Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STEINDÓR
STEINDÓRSSON
+ Steindór Stein-
dórsson fæddist
á Möðruvöllum
Hörgárdal í Eyja-
firði 12. ágúst 1902.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri hinn 26.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrar-
kirkju 6. maí.
„Það að ég byija nú
á samantekt um grasa-
fræði, sem gæti, ef guð
lofar, orðið heil bók, á
sér einkum þrjár orsakir: 1) Það var
draumur minn, er ég var kominn til
nokkurs þroska og tekinn til við að
kenna grasafræði, að taka saman
slíka bók. 2) Eins og Þorsteinn Erl-
ingsson segir um Jörund hunda-
dagakonung, að breyttu breytanda,
að „margt, sem var ryðgað á ráns-
ferðum hans, hann rifjaði upp fyrir
sér nú“. Margt er nú ryðgað hjá
mér í þessum fræðum, svo að það
er að nokkru leyti að fara á vit
^ æsku og námsára að rifja þau upp.
3) Að fá mér í hendur vopn til að
vetjast við Elli kerlingu. Verkefni,
sem er nógu viðamikið og tekur
langan tíma, er ef til vill það vopnið
gegn ásókn þeirrar gömlu, sem bítur
best og sú veijan, sem lengst held-
ur. ... Þó einhver verði ýtingin er
óvís lendingin. En þó ég komist á
leiðarenda er nokkurn veginn víst
að aldrei verður eytt prentsvertu á
þetta verk, en það geymist sem sýn-
ishom þess, til hvaða bragðs er
hægt að taka við síðustu og hörð-
ustu glímuna, þar sem fallið er víst
en ekki vonlaust um að draga úrslit-
in á langinn.“
Þessi aðfaraorð Steindórs Stein-
dórssonar að tæpum 400 þétt-
skrifuðum blaðsíðum, sem hann hóf
að rita 82 ára að aldri haustið 1984
lýsa honum miklu betur en mörg
orð fá gert. í þeim speglast sívak-
andi áhugi á grasafræði, sem var
honum hugstæðust allra fræða, en
líka einurðin, atorkan og sterkur
vilji til þess að gefast ekki upp fyrr
en í fulla hnefana. Þannig stendur
Steindór flestum fyrir hugskotssjón-
um sem einhver atorkumesti en ekki
síður fjölfróðasti fræðimaður, sem
„ ísland hefur alið. Steindór Steindórs-
“ J son kom víða.við sögu á langri ævi
og hann lagði drjúgan skerf til
margra óskyldra mála. Lengstum
var hann kennari eða í um 30 ár
og skólameistari í 6 ár. Það sem þó
mun lengst halda nafni hans á lofti,
og það um ókomna tíð, eru rann-
sóknir hans í grasafræði sem hófust
1930, þegar hann kom heim frá
námi, og hann hélt óslitið áfram
fram á níunda áratug. Rit hans í
því efni eru meiri að vöxtum en allra
annarra íslenzkra grasafræðinga
samanlagt. Mestu varðar þó, að með
verkum sínum lagði hann grundvöll
að íslenzkri gróðurfræði, en hann
hefur lýst og skilgreint nær öll ís-
lenzk gróðurfélög.
' Steindór einsetti sér það á skólaá-
rum sínum að helga sig grasafræði,
og honum hlotnaðist sú gæfa að
skila margföldu dagsverki í þágu
lands og þjóðar. Hlutur Steindórs
verður ekki minni, þegar haft er í
huga, að hann gegndi aldrei um
ævina neinni stöðu í grasafræði,
heldur sinnti henni jafnframt eril-
sömu kennarastarfí, ritstörfum og
ýmsu öðru. Veit eg engan náttúru-
fræðing, sem hefði fremur verð-
skuldað heiðurslaun þjóðarinnar til
jafns við rithöfunda, sem þeirra
' ■‘'hjóta.
Ævarandi vinátta var með Stein-
dóri og föður mínum, Hákoni
Bjamasyni. Veit eg fyrir víst, að
einarður stuðningur Steindórs við
skógrækt í landinu var sá bakhjarl,
sem reyndist haldbeztur, þegar and-
staðan var sem mest. Mér er í bams-
minni, þegar þeir sátu löngum og
* spjölluðu um heima og geima. Þeir
voru óþreytandi við að rifja upp stúd-
entsárin í Kaupmanna-
höfn, einnig ræddu þeir
hispurslaust um lands-
ins gagn og nauðsynjar
og 'töluðu tæpitungu-
laust saman um menn
o g málefni líðandi
stundar. Létt gaman-
semi en jafnframt hlýja
var Steindóri í blóð
borin og var hann jafn-
an hrókur alls fagnað-
ar.
Steindór Steindórs-
son er horfínn af sjón-
arsviði aldurhniginn,
en verka hans mun
lengi sjá stað í íslenzkri grasafræði.
Okkur, sem nutum vináttu hans, var
ómældur ávinningur að þeim kynn-
um og minningin um hann er okkur
dýrmætur fjársjóður. Fjölskyldu
hans sendi eg innilegar samúðar-
kveðjur.
Ágúst H. Bjarnason.
Það er að bera í bakkafullan læk-
inn að minnast vísindamannsins,
skólamannsins og heiðursdrengsins
Steindórs Steindórssonar. Ævistarf
Steindórs Steindórssonar var mikið
að vöxtum, en þó enn meira að
gæðum. Allir þekkja náttúrufræð-
inginn Steindór Steindórsson og það
mikla starf, sem hann vann á því
sviði, bæði með könnun á landinu
og kynningu þess í rituðu og mæltu
máli.
Vinátta okkar við Steindór Stein-
dórsson var löng og ánægjuleg.
Steindór kenndi mér náttúrufræði
og raunar fleiri námsgreinar, þegar
ég var nemandi í Menntaskólanum
á Akureyri. Þá þegar var mér ljóst
hvílíkur fróðleiksbrunnur þessi mik-
ilhæfi maður var.
Síðar áttu leiðir okkar Steindórs
skólameistara eftir að liggja saman.
Steindór tók til náms elsta son minn
og eldri dóttir mín lauk stúdents-
prófí frá Menntaskólanum á Akur-
eyri.
Eftir að Steindór hafði lokið ferli
sínum, sem skólameistari Mennta-
skólans á Akureyri kom það nokkr-
um sinnum fyrir að hann hafði aðset-
ur á heimili okkar hér í Reykjavík.
Alltaf var það mikil gleði, sem fylgdi
komu þessa heiðursmanns á heimili
okkar. Bömin hlökkuðu til að hitta
meistarann, ræða við hann og tjá
honum vandamál, sem hann gjaman
leysti úr. Við hjónin fómm heldur
ekki varhluta af skemmtilegum sam-
ræðum við þennan ágæta vin okkar
og því vora heimsóknir hans ávallt
mikið tilhlökkunarefni.
Við þökkum Steindóri Steindórs-
syni frá Hlöðum innilega óijúfanlega
vináttu um langt árabil. Við færam
fjölskyldu hans allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, þegar hann
er nú allur.
Við biðjum hinn hæsta höfðuð-
smið himins og jarðar að varðveita
þennan góða vin okkar, heiðurs-
drenginn Steindór Steindórsson frá
Hlöðum.
Sigríður, Björn Önundarson
og fjölskylda.
Kveðja frá
Ferðafélagi íslands
Með Steindóri Steindórssyni frá
Hlöðum er genginn svipmikill og
eftirminnilegur fræðari, vísindamað-
ur, ferðamaður og rithöfundur, sem
markaði sannarlega spor á mörgum
mannlífsleiðum jafnt sem öræfaslóð-
um á langri ævi. Hann var allt í
senn fræðimaður, sem vann lengi
að sérhæfðum vísindastörfum,
kunnur og farsæll skólamaður, for-
ystumaður og annars konar áhrifa-
maður í margvíslegum félagsmálum
og jafnframt leiðbeinandi allrar al-
þýðu manna um land okkar, nátt-
úrafar þess og sögu, flestum öðram
fremur. Þekking hans á landi, sögu
og þjóð var með yfírburðum og hann
var vissulega vel til þess búinn, að
MINNINGAR
upplagi, menntun og reynslu, að
miðla öðrum af þekkingarauði sín-
um. Málfar á ritum hans er með
ágætum, kjarngott og hreint, frá-
sögn og efnisskipan skýr. Löng
ferðalög hans um hálendið mörg
sumur á besta skeiði starfsævinnar,
og þau vísindastörf sem hann stund-
aði þar, leiddu til náinnar staðkunn-
áttu og sterkrar tryggðar, sem hann
þaðan af bast öræfaheiminum. í
formálsorðum að merku riti um stað-
fræði óbyggða íslands, er síðar verð-
ur getið, segir hann m.a., að mikla
skuld eigi hann öræfunum að gjalda
fyrir ótalmargar ánægjustundir og
að líta megi á það ritverk sem við-
leitni sína til að greiða þá gömlu
skuld og um leið sem kveðju til lið-
inna en ógleymanlegra dvalarstunda
í óbyggðum. Steindór Steindórsson
var mikill og ótrauður ferðamaður
en jafnframt landkönnuður, í þess
orðs fyllstu merkingu, því að framan
af ævi kannaði hann af nákvæmni
mörg öræfasvæði, sem fram til þess
höfðu verið afar fáfarin og sem að
náttúrafari vora þá enn víða sem
„ónumið land“ vísindamönnum á því
sviði. Af þessum sökum, og jafn-
framt vegna óvenju yfírgripsmikillar
og djúpstæðrar þekkingar á sögu
lands og þjóðar, sem og á hvers
kyns þjóðlegum fræðum, svipar hon-
um um margt til hins víðförla nátt-
úravísindamanns Þorvalds Thor-
oddsens, er fyrir daga Steindórs
(sem höfundar fræðandi rita) hafði
birt manna mest á prenti um land
okkar, bæði um landlýsingu og um
sögu þá, sem landinu tengist.
Steindór Steindórsson átti um
langt skeið samleið með Ferðafélagi
íslands, þótt forystustörf hans á
þeim vettvangi væra bundin við af-
markað árabil, og Ferðafélagsmenn
um land allt - sem og allir þeir ís-
lendingar, er unna landi sínu og vilja
fræðast sem best um það - eiga
honum mikla skuld að gjalda.
Snemma mótaði Steindór með sér
þá hugsjón, að mikilsvert væri - auk
almennrar starfsemi Ferðafélags ís-
lands - að stuðla að stofnun stað-
bundinna samtaka áhugamanna um
ferðalög um landið, byggðir þess
jafnt sem óbyggðir. Arið 1936
gekkst hann, ásamt nokkram öðram
framkvöðlum, fyrir stofnun Ferðafé-
lags Akureyrar, sem frá upphafi
varð sérstök deild í Ferðafélagi ís-
lands, fyrsta deild þess og jafnframt
hin stærsta og öflugasta allt til
þessa. Formaður Ferðafélags Akur-
eyrar var Steindór síðan allt frá
stofndegi þess, 8. apríl 1936, fram
til ársins 1943, er hann lét af stjóm-
arstörfum í febrúarmánuði það ár.
Mun vera sammæli þeirra, sem best
til þekktu, að á þessum fyrstu starfs-
áram félagsins hafi notið sín vel
þeir kostir Steindórs, sem einkenndu
störf hans á víðum vettvangi fræða
og þjóðmála um langan aldur, þ.e.
hugsjón, skipulagshæfni og hæfíleiki
til forystustarfa. Dafnaði félagið vel
undir stjóm hans: Stofnfélagar vora
fímmtíu talsins en í ársbyijun 1940
vora þeir orðnir 300 og fór enn ört
fjölgandi á næstu áram. Var frá
upphafí markmið Steindórs og fé-
laga hans að stuðla að fjölbreyttum
skemmti- og fræðsluferðum, ekki
síst inn á öræfín, og í framstefnu-
skrá sinni hafði félagið m.a. sett sér
að rannsaka hvort þess væri ekki
kostur að gera bifreiðafært til
Dyngjufjalla og reisa síðan vönduð
sæluhús i Herðubreiðarlindum og
víðar á þeim slóðum. Tókst fljótlega
að ryðja slóð þangað og urðu ferðir
félagsins inn í þann furðuheim
óbyggðanna fljótlega vinsælar, þótt
skálabyggingar risu ekki fyrr en síð-
ar. Til marks um stórhug Steindórs
á þessum áram skal hér einnig nefnt,
að hann gekkst fyrir því, að Ferðafé-
lag Akureyrar hæfí útgáfu tímarits
um ferðamál og félagsmál. Birtist
fyrsta tölublað tímaritsins, Ferða, í
marsmánuði 1940 og hefur það síð-
an, allt til þessa, flutt fjölmargar
fræðandi greinar, sem hafa verið
gott og merkt framlag til landkynn-
ingar í víðri merkingu þess orðs. I
fyrsta tölublaðið ritaði Steindór tvær
ágætar greinar, aðra um fjallaskála
og mikilvægi þeirra fyrir framtíð
ferðamennsku um óbyggðaslóðir en
hina um náttúruskoðun og gildi
hennar fyrir hinn almenna ferða-
mann.
Þá ritaði Steindór Steindórsson
Árbók Ferðafélags íslands 1938,
sem nefnist „Eyjafjörður - leiðir og
lýsingar", greinargott rit, en ít-
arlegri bók um sama landsvæði
samdi hann einnig síðar, „Lýsingu
Eyjafjarðar", sem út kom árið 1949.
Hið mesta og merkasta framlag
Steindórs til landlýsingar birtist þó
í ritinu „Landinu þínu“. Var það rit
gefíð út í tveim áföngum, ef svo
má að orði kveða, á vegum bókaút-
gáfu Amar og Örlygs. I fyrri áfanga
ritaði Þorsteinn Jósepsson, stjómar-
maður í Ferðafélagi íslands um
langt skeið, merkilegt og ítarlegt rit
um sögu og sérkenni nær tvö þús-
und bæja og staða í byggðum lands-
ins eða i grennd við þær. Kom það
út 1966. Að Þorsteini gengnum féll
síðan í hlut Steindórs Steindórssonar
að rita um nær sjö hundrað svæði
og staði í óbyggðum íslands. Var
sú bók gefín út sem annað bindi
heildarritsins árið 1968. Máfullyrða,
að í ritverki þessu hafí notið sín, svo
sem best varð á kosið, staðþekking
og bókleg þekking höfundarins -
og vel og skýrlega er ritað, sem
fyrr og síðar. Náði ritið „Landið þitt“
þegar miklum vinsældum og má
teljast eitt hið besta framtak og
framlag til landkynningar, sem verið
hefur hérlendis, og höfundum og
útgefendum til mikils sóma. í hinum
síðari útgáfuáfanga „Landsins þíns“
annaðist Steindór síðan (ásamt góð-
um aðstoðarmönnum) endurútgáfu
alls verksins, er birtist, stóraukið
texta og myndum, í mörgum og
glæsilegum bindum, hinu fyrsta árið
1980. Var þar einnig um stórvirki
að ræða, sem veitt hefur þúsundum
manna margar ánægjustundir og
verið ómældur fróðleiksbrunnur
allra þeirra, sem vilja kynnast landi
sínu.
Þá era margvísleg önnur ritverk
Steindórs, sem varða landlýsingu og
hvers kyns þjóðleg fræði, kunnari
manna á meðal og mikilvægari fyrir
þjóðmenningu okkar en frá þurfí að
segja. í því sambandi má einnig
nefna merkar og viðamiklar þýðing-
ar og útgáfur hans á ferðabókum
erlendra manna um ísland, svo og
þýðingu hans á hinni miklu ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjama Páls-
sonar, um ferðir þeirra um landið
1752-1757, og á ferðabók Ólafs
Olaviusar um stóra hluta landsins
1775-1777. Var þar um vandasöm
verkefni að ræða, sem Steindór
leysti af hendi með prýði.
Því var Steindór Steindórsson
manna best til þess fallinn að rita
um óbyggðir landsins, að hann hafði
farið þar víðar um en flestir aðrir
og dvalist þar löngum stundum við
gróðurfarsrannsóknir sínar. Fyrstu
langferð sína af því tagi, í vísindaleg-
um tilgangi, fór Steindór ásamt vini
sínum Pálma Hannessyni, hinum
kunna náttúrafræðingi og Ferðafé-
lagsmanni, um Landmannaleið og
Torfajökulssvæðið sumarið 1931,
þar sem vissulega var mikil þörf
vísindalegrar landkönnunar. (í ferð
þessari og í framhaldi af henni kort-
lagði Pálmi þá m.a. Torfajökul og
umhverfi hans, og birtist sá upp-
dráttur - einnig með Veiðivatna-
svæðinu, sem Steinþór Sigurðsson
hafði mælt sumarið 1927 - ásamt
glöggri frásögn Pálma um leiðir að
Fjallabaki og lýsmgu hans á Land-
mannalaugum, í Árbók Ferðafélags-
ins 1933). Hin næstu sumur tóku
síðan við langar rannsóknarferðir
Steindórs - með Pálma Hannessyni
og stundum einnig með Ferðafélags-
mönnunum og vísindamönnunum
Jóni Eyþórssyni og Sigurði Þórarins-
syni, en einnig Finni Jónssyni list-
málara - á aðrar fáfamar og lítt
kannaðar öræfaslóðir. Skulu hér
einkum nefndar ferðir um Brúarö-
ræfí sumarið 1933, um öræfín aust-
an Vatnajökuls (frá Snæfelli og suð-
ur í Víðidal í Lóni) sumarið 1935
og um Síðumannaafrétt sumarið
1937. Enn var Steindór lengi á fjöll-
um sumarið 1939, þá á Kili og þar
í grennd. Hafðist hann þá m.a. lengi
við í Hvítárnesi en fór þaðan dagleg-
ar gönguferðir, oft mjög langar, til
vísindaiðkana sinna. Að sjálfsögðu
vora hér einungis nefnd nokkur
dæmi um öræfaferðir Steindórs, sem
urðu með tímanum margar, en af
þessu þarf engan að undra, hversu
fróður hann varð um hálendið. Um
fræðilegan árangur ferðanna ritaði
Steindór að sjálfsögðu í lærð rit en
jafnframt birti hann almenningi
merkar ferðasögur og landlýsingar
ýmissa öræfasvæða í' blöðum og
tímaritum, sem fengur væri að fá "
endurútgefnar á einum stað, nú að
höfundinum gengnum.
Á hátíðarfundi Ferðafélags Ak-
ureyrar 10. apríl 1994 var Steindór
Steindórsson sæmdur nafnbót heið-
ursfélaga þess félags, mjög að verð-
leikum, en löngu áður hafði Ferða-
félag íslands gert hann að kjörfélaga
sínum. Mér er þessi góði mannfagn-
aður, er ég sat sem fulltrúi Ferðafé-
lags íslands, meðal annars minnis-
stæður vegna frábærrar ræðu, er
Steindór flutti þar. Ræðuna, sem var
alllöng en vekjandi, fræðandi og
skemmtileg, flutti hann blaðalaust
(enda nær blindur orðinn) og sköra-
lega svo að af bar. Sópaði sannar-
lega að gamla manninum, þar sem
hann - með höfðinglegu yfírbragði
og styrkum rómi - bar félaginu
árnaðaróskir sínar um leið og hann
lét hugann reika til löngu liðinna
unaðsstunda á öræfum uppi. Minnist
ég þess, að hann fór m.a. viðurkenn-
ingarorðum um mörg þau þægindi
til ferðalaga og dvalar í óbyggðum,
sem tæknin hefur getið af sér, en
lýsti þó jafnframt söknuði yfír ýmsu
því, er fylgt hafði hinum eldri ferða-
háttum, sem hann hafði kynnst svo
vel, og dýrmætri samvera með
mönnum og hestum við margvísleg-
ar aðstæður fyrir daga bifreiðaaldar
og fjöldaferðamennsku í óbyggðum.
Lét hann þá jafnframt í ljósi nokk-
urn ugg um framtíð öræfanna,
vegna örtraðar ferðamanna á há-
lendinu og hættu á margvíslegum
spjöllum af mannavöldum. Síðast en
ekki síst minntist hann með ódulinni
hlýju gömlu og fábrotnu fjallahreys-
anna (sæluhúsanna og leitarmanna-
kofanna) inni á miðhálendinu, er
byggð vora að mestu af jarðefnum
einum. Þar hafði hann átt marga
hvíldarstund í blóma aldurs síns,
ýmist einn eða með góðum sam-
ferðamönnum - en þó reyndar ekki
alltaf haft næturró vegna reimleika
í þeim fornu hrófum. Varð mér þá
hugsað til þess, að enginn þálifandi
íslendingur gæti rætt um þessi efni
öll af meiri reynslu og þekkingu -
af hærra sjónarhóli - en Steindór
Steindórsson frá Hlöðum, sem
Ferðafélagsmenn um land allt minn-
ast nú þakksamlega sem eins hins
helsta og besta „leiðsögumanns" og
fræðara um land okkar, sem verið
hefur uppi með þjóðinrii.
Páll Sigurðsson,
fyrrverandi forseti
Ferðafélags íslands.
Kveðjafrá
Vísindafélagi Islendinga
Á fundi í Vísindafélagi íslendinga
30. apríl flutti dr. Sturla Friðriksson
fáein minningarorð um Steindór
Steindórsson. Þar sagði m.a.:
Steindór Steindórsson var kjörinn
félagi í Vísindafélagi islendinga árið
1941, pg hlaut verðlaun Minningar-
sjóðs Ásu Wright fyrir árið 1977.
Ævistarf hans var mikið að vöxtum.
Auk kennslu og margvíslegra fé-
lagsstarfa stundaði Steindór viða-
miklar rannsóknir í áratugi, þýddi
og framsamdi fjölda bóka, og ritaði
vísindagreinar. Hann var um langt
skeið afkastamikill á sviði grasa-
fræðirannsókna hér á landi og birti
fjölmargar ritgerðir um flóranýjung-
ar og kannaði flóra einstakra byggð-
arlaga. Veigamest er samt framlag
Steindórs á sviði gróðurrannsókna,
en þar hefur hann unnið brautryðj-
andastarf með athugunum sínum á
gróðursögu landsins og rannsóknum
á plöntusamfélögum.
I ritgerð um aldur og aðflutning
íslenzku flórannar (On the Age and
Immigration of the Icelandic Flora),
sem kom út á vegum Vísindafélags-
ins 1962, benti Steindór á, að all-
verulegur hluti þeirra tegunda
plantna, sem nú fínnast í íslenzku
gróðurríki, kunni að hafa lifað af