og við gátum nú verið ansi prakkaralegar þar sem við sátum með sykurskúffuna og dýfðum gúrkubitum ofan í. Mér hefur aldrei fundist jólin vera byijuð fyrr en búið var að taka fyrstu súpuskeiðina af aspassúpunni þinni góðu, hún er ómissandi á jólunum. Þú vildir aldrei að neinum væri kalt á tánum eða puttunum og það var alltaf hægt að kíkja ofan í stóra pokann þinn og velja sér eitthvað af öllum heimapijónuðu vettlingun- um og sokkunum. Hver einasti sokkur sem fékk á sig gat mátti koma í viðgerð til þín, því þá máttu jú engar tær verða úti í kuldanum. Mikið var nú líka gaman þegar ég fékk að heyra hjá þér sögur. Stundum voru það sögur frá þinni bernsku og annað skemmtilegt frá því áður en ég fæddist og svo voru það allar sögurnar sem leyndust í bókunum þínum sem mér fannst vera algjör fjársjóður. Mest_ þótti mér þó gaman að heyra um „Álfinn í Hljómskálagarðinum", en það gat enginn talað jafnskemmtilega fyrir hrekkjótta álfínn sem gat breytt fólki í dýr. Svo var ég stundum svo heppin að fá að gista niðri hjá ömmu. Þá fékk ég alltaf heitt mjólkurbland áður en ég fór að sofa og oftast fylgdi saga með í kaupbæti. Síðan söngstu fyrir mig þangað til ég sofn- aði. Ég man sérstaklega eftir einu kvæði sem ég vildi alltaf heyra, það var lagið okkar ömmu. Núna þar sem þú ert farin að sofa og ég er sú sem vakir langar mig að fara með það fyrir þig svo þú sofir nú rótt. Góða tungl, um loft þú Iíður ljúft við skýja silfurskaut, eins og viljinn alvalds býður eftir þinni vissu braut. Öllum þreyttum ljós þitt ljáðu, læðstu um glugga sérhvern inn. Lát í húmi hjörtun þjáðu huggast blítt við geislann þinn. (Steingr. Thorst.) Ég held ég geti aldrei þakkað þér nóg fyrir allt sem þú hefur veitt mér og ég veit ég mun alltaf sakna þín. En ég veit líka að við munum sjást aftur. Þá verðið þið pabbi þar til að taka á móti mér og ég er viss um að þú verður með nýbakað- ar kleinur handa litla kleinufíklinum þínum. Guð blessi þig, elsku amma, og sofðu rótt, Þín Sigurrós Jóna. Nú þegar við kveðjum hana elsku ömmu okkar viljum við minnast hennar og þess góða sem hún gaf okkur. Amma var einstök kona. Hún var falleg amma, alltaf vel til höfð og átti snyrtilegasta heimili sem við höfum komið á. Þó hún væri orðin svona fullorðin vildi hún ekki þiggja þá heimilishjálp sem henni bauðst, því „þær“ dustuðu ekki nógu vel mottur og fóru ekki vel „út í hornin“. Hún vildi heldur gera þetta sjálf. Það var allt svo vel gert hjá henni ömmu. Aldrei kom það fyrir að hún ætti ekki eitt- hvað með kaffínu og kökurnar hennar, kleinurnar, skonsurnar og apríkósumarmelaðið var best hjá henni. Amma vildi helst fá að vita með fyrirvara ef við ætluðum að koma í heimsókn, svo hún gæti undirbúið sig sem best, væri búin að setja dúk á borðið með fallegu stelli, servíettum og góðum kökum. Það þýddi ekkert að segja henni að maður væri ekki svangur og vildi ekki láta hafa svona mikið fyrir sér, því aðaltilgangurinn væri þó að hitta hana. Hún vildi hafa þetta svona og það gladdi hana að geta sýnt þessa miklu gestrisni. Það var svo margt sem hún amma gerði listavel. Allir fallegu vettlingarnir og stígvélahosurnar sem langömmubörnin fengu frá henni eða allar fallegu pijónuðu dúkkurnar sem hún stillti upp á skenkinn sinn og vöktu aðdáun barna ekki síður en fullorðinna, því amma tók eina og eina niður þegar langömmubörnin komu í heimsókn og lék svo skemmtileg hlutverk með þær að litlu andlitin urðu alveg heilluð. Hún sagði svo skemmtilega frá hún amma, hún las mikið og ljóð voru í miklu uppáhaldi hjá henni. Við eigum svo margar góðar minningar um ömmu frá því við sjálf vorum lítil. Allar sögurnar og vísurnar sem hún kunni svo skemmtilega að segja frá, en sú saga sem enginn getur sagt skemmtilegar en hún er sagan: „En hvað það var skrýtið". Það var mikill spenningur þegar von var á ömmu og afa í heimsókn á Selfoss. Þegar afi laumaðist oft- ast út eftir kvöldmat og kom til baka með ís í pappaformi handa öllum, eða þegar mesti spenningur- inn var að vakna snemma til að fá að vekja ömmu, skríða uppí til henn- ar og segja: „Amma segðu okkur sögu frá því að þú varst lítil." Amma ljómaði alltaf þegar hún rifj- aði upp bernskuárin sín fyrir vest- an, á Uppsölum. Það var svo greini- legt að hún átti góða æsku, þar sem hún ólst upp í stórum systkinahóp og við þau forréttindi að okkar mati, að hafa ömmu og afa í hús- inu. Þær voru margar skemmtilegar og fallegar sögurnar sem hún sagði okkur úr sveitinni. Þar voru allir svo sáttir við sitt og höfðu tíma til að vera saman. Amma átti líka erf- itt með að skilja allan hraðann og „stressið“ sem einkennir þjóðfélagið okkar í dag. Ef maður var að af- saka að maður kæmi ekki nógu oft til hennar sagði hún iðulega: „Æ, það hafa allir svo mikið að gera.“ Það var alltaf gott að tala við ömmu, hún fylgdist vel með okkar málum og gat gefið okkur góð ráð. Þótt amma hafi verið orðin 87 ára gömul kom kallið svo óvænt og er sárt fyrir okkur sem eftir stöndum. Við erum þakklát fyrir kærleikann sem við nutum frá henni en söknum hlýja faðmsins hennar. Við vitum samt að henni varð að þeirri ósk sinni að þurfa ekki að ganga í gegnum sársaukafullan dauðdaga eða vera öðrum háð á stofnun. Hún kvaddi í sparifötun- um, snyrtileg og falleg - þannig var amma. Við trúum því að nú sé hún loksins búin að hitta afa aftur, sem féll svo allt of snemma frá. Hún á eftir að fylgjast með okkur áfram og styrkja okkur eins og hún gerði áður. Það er líka huggun að trúa því að lítill einstaklingur, sem ekki var nógu sterkur til að fæðast í þennan heim verði í góðum hönd- um - langamma passar. Far þú í friði Guðs, elsku amma, og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Vilborg, María, Selma og Sigurmundur. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnignandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðm.) Elsku besta amma mín. Þú hefur verið hluti af mínu lífi frá því ég man fyrst eftir mér. Það besta sem ég vissi þegar ég var barn, var að vera í pössun hjá ömmu og afa á Kambsvegi. Mér er minnis- stætt þegar þú last fyrir mig með tilheyrandi tilþrifum, þegar við fór- um í gönguferðir og þegar við sát- um inni í litla gula húsinu og spjöll- uðum saman. Þú kenndir mér svo mikið af lögum og vísum og ég hafði sérstaklega gaman af því þeg- ar þú fórst með „En hvað það var ,, skrýtið". Ég man þegar við sátum á eldhúskollum með einn koll á milli okkar, drukkum „kaffi“ úr dúkkubollastelli og þóttumst vera fínar frúr. Seinna, þegar afi dó, fluttum við svo öll saman. Við bjuggum uppi og þú niðri. Það var alltaf gott að koma heim úr skólan- um, vitandi það að amma var heima. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, dæmdir aldrei, hlustaðir alltaf. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst hrifin af henni Karlottu litlu, nýj- asta langömmubarninu. Þegar ég kom með hana í heimsókn ljómaðir þú og sast lengi og horfðir á hana. Síðasti dagur þinn í þessu lífi var góður, amma mín. Þú fékkst að koma með okkur í kirkjuna þegar við létum skíra hana Karlottu og þú varst svo hress og kát. Þú skemmtir þér vel í veislunni, þó að brottför þína þaðan hafi borið brátt að. En þann dag veit ég að dóttir mín eignaðist góðan verndarengil. Elsku amma mín, ég veit að núna líður þér vel. Nú ertu komin til afa og pabba og allra hinna sem við söknum og ég veit að þið hjálpist að við að vernda okkur sem eftir erum. Elsku amma mín, takk fyrir allt. * Þín, Guðbjörg. + Ástkær bróðir minn, JÓHANNES SVERRIR GUÐMUNDSSON frá Suðureyri, Hagamel 46, Reykjavík, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 26. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu í dag, miðvikudaginn 7. maí, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Haraldur Hjaltalín. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát, kveðjuathöfn og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu, NJÁLU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Þökkum starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Einnig sendum við öllum, sem hjálpuðu okkur við útför hennar í Vestmanna- eyjum, okkar bestu þakkir. Jóhanna Tómasdóttir, Þorsteinn Laufdal, Njála Laufdal, Friðrik Baldursson, Helga Laufdal, Hans Ragnar Þorsteinsson, Ósk Laufdal, Ólafur Kolbeins Júlfusson. r _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.