Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 23
FÉLAGAR í Karlakór Reykjavíkur
Karlakór Reylgavíkur á heima-
slóðir stofnandans
KARLAKÓR Reykjavíkur heldur
á uppstigningardag, 8. maí, í sína
fyrstu söngferð til Vestfjarða og
mun þá m.a. syngja á fæðingar-
stað stofnanda síns, Sigurðar
Þórðarsonar tónskálds.
Sigurður fæddist að Gerðhöm-
rum í Dýrafirði 8. apríl 1895, son-
ur Þórðar Ólafssonar prests og
Maríu Isaksdóttur. Þegar Sigurð-
ur var níu ára flutti fjölskyldan
að Söndum, sem er stutt frá Þing-
eyri. Þar kynntist Sigurður karla-
kórssöng. Aðeins ellefu ára hóf
hann að svngja annan tenór með
Karlakórnum Svönum, undir
stjórn Bjarna Péturssonar frá
Hákoti í Njarðvík. Eiginkona Sig-
urðar, Áslaug Sveinsdóttir fædd-
ist að Hvilft í Önundarfirði. Hún
lifir mann sinn.
Karlakór Reykjavíkur mun
fyrst hefja upp raust sína í
íþróttahúsinu á Þingeyri í þessari
Vestfjarðaferð. Það verður kl.
20.30 að kvöldi uppstigningar-
dags, 8. maí. Daginn eftir verður
haldið til Isafjarðar með viðkomu
að Gerðhömrum þar sem kórinn
mun minnast stofnanda sins með
söng á fæðingarstað hans. Á
Isafirði mun kórinn syngja í kirkj-
unni kl. 20.30 á föstudagskvöld.
Á efnisskrá tónleik-
anna verða auk laga
eftir Sigurð Þórðar-
son flutt lög eftir Pál
Pampichler Pálsson,
fyrrum stjórnanda
kórsins og Fjölni Stef-
ánsson skólastjóra, en
bæði þessi lög frum-
flutti kórinn á árleg-
um tónleikum sinum
nú fyrir skömmu.
Tónskáldin færðu
kórnum þau að gjöf í
tilefni 70 ára afmælis
hans á liðnu ári. Nor-
ræn lög munu hljóma,
svo og lög eftir Sig-
valda Kaldalóns,
Schubert, Wagner, Carl Orff,
bítlana John Lennon og Paul
McCartney og fleiri. Fimm kórfé-
lagar munu syngja einsöng. Þeir
eru: Björgvin Þórðarson, Öskar
J. Sigurðsson, Sigmundur Jóns-
son, Sigurður Haukur Gíslason
og Ingólfur Sigurðsson.
Rannveig Fríða Bragadóttir,
óperusöngkona kemur frá
Lisssabon í Portúgal til að syngja
með Karlakór Reykjavíkur fyrir
Vestfirðinga. Langafi hennar,
Jónas Magnússon var einn af
stofnendum kórsins,
auk þess sem Gunn-
ar Pálsson, einn af
máttarstólpum kórs-
ins á árum áður var
frændi Rannveigar.
Frægasta lag Gunn-
ars með kórnum er
lag Sigurðar Þórð-
arsonar, Sjá dagar
koma” við texta Dav-
íðs Stefánssonar frá
Fagraskógi og ætlar
Rannveig að feta í
fótspor frænda síns
og syngja þetta lag
með kórnum. Rann-
veig mun meðal ann-
ars syngja Alt-
Rhapsódíu eftir Johannes
Brahms, en 3. apríl s.l. voru liðin
100 ár frá dauða hans.
Stjórnandi Karlakórs Reykja-
víkur er Friðrik S. Kristinsson.
í lok tónleikanna á Isafirði,
mun Karlakórinn Ernir samein-
ast Karlakór Reykjavíkur og
saman munu kórarnir syngja
þekkt, kraftmikil karlakórslög
við undirleik Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur, en hún hefur
verið aðalundirleikari kórsins s.l.
9 ár.
Sigurður
Þórðarson
Þjáningar listamannsins
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
BASQUIAT ★ ★
Leikstjóm og handrit: Julian Schnab-
el. Byggt á sögu Lech J. Majewski.
Kvikmyndataka: Ron Fortunato. Að-
alhlutverk: Jeffrey Wright, David
Bowie, Bemicio Del Toro, Gary Old-
man, Claire Forlani, Michael Winc-
ott, Elina Löwensohn, og Dennis
Hopper. 106 mín. Bandarísk. Ele-
venth Street Production/ Jon Kilik/
Miramax Pictures. 1996.
BANDARÍSKA kvikmyndin
„Basquiat" tekur til umfjöllunar
feril listamannsins Jean Michel
Basquiat sem fangaði athygli lista-
heimsins í New York ungur að aldri
og dó af völdum eiturlyfja 27 ára
gamall. Söguþráður myndarinnar
er eins og samsafn af gamalkunn-
um mótívum um listamanninn sem
týpu og áhrifum frægðarinnar á
sálina.
Aðalsöguhetjan er uppreisnar-
gjarn eiturlyfjaneytandi sem þráir
viðurkenningu. Hann er þjáður
snillingur og barnssál og er snilli-
gáfan að sjálfsögðu tengd geðveiki
í ættinni. Konurnar í lífi hans eru
annars vegar eitt stykki engill
(reyndar mjög vel leikin af Claire
Forlani), en hins vegar lausgirtar
fraukur og fær Courtney Love það
hlutverk að vera fulltrúi þeirra allra.
Basquiat hlustar ekki á aðvaranir
um gildrur frægðarinnar heldur
grípur gæsina þegar hún gefst og
missir samband við sína sönnu ást
og besta vin. Umvafin gráðugu liði
sem hefur ekki hundsvit á list reyn-
ir listamannsræfillinn að fóta sig.
„Basquiat" er fyrsta kvikmynd
listmálarans Julians Schnabels sem
þekkti víst Basquiat og er persón-
an, sem Gary Oldman leikur, byggð
á Schnabel sjálfum. Heimurinn sem
hann skapar er frekar fljótandi og
óljós. Myndin er einkennileg blanda
af hefðbundinni ævisögulegri kvik-
mynd og mynd með listrænum til-
burðum. Það sem dregur frumraun
Schnabels einna helst niður, fyrir
utan klisjurnar, er oft og tíðum til-
gerðaleg notkun myndmáls. Hann
hefur greinilega stúderað ákveðinn
stílbrögð, eins og Truffaut og God-
ard eru þekktir fyrir, einum of mik-
ið.
Leikur einstakra leikara er það
sem bjargar „Basquiat" frá því að
sökkva gjörsamlega. Jeffrey Wright
er undursamlega góður sem Basqui-
at. Líkamsburðurinn, göngulagið,
handahreyfingar, allt vinnur saman
til þess að gefa mynd af því hvern-
ig Basquiat daðraði við umhverfi
sitt, fúllur af sjálfseyðingarhvöt og
óöruggur um stöðu sína sem þekkt-
ur svartur listamaður í Bandaríkj-
um níunda áratugarins. Bernicio
Del Toro fer einnig á kostum þegar
hann birtist í hlutverki besta vinars
Basquiats, Bennys.
Hópur af vönduðum leikurum
eins og Dennis Hopper, Willem
Dafoe, Elinu Löwnsohn og Crist-
oper Walken flögra einnig í gegnum
myndina en fá svo lítið að gera að
manni finnst þeir helst óþarfir. Sér-
staklega situr Walken upp með
vandræðalegt atriði sem blaðamað-
ur sem er að reyna að taka viðtal
við Basquiat.
David Bowie er líka í myndinni
sem furðufuglinn Andy Warhol.
Hann er forvitnilegur þó að ekki
geti frammistaðan talist leiksigur.
A heildina litið er „Basquiat" því
frekar klúðurslegt byrjandaverk
sem tekst hvorki að vera djúp túlk-
un á lífi raunverulegs listamanns
né eins konar listrænar vangaveltur
um áhrif sköpunargáfunnar á líf
einstaklings.
Anna Sveinbjarnardóttir
Sigurður Skagfjörð í Viðistaðakirkju
Létt og
skemmtilegt
SIGURÐUR SkagQörð
Steingrímsson heldur
sína fyrstu einsöngstón-
leika sunnan heiða í
Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði í kvöld, miðvikud-
dagskvöld, kl. 20.30. Á
tónleikunum mun Sig-
urður flytja þekkt ís-
lensk og erlend sönglög,
bæði ljóð og aríur.
„Þarna verður eitthvað
fyrir alla,“ sagði Sigurð-
ur í samtali við Morgun-
blaðið. „Ég hafði hugsað
mér að reyna að hafa
þetta létt og skemmti-
legt, hafa þetta þannig
að allir fínni eitthvað við
sitt hæfi.“
Sigurður mun halda
til Vínarborgar í nám í vor en hann
hefur hlotið listamannalaun til eins
árs. „Það er gamall draumur að kom-
ast út, líta í kringum sig og læra
meira. Ég verð í tímum hjá Helenu
Karusso, söngkennara, en hún kenn-
ir við Tónlistarháskólann í Vín og
hefur meðal annars kennt fjölda ís-
lenskra söngvara í gegnum tíðina.“
Sigurður segist ekki hafa kynnt
sér möguleika á því að komast að
sem söngvari úti. „Ég fer ekki með
neinar sérstakar vænt-
ingar, tel það ekki
borga sig en það er
aldrei að vita hvað verð-
ur, ævintýrin gerast
enn. Fyrst og fremst
ætla ég að fara þarna
út til að bæta við mig
í söng. Annars ætti eig-
inlega frekar að taka
viðtal við konuna mína;
ég er bara að fara
þama út til að syngja
en hún fer þarna út
með mig og bömin og
þarf að hugsa um allt
batteríið; það verðurþví
miklu meira álag á
henni en nokkurn tím-
ann mér.“
Sigurður útskrifaðist
úr Söngskólanum í Reykjavík árið
1992 og hefur síðan starfað sem
söngvari. Hann hefur sungið nokkur
hlutverk í íslensku ópemnni, einsöng
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
fjölda kóra. „Annars er þetta mikið
hark ef maður ætlar að lifa á söng
hérna. Ég hef oft líkt þessu við leigu-
bílaakstur; maður verður alltaf að
vera við og taka alla túra sem gef-
ast. Það er ekki alltaf hollt fyrir
söngvarann en þannig er þetta.“
Sigurður
Skagfjörð
Steingrímsson
FOLK A FLOTTA
ráðstefna í Norriena húsinu
Ráðstefna um málefni
fólks á flótta verður
halditi i Norrœna
húsinu fimmtudaginn
8. maí kl. 14.00.
Allir velkomnir'.
RAUÐI KROSS ÍSLANOS
tTCBOP
r«»« h H TL
GRÓÐURKft'-K
?»««««"»* 0,1
V\ð hö\dum oKKur
í verðlagnmgu- _
10 Kg. pokar Kr. "
25 kg. pokar kr. 10«.-
Kynntu þervi
ilaitilboðin okkar!
ráðqjOf
S É R FRÆÐIN GA
UM GARÐ-
OG GRÓÐURRÆKT
i
íf/þ
GROÐURVORUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1