Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 27
- MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hugleikur á Norður- landi ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hugleikur í Reykjavík hyggur nú á sína fyrstu leikferð í tíu ár og sýnir verk sitt Embættismannahvörfin í Freyvangi í Eyjafirði. Höfundar leiksins eru allir meðlimir í félaginu, þau Anna Kristín Kristjánsdóttir, Ármann Guðmundsson, Fríða B. Andersen, Sigrún Óskarsdóttir, Sævar Sigur- geirsson, Unnur Guttormsdóttir, V. Kári Heiðdal og Þorgeir Tryggvason. Tónlist er eftir Ármann Guð- mundsson og Þorgeir Tryggvason, flutt af fimm manna hljómsveit sem kallar sig Thorsarana. Sýningarnar verða einungis tvær, föstudaginn 16. maí og laug- ardaginn 17. maí. Miðasala er í Bókvali á Akureyri og við inngang- inn rétt fyrir sýningu. Alina Dubik Úlrik Ólason Tónleikar á Hvammstanga ALINA Dubik mezzósópransöng- kona og Úlrik Ólason píanóleikari halda tónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga á morgun, fimmtu- dag, kl. 21. Á efnisskrá eru sönglög eftir Chopin, R. Strauss, Sigvalda Kalda- lóns, Tsjaikowski og Sigfús Hall- dórsson, óperuaríur eftir Saint- Saéns, Verdi og Bizet. Þetta eru níundu tónleikar vetr- arins og jafnframt lokatónleikar starfsárs Tónlistarfélags Vestur- Húnvetninga. Vortónleikar Tónlistar- skóla Njarð- víkur ÞRIÐJU og fjórðu, og jafn- framt síðustu vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur á þessu starfsári, verða haldnir á morgun, fimmtudag kl. 20, og laugardag kl. 18, báðir _í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á fimmtudagstónleikunum koma fram nemendur úr hljóðfæra- deildum skólans en á laugar- dagstónleikunum leika m.a. nemendur úr forskóladeild og Suzukideild ásamt nemendum úr hljóðfæradeild. Skóiaslit Tónlistarskóla Njarðvíkur verða í Ytri-Njarð- víkurkirkju sunnudaginn 25. maí kl. 16. Söngtónleik- ar Tónlistar- skóla Garða- bæjar TÓNLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar, þeir sjöttu á þessu vori, verða í kvöld, mið- vikudag, kl. 19. Fram koma nemendur Margrétar Óðins- dóttur söngkennara og syngja Ijóð og aríur eftir íslensk og erlend tónskáld. Við flygilinn verður Vilhelmína Ólafsdóttir. Tónleikarnir verða í Kirkju- hvoli í Garðabæ. MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 Sumartilboð frant að helgi! • Útvarp og geislaspilari • Hemlaljós í afturglugga • Samlæsingar og hreyfiltengd þjófavörn • Rafdrifnar rúður og útispeglar • 2 öryggisloftpúðar • Upphituð framsæti Ótrúlegt verð! AOeins 980.000 kr., 3ja dyra með öflugri 1,31. vél. 5 dyra aöeins 1.020.000 kr.i Greiöslukjör við allra hcefi! Lán til allt að 7 áraI SWIFT y91 Opið í kvöld til kl. 22 Snöggur • Sterkur • SporUegur * 30.000 kr. úttekt á bensíni SUZUKI BÍLAR HF. hjá ESSOfyrir þá sem kaupa Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Swift til 17. maí Sími 568 5100. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 2800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, slmi 462 6300. Egilsstaðir: Bfla og búvélasalan hf. Miðási 19, sfmi 471 2011. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 1200. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 1550. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sfmi 482 3700. 'suzukÍ^ AFLOG I ÖRYGGIJ $ 8UZUKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.