Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kvittað fyrir móttöku handrita SIÐASTA meginsending íslensku handritanna kom með danska varðskipinu Vædderen í gær. Kai Rasch Larsen skipherra afhenti Stefáni Karlssyni forstöðumanni Árnastofnunar handritin og sést sá síðarnefndi kvitta fyrir mót- töku þeirra. ■ Grettis saga/21 — Tilrauna- veiðum við Falklands- eyjar hætt ENGEY RE 1 er hætt fískveiðum við Falklandseyjar og er nú á leið- inni til Islands. Þar með er til- raunaveiðum íslenskra aðila við eyjamar lokið, í bili a.m.k. Utgerðin hófst um áramótin og var fyrirtækið Island Fisheries Holdings Ltd. stofnað um þær þar _j»syðra. Að því standa Grandi hf., Kristján Guðmundsson hf. á Rifí, JBG Falklands Ltd. og Sæblóm ehf. Fyrirtækið keypti línuskipið Tjald II SH 370 og leigði frysti- togarann Engey RE 1 til verkefn- isins. Tjaldur var notaður til veiða á djúpsjávarfíski en væntingar manna um aflabrögð gengu ekki eftir og var veiðum því hætt í apríl og skipið selt til fyrri eiganda. Engey stundaði smokkfískveiðar við eyjarnar en þar hafa vonir manna einnig brugðist og er skip- ið nýhætt veiðum og lagt af stað heim. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. og stjómarformaður Is- ~7rland Fisheries Holdings Ltd., seg- ir að kannað verði gaumgæfílega hvort rétt sé að hefja veiðar við Falklandseyjar að nýju. Verði nið- urstaðan sú hefjist þær þó ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Stærðfræði- prdfið birt í heild SAMRÆMDA prófíð í stærðfræði, sem mjög hefur verið rætt um að undanfómu, er birt í heild í Morgunblaðinu í dag. Réttar lausnir við prófínu verða birtar í blaðinu á næstunni. ■ Samræmt lokapróf/26-27 Unnið að samningum lánardrottna um yfírtöku eigna Fáfnis Stefnt að því að rekstur geti hafist STJÓRN Byggðastofnunar veitti í gær forstjóra stofnunarinnar um- boð til að semja við stærstu lán- ardrottna Fáfnis hf. á Þingeyri um að leysa til sín frystihús, fiski- mjölsverksmiðju og fleiri eignir íyrirtækisins. Tilgangurinn er að halda eign- unum saman og selja þær eða leigja til þess að fiskvinnsla geti hafíst þar af alvöru á nýjan leik en nú era níu mánuðir frá því vinnsl- an stöðvaðist. Fyrir stjóm Byggðastofnunar vora lögð drög að samkomulagi lánardrottna um yfirtöku eigna Fáfnis hf. Unnið er að samningum lánardrottna um yfírtöku frysti- húss Fáfnis og fleiri eigna en eft- ir er að semja innbyrðis og við stjórn Fáfnis. Sigurður Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga og framkvæmdastjóri Fáfnis, segir að viðbrögð stjórnar Fáfnis fari eftir efni tilboðs Byggðastofnunar, þau verði já- kvæð ef fyrirtækið komist sóma- samlega frá málinu. 78 manns atvinnulausir í gær var 71 íbúi Þingeyrar skráður atvinnulaus, samkvæmt upplýsingum Bergþóru Annas- dóttur á skrifstofu Isafjarðarbæj- ar á Þingeyri, og sjö til viðbótar voru að ljúka tímabundnum störfí um við fískpökkun hjá Fáfni. I dag eru því 78 atvinnulausir en í allan vetur hafa 68-78 íbúar stað- arins verið atvinnulausir. ■ Þungbær bið/30 Morgunblaðið/RAX Deilt á vikursölu Aðal- verktaka ÍSLENSKIR Aðalverktakar voru harðlega gagnrýndir á Alþingi í gær vegna meintra óeðlilegra undirboða á vikri á Þýskalandsmarkaði. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra og nokkrir þingmenn Sunn- lendinga sögðu fyrirtækið hafa beitt því fyrir sig á óeðlilegan hátt að rík- ið væri meirihlutaeigandi í fyrirtæk- inu til að vinna traust kaupenda. Með þessum aðferðum hefði það reynt að sölsa undir sig markaðinn úr höndum tveggja íyrirtækja, Jarð- efnaiðnaðar hf. og Vikurvara hf. sem vinna vikur á Heklusvæðinu. Dótturfyrirtæki íslenskra aðal- verktaka, Lava hf., hyggst vinna vik- ur á Snæfellsnesi en hefm' enn ekki fengið úthlutað vinnsluleyfi. Iðnað- an-áðheiTa sagði að utanríkisráð- herra hefði þegar séð ástæðu til að gera athugasemdir við markaðs- starfsemi Lava hf. í Þýskalandi, en hún er í höndum fyrirtækisins GER, sem er í eigu Lava og Armannsfells. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ís- lenskra aðalverktaka, sagði í gær- kvöldi að það væri fyrirtækið Nes- vikur, sem væri að selja birgðir af vikiá og væri ekki með neina náma- vinnslu á sínum vegum sem stendur. Verðið sem fengist fyrir vikur nú væri hærra en fengist hefði í fyrra og gæði vikurs Nesvikurs og Heklu- vikurs væra ekki sambærileg. ■ Óeðlileg/6 ♦ ♦ ♦ Sandi mok- að úr Vík- artindi UNNIÐ var að því í gær að moka sandi úr einni lest Víkartinds með beltagröfu. Neðst í lestinni eru 18 sfðustu gámarnir sem enn eru í skipinu og þegar sandurinn hefur verið hreinsaður ofan af verða gámarnir hífðir í land. Skipið er rækilega skorðað og allt að 10 metra breið sandfjara hefur myndast við stjórnborðshlið þess. Samkomulag um innlimun Schengen í Evrópusambandið í augsýn Gert ráð fyrir njgum við- ræðum við Island og Noreg SAMNINGAMENN á ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins hafa færzt nær samkomulagi um að Schengen-samningurinn um afnám vegabréfaeft- irlits á landamærum verði innlimaður í stofnsátt- mála ESB. í tillögu Hollands um þetta efni, sem rædd var á samningafundi í Brassel í gærmorg- un, er gert ráð fyrir að teknar verði upp viðræð- ur við Island og Noreg um gerð sérstaks sam- komulags um aðild landanna að breyttu Schengen- samstarfi. Gert er ráð fyrir að áfram verði byggt á samstarfssamningunum, sem ísland og Noreg- ur gerðu við Schengen-ríkin í desember síðastliðn- um. í tillögu Hollands, sem nú fer með forystu í ESB, er gert ráð fyrir að Bretland og írland verði undanþegin ákvæðum um vegabréfasamstarf, í samræmi við væntanleg samningsákvæði um „sveigjanlega samrunaþróun“. Reuters-fréttastof- an hefur eftir embættismönnum í Brussel að Doug Henderson, nýr Evrópumálaráðherra Bretlands, hafi greint frá því að Bretar muni láta af andstöðu sinni við innlimun Schengen í ESB. Samkomulag innihaldi ákvæði um fjárhagslegt framlag I formála hollenzku tillögunnar, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum, segir að taka verði til- lit til þess að æskilegt sé að koma á „sérstöku sambandi" við ísland og Noreg, en bæði ríkin séu reiðubúin til að taka á sig skuldbindingar Schengen-samstarfsins og hafi undirritað sam- starfssamninga þar um í desember síðastliðnum. Þá segir í drögum þeim að samningstexta, sem er að finna í tillögunni, að ísland og Noregur skuli hafa aukaaðild að framkvæmd reglna Schengen og frekari þróun þeirra. Ráðherraráð ESB skuli gera við ísland og Noreg sérstakt samkomulag um „viðeigandi ráðstafanir“ í því skyni og byggja þar á samstarfssamningunum. Þessir samningar eru taldir upp í viðauka við tillöguna sem hluti af reglusafni Schengen. Tekið er fram að samkomu- lagið skuli innihalda ákvæði um fjárhagslegt fram- lag Islands og Noregs til breytts Schengen-sam- starfs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins getur innlimun Schengen í ESB þýtt lægri greiðslur Islands til samstarfsins en ella, þar sem í ESB eru framlög aðildarríkja miðuð við virðis- aukaskattstofn í viðkomandi ríki, en í núverandi Schengen-samstarfí greiða öll aðildarríki svipaða upphæð. Ekki er ljóst af texta tillögunnar hvort Schengen-samstarfið muni að hluta eða öllu leyti falla undir svokallaða fyrstu stoð Evrópusam- bandsins og þar með lögsögu yfirþjóðlegra stofn- ana ESB, t.d. framkvæmdastjórnarinnar, Evrópu- þingsins og dómstólsins. Yerði það raunin er talið að erfiðara verði fyrir Island og Noreg að sætta sig við innlimun samstarfsins í ESB en ef það verður áfram hefðbundið milliríkjasamstarf í þriðju stoð sambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.