Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 36
■4 36 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR + Hulda Ragna Magnúsdóttir, matráðskona fædd- ist í Reykjavík hinn 14. október 1922. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 26. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjóna Soffía Siguijónsdóttir frá Saltvík á Kjalar- nesi, f. 7. ágúst 1896, d. 21. maí 1990, og Magnús Jónsson, verkamað- ur í Reykjavík, ættaður frá Snjallsteinshöfða í Landsveit, f. 29. ágúst 1890, d. 18. des. 1976. Hálfsystir Huldu var Sig- rún Lína Helgadóttir, f. 2. ág- úst 1920, d. 4. jan. 1996, gift Halldóri Sigurðsyni, sjómanni, f. 30. des. 1913, d. 6. des. 1970. Hulda var elst alsystkina sinna, en þau eru Sigurjón Scheving, bifvélavirki og fyrr- verandi lögreglu- stjóri á Reyðarfirði, f. 6. nóv. 1923, d. 11. apríl 1989, kvæntur Pálínu Stefánsdóttur, f. 14. júlí 1922; Sigurjóna Gyða, f. 31. ágúst 1926, gift Gesti Hallgrímssyni, full- trúa hjá Reykjavík- urborg og fyrrver- andi prentara, f. 20. sept. 1929, d. 25. júní 1996; Pálína Þórunn, f. 22. júlí 1929, d. 19. janúar 1997, gift Jóni Þórarni Sigurjónssyni, bif- reiðasljóra, f. 2. mars 1927; Guðmundina Oddbjörg, f. 2. sept. 1936, gift Áskatli Magnús- syni, bifvélavirkja, f. 11. okt. 1926, d. 31. des. 1994. Útíför Huldu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er ávallt þungbært að horfa — á eftir ástvinum sínum þegar þeir hverfa úr þessu jarðneska lífi. Við sem eftir stöndum reynum að hugga okkur við að láta hugann reika um liðna tíma. Minningar um góða og gjafmilda frænku og vinkonu eru okkur kær- ar. Frá fyrstu tíð var Hulda frænka, eins og hún var alltaf kölluð, einn af máttarstólpum lífs okkar. Það var amma Sigga, afi og Hulda frænka á Freyjó, sem mynduðu eins konar heilaga þrenningu í huga Í okkar. í æskuminningunum var Freyjugata 17b nafli alheimsins á þann hátt að þar fengum við notið öryggis, skjóls og hlýju með ástríku fólki og deildum með því gleði og sorgum lífsins. Nú eru þau þijú horfín á fund feðra sinna. Eftir frá- fall Huldu frænku er eins og með henni hafi horfið síðasta haldreipi okkar við upprunann, vegna þess að Freyjugatan var sem okkar ann- að heimili. Hulda frænka var alla tíð mjög vinnusöm og ósérhlífin. Hún var snemma læs og fljót að tileinka sér námsefni. Hér áður fóru börn ekki í skóla fyrr en tíu ára gömul, en að þeim tíma lærðu þau í foreldra- húsum. Hún var ávallt námsfús og hafði hug á því að læra eitthvað í framtíðinni, en á hennar uppvaxtar- árum var ekki ætlast til þess af stúlkum og þá sérstaklega ekki úr verkalýðsstétt. Hún tók því örlögum sínum eins og vera bar, stundaði bamaskólanám og til þess að létta + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS B. E. NORÐDAHL bifreiðastjóri frá Hólmi, Fellsmúla 22, Reykjavik, andaðist mánudaginn 5. maí. Guðrún Hreggviður Norðdahl, Svala Norðdahl, Hrönn Norðdahl, Magnús M. Norðdahl, Örn Norðdahl, Kolbrún Norðdahl, Hrafn Norðdahl, barnabörn og Norðdahl, Svava H. Guðmundsdóttir, Jónas Hallsson, Elís R. Víglundsson, Elín Jónasdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Brynjólfur Samúelsson, Herdís Hubner, barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HANSÍNA METTA KRISTLEIFSDÓTTIR frá Efri Hrísum, Fróðárhreppi, Stórholti 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Guðmundur Kristjánsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Margrét Ólafsdóttir, Aldís Guðbjörnsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Gylfi Sigurðsson, Halldór Guðbjörnsson, Guðfinna Ólafsdóttir, Sólbrún Guðbjörnsdóttir, Víkingur Halldórsson, Hrefna Guðbjörnsdóttir, Egill Þráinsson, Gíslný Guðbjörnsdóttir, Jóhann Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. á heimilinu var hún send í vist yfir sumartímann. í ljósi þessa tíma var áhrifa kreppunnar farið að gæta á Islandi og efnahagur landsmanna fór dvínandi. Faðir hennar hafði fest kaup á nýju húsi, en það heyrði til undantekninga að verkamaður ætti sitt eigið húsnæði á kreppuár- unum. Launin fyrir vistina vom fyrst í formi fæðis yfir daginn, en þegar hún var orðin tólf ára fékk hún peninga í fyrsta skipti fyrir vinnu sína. Sá peningur var greidd- ur út eftir sumarið og féll hann í heimilishald foreldra hennar. Þegar Hulda fermdist var það merki um það að hún væri orðin fulltíða kona og ætti að fara að sjá fyrir sjálfri sér. Fékk hún þá 30 kr. í vinnulaun á mánuði sem vinnukona. Eftir fermingu kom það aldrei til greina að hún færi í áframhaldandi nám. Hún var ávallt heppin með hús- bændur og þeir voru henni góðir. Húsmæður hennar vom báðar hús- mæðraskólagengnar og hjá þeim lærði hún margt til matseldar. Öll sú þekking sem hún aflaði sér hjá húsmæðrum sínum kom að góðum notum þegar hún fór að vinna fyrir sér seinna meir. Þar hafði verið lagður grunnur að áhuga hennar á matseld. Haustið 1940 þegar Hulda varð átján ára gömul hóf hún störf á veitingahúsinu Central í Hafnar- stræti 18 í Reykjavík hjá hjónunum Lóu Kristjánsdóttur og Friðsteini Jónssyni. Það var farið að gæta uppgangs í íslensku efnahagslífi þetta sama ár, en þá var landið hernumið af Bretum. Erlent fjár- magn streymdi til landsins í aukn- um mæli og atvinnutækifæri land- ans jukust. Hulda fékk nú 500 kr. í laun á mánuði og fannst henni hún geta keypt allan heiminn, hún var svo rík. Veitingahúsavinnan átti vel við Huldu og leið henni vei yfír pottum og pönnum hjá góðu fólki. Þó Hulda hafi verið ung að árum fannst Friðsteini hún hæfi- leikarík matselja og lét sig oft hverfa tímunum saman, en kom einstöku sinnum við til að „dýfa puttunum í pottana", smakka og hrósa henni fyrir afköst og dugnað. Hann vildi senda hana til sveins- prófs í matargerðarlist í Valhöll á Þingvöllum. Þetta sveinspróf var fyrir þá sem höfðu unnið við matar- gerð í nokkur ár og höfðu aflað sér starfsreynslu. Meistarapróf var ekki hægt að taka nema fara til annarra landa. Ekkert varð úr því að Hulda lyki sveinsprófí, enda hafði hún önnur framtíðaráform. Hún ætlaði ekki að „þræla“ eins og hún kallaði það, á veitingahúsi alla ævi, heldur eign- ast heimili, eiginmann og mörg börn. En það er einhvem veginn þannig að örlögin taka í taumana og menn fá ekki við neitt ráðið. Við skemmtum okkur stundum yfír dægurlagatextanum „Hulda spann og hjartað brann, en aldrei fann hún unnustann". Þetta vinsæla tískulag söng Hulda fyrir okkur systur og sagði jafnframt að við mættum ekki vera of vandlátar í vali okkar á karlmönnum. Hulda var alla tíð mjög ánægð hjá Lóu og Friðsteini og starfaði hjá þeim á meðan þau stóðu í veitingahúsa- rekstri hér í Reykjavík. Hulda starf- aði þvi á Central til ársins 1950 og síðan á veitingahúsinu Vega við Skólavörðustíg 3. Seinna á Gilda- skálanum við Aðalstræti 9 og svo á Veitingahúsinu Laugavegi 28. Hulda starfaði nokkurn tíma hjá Lóu eftir andlát Friðsteins, árið 1971, á meðan Lóa var með rekstur hér í borg. Af Huldu fór mjög gott orðspor sem matráðskonu. Hún átti sína föstu viðskiptavini sem fylgdu henni milli veitingahúsa. Hún eldaði góðan mat og sumir fullyrtu það að hún matreiddi bestu súpur í heimi, þar sem ekkert var til sparað. Minningarnar um Huldu frænku eru margar. Allar bæjarferðirnar okkar saman, þegar við laumuðum litlu höndunum í hlýjan lófann hennar og „spásseruðum" eins og hún kallaði gönguferðirnar okkar niður Laugaveginn, sem enduðu oft á Hressó. Það var staðið lengi fyrir utan gluggann við Hressó og spáð í hvað ætti að fá sér, kannski var það „smorrebrauð" með rækjum, skinku eða roastbeef eða gamla góða ijómatertusneiðin. Þetta var allt mjög vel skipulagt áður en gengið var inn í flottheitin. Ef við komum ekki við á Hressó fórum við í bakaríið á heimleið og keyptum rúnnstykki með birki og annað góð- gæti. Það var alltaf séð fyrir því að litlir munnar yrðu ekki svangir. Tilhlökkun okkar yfír því að vera þess heiðurs njótandi að fara með Huldu frænku í bæinn var mikil. Það var bara dagskrá út af fyrir sig og tilbreyting í hversdagsleik- ann. Hulda frænka kom fram við okk- ur á annan hátt en aðrir fullorðnir. Við vorum jafningjar og vinkonur alveg fram á síðasta dag. Þegar Hulda kom í heimsókn til okkar þegar við vorum litlar, kom hún alltaf inn í herbergi okkar krakk- anna til að skoða dótið og spjalla um daginn og veginn. Til marks um hve mikillar virðingar Hulda naut, var það skemmtilega svar Höllu við því hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór: „Nú auðvitað matkona eins og Hulda frænka.“ Þegar Hulda frænka sagði frá þessu svari, leyndi stolt hennar sér ekki. Höfuðeinkenni Huldu frænku var gjafmildin og gleðin. Hún ætlaðist ekki til neins af öðrum og var alltaf tilbúin til þess að gefa af sínu, með glöðu geði. Fyrir smá viðvik að okkar mati vildi hún ávallt launa margfalt og fannst okkur stundum nóg um. En þetta var hennar aðferð til að sýna okkur þakklæti sitt og hvað henni þótti vænt um okkur. Eitt sinn spurði barn hvers vegna Hulda frænka væri alltaf svona glöð? Þessi spurn- ing vakti okkur til umhugsunar um gleðina sem geislaði af andliti henn- ar. Hún sá alltaf eitthvað gott í öllu og öllum. Þannig þekktum við hana og þannig minnumst við henn- ar. Eftir að Hulda hætti að starfa sem matráðskona tók hún sér nokk- urt starfshlé. En síðar tók hún að sér ræstingar hjá Reykjavíkurborg í nokkur ár og annaðist foreldra sína, fram að andláti þeirra. Hulda bjó á Freyjugötunni allt fram til ársins 1990. Eftir það bjó hún ein, fyrst við Njálsgötu og síðar við Lindargötu. Það var okkur mikið gleðiefni þegar Hulda frænka flutti af Lind- argötunni til Gyðu systur sinnar, í september á síðasta ári. Þær stöllur höfðu ákveðið það að njóta félags- skapar hvor annarrar, enda engin ástæða fyrir því að svo nákomnar systur byggju hvor í sínum borgar- hlutanum. En enn tóku örlögin völd- in og heilsufari Huldu frænku fór hrakandi uns hún lagðist inn á Sjúkrahús Reykjavíkur í ársbyijun. Því miður átti hún ekki þaðan aftur- kvæmt og varð meira lasburða, þrátt fyrir vonir og væntingar um bata. Minningin um góða frænku lifir í hugum og hjörtum okkar. Blessuð sé minning hennar. Með hjartans þakklæti fyrir sam- veruna. Hulda og Halla Gestsdætur. Þegar ég var lítill varð snemma aðeins ein frænka í tilverunni. Það var hún Hulda frænka. Kannski voru frænkurnar fleiri. Hins vegar var nafn Huldu aldrei sagt öðru vísi en að frænka kæmi á eftir. Þannig er þetta orð í huganum tengt hlýju og væntumþykju þeirrar konu sem var óspör á kærleika og hjálpsemi. Líf hennar og minning er djúpt gróin í minnið og verður ekki skipt út fyrir önnur gæði þessa heims, þótt ríkuleg séu. Eftir að ég eignaðist svo dóttur, varð Hulda frænka hennar frænka með allri þeirri elsku sem því fylgdi. Hulda frænka barst ekki mikið á í lífinu. Hún var nægjusöm og óeig- ingjörn en fyrst og síðast traust. Hjartalag hennar var því með þeim hljómi sem fáum er gefinn. Lengst- um bjó hún á Freyjugötu 17b hér í Reykjavík og deildi þar húsnæði með foreldrum sínum allt þar til þeir lögðu í sitt ferðalag um óþekkt- ar gáttir tilverunnar. Amma og afi og Hulda frænka urðu því óijúfaleg þrenning í litla bakhúsinu á Freyjó sem ekki státaði af minni kærleika en önnur hærra skrifuð þrenning að því er talið er og iðulega kennd við heilagleika. Þetta samfélag á Freyjó er ætíð í mínum huga dulít- il akademía og kannski ein af þeim síðustu þar sem fjölskyldan kom saman til þess að ná í síðustu vís- dómsorð þeirrar kynslóðar sem ólst upp við léleg efni í moldarkofum. Sú hugmyndafræði sem miðlað var í þessari akademíu nýtist þeim sem nennir að hlusta, hinum er hún í hæsta máta hjal um innantóma hluti. Fegurð og kraftur leynist hins vegar ekki síður í hinu smáa og einfalda en hinu stóra og flókna; gleðinni og sorginni; réttlætinu og óréttlætinu. Innsæi þarf hins vegar til þess að skynja hana og skilja. Allt þetta gat Hulda frænka les- ið af lítillæti og hófsemi þess sem leitar inn á við til skilnings á tilver- unni og margvíslegum rökum henn- ar. Hulda frænka eignaðist aldrei böm en þeim mun kærari voru henni því böm og barnabörn systk- ina sinna. Alltaf vom þau aufúsu- gestir og áttu öll sinn stað í hjarta hennar, hvert með sínum hætti. Allir hafa því misst og sakna hlýs viðmóts þeirrar frænku sem af ör- læti sínu vék einhveiju í litlar hend- ur að þreifa sig út í lífið. Nú þegar þú ert gengin, kæra frænka, átt þú alltaf þinn stað í hugskoti mínu og dóttur minnar. Þangað getur maður leitað ekki síð- ur en þegar þú varst þessa heims. Það er styrkur og huggun fólgin í því að eiga einhvern að. Einhveiju sinni vorum við að ræða um misjafnt mannanna lán í þessum heimi niðri á Freyjó. Þá sagði amma í sínu æðruleysi: „Þeir eru allir jafnir fingurnir þegar í lófann er komið." Þannig sigraði maður óttann um leið og maður kreppti hnefann; óttann við sjálfan sig og heiminn. Þannig, kæra frænka, stöndum við að lokum frammi fyrir hinum hinsta dómara sem dæmir alla jafnt hvernig svo sem staða þeirra var í lífinu. Megi minning þín lifa. Benedikt Gestsson og Kristrún Vala. Á kveðjustundu er svo margt sem kemur upp í hugann, er ég minnist minnar kæru elsku frænku Huldu á Freyjó, sem nú hefur yfírgefið hið jarðneska líf og farið til himna- föðurins. Mér er sem ég sjái hana nú sitja hjá langömmu Siguijónu og langafa Magnúsi og brosa af gleði yfir endurfundum og minning- um um horfna daga á Freyjugötu 17b. Litla húsinu, sem var samt svo stórt og rúmaði svo marga, því þar var alltaf svo margt um manninn, bæði af gestum og gangandi. Þar sýndir þú þína miklu gest- risni og félagslyndi með þitt góða og glaða skap. Hressleiki þinn og hlátur umvafði alla. í mínum minn- ingum frá bernskudögum var alltaf sól á Freyjugötunni, og þú sem einn geislinn frá henni, svo góð, hlý, kát og gjafmild. Þú gast alltaf gert þér í hugarlund hvað litla stelpu dreymdi um að eignast. Það er eins og það hafi gerst í gær en ég var ljögurra ára þegar þú réttir mér jólapakkann og baðst mig um að passa að missa hann ekki, því þá gæti hann brotnað. Þá vissi ég að það væri bollastell og þá hlóstu dátt. Já, þú kunnir að gleðja. Og sögurnar þínar frá siglingum þínum með Gullfossi til framandi landa eins og ævintýri. Allt gullið og ger- semarnar sem þú komst með heim úr þeim ferðum, sem ég fékk alltaf að skoða og handleika. Þessi fáu brot af góðri minningu um þig, Hulda, geymast ætíð og varðveitast í huga okkar allra sem fengum að njóta þín og þinnar elsku. Kærar þakkir fyrir mig, ástkæra frænka og Guð blessi þig. Sigurbjörg Gyða Tracey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.