Morgunblaðið - 14.05.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.05.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 29 Verklausnir með sandkvikun MEÐAL fyrstu verkefna minna sem verkfræðings fyrir 50 árum var að frum- kanna sanddýpi og efnismagn í Landeyr- unum í Önundarfirði, en þær eru um km langar flæðieyrar í framhaldi af Holts- odda. Búnaðurinn sem ég notaði byggðist á því að kvika sandinn gegn- um 75 mm samsett rör og ná upp sýnum af mismunandi dýpi. Sýnatakan reyndist auðveld og engin fyrir- staða að ná sýnunum af miklu sand- dýpi. Að sýnatöku lokinni prófaði ég að kvika niður timburstaur við Flat- eyrarbryggju. Staurinn var þver- skorinn, borað upp í miðju hans með 25 mm bor og aftur frá hlið og það borgat tengt bryggjuvatninu. Staumum var síðan endastungið niður, þar sem honum var ætlað að standa. Þegar opnað var fyrir vatns- rennslið seig staurinn af eigin þyngd niður, en til þess að koma honum niður síðari metrann þurfti að hjálpa til með handafli, því flotkraftur staursins var þá orðinn meiri en þyngd hans. Staurinn var bundinn við bryggjukantinn til næsta dags, en þá var hann orðinn gikkfastur, en skaust upp er opnað var fyrir vatnið og það látið kvika umhverfi staursins. Árið 1957 fluttu byggingar- og jarðfræðirannsóknir Atvinnudeildar í leiguhúsnæði við Borgartún, Klúbbinn, og höfðum við Tómas heitinn Tryggvason þar samliggj- andi skrifstofur. Líklega ári seinna barst Tómasi fyrirspurn um hugan- leg botnset fram af Kirkjusandi, þar sem mögulegt gæti verið að byggja hafskipahöfn. Við ræddum mæl- ingaaðferð og töldum nægjanlegt að vera með 12 m langt 1“ rör tengt með slöngu við sjódælu og að hafn- sögubátur væri tilvalinn til fram- kvæmdanna og til að flytja menn og búnað milli mælistaða. Ekki þarf að orðlengja að mæl- ingarnar tóku aðeins einn dag og fór Tómas þá frá Kirkjusandi, um Sund og Elliðavog, og alls staðar gat hann komið öllu rörinu niður. Nú er komin röð af hafskipahöfnum á þessari leið, en Kirkjusandshöfn er enn óbyggð. Sandkvikun er ekki algeng verk- lausn hér á landi, en oft hefir hvarfl- að að mér að möguleikanum sé ekki nægur gaumur gefinn. Síðasta til- fellið af því tagi er viðleitnin við að draga úr tjóni vegna strands Víkar- tinds. Allar líkur benda til þess að skip- ið liggi á þykku sandseti, vel austan útrennslis Þjórsárhrauns. Sé svo Haraldur Ásgeirsson gæti sandkvikun verið mikilvæg aðgerð til notkunar við verð- mætabjörgun. Meðfylgjandi mynd skýrir hönnun á búnaði, sem ég tel að hefði mátt nýta í þessum til- gangi. Megintæki bún- aðarins er hugsað sem 6 m langt 6“ vítt stálrör í enda, en með festi- hönkum að ofanverðu og rauf eftir því endi- löngu að neðan. Rörið er síðan hengt upp í reipum og tengt vatns- slöngu. Þegar slíku röri er slakað niður á sandset og vatni hleypt á ryður vatnið sandinum frá og rörið sekkur, enda er rúmþyngd rörsins (2.075 kg/1) nálægt tvö- faldri rúmþyngd kvikunnar sem þá umlykur það. Rörinu má þá slaka niður að vild, halla því á víxl og hreyfa fram og til baka að óskum, því rörið svífur raunverulega neðst í kvikunni en þynning kvikunnar ofan rörsins er eðlilega fall af dælu- vatns magninu og rennslishraðan- um. Á báðum enduam rörsins, á botn- um þess að ofan, þurfa að vera göt til að hleypa lofti út úr rörinu um leið og það fyllist af vatni við það að sökkva í sandinn. Búnaðurinn sem sýndur er á myndinni er rúm 150 kg, en svipuð þyngd mun hvíla í reipunum, þótt rörið sé á kafi í sandinum, því járn- magnið er aðeins rúmir 20 lítrar, en búnaðurinn léttist þá um álíka mörg kfló auk þess sem vatnsstreymið mun létta eitthvað á böndunum. Rör af þeirri gerð sem sýnd er kostar innan við 25.000 kr. en tvö- föld sú upphæð ætti þá að vera ríf- leg fyrir búnaðinn allan. Hvað gerist þegar slíkum búnaði er beitt til sandkvikunar? Aðeins tilraunir og reynsla getur svarað því. Mér er hinsvegar ljóst að það þarf ekki stórátök til að raska jafnvægi sandfjörunnar, ef seilst er niður i setin. Brimfjaran er „lifandi" í efsta yfirborðinu og sandburður þar mikill. Sandburður brimsins hefir hinsvegar lítil áhrif á kvikunina í undirlögunum, en þó helst þau að brimið skoli kviksandinum burtu. Sandkvikun er ekki al- geng verklausn hér á landi, segir Haraldur Asgeirsson, en oft hefir hvarflað að mér að möguleikanum sé ekki nægur gaumur gefínn. Ef að lokum er litið til strandstað- ar Víkartinds tel ég ekki ósennilegt að hægt hefði verið með einföldum tækjum að kvika sandinum undir bakborðssíðu skipsins þannig að það rétti sig rólega af, en við það hefðu allar björgunaraðstæður orðið aðrar og giftusamlegri. Þótt farmur hafi nú verið losaður úr skipinu er enn eftir að íjarlægja skipið sjálft. Enn mundi það því vera nokkur kostur af takast mætti að rétta skipið af áður en farið verður að búta það niður. Því finnst mér fyrst ætti að gera tilraun til sand- kvikunar undir skipinu. Höfundur er verkfræðingur. Prestur valinn UM LANGT skeið var sá háttur á að sóknarbörn í hverri sókn völdu prest í al- mennum kosningum. Prestar tilkynntu framboð sitt og kosn- ingar voru haldnar. Um þetta fyrirkomulag sýndist sitt hverjum, sumum fannst það hið lýðræðislegasta og ágætasta, öðrum sýnd- ist betra ef kirkjunnar þjónum væri sleppt við að þurfa að etja kappi hver við annan í kosn- ingum. Eftir talsverðar umræður um fyrir- komulag var komið á þeirri tilhögun sem nú gildir og segja má að hafi verið málamiðlun milli þeirra sjón- armiða sem lýst var. Eftir sem áður tilkynna menn framboð sitt, en kosning fer þannig fram að sam- koma kjörmanna, sem skipuð er sóknarnefndarmönnum og vara- mönnum þeirra, velur prest með atkvæðagreiðslu. Réttur safnaðar- barna til þess að láta álit sitt í ljós er hins vegar tryggður með þeim hætti að riti a.m.k. fjórðungur at- kvæðisbærra sóknarbama undir áskorun um almennar prestskosn- ingar skulu þær fara fram. Nýlega var auglýst staða sóknar- prests Garða-, Bessastaða- og Kálfatjarnarsókna þar sem sr. Bragi Friðriksson lætur nú af störf- um eftir langa og dygga þjónustu. Fimm guðfræðingar buðu sig fram til starfa. Ef marka má orðspor þeirra er ekki ástæða til þess að ætla annað en að hver og einn þeirra geti unnið gott starf í þjón- ustu þessara safnaða. Niðurstaða kjörmannasamkomu varð sú að einn þessara fimm hlaut tilskilinn fjölda atkvæða til þess að verða kjörinn sóknarprestur. Fljót- lega varð ljóst að fjöldi sóknarbarna var ekki sáttur við þessi úrslit. í kjölfarið fór af stað undirskrifta- söfnun til þess að fara fram á al- mennar kosningar. Er skemmst frá því að segja að á þeirri viku sem gefin er til slíkrar söfnunar rituðu um 30% atkvæðisbærra sóknar- barna nöfn sín undir þá áskorun. Þessi niðurstaða sýnir svo ekki verður um villst almennan vilja fyr- ir því að safnaðarfólk fái að velja sóknarprest í beinum kosningum. Að fenginni þessari niðurstöðu eru reglur skýrar, sóknarbörn skulu kjósa á milli þeirra sem hafa boðið sig fram. Hver og einn þeirra hefur þó rétt til þess að draga sig í hlé og gefa ekki kost á því að vera í kjöri í almennum kosningum. Þann rétt ber tvímælalaust að virða, þar geta ýmsar ástæður legið að baki. Á hinn bóginn ætti að mega búast Halldór S. Magnússon við því að kennimenn láti nægja að tilkynna fráhvarf sitt frá fram- boði á hæverskan hátt án þess að atyrða aðra frambjóðendur eða sóknarbörn, sem þeir hafa leitað eftir að fá að þjóna. Vissulega er nóg komið af deilum innan hinnar íslensku þjóð- kirkju. Tímabært er að menn gangi til verka með hagsmuni kirkj'- unnar að leiðarljósi, viðurkenni þær leik- reglur sem kirkjan hef- ur sjálf átt þátt í að setja um val sóknarpresta og láti vera að skemmta skrattanum með hnútuköstum. Þeirri áskorun er hér með beint til allra þeirra, sem hlut eiga að vali sóknarprests í Garða-, Bessastaða og Kálfatjarnarsóknum, atkvæðisbærra sóknarbarna jafnt og frambjóðenda og allra annarra sem láta sig málið varða að leitast við að láta komandi kosningar fara Nóg er komið af deilum innan kirkjunar. Hall- dór S. Magnússon telur tímabært að hagsmunir kirkjunnar séu hafðir að leiðarljósi. fram á sæmandi hátt. Ekki er ástæða til þess að amast við drengi- legri baráttu frambjóðenda fyrir kjöri sínu, sem háð er með fullri virðingu fyrir öðrum frambjóðend- um. Að kosningum loknum ættu menn að geta skilið sáttir og unnið saman að málefnum kirkjunnar söfnuðunum til heilla. Höfundur er sóknnrbarn í Garðaprestakalli. Splendesto seipenSticker blússur Uéumu TÍSKUVERLSUN v/Nesveg. Seltj.. s. 561 1680 ehf. S/ Fram til 30. maí bjóðumvið ^ Sumartilboð Kr. 6500.- fyrirkortið sem gildir til 1. september. ^-ö Fullkominn tækjasalur með nýjum tækjum frá THECNOGYM á Ítalíu. Aerobic, vaxtamótun, fitubrennsla. Einkaþjálfun leiðbeinendur í sal. Fólk með faglega þekkingu og margra ára reynslu. Líkamsrækt AO Ragna Bachmann Leiðbeinandi H, SMIÐJUVEGI 1 • 200 KOPAVOGI SMIÐJUVEGUR 1 ■ 200 KOPAVOGUR SÍMI: 554 3040 SIMI: Fyrir ofan íslandsbanka 3040 551 3066 og 554 3026 Einar Vilhjálmsson Einkaþjálfun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.