Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 6

Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ * Morgunblaðið/Kristinn FORSETAHJON Islands og Tékklands skoða myndaalbúmið ásamt Þórhildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra. Havel fékk myndir frá Leikfélaginu Á STUTTUM fundi með Havel á Keflavíkurflugvelli í gærmorg- un, f.v: Þorsteinn Gunnarsson, Olga Franzdóttir, Brynja Bene- diktsdóttir og Vaclav Havel. VÁCLAV Havel, forseti Tékk- lands, og kona hans Dagmar höfðu stutta viðdvöl á Keflavík- urflugvelli í gærmorgun á leið vestur um haf. Hann hitti að máli forseta íslands hr. Olaf Ragnar Grímsson, Guðrúnu K. Þorbergsdóttur forsetafrú og leikhúsfólk. Eins og kunnugt er sá hann frumsýningu leikritsins Endur- byggingar eftir sig í Reykjavík í febrúar 1990 þá nýorðinn for- seti. Havel hreifst svo af sýning- unni að hann lét stöðva æfingar á verkinu í Prag til að hægt væri að taka mið af íslensku sýn- ingunni og fékk í því skyni sent myndband. Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri Endurbyggingar sem einn- ig leikstýrði Largo desolato eftir Havel hjá Leikfélagi Reykjavíkur í fyrrahaust var meðal þess leik- húsfólks sem hitti Havel nú, en hún og maður hennar, Erlingur Gíslason leikari, eru góðkunn- ingjar Havels. Brynja sagði að ánægjulegt hefði verið að hitta Havel og eig- inkonu hans, leikkonuna Dagmar Havlovu. Hann hefði endurtekið þakkir fyrir sýningu Endurbygg- ingar og Iýst enn á ný hrifningu sinni. Einnig hefði honum þótt vænt um að fá í hendur frá Leik- félagi Reykjavíkur áritað albúm með litmyndum frá sýningunni á Largo desolato með stórri lit- mynd af Borgarleikhúsinu á káp- unni. Var hress og glaður Havel var mjög hress, glaðleg- ur og leit vel út, að sögn Brynju. Hann er hættur að reykja og Brynja minntist þess hve hann lofsamaði íslenska loftið og veðr- ið þegar hann var hér seinast á ferð. „Reyndar gerði það ekki endasleppt við hann því að hann lenti í ofsaroki og blindhríð við brottförina," sagði Brynja. Auk forsetahjónanna og þeirra Brynju og Erlings komu til fund- ar við Havel Þórhildur Þorleifs- dóttir leikhússtjóri, Þorsteinn Gunnarsson leikari og þýðend- urnir Olga Franzdóttir og Baldur Sigurðsson. Erlingur og Þor- steinn léku aðalhlutverk í Havel- sýningunum fyrrnefndu og sagði Brynja að umræðurnar hefðu m. a. snúist um rithöfunda og arkitekta með hlutverkin í leik- ritunum og lífinu í huga, en Þor- steinn sem lék rithöfund í Largo desolato er líka arkitekt. Könnun á dagvistarþörf í Reykjavík 69% óska eftir leikskólaplássi í KÖNNUN sem gerð hefur verið fyrir Dagvist barna á dagvistarþörf næstu misseri kemur fram að um 91,1% þeirra sem tóku þátt í könn- uninni hafa þegar sótt um eða hyggjast sækja um leikskólapláss. Ennfremur að 69% aðspurðra óska ekki eftir annarri þjónustu fyrir barnið, 9,8% velja dagmóður, 8,4% heimgreiðslur, 4,2% einkaleikskóla og 8,7% annað. Könnunin var gerð meðal for- eldra barna sem fædd eru seinni hluta ársins 1995 og allt árið 1996 og var markmiðið að meta eftir- spurn og þörf foreldra þessa aldurs- hóps fyrir dagvistarpláss. Úrtakið náði til 400 foreldra og var fjöldi barna 2.559. Alls svöruðu 316 for- eldrar eða 79%. Könnunin sýnir að liðlega níundi hver Reykvíkingur eða 91,1% hefur þegar sótt um eða hyggst sækja um leikskólapláss en tæp 6% ætla ekki að sækja um og rúm 3% treystu sér ekki til að svara spurningunni. Við hvaða aldur barns vilja foreldrar fá leikskólapláss ? 8,7% I B 4.9% Hálfs Eins Eins og Tveggja Þriggja árs árs hálfs ára og eldri í hve langan tíma dags vilja foreldrar fá leikskólapláss ? 37,5% 125,6% 22,5% ■ 14,4% Fjórar Fimm Sex Átta til stundir stundir stundir níu klst. Þegar spurt var um við hvaða aldur barns væri óskað eftir plássi kom fram að 95% foreldra vilja vera búnir að fá leikskólapláss við tveggja ára aldur. Flestir foreldrar eða um 38% óska eftir Qögurra stunda vistun en um fjórðungur vill fá átta til tíu stunda vistun. Margir foreldrar sögðust óska eftir fjögurra stunda vistun í fyrstu en vilja fjölga stundunum með aldri barnsins. Tilkynnti nauðgun KONA tilkynnti nauðgun til lögreglu um klukkan hálffjögur í fyrrinótt og átti hið meinta atvik sér stað á heimili hennar í Blönduhlíð. Hún bar að þrír menn hefðu ráðist inn á heimili sitt og tveir þeirra nauðgað sér. Hún var flutt á neyðarmóttöku slysa- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur ásamt dóttur sinni á unglings- aldri sem fengið hafði áfall eft- ir atburðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki ljóst af frá- sögn konunnar hveijir mennirn- ir væru, en ekki voru sjáanlegar skemmdir á íbúðinni eða útidyr- um hennar. Réðust inn í íbúðina Samkvæmt frásögn konunn- ar, sem er 39 ára gömul, hafði hún verið á veitingastað um kvöldið og haldið heim að því Ioknu og sofnað. Hún hafði síð- an vaknað við að ókunnugur maður var kominn inn í íbúðina ásamt tveimur öðrum og þeir réðust á hana. Dóttir hennar var sofandi í öðru herbergi í íbúðinni. Mennirnir héldu burt að þessu loknu og hafði hún þá samband við Iögreglu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til rannsóknar. 70 án bílbelta sektaðir Ólafsvík. Morgunblaðið. TÆPLEGA 70 manns voru sektaðir meðan á könnun lög- reglu á Snæfellsnesi stóð um síðustu helgi, en hún leiddi í ljós að mikill misbrestur var á að ökumenn og farþegar bifreiða notuðu öryggisbelti við akstur. í sömu könnun lögreglu voru sex ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur og einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur. í sumar er reiknað með aukn- um ferðamannastraumi um Snæfellsnes og hyggst lögregla framkvæma slíkar athuganir af og til í sumar til að stuðla að betri umferðarmenningu og minnka tíðni alvarlegra umferð- arslysa. Vinnuslys við Goða- borgir MAÐUR féll um það bil þtjá metra á milli hæða skömmu fyrir klukkan 16 á mánudag í nýbyggingu við Goðaborgir. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, meiddur á höfði og mjöðm. Meiðsli hans eru þó talin minniháttar. Vinnueftirlit- ið fór á staðinn til að kanna málið frekar. Götuheiti í Bryggjuhverfi BORGARRÁÐ hefur samþykkt. tillögu að nafngiftum í Bryggju- hverfi. Lagt er til að götuheitin verði Básbryggja, en Bás er örnefni skammt frá þeim stað þar sem gert er ráð fyrir bátastæði, Naustabryggja, sem sótt er í örnefnið Naustatanga á norð- urströnd Grafarvogs og Tanga- bryggja, sem skírskotartil Nau- statanga og Litlatanga á suðui'- strönd Grafarvogs. Þá er lagt til að höfnin verði nefnd Bryggjuhöfn, hafnargarðu rinn Bryggjugarður 0g torgið Bryggjutorg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.