Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SVONA góða nú, getur Jóhannes þótt hann sé sveitó . . .
Frumvarp um eignarhald auðlinda lagt fram
Ríkið eigi auðlind-
ir utan eignarlanda
LAGT hefur verið fram á alþingi
frumvarp til laga um eignarhald og
nýtingu á auðlindum í jörðu þar sem
gert er ráð fyrir því að eignarlandi
fylgi réttur til auðlinda sem þar
finnast en ríkið sé eigandi jarðhita,
grunnvatns og annarra auðlinda
utan eignarlanda, nema aðrir geti
sannað eignarrétt sinn.
Frumvarpið er samið af nefnd sem
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
skipaði 1995 og laut forsæti Stefáns
Guðmundssonar alþingismanns, en
ekki er áformað að afgreiða það
fyrir þinglok.
í frumvarpinu er skipað í einn
Iagabálk reglum um allar auðlindir
í jörðu hvort sem um er að ræða í
föstu, fljótandi eða loftkenndu formi.
Gert er ráð fyrir því að iðnaðar-
ráðherra verði heimilt að láta að
eigin frumkvæði leita að auðlindum
í jörðu hvar sem er á landinu jafnt
innan sem utan eignarlanda.
Nýting auðlinda verði háð leyfi
ráðherra, jafnt utan sem innan
eignarlanda. Þó verði landeiganda
heimilt að nýta gos- og jarðefni og
jarðhita og grunnvatn til heimilis-
og búsþarfa innan tiltekinna marka.
Umfram þau mörk og til að nýta
málma, olíu og gas þarf landeig-
andi hins vegar leyfi ráðherra, sam-
kvæmt ákvæðum frumvarpsins.
Þá er gert ráð fyrir að sveitarfé-
lög hafi forgang til nýtingarleyfa
vegna grunnvatns og jarðhita og
fái umsagnarrétt áður en nýting
er heimiluð. Þá er gert ráð fyrir
eignarnámsheimildum til ráðherra
og sveitarfélaga í þágu almanna-
hagsmuna og til þess að leyfi til
að nýta auðlindir fái komið að not-
um.
Hins vegar er gert ráð fyrir að
Iandeigandi fái fullt endurgjald fyr-
ir allar auðlindir í landi hans sem
aðrir nýta. Landeigandi eigi þá val
um að fá bætur greiddar í einu lagi
eða sem einingu miðað við verð-
mæti á vinnslustigi.
Þannig er í frumvarpinu hafnað
hugmyndum sem uppi hafa verið
um að greina milli eignarréttar
landeigenda yfir háhita- og lághita-
svæðum og ekki eru eignarrétti
yfír auðlindum sett takmörk eftir
dýpi þeirra undir yfirborði jarðar.
Trúnaður
Þá er m.a. gert ráð fyrir því í
frumvarpinu að Orkustofnun, sem
annist stjórnsýslu vegna laganna,
hafi eftirlit með leitar og vinnslu-
svæðum og að rannsóknar- og nýt-
ingarleyfishafar séu upplýsinga-
skyldir gagnvart stofnuninni um
dagbækur, sýni og aðrar upplýs-
ingar um niðurstöður leitar og eðli,
umfang og verðmæti auðlinda.
Hins vegar skuli upplýsingar sem
OS eða aðrir opinberir aðilar fái,
bundnar trúnaði meðan rannsókn-
arleyfi eða framlengt rannsóknar-
leyfi gildir og meðan sá tveggja ára
forgangsréttur til nýtingar, sem
rannsóknarleyfíshafi getur átt rétt
á, stendur yfir.
„Karlamir
á þakinu“
NÚ styttist í að farið verði að
selja mjólk í Barónsfjósinu svo-
kallaða á horni Hverfisgötu og
Barónsstígs en þar hefur ný versl-
un 10-11 verslanakeðjunnar starf-
semi í sumar.
Ungu mennimir sem hér halda
á hömrum voru í óðaönn að klæða
þak hússins þegar ljósmyndari
smellti af þeim mynd nýíega. Að
sögn Eiríks Sigurðssonar, eig-
anda 10-11, miðar framkvæmdum
vel við endurbygginguna og er
stefnt að því að hefja þar verslun-
arrekstur í júní nk.
Námskeið um aðstoð við einhverfa
Dagnrinn skipu-
lagður í myndum
Sigrún Hjartardóttir
Skipulögð vinnubrögð
í kennslu barna með
einhverfu og skyld-
ar fatlanir, er heiti nám-
skeiðs, sem vakið hefur
mikla athygli meðal for-
eldra fatlaðra barna og
kennara. Þær Sigrún
Hjartardóttir, Sólveig
Guðlaugsdóttir og Svan-
hildur Svavarsdóttir skipu-
leggja og halda námskeið-
in en Umsjónarfélag ein-
hverfra stendur fyrir þeim.
Sigrún segir áhugann á
námskeiðunum sýna að
mikil þörf er fyrir fræðslu
á því að vinna með ein-
verfa og börn með skylda
fötlun. Þá heldur umsjón-
arfélagið grunnnámskeið
um einhverfu fyrir for-
eldra.
„Við sem sem höfum sérhæft
okkur í skipulögðum vinnubrögð-
um með einhverf börn fórum á
sínum tíma í nám til Bandaríkj-
anna til að kynna okkur kennslu-
aðferð, sem kölluð hefur verið
TEACCH, sem stendur fyrir
„Menntun og kennsla einhverfra
og annarra með skylda fötlun".
Eftir heimkomuna kynntum við
þessa aðferð fyrir foreldrum og
fagfólki hér og þá kom í ljós
mikill áhugi á að koma skipulagi
á þjónustu við einhverfa, sérstak-
lega hjá Ieik- og grunnskólakenn-
urum sem vinna með þessi börn.
Við komum heim upp úr 1990,
um svipað leyti og fyrsta sérdeild-
in fyrir einhverfa var stofnuð við
Digranesskóla, og hafa vinnuað-
ferðirnar verið að þróast smám
saman frá þeim tíma. Þá hafa
þær verið teknar upp í hinum
sérdeildunum, sem er að finna í
Langholtsskóla og Hamraskóla.
Fyrsta námskeiðið var haldið
1994 og ætluðum við að hafa
eitt eða tvö slík. Þau yfírfylltust,
svo að við urðum að fjölga þeim.
Við höfðum haldið alls tíu nám-
► Sigrún Hjartardóttir er
fædd í Svarfaðardal 18. maí
1952. Hún útskrifaðist sem
leikskólakennari frá Fóstru-
skóla íslands árið 1973 og hélt
að því búnu til Noregs, þar sem
hún lauk BA-prófi í sérkennslu
árið 1978. Sigrún kenndi við
barna- og unglingageðdeildina
við Dalbraut 1978-1988 en þá
var stofnuð sérdeild fyrir ein-
hverf börn og hefur Sigrún
verið deildarstjóri hennar þar
til sl. haust. Hún var í Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum um
nokkurra mánaða skeið árin
1992 og 1995, þar sem hún
kynnti sér nýjungar í kennslu
einhverfra.
Sigrún er nú í mastersnámi
í kennslu- og uppeldisfræði,
auk þess sem hún kennir i sér-
deild einhverfra í Digranes-
skóla og veitir ráðgjöf til skóla
þar sem einhverf börn eru við
nám.
Sigrún er gift Jóni Karli
Friðriki Geirssyni, dósent við
Háskóla Islands, og eiga þau
einn son.
skeið en um 25 manns sækja
hvert þeirra.
- Hverjir sækja þessi nám-
skeið?
„I fyrstu komu aðallega for-
eldrar og kennarar einhverfra en
nú hefur hópurinn breikkað því
þessi aðferð nýtist mörgum öðr-
um börnum með sérþarfir og því
hafa þroskaþjálfarar bæst í hóp-
inn, svo og félagsráðgjafar, tal-
kennarar og ófaglærðir sem
vinna með einhverf börn og börn
með sérþarfir. Það hefur komið
í ljós að þessi aðferð gagnast
mjög vel misþroska börnum, of-
virkum börnum og greindarskert-
um, en hún felst í miklu skipu-
lagi, föstum ramma og sjónræn-
um vísbendingum.
Hópurinn sem nýtur góðs af
þessari aðferð hefur ---------
stækkað, Og eftir- Aðferðin nýt-
spurnm eft.r nam- lst misþroska
skeiðum hefur aukist K
utan höfuðborgar-
svæðisins. Við höfum
börnum
nú þegar haldið eitt námskeið á
Akureyri og munum halda annað
þar í haust, svo og á Austur-
landi.“
- Getur þú lýst aðferðinni nán-
ar?
„Við mótum umhverfí utan um
hvert og eitt barn og það fer eft-
ir þörfum hvers og eins, hversu
miirið er skipulagt. Settar eru upp
myndrænar og mjög nákvæmar
stundatöflur sem segja hvað
barnið á að gera, hvenær og
hvernig það getur gert það sem
gera þarf á eins sjálfstæðan hátt
og kostur er. Þær eru eins og
þær stundatöflur sem við þekkj-
um úr skóla, bara miklu nákvæm-
ari. Allt er skráð og inni á milli
geta börnin valið hvað þau gera,
en gerð er grein fyrir öllu á töfl-
unni. Einhverf böm eiga það
sameiginlegt að þau eiga erfitt
með að taka við munnlegum fyr-
irmælum, jafnvel þótt þau séu
altalandi sjálf. Þeim hentar betur
að fá fyrirmæli sjónrænt, annað
hvort sem myndir eða texta en
við leggjum þó mikla áherslu á
málörvun, jafnframt. Hver tafla
er mismunandi eftir þroska
barnsins, sum eru greindarskert
en önnur með góða greind. Svo
er smám saman reynt að draga
úr þessari sjónrænu stýringu eft-
ir því sem barnið lærir
sjálft að skipuleggja
daginn.
Þessa aðferð má
einnig nota heima, svo
að bamið viti við hveiju
það megi búast þegar skólanum
sleppir. Þar koma fyrir fastir lið-
ir á borð við að læra heima, Ieika
sér, borða kvöldmat, fara í bað
og svo framvegis."
- Hver er árangurinn af þess-
um skipulegu vinnubrögðum?
„Þeir sem hafa tileinkað sér
þessa aðferð eru sammála um að
hún hefur hjálpað geysilega mik-
ið. Dregið hefur úr hegðunar-
vandamálum, sem eru mjög al-
geng hjá þessum börnum, vegna
þess að hegðunarvandinn skapast
af óvissu, sem sprettur af því að
þau vita ekki til hvers er ætlast."