Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
KRISTINN Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands
var á meðal þeirra er tóku á móti svínunum á Akureyrarflugvelli
í gær, eftir flugið frá Finnlandi.
Morgunblaðid/Kristinn Gylfi
AUÐBJORN Kristinsson, bóndi á Hraukbæ í Eyjafirði og varafor-
maður Svínaræktarfélagsins skoðar svín á kynbótabúi í Finn-
landi, þar sem dýrin voru keypt.
Finnsku
svínin komin
til Hríseyjar
Bæjarstjóri fær vaxtalaust lán til bifreiðakaupa
Þátttaka bæjarins í
rekstri bifreiðar
AKUREYRARBÆR veitti Jakobi
Björnssyni bæjarstjóra vaxtalaust lán
til bifreiðakaupa þegar hann tók við
störfum í upphafi þessa kjörtímabils.
í ráðingarsamningi við bæjarstjóra
kemur fram að bærinn veiti bæjar-
stjóra lán til bifreiðakaupa, lánsupp-
hæð fari eftir samkomulagi, Iánið sé
vaxtalaust og skuli endurgreitt á fjór-
um árum með jöfnum mánaðarlegum
afborgunum. Þetta kom m.a. fram í
úttekt sem Útvarp Norðurlands gerði
á launakjörum bæjarstjóra í kaup-
stöðum á Norðurlandi.
Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði
ekkert óeðlilegt við þetta ákvæði
ráðingarsamningsins, en vitanlega
hefði mátt haga hlutunum með öðr-
um hætti. „Þetta er aðferð Akur-
eyrarbæjar til að taka þátt í kostn-
aði við rekstur bíls, fyrir utan beinar
greiðslur vegna aksturs. Hér hefur
sú Ieið ekki verið farin að kaupa
sérstakan bíl fyrir bæjarstjórann
eins og sums staðar tíðkast," sagði
Jakob.
Beint upp úr fyrri samningum
Hann sagði að þetta ákvæði
samningsins hefði verið tekið beint
upp úr samningum við fyrri bæjar-
stjóra. Vissi hann til þess að síðasti
bæjarstjóri hefði einnig nýtt sér
vaxtalaust lán til bifreiðakaupa en
lengra aftur þekkti hann ekki sög-
una._
„Ég hefði ekkert á móti því að
ráðningarsamningar við bæjarstjóra
væru einfaldari, kveðið á um
ákveðna launatölu sem ekki yrði
endilega lægri þegar í heildina er
litið en núverandi laun. Næst þegar
ég geri samning sem bæjarstjóri
mun ég beita mér fyrir lagfæringum,
gera hlutina einfaldari," sagði Jak-
ob. „Aðalatriði þessa máls er að það
er ekkert óeðlilegt við þetta, það er
ekki verið að skjóta neinu undan.“
Umdeilanleg ákvörðun
Sigurður J. Sigurðsson oddviti
Sjálfstæðisflokks sagði það umdeil-
anlega ákvörðun að veita vaxtalaus
bifreiðalán og sér þætti merkilegt
að þessu ákvæði hefði ekki verið
breytt í tímans rás, við gerð nýrra
samninga. Eðlilegast væri að menn
greiddu fjármagnskostnað af svona
lánum og víða væri hægt að fá lán
til bílakaupa, en af þeim væru
greiddir vextir. Sigurður sagði það
sína skoðun að full ástæða hefði
verið að endurskoða samninga sem
gerðir voru við framkvæmdastjóra
sveitarfélaga sem ráðnir voru til
skemmri tíma þegar pólitískur bæj-
arfulltrúi væri gerður að bæjarstjóra
eins og nú. Þeir hefðu til að mynda
ekki fengið bæjarfulitrúalaun.
í GÆR komu til Akureyrar á
vegum Svínaræktarfélags Is-
lands, 25 kynbótasvín frá Finn-
landi. Svínin komu með þotu
Atlanta að utan og voru þau
flutt frá Akureyri í einangrun-
arstöð Svínaræktarfélagsins í
Hrísey.
Alls voru fluttar inn sautján
fengnar gyltur og átta geltir
og er stefnt að því að fyrstu
gyltunar gjóti um næstu mán-
aðamót. Verkefnið í Hrísey
stendur yfir næstu tvö árin og
verða gylturnar látnar gjóta
fjórum sinnum á því tímabili
og grísirnir fluttir um fjögurra
mánaða gamlir í land og inn á
íslensk svínabú. Gert er ráð
fyrir að á tímabilinu verði
framleiddir um fimmhundruð
grísir.
Markmið Svínaræktarfélags-
ins með þessu kynbótaverkefni
er að efla og bæta íslenska
svínarækt og auka hagkvæmni
í svínakjötsframleiðslunni og
samkeppnishæfni hennar.
Lögreglan glímir
viö ölvaðan mann
Úða
beitt við
hand-
töku
ÖLVAÐUR maður veittist að
lögreglu með ofbeldi um helg-
ina, en hann hugðist koma í
veg fyrir að lögregla sinnti
skyldustörfum sínum þegar
verið var að handtaka félaga
hans.
Lögreglumenn þurftu að
beita „mace-úða“ við hand-
töku mannsins til að yfirbuga
hann og komu þeir þannig í
veg fyrir átök, sem hætta er
á að geti leitt til líkamstjóns,
ýmist á þeim handtekna eða
lögreglumönnum.
Eltir uppi
Arvökulir lögreglumenn á
eftirlitsferð urðu vitni að því
um helgina að tveir menn viku
af réttri braut og gerðu tilraun
til innbrots í verslun. Þeir
höfðu brotið rúðu í versluninni
þegar lögregluna bar að. Tóku
mennirnir til fótanna er þeir
urðu varir áhorfenda að at-
hæfi sínu en fótfráir lögreglu-
menn hlupu þá uppi og hand-
tóku.
Morgunblaðið/Kristján
Mjólkurframleiðendur á samlagssvæði KEA
Viðbótargreiðsla
fyrir síðasta ár
Dyttað að
fleytunni
LEIÐINDAVEÐUR hefur verið á
Norðurlandi síðustu daga og ekki
útlit fyrir miklar breytingar al-
veg á næstunni. Örlygur Ingólfs-
son skipstjóri á feijunni Sæfara
lét það ekki á sig fá og notaði
tímann á laugardag til að dytta
að fleytu sinni. Hann fór fag-
mannlegum höndum um máln-
ingarrúlluna og málaði stjórn-
borðssíðu Sæfara af miklum
móð, þar sem skipið lá við Torfu-
nefsbryggju á Akureyri. Sæfari
er í siglingum á milli Dalvíkur
og Grímseyjar.
KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur
ákveðið að borga mjólkurframleið-
endum á svæði Mjólkursamlags
KEA viðbótargreiðslu á framleiðslu
síðasta árs. Magnús Gauti Gautason,
kaupfélagsstjóri, segir að upphæðin
verði samsvarandi þeim arðgreiðsl-
um sem greiddar hafa verið á öðrum
mjólkurframleiðslusvæðum.
Magnús Gauti segir að arðgreiðsl-
ur á öðrum svæðum hafi verið um
65 aurar á hvern lítra. Hann segir
að viðbótargreiðslan hafi ekki enn
verið greidd hjá KEA og að ekki sé
búið að útfæra þá framkvæmd.
„Við viljum með þessari viðbótar-
greiðslu sjá til þess að bændur hér
á svæðinu sitji við sama borð og
bændur á Suðurlandi, hvað þetta
varðar," sagði Magnús Gauti.
Sameinaður
hverfisskóli
Tveir
sóttu um
stöðu
skólastjóra
TVÆR umsóknir bárust um
stöðu skólastjóra hverfisskóla
fyrir 1. til 10. bekk, en um
er að ræða skóla sem samein-
aður verður úr Barnaskóla
Akureyrar og Gagnfræða-
skóia Akureyrar.
Þau sem sóttu um eru Karl
Erlendsson, skólastjóri í Þela-
merkurskóla, og Þóra Stein-
unn Gísladóttir kennari við
Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri.
Ein umsókn barst um stöðu
aðstoðarskólastjóra við Gilja-
skóla, frá Þorgerði Guðlaugs-
dóttur sem síðasta ári liefur
gengt stöðu skólastjóra við
Síðuskóla.
Skólanefnd mun i^alla um
umsóknir á næsta fundi sínum
sem væntanlega verður síðar
í vikunni.
Rækjumiðin
norður af
Grímsey að
lokast vegna
hafíss
Grímsey. Morg-unblaðið.
HAFÖRN SK 17, rækjubátur
sem gerður er út af Dögun á
Sauðárkróki, var á veiðum um
10 mílur norður af Grímsey
nýlega. Jón Árni Jónsson
skipstjóri sagði að rækjumiðin
væru að lokast vegna hafíss
og þess vegna væru þeir
komnir þetta nálægt landi og
var aflinn þar af leiðandi held-
ur rýr í túrnum eða 11 tonn.
Báturinn kom að landi á
Sauðárkróki sl. sunnudags-
kvöld.
Túrarnir eru alltaf fimm
sólarhringa langir og sagði
hann þennan þann lélegasta
í iangan tíma því þeir hefðu
ekki farið niður fyrir 20 til
30 tonn lengi.
Fimm eru í áhöfninni, Dög-
un verkar rækjuna og að-
spurður um verðið sem þeir
fá fyrir hana sagði Jón Árni:
„Við erum ekki ósáttir við
okkar hlut.“
Alþýðu-
tónlist
TÓNLEIKAR verða í sal
Verkmenntaskólans á Akur-
eyri í kvöld, miðvikudags-
kvöldið 14. maí kl. 20.30.
Fram koma nemendur í al-
þýðutónlistardeild Tónlistar-
skólans á Akureyri.