Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 18
ei «
18 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997_____________________________________________________________MORGUNBLAÐID
ERLENT
Chirac lætur til sín taka í kosningabaráttunni í Frakklandi
Lýsir yfir stuðningi
við sti órnarflokkana
París. Reuter.
Skipað að
breyta hlið-
arstýrum
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA flugmála-
stjórnin (FAA) hefur gefið
flugfélögum, sem eiga og reka.
Boeing-737 þotur, fyrirmæli
um að lagfæra ótraustan bún-
að í hliðarstýrum þeirra.
Fyrirmæli sín gaf FAA út í
kjölfar tilmæla sérfræðinga,
sem endurskoðuðu hönnun
737-flugvélanna í framhaldi
af tveimur slysum sem urðu
með þeim hætti, að þotur fóru
skyndilega inn í stjórnlausa
veltu og steyptust til jarðar.
Ótilgreindur hagsmunaðili
lagði til að stofnunin fjarlægði
setningu úr fyrirmælum sínum
þess eðlis að verið væri að
„lagfæra vissa hönnunargalla"
en FAA neitaði að verða við
því.
Þvert á móti sagði í yfirlýs-
ingu FAA, að fyrirmælin lytu
að „ótraustu ástandi" sem yrði
að leiðrétta. Væri stofnunin
þar af leiðandi því ósammála,
að með endurbótunum væri
einungis verið að gera örugga
flugvél öruggari.
Breytingarnar á hliðarstýr-
unum felast í því að hreyfibún-
aður 2.675 Boeing-737 flug-
véla um heim allan verður
endurbættur. Áætlað er að
kostnaður geti numið allt að
16.800 dollurum á flugvél,
jafnvirði tæpra 12 milljóna
króna.
Óánægð
með Kohl
ÞRJÁTÍU ástralskir stuðnings-
menn Vísindaspekikirkjunnar
efndu til mótmæla við Sydney-
óperuna í gær er Helmut Kohl
kanslari Þýskalands kom þar við
í fjögurra daga opinberri heim-
sókn sinni til Ástralíu. Kohl hefur
neitað að leggja blessun sína yfir
starfsemi sértrúarsafnaðarins í
Þýskalandi og sagði mótmæla-
fólkið það jafngilda mannrétt-
indabroti.
EZER Weizman, forseti ísraels,
sagði að loknum fundi sínum og
Yassers Arafats, leiðtoga sjálf-
stjórnarsvæða Palestínumanna, að
Arafat hefði fallist á að hefja að
nýju samvinnu við ísraela í öryggis-
málum, eftir sjö vikna hlé sem orð-
ið hefur á friðarumleitunum vegna
ákvörðunar ísraela um að leyfa
landnemabyggðir í Austur-Jerúsal-
em. Arafat sagði hins vegar að
ekkert samkomulag hefði náðst á
fundinum og að Palestínumenn
myndu ekki fallast á slíka fundi
nema Dennis Ross, fulltrúi Banda-
ríkjanna, sem miðlar málum í deilu
ríkjanna, væri viðstaddur.
Palestínumenn höfðu leitað til
Weizmans og beðið hann um að fá
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels, til að sýna sveigjan-
leika í viðræðum.
Skömmu áður en fundur Weiz-
mans og Arafats hófst í Erez, neit-
aði Hassan, krónprins Jórdaníu, að
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, hefur ákveðið að freista þess
að blása lífi í kosningabaráttu
stjórnarflokkanna og leiðtogar
vinstriflokkanna sögðust í gær von-
góðir um að þeir færu með sigur
af hólmi í þingkosningunum 25.
maí og 1. júní.
Talsmenn forsetans staðfestu að
hann hefði skrifað grein, sem yrði
birt í 14 svæðisbundnum dagblöð-
um í dag, til að lýsa yfir stuðningi
við stjórn Alains Juppe forsætisráð-
herra.
Sósíalistar hæddust að íhlutun
forsetans og fögnuðu skoðanakönn-
unum, sem benda til þess að vinstri-
flokkarnir hafi unnið upp forskot
stjórnarflokkanna. Lionel Jospin,
leiðtogi sósíalista, sagði að fylgi
bandalaganna væri orðið hnífjafnt
og stuðningurinn við vinstriflokk-
vera viðstaddur minningarathöfn
um sjö ísraelskar stúlkur sem jórd-
anskur hermaður myrti í mars. Bar
prinsinn við deilum við ísraela um
aðgang að vatni. Þess í stað átti
Hassan fund með Yossi Beilin úr
ísraelska Verkamannaflokknum.
Dauðadómur fyrir sölu á landi
Til átaka kom í gær er ísraelska
lögreglan flutti hóp landnema úr
skýli sem þeir höfðu reist ólöglega
á Vesturbakkanum. Slösuðust
nokkur börn í átökunum og tæplega
tuttugu landnemar voru handtekn-
ir. Flokkur heittrúaðra gyðinga
hótaði í gær að láta af stuðningi
sínum við ríkisstjórn Netanyahus,
endurtækju slíkir atburðir sig.
Þá tilkynntu palestínsk yfírvöld
að hver sá sem seldi ísraelum land
undir landnemabyggðir í gegnum
„ólöglega" miðlara, ætti yfir höfði
sér dauðadóm, enda væri slíkt föð-
urlandssvik.
anna færi enn vaxandi.
„Ef Juppe hefur óskað eftir að-
stoð Chirac merkir það að kosninga-
baráttan gengur ekki mjög vel,“
sagði Daniel Vaillant, næstvalda-
mesti maður Sósíalistaflokksins.
Flestir vilja að Chirac starfi
með sósíalistum
Nokkrir þingmenn sögðu að
Chirac þyrfti að útskýra betur hvers
vegna hann ákvað að boða til kosn-
inga tæpum 10 mánuðum áður en
kjörtímabilinu átti að ljúka. Vinstri-
flokkarnir hafa sakað forsetann um
að hafa flýtt kosningunum til að
hægriflokkamir gætu knúið fram
óvinsælar sparnaðaraðgerðir til að
Frakkar gætu uppfyllt skilyrði fyrir
aðild að Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópusambandsins, EMU, ár-
ið 1999 eða til að koma í veg fyrir
UMFERÐARTEPPA er í háloft-
unum í Evrópu og bitnar það æ
meir á flugfarþegum sem þola
stöðugt meiri seinkun og oftar.
Karl-Heinz Neumeister, fram-
kvæmdasljóri samtaka evrópskra
áætlunarfjugfélaga (AEA), segir
ástæðuna vera þá að vöxtur flug-
stjórnarkerfisins hafi ekki verið
í samræmi við aukningu flug-
starfseminnar.
Afkastageta flugstjórnarmið-
stöðvanna 49 í Evrópu, sem
stjórna farþegaflugi í háloftun-
um, er sögð sprungin. Flugferð-
um hefur fjölgað um 100% á 10
árum og hafa þær fjórfaldast á
síðastliðnum 20 árum. Með sama
áframhaldi er gert ráð fyrir að
umsvifin tvöfaldist á næstu 9-14
árum. Það þykir því afar aðkal-
landi að ráða hið snarasta bót á
ástandi flugstjórnarmála í álf-
unni. Mest eru vandræðin á hin-
um þéttbýla þríhyrningi sem af-
markast af London, Frankfurt
og París.
Ástandið bitnar á farþegum og
flugfélögum. í fyrra voru flug-
að ný spillingarmál gætu skaðað
stjórnina.
Chirac var kjörinn til sjö ára 1995
og honum er ætlað að halda sig
utan við flokkapólitíkina, þótt forset-
ar landsins hafí oft reynt að beita
áhrifum sínum til að styrkja stöðu
bandamanna sinna í þingkosningum.
Hann tekur þó áhættu með því að
lýsa yfir stuðningi við stjórnarflokk-
ana því staða hans gæti orðið veik
næstu fimm árin ef kjósendur hunsa
áskoranir hans og andstæðingar
hans komast til valda.
Franska vikublaðið L’Evenement
du Jeudi birti í gær skoðanakönnun
sem bendir til þess að 55% Frakka
telji að Chirac ætti ekki að segja
af sér ef vinstriflokkarnir færu með
sigur af hólmi. 33% aðspurðra sögð-
ust vilja að hann færi frá ef stjórn-
arflokkarnir byðu ósigur.
seinkanir 50% fleiri en tveimur
árum áður. Næstum því fimmtu
hverri flugvél, eða 18,5%, seink-
aði um meira en 15 mínútur, sam-
kvæmt upplýsingum AEA.
Útreikningar Flugmálastofn-
unar Evrópu (ECAC) benda til
þess að seinkanirnar kosti evr-
ópsku flugfélögin um 100 millj-
arða króna á ári og er þá álits-
hnekkir, sem flugfélögin bíða í
augum notendanna, ekki metinn
til fjár. Enginn hefur reynt að
meta Ijón farþega af seinkunun-
um en þaðjiemur milljónum
klukkustunda þegar á heildina
er litið.
„Vandinn er ekki sá að Ioft-
rýmið sé yfirfullt af flugvélum,
heldur sá að umferðarstjórnin er
óskilvirk," segir Neumeister í
samtali við blaðið Aftenposten í
Noregi. Að hans mati standa
menn frammi fyrir því að annað
hvort verður að stöðva frekari
vöxt og viðgang flugsins, t.d. með
ofursköttun og miðstýringu, eða
stokka upp og stórbæta flug-
sljórnarkerfið.
2.700 Alb-
anir flutt-
ir heim
STJÓRNVÖLD á Ítalíu sögðu
í gær að 2.712 albanskir
flóttamenn hefðu verið sendir
aftur til Albaníu, þar af 614
á síðustu 10 dögum. Þetta er
tæpur fimmtungur allra
þeirra Albana sem flúið hafa
til Ítalíu frá því óeirðir ollu
glundroða í Albaníu í mars.
Italska þingið hefur samþykkt
að leyfa Albönum að vera á
Ítalíu í þijá mánuði hafi þeir
haft gilda ástæðu til að flýja,
en öðrum, SVo sem glæpa-
mönnum og fólki sem sækist
aðeins eftir betri lífskjörum,
yrði vísað úr landi þegar í
stað.
Banda of
hrumur fyrir
réttarhöld
DÓMSTÓLL í Malaví úr-
skurðaði í gær að Kamuzu
Banda, sem stjórnaði landinu
með harðri hendi í þijá ára-
tugi, væri of gamall og veikur
til að geta komið fyrir rétt
vegna ásakana um ijársvik.
Dómstóllinn hafnaði réttar-
höldum að sakborningnum
fjarstöddum á þeirri forsendu
að það bryti í bága við stjórn-
arskrárbundinn rétt hans til
sanngjarnra réttarhalda. Tal-
ið er að Banda sé 96 ára gam-
all.
Heston vara-
forseti NRA
BANDARÍSKI leikarinn
Charlton Heston var kjörinn
varaforseti NRA, áhrifamik-
illa samtaka bandarískra
byssueigenda, á mánudag.
Heston, sem er 72 ára, vann
nauman sigur á Neal Knox,
sitjandi varaforseta, sem tók
þátt í harðri valdabaráttu inn-
an stjórnar samtakanna
undanfarnar vikur.
Kinkel fer til
Sarajevo
KLAUS Kinkel, utanríkisráð-
herra Þýskalands, fer til
Sarajevo á morgun til að sam-
hæfa áætlanir um að senda
bosníska flóttamenn aftur til
heimalandsins. Áætlanirnar
hafa verið gagnrýndar fyrir
að vera skipulagslausar, mót-
sagnakenndar og stundum
ómannúðlegar. Þjóðveijar
tóku á móti 320.000 flótta-
mönnum frá Bosníu vegna
stríðsins 1992-95.
Norðmenn
selji
hvalspikið
HÆGRIMAÐURINN Svein
Ludvigsen, formaður við-
skiptanefndar norska þings-
ins, sagði í gær að Norðmenn
ættu að hefja útflutning á
hvalspiki að nýju. Hvalveiði-
vertíðin hófst í Noregi á föstu-
dag og leyft verður að veiða
525 hrefnur. 400 tonn af
óseldu hvalspiki frá sjðustu
vertíðum eru enn í geymslum
í Norður-Noregi.
■ JPéPL*-
Reuter
Fundur Weizmans og Arafats
Osammála um
niðurstöðuna
Erez, Jerúsalem. Reuter.
Umferðarteppa í háioftum Evrópu
Fimmtu hverri þotu seink-
arum a.m.k. 15 mínútur