Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TILLAGA Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf. lagði mikla áherslu á tengingu safnsins við miðbæ-
inn. Reynt er að tengja umferðarsvæði miðbæjarins, torgin og gönguleiðimar í miðbænum saman
að safninu og þar með einnig hafnarsvæðinu.
Tillögur um lista-
safn í Hafnarliúsinu
SIGURTILLAGA Studio Granda gerir ráð fyrir huglægri fram-
lengingu bryggjunnar við enda Aðalstrætis inn í gegnum Hafnar-
húsið. Myndin sýnir port hússins þegar það er opið.
MYND af miðgarði í tillögu Teiknistofunnar Traðar, anddyri og kaffistofa listasafns. Sporöskjulag-
aðir gluggar í þaki á milli 2. og 3. hæðar hússins veita birtu í anddyrið.
Valin hefur veríð ein
tillaga af fjórum um
hönnun á aðstöðu
Listasafns Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu.
Þröstur Helgason
kynnti sér tillögumar
górar og lýsir þeim í
stuttu máli.
FJÓRAR tillögur arkitekta
komu til álita við hönnun
á aðstöðu Listasafns
Reykjavíkur i Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu en það var til-
laga Studio Granda sem varð fyrir
valinu hjá Byggingamefnd hússins.
Að tillögu Studio Granda stóðu
Margrét Harðardóttir og Steve
Christer, arkitektar. Teiknistofumar
sem áttu hinar tillögumar þijár voru
Teiknistofan Skólavörðustíg 28 sf.,
en þar starfa Gunnar St. Ólafsson
verkfræðingnr, Grétar Markússon
og Stefán Om Stefánsson, arkitekt-
ar, og Reynir Vilhjálmsson, lands-
lagsarkitekt, Teiknistofan Tröð, en
að henni standa Hans Olav Anders-
en og Sigríður Magnúsdóttir, arki-
tektar, og Arkitektar, Ögmundur
Skarphéðinsson en auk Ögmundar
unnu Ragnhildur Skarphéðinsdóttir,
landslagsarkitekt, og Sveinn Braga-
son, arkitekt, að tillögu þeirra.
Við samanburð á tillögunum Ijór-
um var einkum litið til eftirtalinna
sex áhersluatriða í samræmi við
forsendur sem gefnar voru í for-
sögn: (1) Aðkoma að safninu og
tengsl þess við miðborgina, (2)
umferðarleiðir innan safnsins og
tengsl milli norður- og suðurálmu,
(3) hlutverk portsins sem almenn-
ingsrýmis í borginni, (4) varðveisla
Hafnarhússins í listrænu tilliti, útlit
þess og ásýnd, (5) áherslur í innrétt-
ingum, formmál og efnisval og (6)
möguleikar á áfangaskiptingu.
Hér á eftir fara stuttar lýsingar
á helstu einkennum tillagnanna
fjögurra.
Hversdagslegt og hrjúft
yfirbragð
Tillaga Studio Granda gerir ráð
fyrir huglægri framlengingu
bryggjunnar við enda Aðalstrætis
inn í gegnum Hafnarhúsið. í lýsingu
segir: „Við gamla bryggjuhúsið í
enda Aðalstrætis, þar sem nú er
Kaffi Reykjavík, sjást enn leifar
gamla hafnarbakkans. Frá bakkan-
um lá trébryggja í sjó fram, þar sem
Hafnarhúsið er nú, en í bryggjuhús-
inu miðju var gátt, sem tengdi at-
hafnalíf hafnarinnar við mannlífið
í miðbænum. Þessi tenging er end-
urvakin á 1. og 2. hæð Hafnarhúss-
ins og í aðkomuleið, yfir þeim stað
sem bryggjan var áður. Þannig
skapar minningin um fortíðina for-
sendur fyrir nauðsynlegar aðgerðir
og ryður brautina fyrir Listasafn
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu."
Gert er ráð fyrir aðalaðkomu að
listasafninu frá Aðalstræti, en
krækja þarf fyrir Kaffi Reykjavík,
nema leiðin í gegnum bryggjuhúsið
verði aftur opnuð. Gert er ráð fyrir
að gönguleiðin frá Vesturgötu að
Tryggvagötu liggi um gróinn garð
og að tekið verði tillit til gamla
hafnarbakkans við skipulag reits-
ins. Stórir trébjálkar eru lagðir í
yfirborð Tryggvagötu og mynda
gangbraut að aðalinngangi safns-
ins.
Gat er rofið í suðurvegg Hafnar-
hússins, en þar er gengið inn í
tveggja hæða forsal, sem nýtur
suðurbirtu. Úr forsalnum opnast
sýn djúpt inn í safnið, en við suður-
vegg er brúartenging hátt uppi á
milli minni sýningarsala á efri hæð.
Stórir viðarfletir loka efri hluta for-
salar í austur og vestur, en í miðju
standa tvær tignarlegar súlur í tvö-
faldri hæð. Austan við forsal er
safnverslun og miðasala, en þjón-
usturými, s.s. fatahengi og snyrt-
ingar í vestur.
„Bryggjan" er eins konar kjarni
Listasafns Reykjavíkur og tenging
milli norður- og suðurálmu Hafnar-
hússins. Umferð milli hæða er um
stálstiga fyrir hvora álmu og stór
lyfta í norðurálmu flytur listaverk
jafnt sem gesti.
Þar sem „bryggja“ og port kross-
ast er fjölnotarými á jarðhæð en
kaffistofa á efri hæð. Útveggir
þessara rýma eru opnanlegir, en í
þeim eru glerfletir að porti. Vegg-
flöturinn bíður nánari útfærslu, en
er sýndur táknrænt, sem viðarflöt-
ur, á þrívíddarmynd. Útsýni úr
kaffistofu er beint að því sem fram
fer í portinu, hvort sem um er að
ræða starfsemi listasafnsins, utan-
aðkomandi uppákomur, gangandi
vegfarendur eða bara portið sjálft.
Svalagangar við norðurvegg ports-
ins eru ákjósanlegur staður til að
njóta sólar í tengslum við kaffi-
stofu. í vesturenda portsins er
tveggja hæða fyrirlestrasalur, sem
hefur gróft yfirbragð eins og um
útirými sé að ræða.
Ytra byrði Hafnarhússins er
málað á sama hátt og portið, þ.e.
þeir hlutar útveggja sem umlykja
Listasafnið eru málaðir hvítir, en
aðrir hlutar í öðrum lit.
Stóru sýningarsalirnir þrír eru í
austurhluta hússins á fyrstu og
annarri hæð suðurálmu og annarri
hæð norðurálmu. Salirnir eru í höf-
uðatriðum eins, en er skipt niður á
ólíkan hátt. Gamall vörulyftukjarni
er látinn halda sér í öllum sölunum,
en gólf, loft og hurð að porti eru
gleijuð, svo gestir geti staðsett sig
í húsinu, þegar gengið er í gegnum
þá. Útgangar úr kjörnunum eru
flóttaleiðir, auk þess sem þeir nýt-
ast í tengslum við sýningar. Sýning-
arsalirnir eru gömul vörugeymslu-
rými Hafnarhússins með hvítmáluð-
um veggjum og loftum. Útveggir
eru einangraðir og klæddir af fyrir
innan súlur, svo flöturinn verði
óbrotinn. Steyptar plötur salanna
eru léttslípaðar og ekki er reynt að
fela aldur gólfsins og slit í gegnum
tíðina. Óskermaðar flúrperur end-
urvarpa jafndreifðri birtu af hvítum
loftfletinum, en kastarabrautir gefa
möguleika á sérstakri lýsingu. Á
annarri hæð hússins er dagsbirta
nýtt við útveggi, með hreyfanlegum
flekum fyrir framan glugga hátt
uppi á veggnum, sem varpa birt-
unni upp á loftflötinn.
Minni sýningarsalirnir þrír eru
allir á annarri hæð hússins, tveir
sitt hvoru megin við efri hluta for-
salar í suðurálmu og sá þriðji og
stærsti austan við bókasafn í norð-
urálmu. Sýningarsalir í norðurálmu
eru tileinkaðir Erró.
Listaverkageymslur, tæknirými