Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
FRETTIR
Vetnisframleiðsla og Aburðarverksmiðjan
Island gæti orðið
Kúvæt norðursins
HJÁLMAR Árnason, Framsóknar-
flokki, hefur það eftir stjórnendum
leiðandi fyrirtækis á sviði vetnis-
framleiðslu í Evrópu að ísland gæti
orðíð „Kúvæt norðursins" á þessum
vettvangi í framtíðinni. Þess vegna
sé nauðsyn að varðveita þekkingu á
vetnisframleiðslu sem til er í Áburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi. Þetta
kom fram við utandagskrárumræður
á Alþingi. í gær.
í máli Hjálmars kom fram að
Áburðarverksmiðjan hefur framleitt
um tvö þúsund_ tonn af vetni árlega
síðan 1954. „Ég fullyrði að þarna
er til staðar sérhæfð þekking sem
þjóðarhagsmunir krefjast að verði
tryggð áfram. Ekkert annað fyrir-
tæki í landinu býr yfir jafn viðamik-
illi kunnáttu og reynslu á þessu sviði
og Áburðarverksmiðjan."
Svavar Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, hóf máls á framtíð Áburðar-
verksmiðjunnar. Hann, og fleiri
þingmenn, lýstu áhyggjum sínum.
Svavar gagnrýndi frammistöðu rík-
isstjórnarinnar, stjórnar fyrirtækis-
ins og einkavæðingarnefndar sem
falið var að undirbúa sölu verksmiðj-
unnar. Hanh sagði að öfugt við það
sem fram hefði verið haldið væri
verksmiðjan umhverfisvæn og hag-
kvæm og skapaði atvinnu fyrir
70-100 manns. Þar væri að finna
mikla sérfræðiþekkingu.
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðarráðherra sagði að ekki væri Ijóst
ennþá hvort hægt væri að halda
áfram áburðarframleiðslu í verk-
smiðjunni. Eftir að verksmiðjan
hefði verið seld yrðu markaðsað-
stæður að ráða því. Tilboðsfrestur í
kaup á verksmiðjunni rennur út um
næstu mánaðamót.
Athugasemd frá
háskólarektor
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá háskólarektor:
„í tilefni fréttar í fjölmiðlum af
greinargerð um „Veiðileyfagjald og
skattbyrði“ vill rektor Háskóla ís-
lands vekja athygli á eftirfarandi
bókun í háskólaráði frá 19. janúar
1995 varðandi notkun stofnana
Háskólans á nafni hans og ábyrgð
á niðurstöðum og faglegu áliti sem
fram koma í birtu efni:
1. Engin getur látið uppi álit
Háskóla Islands annar en háskóla-
ráð eða rektor í umboði þess.
2. Þegar birtar eru niðurstöður
rannsóknaverkefna, sem einstakar
stofnanir Háskólans vinna fyrir
aðila utan skólans, skal þess getið,
hvaða einstaklingar bera ábyrgð á
rannsóknaniðurstöðum, faglegu
áliti eða skoðunum, sem fram koma
i birtu efni. Jafnframt skal tekið
fram að niðurstöðurnar beri ekki
að túlka sem yfírlýsta stefnu eða
álit Háskóla íslands í heild sinni.
3. Heimilt er að birta niðurstöð-
ur rannsóknaverkefna í nafni til-
tekinnar stofnunar Háskóla ís-
lands án þess að nafngreindir séu
ákveðnir einstaklingar sem bera
ábyrgð á niðurstöðunum. Skal
stjórn stofnunarinnar þá með form-
Iegum hætti taka afstöðu til þess,
sem fram kemur í birtu efni, í sam-
ræmi við reglur þær, er gilda um
starfsemi stofnunarinnar. Jafn-
framt skal þess getið að niðurstöð-
urnar beri ekki að túlka sem yfir-
lýsta stefnu eða álit Háskóla ís-
lands í heild sinni.“
Morgunblaðið/Reuter
NORRÆNU sendiherrarnir tóku fyrstu skóflustunguna að samnorrænu sendiráðssvæði í Berlín.
Frá vinstri: Bent Hákonsen, Danmörku, Arto Mansala, Finnlandi, Ingimundur Sigfússon, íslandi,
Kjell Eliassen, Noregi og Mats Hellström, Svíþjóð.
Fimmföld skóflustunga í Berlín
Berlín. Morgunblaðið.
SENDIHERRAR íslands, Dan-
merkur, Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands í Þýskalandi tóku
fyrstu skóflustunguna í gær að
samnorrænu sendiráðssvæði í
Berlín. Með samnorræna sendi-
ráðsverkefninu í Berlín má segja
að löndin undirstriki mikilvægi
og sérstöðu þeirrar einingar sem
löndin hafa myndað með sér í
alþjóða samstarfi.
TiIIögunni um sameiginlegt
sendiráðssvæði Norðurlanda var
vel tekið og hófst undirbúningur
að lóðarkaupum og gerð samn-
ings 1992 og var fyrirkomulagið
samþykkt af ríkisstjórn Islands
þann 19. júlí 1994.
Lóðin er staðsett í hjarta Berlín-
arborgar í nágrenni við Tiergart-
en sem er stærsti útvistar- og
skemmtigarður borgarbúa og er
LÍKAN af samnorræna sendi-
ráðssvæðinu í Berlín. Áætlað er
að sendiráðið verði tilbúið til
notkunar árið 1999.
um 7.200 fm að stærð. Austurrík-
ismaðurinn Alfred Berger og
Finninn Tinna Parikken unnu
samkeppni er háð var um heild-
arskipulag svæðisins og samnor-
rænu bygginguna. Hugmynd
þeirra er að mynda borg inní
borg. Lítill lækur liggur í gegnum
„borgina" og snerta öll sendiráðin
vatnsflötinn. Koparband sem er
grænt að lit tengir saman allar
byggingarnar og á að túlka sér-
stöðu og samstöðu Norðurland-
anna.
Samkeppnin um sendiráðs-
byggingarnar sjálfar var haldin
í viðkomandi landi og sigurvegari
á Islandi varð Pálmar Krist-
mundsson, arkitekt FAÍ. Ef áætl-
anir standast eiga byggingarnar
að vera tilbúnar að utan í nóvem-
ber 1998 ogteknar í notkun í
apríl 1999.1 samnorrænu bygg-
ingunni verður boðið upp á veit-
ingar af norrænum toga og í sam-
eiginlegum sýningarsal verða
sýnd verk norrænna listamanna.
Sala á vikri til Þýskalands og vinnsluleyfi fyrirtækja rædd utan dagskrár á Alþingi
Óeðlileg undirboð ís-
lenskra aðalverktaka
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra segir að dótturfyrirtæki ís-
lenskra aðalverktaka, Lava hf.,
stundi óeðlileg undirboð á íslenskum
vikri til byggingariðnaðar í Þýska-
landi og það án þess að vera með
vinnsluleyfi á efninu. Fyrirtækið
notfæri sér það að vera að meiri-
hluta í eigu íslenska ríkisins til að
fá til sín viðskiptavini annarra ís-
lenskra fyrirtækja sem unnið hafa
brautryðjendastarf á þessum vett-
vangi. ,
Þetta kom fram í utandagskrár-
umræðum á Alþingi í gær, en það
var Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks á Suðurlandi, sem bað
um utandagskrárumræðuna. Hann
hafði einkum áhyggjur af stöðu fyr-
irtækisins Jarðefnaiðnaðar hf. sem
hann sagði hafa unnið mikið starf á
þessu sviði. Hann sagði það siðlaust
og forkastanlegt að ríkisfyrirtæki
undirbyði brautryðjendur á þessum
markaði.
Fram kom í máli iðnaðarráðherra
að tvö fyrirtæki hafa vinnsluleyfi á
vikri hér á landi, Jarðefnaiðnaður
og Vikurvörur hf. Bæði vinna þau
vikurinn í nágrenni Heklu, en vikur
hefur einnig verið unninn á Snæfells-
nesi. Lava hf. hefur gert samning
við landbúnaðarráðuneytið um nýt-
ingu á hlunnindum ríkisjarðar við
Snæfellsjökul þar sem fyrirtækið
Nesvikur hefur unnið vikur. Námu-
leyfið þar er útrunnið en eldri birgð-
ir hafa að undanfömu verið seldar
á markaði erlendis. Vikur af Heklu-
svæðinu er léttari og þar af leiðandi
verðmeiri en vikurinn af Snæfells-
nesi.
Iðnaðarráðherra sagði að sér hefði
borist afrit af bréfi frá fyrirtækinu
GER, en það er í eigu íslenskra
aðalverktaka og Ármannsfells hf.
og sér um sölu á vikri fyrir Lava hf.
í bréfinu er viðskiptavinum boðið
upp á langtímasamning þar sem
stefnt er að 50-100 þúsund tonna
árlegri sölu, eða meira en þriðjungi
allrar sölu á vikri frá íslandi eins
og hún hefur orðið mest.
Utanríkisráðherra hefur
gert athugasemdir
„Það er umhugsunarvert að mál-
inu skuli vera stillt upp á þann hátt
að að baki fyrirtækinu standi, auk
tveggja öflugustu byggingarvöru-
fyrirtækja landsins, helmingseign
íslenska ríkisins. Þetta er umhugs-
unarvert vegna þess að vikurkaup-
endur í Þýskalandi eru sé þess með-
vitandi að vinnsla og nýting vikurs
er til gagngerrar endurskoðunar hér
á landi,“ sagði ráðherrann. „Þeir
vita einnig að hvori hafa verið gefín
vilyrði fyrir veitingu nýrra leyfa né
heldur um endurnýjun gildandi
vinnsluleyfa, en bæði þau leyfi sem
nú eru í gildi renna út á miðju næsta
ári.“
Iðnaðarráðherra sagði einnig að
utanríkisráðherra hefði gert athuga-
semdir við starfsemi íslenskra aðal-
verktaka eftir að kvartanir hafi bor-
ist þetta efni. Hann benti á að hvorki
fyrirtækið Lava hf. né eigendur þess
hafi fengið leyfi til vikurvinnslu.
„Okkur er hins vegar kunnugt um
að í bígerð muni vera umsókn um
leyfi, en hún liggur ekki fyrir, og
því hefur engin umræða átt sér stað
í iðnaðarráðuneytinu um hvort slíkt
leyfi verði veitt og þá með hvaða
hætti,“ sagði ráðherrann. „Mér er
það hulin ráðgáta hversu djarft er
hér teflt af hálfu fyrirtækisins. Það
verður að teljast með ólíkindum að
fyrirtæki sem á engan rétt til vik-
urnáms sé að reyna að selja afurð
sem það hefur ekki í hendi á erlend-
um mörkuðum.“
Nokkrir aðrir þingmenn Suður-
lands tóku undir mál Árna Johnsen,
meðal annars Lúðvík Bergvinsson,
Þingflokk jafnaðarmanna. Guðni
Ágústsson, Framsóknarflokki, sagði
að þróun vikurvinnslunnar væri það
skammt komin og ekki væri ástæða
til að hleypa fleirum inn á markað-
inn. „Samkeppni má aldrei skaða
íslenska hagsmuni eða íslenska nátt-
úru. Skynsamleg einokun getur oft
átt rétt á sér,“ sagði Guðni meðal
annars.
Varar við hræðsluáróðri gegn
Islenskum aðalverktökum
Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- )
stæðisflokks á Reykjanesi, varaði
við hræðsluáróðri gegn íslenskum
aðalverktökum. Hann benti á að
fyrirtækinu væri nauðsyn að hasla
sér völl annars staðar eftir að það
missti einkarétt á verkefnum á
Keflavíkurflugvelli og hefði það
meðal annars leitað eftir verkefnum
víða erlendis. Hann benti á að fyrir- j
tækið væri alíslenskt en í samkeppni
við fyrirtæki í eigu útlendinga.
Sturla Böðvarsson, þingmaður }
Sjálfstæðisflokks á Vesturlandi,
sagði að gæta bæri þess að hags-
munir brautryðjenda væru ekki
skaðaðir, en að vikurvinnsla á Snæ-
fellsnesi ætti sér forsögu. „Þar hafa
í það minnsta tvö fyrirtæki stundað
vikurútflutning. Það hafa verið
bundnar miklar vonir við samstarfið
við íslenska aðalverktaka og þeir >
hafa reynt að standa vel að verki
við að nýta þessa auðlind og ég *
vænti þess að það geti orðið atvinnu- }
lífinu á Snæfellsnesi til styrktar á
sama hátt og vikurútflutningur hef-
ur orðið Suðurlandi til styrktar."
„Það hefur legið fyrir frá upphafi
að hvorugt fyrirtækið hafi vilyrði
fyrir því að þessi leyfi verði end-
urnýjuð. Það verður tekið til skoðun-
ar þegar þar að kemur. Hins vegar
liggur fyrir að þessi fyrirtæki hafa |
sterkari stöðu heldur en öll önnur
fyrirtæki miðað við reynsluna, mark-
aðssamböndin, getuna og þekking- |
una til að takast á við þetta verk-
efni.“
Glæsilegt úrval af sumarjökkum frá
SKILfl, ETAGE OG
TOKKA TRIBE
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ ALFHEIMUM 74 ■ SÍMI 581 2922