Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mér er dauðans alvara Mannleg fegurð er ekki lengur eðlileg og sjálfsprottin. ímynd hennar hefur verið gerð að stöðluðum söiuvarningi, stóriðnaði í hagkerfi sem kennir sig við velmegun. í þessu umhverfi kann einstaklingurinn ekki að vera hann sjálf- ur. Þetta er viðfangsefni Önnu Líndal sem sýn- ir verk sín í galleríinu í Ingólfsstræti 8. Hildur Einarsdóttir ræddi við listakonuna um verkið sem hún kallar „HMi úr Lífi“. Morgunblaðið/RAX. „ÞAÐ er búið að staðla ákveðið fegrunarferli, “ segir Anna Líndal myndlistarkona. Eg bytjaði að vinna að þessu verki fyrir rúmu ári, þá var ég að taka þátt í samsýn- ingu í Belfast á Norður-írlandi. Hluti af sýningunni voru gerningar og las ég upp úr grein í tímaritinu Cosmopolitan þat' sem lagt hafði verið fyrir konur krossapróf til að mæla vonir þeirra og þrár. Ég les sjaldan kvennablöð þannig að þarna opnaðist fyrir mér furðuieg- ur heimur sem hefur verið afar fróðlegt að skoða,“ segir Anna Líndal myndlistarmaður sem sýnir afraksturinn af pælingum sínum í gallerínu Ingólfsstræti 8. Verkið er samansett úr 36 ljósmyndum, þar sem Anna fer sjálf í gegnum öll stig fegrunarferilsins, and- litssnyrtingu, hand- og fótsnyrt- ingu, hárgreiðslu og förðun. Ljós- myndarinn Helgi Braga festi gjörninginn á filmu. Anna tekur fram í upphafi sam- tals okkar að hún sé ekki með þessu verki að fordæma eða ráð- ast gegn þeim sem leggja stund á fegrunariðnaðinn. „Að hyggja að ytra útliti; klæðnaði og snyrtingu er manninum að einhveiju leyti eðlislægt," segir hún. „En það er munur á því að vera gerandi eða þolandi. Hægt er að gera sama hlutinn með gjöróiíku hugarfari. Það sem ég er að benda á er að búið er að staðla ákveðið fegrunar- ferli sem ég hef verið að velta fyr- ir mér hvort snúist ekki meira um hagvöxt en konur. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort verið er að tala um konur eða karla í þessu samhengi. Við erum öll mismun- andi markhópar í þessu síðkapital- íska neyslusamfélagi. Þegar svo er komið að konur geta ekki farið út úr húsi án þess að hafa farðað sig og málað eru þessir hlutir þá ekki komnir út í öfgar og konurn- ar orðnar fórnarlömb, spyr hún þar sem hún situr í tröppum gall- erísins á berum steininum. Sjálf er hún óförðuð, þannig að eðlilegur litarháttur hennar fær að njóta sín. Augnaumgjörðin er ómenguð af skuggum og blýantsstrikum. Kannski leynist þó örlítill litur á augnhárum og á vörum. Anna heldur áfram að ræða um fegurðarímyndina, segir að ein- hvers konar stöðluð fegurð hafi alltaf fylgt manninum en að nú- tíma velmegun fylgi oft mikil ófull- nægja og firring og það sé stund- um eins og raunveruleikinn sé svo óhöndlanlegur. „Hvað er að vera bara þú sjálfur, spyr hún svo um leið og hún snýr sér snöggt að viðmælanda sínum eins og hún ætlist til að hann svari. Ifyrri verkum hefur Anna unnið út frá svipuðum forsendum þar sem hún bregður sér í hlutverk mannfræðingsins sem skoðar og skilgreinir athafnir fólks og ályktar út frá þeim. Hún hefur einkum beint sjónum að umönnun- arstörfunum og verið upptekin af að skoða hvernig venjur og siðir stjórna gjörðum okkar. „Innan veggja heimilisins eru svo mörg störf sem eru nánast eins og ósýni- leg en eru samt algjört lykilatriði og við byggjum lífsgrundvöll okkar á. Þar eð þessi störf eru ekki hluti af hagkerfinu þykja þau ekkert merkileg. Ef hægt væri að skatt- leggja ástúð þá liti málið öðruvísi út,“ segir hún. Sjálf er Anna tveggja barna móðir og segist hafa farið að hugsa um þessa hiuti þegar hún lá á sæng. Hún bosir örlítið þegar hún notar orðatiltækið, að liggja á sæng, eins og henni þyki það hljóma skringilega. „Venjur og hefðir sem höfðu hingað til ekki skipt mig neinu máli fóru þá allt í einu að stjórna mínu lífi. Það þykir til dæmis eðlilegt að konur ýti starfi sínu til hliðar þrátt fyrir margra ára langskólanám þegar börnin koma í heiminn. En jafn óeðlilegt að karlar taki sér hlé frá starfi meðan börnin eru að stækka. Það var á þessu tímabili sem ég bytjaði á ddhússkúlptúrunum," segir hún. „Ég bjó til þraut, hvemig er hægt að búa til skúlptúr án þess að fara út úr húsinu? Við gerð skúlptúr- anna nýtti ég mér það sem ég hafði í kringum mig. Síðan hefur þessi vinna verið að þróast." Árið 1994 setti Anna upp sýn- ingu í Nýlistasafninu sem kallað- ist, Konan sem viðgerðarmaður. Þar hékk tvinni í öllum regnbogans litum með tvinakefli á endanum í röðum á veggjum gallerísins. Minnisstæð er myndin af konunni með rauðmynstruðu svuntuna sem heldur á kaffibolla í annarri hend- inni en kaffikönnu í hinni sem hún hellir látlaust úr svo flóir yfir barma bollans. Sú mynd var hluti af sýningu hennar á Sjónarhóli árið 1996 sem hún kallaði Kort- lagning hversdagsiífsins. „Ég upplifi mig ekki sem bitra konu sem finnst búið að traðka á sér í gegnum tíðnina," segir hún eins og til að leiðrétta misskilning. „Þvert á móti finnst mér það sem ég er að gera spennandi. Taka hið óhlutbundna og gera það sýnilegt. Skoða hvað liggur á bak við ein- faldar athafnir, það er oft svo að maður sér ekki það sem er næst manni,“ bætir hún við. Anna Líndal er kona með fjöl- breytta lífsreynslu. Hún er fædd og uppalin í sveit á Lækjarmóti í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu. Eina vetrarvertíð var hún á netabáti frá Tálkna- firði. Anna er lærður kjólameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Var yfirmaður saumastofu Leikfélags Reykjavíkur í nokkur ár. Upphaf- lega langaði hana til að læra leik- myndagerð en þar eð hún gat ekki lært hana hér á landi fór hún í Myndlista- og handíðaskólann í grafík, en bætti við sig einu ári í nýlistadeildinni. Þaðan fór hún til London. Leigði sér vinnustofu í eitt ár til að finna út hvort það hentaði henni að vinna ein að list sinni. Hún sótti um inngöngu í hinn þekkta listaskóla Slade Scho- ol of Fine Art í London og hélt þar áfram að læra grafík og bjó í London í fjögur ár. Lokaverkefnið við Slade var byggt á blandaðri tækni, þar sem hún var að velta fyrir sér gerð jarðlaganna og þá ekki síst hvað felst í menningunni ofan á. „Það var þá sem ég byrj- aði á þessu ferli að skoða og skil- greina athafnir fólks,“ segir hún. „Ég hef sem betur fer haft nóg að gera í myndlistinni síðan ég lauk námi. Ég hef haldið sýningar bæði hér og víða erlendis. Það er mikilvægt að að hafa nóg af verk- efnum til að geta þróað hugmynd- irnar áfram. Framundan eru skemmtileg verkefni. Ég stefni að því að vera uppi á Vatnajökli í tvær vikur í júní en í júlí er ég að undirbúa „projekt" með sex myndlistarmönnum, norskum og íslenskum. Síðan ætlum við fjöl- skyldan að búa í Englandi í nokkra mánuði. Þá ætla ég að nota tæki- færið og gera eitthvað af því sem ég kom aldrei í verk meðan ég var þar í námi. í október tek ég svo þátt í alþjóðlegum myndlistarbi- ennal í Istanbul þannig að það er margt spennandi framundan." Leikið tveim skjöldum KVTKMYNPIR Bíóborgin, Kringlubíó DONNIE BRASCO ★ ★ ★ Leikstjóri Mike Newill. Handritshöf- undar Joseph D. Pistone og Richard Woodley. Kvikmyndatökustjóri Pete Sova. Tónlist Patrick Doyle. Aðal- leikendur AI Pacino, Johnny Depp, Michael Madsen, Bruno Kirby, James Russo, Anne Heche, Robert Miano. 120 mín. Bandarisk. TriStar 1997. NÝJASTA myndin um eilífa bar- áttu lögreglunnar við mafíuna er byggð á endurminningum Josephs nokkurs Pistone, alríkislögreglu- manns sem vann það sér til frægðar að smygla sér inn í raðir mafíósa undir lok áttunda áratugarins. Hann gerði usla í herbúðum glæpamanna í New York, Brookiyn og Flórída, kom tugum þeirra undir lás og slá og hef- ur farið huldu höfði síðan. Donnie Brasco er dulnefni hans sem flugu- manns FBI en sá sem leikur hann er Johnny Depp, og er vissulega ánægjulegt að sjá þennan athyglis- verða leikara í nokkurnveginn „nor- mal“ hlutverki. Mynduin hefst á því er Brasco tekst að smygla sér inní mafíugengi í Brooklyn með því að slá sig til riddara í augum Lefty (A1 Pacino), eins lykilmanna í genginu - en hefur þó ekki tekist að komast til æðstu metorða. Brasco gengur vel að leika tveim skjöldum á meðal bóf- anna en starfið tekur sinn toll í einka- lífínu, samband hans við dætumar og eiginkonuna Maggie (Anne Heche) hangir á bláþræði. Samtímis skapast sterkt vináttusamband milli hans og Leftys, sem getur þó ekki endað nema á einn veg. Það er óvenju mikið í gangi hjá áhorfandanum undir Donnie Brasco. Bæði er hún það spennandi að helst má líkja við að maður sitji á púður- tunnu í miðju eldhafí út sýninguna og þá er persónusköpunin óvenju heil- steypt. Það geislar af vinátta Leftys og Brasco sökum afburða túlkunar Pacinos og Depps á vel skrifuðum hlutverkum. Því er einnig sérlega vel lýst hvernig persóna lögreglumanns- ins sogast inn í atburðarás glæpa- gengisins uns maður sér nánast eng- an mun á löggunni og bófunum, hvernig hann fær æ meiri skömm á uppljóstrarahlutverkinu en laðast jafnframt æ meir að sérstæðu dreng- lyndi og hollustu mafíósans Leftys. Það var sannarlega kominn tími til að Depp færi að endurskoða hlut- verkavalið, hann var nánast orðinn fastur í túlkun á hverri jaðarpersón- unni og viðundrinu á fætur öðru. Slíkar rullur lágu vel fyrir honum sökum útlitsins og tjáningarríks leikstíls, en hann sannar það hér (og reyndar líka f Nick of Time) að honum eru allir vegir færir. Annar stórleikari sýnir hér einnig sínar bestu hliðar. A1 Pacino skilur ofleik- inn eftir heima og hefur sjaldan ver- ið betri en mafíusnattarinn Lefty, tjáning hans í lokaatriðinu, þegar hann veit hvað bíður, er eitt það besta sem Pacino hefur gert á löng- um ferli, yfirþyrmandi sterkt í hljóð- látum einfaldleik. Tónlist, taka og klipping, allt óaðfinnanlegt. Kunnir skapgerðarleikarar krydda minni hlutverkin, þeirra bestur er Robert Miano, sem skapar einkar ógeðfellt afstyrmi sem er mafíuforinginn Sonny Red. Anne Heche er trúverðug sem hin afskipta eiginkona Pisto- nes/Brascos, en Heche er rísandi stjarna og á framtíðina fyrir sér í Hollywood ef persónulegir hagir verða henni ekki að falli. Donnie Brasco býður upp á fína skemmtun, vel skrifaða og leikna, og útlitið er óaðfinnanlegt. Hér skortir nánast fátt annað en vissan mikilleik, sem vefst ekki fyrir heimamönnum einsog Scorsese og Coppola, en kemst ekki nægilega vel til skila hjá Bretanum Mike Newell (FJögur brúðkaup og jarðar- för), en tekst flest annað vel. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur MARY Jane Nelson með mynd af föður sínum, Samúel Bjarnasyni. • Jón á Bægisá, 3. tölublað, er nýkomið út. Jón á Bægisá, sem er tímarit þýðenda hefur á stefnuskrá sinni að birta þýðingar á erlendum bókmenntum, einkum ljóðum og smásögum - með öðrum orðurn: að vera vettvangur fyrir þýðendur. Jón á Bægisá er að þessu sinni helgaður bókmenntum eftir kanad- íska höfunda af íslenskum ættum. Hér er ekki um Vestur-íslendinga að ræða í hefðbundnum skilningi, því allir skrifa höfundarnir á ensku. Þeir eru Kanadamenn og sækja efnivið sinn í kanadískt umhverfi og veruleika. Höfundarnir eru Bill Holm, Paul A. Sigurdson, David Arnason, Martha Brooks, Kristjana Gunnars, William D. Valgardson og Betty Jane Wylie. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir skrifar um Kalda stríðið í þýðingum á íslensk-kanadískum bókmenntum 1923-1994. Guðrún íjallar m.a. um Lauru Goodman Salverson og þýðingu Margrétar Björgvinsdóttur á sögu hennar, Játningum land- nemadóttur, sem kom út 1994. Einnig verður henni tíðrætt um sögu eftir Kristjönu Gunnars, The Song of theReindeer, og misjafnar undirtektir íslendinga við hana. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um söguna Fyrnist yfir allt eftir Svövu Jakobsdóttur sem birtist í bókinni Undir eldfjalli sem kom út 1989. Hér er um að ræða „hugleið- ingar mínar um tungumál og kyn og hvernig þetta blandast oft á furðulegan hátt saman (svo ekki sé meira sagt) í umfjöllun og skrif- um manna um bækur og þýðingar". í grein sinni Orð og ferðatöskur veltir Garðar Baldvinsson fyrir sér skáldsögunni The Prowler eftir Kristjönu Gunnars og hvernig líta megi á hana sem þýðingu á ís- lenskri menningu og sögu. í pistli sínum Greindin afvega- leiðir sálina hugleiðir Gunnar Gunnarsson m.a. hversu gaman það er að breyta kunningjum sínum í bækur. Auk þess birtist í þessu hefti frumsamið kvæði, My Forefathers eftir Franklín Johnson. Hann er fæddur í Kanada árið 1919 og var bóndi þar allt il ársins 1995, er hann fluttist til íslands. Franklín hefur ort bæði á íslensku og ensku allt frá unga aldri. Þýðendur í þessu hefti eru: Einar Már Guðmundsson, Franz Gíslason, Sigurður A. Magnússon og Sólveig Jónsdóttir. Forsíðuna prýðir ljósmynd af Mary Jane Nelson með mynd af föður sínum, Samúel Bjarnasyni frá Reyðarvatni, en hann mun hafa verið fyrsti íslenski vesturfarinn. Ritnefnd þessa heftist skipa Guðrún Dís Jónatansdóttir, Franz Gíslason og Sigurður A. Magnús- son. Jón á Bægisá, 3. tbl. er 120 bls. ogkostar 900 krónur íáskrift. Jón á Bægisá fæst líka ílausasölu í Bóksölu stúdenta, Bókabúð Máls og menningar, Eymundsson og Bókabúðinni Mjódd. Prentun ann- aðist Steindórsprent-Gutenberg. Utgefandi er Ormstunga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.