Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens bú svArsr af þée ) /VUNNTUMHS A AD50FA LÍKAi'H'A- oesiNU Tommi og Jenni Ljóska 4 í 1 $■ THI5 I5N T ALL FROM T0DAY..S0ME0F IT*5 LEFT OVER FROM LA5T YEAR.. THI5 15 THE FIR5TINNIN6 OF Ol/R FIRST 6AME,AND YOU'RE ALREADY COVEREP WITH DIRT.. „Sóði,“ ég skil þig ekki. Þetta er fyrsta lotan í fyrsta Þetta er ekki allt frá því í dag... leiknum og þú ert strax orðinn sumt af því er frá siðasta ári... útataður... BREF TIL BLADSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 O-vinir svara Frá Elísabetu Ólafsdóttur og Fríðu Rós Valdimarsdóttur í MORGUNBLAÐINU 30. apríl síðastliðinn skrifaði maður að nafni Arnar Valgeirsson um þau Markús og Selmu Ó-þáttagerðarmenn. Sagði hann meðal annars að þætt- irnir væru orðnir að egótrippi þeirra og talaði hvað mest um afmælis- þáttinn („sem sýndi bara hvað þau eru klár“) og hringferðina um land- ið sem var síðasti þáttur. Rosalega er sorglegt þegar einn maður misskilur eitthvað svona heiftarlega. í þættinum hafa nokk- ur þúsund unglinga komið fram og teljum við þá fáa unglingana sem eiga ekki vini sem hafa komið eða hafa komið sjálfir fram í Ó-inu nema þá kannski bréfritarann Arn- ar. Þessi afmælisþáttur stiklaði á stóru í fortíð Ó-sins og veitti án efa öllum þessum unglingum ómælda gleði. Það er alltaf svo gaman að líta yfir farinn veg. Amari fannst þetta vera montþáttur af hálfu þáttagerðarmanna ... er það ekki bara öfund í garð Markúsar og Selmu sem greinilega njóta mikillar hylli um land allt? Svo er það síðasti þátturinn, hringferð um landið sem sýndi hvað unglingar úti á landi gera sér til skemmtunar. Eitthvað er að athygl- isgáfu Arnars vegna þess að hann „varð ekki nokkru nær eftir þáttinn um hvað ungt fólk úti á landsbyggð- inni gerir“, þrátt fyrir að hafa tek- ið upp þrjú til fjögur atriði. Þar á meðal ungan Akureyring sem stofn- aði félag ungra sósíalista á Akur- eyri, og sagðist Arnar viss um að fólk á Akureyri gerði eitthvað fleira en að stofna sósíalistafélög. Þykj- umst við vita að Arnar Valgeirsson er 32 ára gamall og kominn á þann aldur ætti hann að gera sér grein fyrir að þátturinn er um það bil 30 mínútur og ómögulegt er að spjalla við alla á Akureyri. Selma og Markús fóru hringferð um landið, töluðu við fólk á förnum vegi og var greinilegt að flestum ef ekki öllum líkaði vel við þau, þau eru líka svo indæl. Arnar skildi bara ekki brandarana þeirra, Selma í pæjugöngunni við svart/hvítt rokkvideo og leynda Pajero-auglýs- ingin. Persónulega finnst okkur stór- skemmtilegt að sjá fólk kafna úr hlátri. Eitt þarf að vera á hreinu, Ó-ið er skemmtiþáttur ekki heimild- armynd og ef maður hefur ekki húmor fyrir því sem þau eru að gera er ekkert auðveldara en að slökkva á sjónvarpinu. Markús og Selma eru þáttagerð- armenn Ó-sins og þau vinna með sérstökum hópi unglinga úr öllum skólum höfuðborgarsvæðisins sem hjálpa við að semja þætti þannig að hugmyndir koma úr öllum áttum. Þau, sem kynnar og andlit þáttar- ins, halda utan um þessar hug- myndir og koma í framkvæmd. Þau hafa unnið mjög vel í vetur fyrir okkur, áhorfendur, ekki til að sýna hvað þau eru „dugleg og sniðug". Væri ekki tilvalið að endursýna seinasta þáttinn í Sjónvarpinu, hann var svo skemmtilegur! Viljum við að lokum þakka Ó-inu kærlega fyrir þrusuþriðjudagskvöld síðustu ár og höfum það hugfast að láta ekki skoðanir þröngsýnna manna hafa of djúp áhrif á okkur. Kæru Ó-vinir gleðilegt sumar! ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR, Bakkahjalla 9, Kóp. FRÍÐA RÓS V ALDIMARSDÓTTIR, Brekkutúni 16, Kóp. Um húsaleigubætur Frá Jóni Kjartanssyni: NÝVERIÐ gerðust þau merku tíð- indi að stjórn Sambands ísl. sveitar- félaga tilkynnti að sveitarfélögin öll væru tilbúin að greiða húsaleigu- bætur til allra leigjenda án tillits til eignarhalds á íbúðum, ef ríkið léti nokkurt viðbótarfé í jöfnunar- sjóð sveitarfélaganna og skattar af bótunum yrðu felldir niður. Til glöggvunar skal upplýst að beinn styrkur til húsnæðismála er um 5 milljarðar kr. á ári og skiptist þann- ig: Vaxtabætur 64%, niðurgr. verkamannabústaða 22%, niðurgr. sveitarfélaga 10% og húsaleigubæt- ur 4%. Aðeins síðustu 4% eru skatt- lögð. Það sýnast því fleiri en útburð- arstjómin í Reykjavík telja fólkið í leiguíbúðunum vera ríkasta fólkið í landinu. Auk þess að vera réttlæt- ismál er það brot gegn jafnræðis- reglu að skattleggja suma en ekki aðra. Það eiga allir að vera jafnir fyrir skattalögunum. Á fundi 4. apríl sl. samþykkti stjórn Leigjendasamtakanna eftir- farandi ályktun: „Stjórn Leigjenda- samtakanna fagnar framkomnum tillögum Sambands ísl. sveitarfé- laga um húsaleigubætur og lýsir yfír eindregnum stuðningi við þær. Stjórnin skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að beita sér í þessu mikla réttlætismáli og væntir þess að fyrr- greindar tillögur verði lögfestar fyr- ir áramót.“ Samkvæmt lögum um húsaleigubætur á að endurskoða þau fyrir áramótin, átti reyndar að gera fyrir síðustu áramót en var frestað um eitt ár og því er þessi viðmiðun í tillögunni. Ég hef beðið um sinn eftir við- brögðum t.d. stjórnarandstöðu og „verkalýðsforystu" en án árangurs. Ályktunin var send flestum fjölmiðl- um en hefur mér vitanlega hvergi birst nema í Alþýðublaðinu. Kannski er skýringin fólgin í orðum fréttamanns Sjónvarpsins er sagði: Fréttir eru frávik frá hinu venju- lega! (Er það kannski þess vegna sem stjórnmálamenn eru svona rúmfrekir í fréttum?) Ég tel það ekki venjulegt að Samband ísl. sveitarfélaga og formaður þess, sem er borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna í Reykjavík, skuli ásamt bæjarfulltrúa sama flokks í Kópa- vogi ganga fram og beijast fyrir húsaleigubótum og því tel ég að undirtektir við tillögur þeirra hljóti einnig að þykja fréttnæmar. Ég tel það einnig fréttnæmt að „vinstri menn“ og „verkalýðsforysta" skuli þegja. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.