Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áformað er að leggja Miklubraut að hluta í jarðgöngum Kostnaður við jarðgöng* 7-800 milljónir króna NANARI útfærsla á lagningu hluta Miklubrautar í jarðgöngum var kynnt borgarráði í gær. For- maður umferðar- og skipulags- nefndar Reykjavíkur segir að göngin myndu breyta miklu til batnaðar fyrir íbúa í Hlíðahverfi. Samkvæmt nýju aðalskipulagi borgarinnar, sem nú er verið að kynna, er gert ráð fyrir að leggja Miklubraut í göngum frá Reykja- hlíð að Hringbraut. Nánari útfærsla á þessari tillögu var kynnt í umferðar- og skipulags- nefnd Reykjavíkur á mánudag og samkvæmt upplýsingum Guðrúnar Agústsdóttur, formanns nefndar- innar, myndu göngin kosta 7-800 milljónir króna. Gjörbreytir tengslum við Miklatún „Þessi göng myndu gjörbreyta tengslum Hlíðahverfisbúa við Miklatúnið og bæta mjög úr loft- og hljóðmengunarvandamálum þeirra sem mest hafa kvartað yfir þeim,“ sagði Guðrún. Samkvæmt tillögunni byijar Miklabraut að hallast niður á við þegar við Lönguhlíð til að draga úr umferðarhávaða, eins og sést á efri myndinni. Jarðgöngin hefjast síðan á móts við Reykjahlíð og enda skömmu áður en kemur að núverandi gatnamótum Miklubrautar, Bú- staðavegar og Snorrabrautar. Of- anjarðar verða húsagötur fyrir íbúa Miklubrautar. Vestast á Miklubraut verða tveir gangamunnar, eins og sést á neðri myndinni og er áætlað að Miklabraut sveigi til suðurs undir Bústaðaveginn. Fljótlegt því lítið þarf að sprengja Guðrún Ágústsdóttir sagði að þessi framkvæmd þyrfti ekki að taka langan tíma því þegar Mikla- braut hefði verið iögð á sínum tíma hefði þurft að grafa djúpt niður á fast og því væri fyrirsjáanlegt að lítið þyrfti að sprengja fyrir göngum. Flugfélög mega innrita farþega og afgreiða vélar skv. EES-reglum Stangast á við einkaleyfi Fiug’leiða í Keflavík Akvæði tilskipunarinnar eiga að taka gildi um næstu áramót Úttekt á rekstri RÚV UMFANGSMIKIL rekstrarút- tekt hefur staðið yfir um nokk- urn tíma á rekstri Ríkisút- varpsins og er niðurstöðu að vænta innan fárra vikna, að sögn Péturs Guðfinnssonar útvarpsstjóra. Stofnunin fékk Verkfræði- stofu Stefáns Ólafssonar til að fara í saumana á rekstri RÚV í samvinnu við sérstaka vinnuhópa innan RÚV sem skipaðir voru sl. haust. „Mark- miðið er að taka á öllum þátt- um rekstrarins og huga að öllum hugsanlegum leiðum til sparnaðar eða betri nýtingar á mannskap og tækjurn," sagði Pétur. Hann sagði að sérstök stýri- nefnd hefði yfirumsjón með verkefninu og hún myndi væntanlega taka málið til af- greiðslu þegar niðurstöður lægju fyrir. TILSKIPUN Evrópusambandsins um aðgang fyrirtækja að flugaf- greiðslumarkaði mun taka gildi hér á landi á næstu misserum sam- kvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Ákvæði tilskipun- arinnar stangast samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins á við nú- verandi fyrirkomulag flug- afgreiðslumála á Keflavíkurflug- velli. Flugleiðir hf. hafa nú einkaleyfi á innritun farþega og afgreiðslu allra farþegaflugvéla á Keflavík- urflugvelli samkvæmt samningi við utanríkisráðuneytið en tilskipunin kveður á um að á flugvöllum þar sem farþegar eru fleiri en ein millj- ón á ári og frakt meiri en 25.000 tonn skuli fiugfélögum vera heimilt að afgreiða sjálf eigin flugvélar. Fullt frelsi í veitingu þjónustu við flugvélar miðast hins vegar við enn stærri flugvelli þar sem mun fleiri farþegar fara um. Að sögn Halldórs S. Kristjáns- sonar, skrifstofustjóra í samgöngu- ráðuneytinu, er tilskipunin hluti af reglusafni því um flugmál, sem gert er ráð fyrir að verði hluti af EES-samningnum og taki gildi á íslandi. Miðað sé við að ákvæði til- skipunarinnar taki gildi um næstu áramót. Sameiginlega EES-nefndin hefur hins vegar enn ekki tekið formlega ákvörðun um að tilskipunin skuli bætast við EES-samninginn. Núverandi samningur við Flug- ieiðir var gerður árið 1987. Flug- leiðir höfðu í fyrstu einkarétt á inn- ritun farþega og þjónustu við jafnt farþega- og fraktflugvélar, en 1991 var samningurinn endurnýjaður og var afgreiðsla fraktflugvéla þá gef- in fijáls. Fraktflugfélög hafa hins vegar áfram skipt við Flugleiðir. Um 80% af farþegaflugi og 75% af fraktflugi um völlinn eru á veg- um Flugleiða. Einkaleyfissamningurinn end- urnýjaðist aftur á síðasta ári, en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins greinir samningsaðilana á um til hversu langs tíma hann hafi endurnýjazt. Verði talið að samn- ingurinn stangist á við skuldbind- ingar Íslands samkvæmt EES- samningnum má búast við aðgerð- um af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA, nema samningnum verði rift eða samið upp á nýtt við Flugleiðir. Einkaleyfið gagnrýnt Einkaleyfl Flugleiða á flugaf- greiðsiunni hefur sætt gagnrýni keppinauta félagsins, til dæmis flug- félagsins Atlanta, sem telja það skaða samkeppnisstöðu sína. í drög- um að skýrslu Samkeppnisstofnunar um flugmarkaðinn, sem Morgun- blaðið greindi frá í marz síðastliðn- um, kemur fram að gjaldskrá fynr flugvélaafgreiðslu á Keflavíkurflug- velli sé með þeim hæstu sem fyrir- finnist í nágrannalöndunum. Sam- kvæmt ársskýrslu Flugleiða námu tekjur félagsins af afgreiðslu flug- véla, innanlands og utan, um 242 milljónum króna á síðasta ári. i | I BVKO MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. Viö klæðum húsiö fjitt Þrír slösuðust í hörðum átökum á veitingahusinu Vegas í fyrrinótt HÖRÐ átök brutust út á veitinga- í lífshættu húsinu Vegas skömmu fyrir klukkan eitt í fyrrinótt með þeim afleiðingum' að þrír slösuðust, þar af einn alvar- lega. Sá er 26 ára gamall. Varð hann fyrir þung.um höfuðhöggum með þeim áfleiðingum að blæddi inn á heila og liggur hann nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, í lífshættu að því talið er. Síðdegis í gær var maður hand- tekinn vegna rannsóknar málsins. Þegar lögreglan kom á staðinn lá maður hreyfingarlaus í sófa á staðn- um og hafði verið sleginn í höfuðið. Við athugun kom í ljós að púls hans var veikur og var sjúkrabíll kallaður til. Maðurinn var mjög illa haldinn samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu en skömmu síðar hófust lífgun- artilraunir sem báru árangur. Hann var síðan fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Spörk dundu á höfði mannsins Átökin voru á milli þriggja manna og konu annars vegar og þriggja ungra sjómanna hins vegar. Vitni á staðnum bar það fyrir lögreglu að fjórir einstaklingar sem komið höfðu skömmu áður, þrír karlar og kona, hafi setið saman við borð inni á skemmtistaðnum og gefið sig á tal við mjög drukkinn mann sem sat skammt frá þeim. Ekki er vitað um upptökin en skyndilega brutust út slagsmál þeirra á milli og var maðurinn sleg- inn og tuskaður til að sögn vitnjs, auk þess sem sparkað var í höfuð hans nokkrum sinnum. Félagar hans hugðust þá koma honum til aðstoð- ar, en máttu sín ekki mikils gagn- vart árásarmönnunum. Sá sem fyrstur varð fyrir barðinu á fólkinu lagðist upp í sófa og eltu þremenn- ingarnir hann þangað og spörkuðu aftur í höfuð hans nokkrum sinnum. Einn handtekinn í gær Gerendur voru farnir af vettvangi ’ þegar lögreglan kom á vettvang og ekki lá fyrir lýsing á þeim. Síðar um kvöldið kvaðst hins vegar starfsmað- I ur á staðnum vita um hveija væri | að ræða og var einn handtekinn í gær, eins og áður sagði. Rannsókn- arlögregla ríkisins hefur málið til j meðferðar. Tveir sjómannanna fengu áverka í andliti en sá þriðji reyndist mikið i j slasaður á höfði og gekkst hann , f umsvifalaust undir aðgerð á Sjúkra- | ' húsi Reykjavík eftir komuna þangað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.