Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 23
LISTIR
Viðhorfið skiptir
mestu máli
segja söngkonan Kim Críswell og Wayne
Marshall hljómsveitarst]orinn og einleikarinn
í viðtali við Hildi Loftsdóttur um ameríska
dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
WAYNE Marshall og Kim Criswell.
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís-
lands heldur tónleika í kvöld,
miðvikudagskvöld, og annað
kvöld kl. 20 í Háskólabíói. Dag-
skráin verður helguð amerískum
tónsmiðum í þetta sinn og leikin
verða verk eftir George Gershwin,
Aron Copland, Leonard Bernstein
og lög úr þekktum söngleikjum
eftir Rodger og Hart.
Hljómsveitin hefur fengið til liðs
við söngkonuna Kim Criswell, sem
er þekkt fyrir söng sinn í söngleikj-
um víða um heim. Hún er banda-
rísk en hefur verið búsett og starf-
að í London í fimm ár. Wayne
Marshall mun stjórna hljómsveit-
inni auk þess að leika einleik á
píanó í verkinu Rhapsody in Blue
eftir Gershwin. Wayne er hér í
annað sinn, en fyrir tveimur árum
stjórnaði hann Sinfóníunni við verk
Gerswins.
Sinfónían spilaglöð og hlý
Blaðamaður hitti þau Kim Cris-
well og Wayne Marshall að lokinni
æfingu með hljómsveitinni í gær.
„Það er mjög ánægjulegt að
vera kominn aftur til íslands. Það
gerir þetta yndislega veður og
hreina loft að ógleymdri hljóm-
sveitinni, sem er mjög gaman að
stjórna, þar sem meðlimir hennar
eru mjög spilaglaðir og einstaklega
hlýir í viðmóti, ólíkt mörgum öðr-
um hljómsveitum," segir Wayne.
Kim tekur undir það að þessi
hljómsveit og aðrar á Norðurlönd-
unum hafi yfirleitt gaman af því
að spila þessa tónlist. „Annars
staðar í heiminum eiga hljóðfæra-
leikarar það til að líta niður á þessi
verk og álíta þau of auðveld fyrir
sig, en þegar þeir bytja að æfa
kemur annað í ljós,“ segir Kim.
Skemmtilegir textar
„Ég vona að íslendingar séu
góðir í ensku, og muni skilja vel
textana sem ég syng, því þeir eru
mjög skemmtilegir," segir Kim
aðspurð um söngleikjalögin sem
hún mun flytja.
Flest lögin segir hún vera sung-
in af fertugum konum, og ijalli
um ástir þeirra og kynlíf, og séu
heldur opinská.„Þegar lögin voru
notuð í kvikmyndir á árunum
1930-40, var ýmsum þessara
texta breytt, en hér verða þeir í
upphaflegri mynd.“
Wayne segir það mjög áríðandi
í þessari tegund tónlistar að ná
rétta andrúmsloftinu, sem ein-
kenndi tónlist á þeim árum sem
þau voru samin. „Rétta viðhorfið
er nauðsyn, og það er verk mitt
að skapa það í hijómsveitinni.
Klassískir spilarar eru oft óvanir
þessari tónlist sem er svolítið
djassaðri, og rétt túlkun verður
ekki skrifuð á nótnablöðin."
Þau sögðust að lokum hlakka
til tónleikanna, þar sem æfingar
hefðu gengið mjög vel. Þangað til
ætluðu þau að slappa af með ferð
í Bláa lónið.
Brýnt að
koma upp
hönnun-
arsafni
NEFND, sem skipuð var af
menntamálaráðuneytinu til að
gera tiliögur um með hvaða
hætti megi standa að stofnun
listiðnaðar- og hönnunarsafns,
hefur lokið störfum. Nefndin
telur brýnt að komið verði á
fót safni til varðveislu á góðri
hönnun og beri það heitið
Hönnunarsafn íslands.
Nefndin álítur nauðsynlegt
að byggja hönnunarsafnið upp
sem sjálfstæða stofnun. í tillög-
unum er gert ráð fyrir að fjár-
mögnun stofnkostnaðar hvíli á
menntamálaráðuneyti, Reykja-
víkurborg og öðrum aðilum og
stofnkostnaður verði 5 milljónir
króna. Lagt er til að mennta-
málaráðuneytið hafi frum-
kvæði að stofnun safnsins og
það beiti sér fyrir formlegum
viðræðum við samstarfsaðila.
Nefndin gerir að tillögu sinni
að opinber stofndagur verði 30.
október 1997 sem er fæðing-
ardagur Matthíasar Þórðarson-
ar þjóðminjavarðar (1877-
1961) sem var einna fyrstur
Islendinga til að vekja athygli
á nauðsyn þess að safna góðu
íslensku listhandverki og nytj-
alist.
Safn á eigin fótum
Björn Bjarnasón mennta-
málaráðherra sagði þegar blað-
ið sneri sér til hans að skýrsla
nefndarinnar sýndi að full þörf
væri á að koma upp hönnunar-
safni og finna yrði leiðir til
þess án þess að ráðast í miklar
fjárfestingar. Ljóst væri að rík-
ið kæmi ekki til með að reka
safnið. Það þyrfti að standa á
eigin fótum, en þó með þátt-
töku ríkisins og sveitarfélaga.
Hann sagðist með óformlegum
hætti hafa kynnt málið fyrir
forráðamönnum sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu, en
Reykjavíkurborg átti fulltrúa í
nefndinni.
-kjarni málsins!
Þ Ú EDT ATVINNUREKANDINN
OG LÝSING HF. VINNUD MEÐ ÞÉD
Þegar kemur að fjármögnun er nauösynlegt að geta reitt sig á
traust fyrirtæki sem veitir alhliða þjónustu, býr yfir áralangri reynslu
og setur viðskiptavininn ávallt í öndvegi.
LEGGÐU DÆMIÐ FYDIO LÝSINGU HF. OG LAUSNIN ED SKAMMT UNDAN.
FJÁRMÖGNUN ARLEIGA
KAUPLEIGA
f LÁN
# REKSTRARLEIGA
'
SUÐUDLANDSBDAUT 22 • SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505
Lýsing hf. býður fjérmögnun é öllu sem tengist atvinnurekstri og
hefur unnið með íslenskum fyrirteekjum fró érinu 1987. í könnun
Viöskiptablaðsins 1995 var Lýsing hf. valiö besta fjármélafyrirtœkið.
Lýsing hf. er I eigu eftirtalinna aðila: