Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 30

Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞROUNARAÐSTOÐ OG VIÐSKIPTI JÓNAS H. Haralz, fyrrverandi fulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans, leggur til í skýrslu sinni um þróunarsamvinnu íslands að framlag íslendinga til þróunar- mála verði á næstu fimm árum aukið úr 0,1% af þjóðarfram- leiðslu í 0,15%. Þetta hefði í för með sér að framlag til tvíhliða þróunaraðstoðar hækkaði úr 150 milljónum í 375 milljónir. Það má taka undir með Jónasi H. Haralz, að þetta er ekki æskilegt markmið. Það er okkur íslendingum ekki til sóma hversu miklu lægra hlutfall af þjóðarframleiðslu við höfum lagt til þess að aðstoða vanþróuð ríki en önnur iðn- ríki hafa gert. Hins vegar er það líka rétt hjá Jónasi H. Haralz að líkast til er þetta markmið raunhæft. íslenzkum stjórnvöldum hefur til þessa ekki tekizt að standa við fög- ur fyrirheit um há framlög til þróunarmála í lögum, þingsá- lyktunum og nefndarálitum. Ein ástæða þess að ísland hefur ekki staðið sig betur í þróunarstarfi en raun ber vitni er án efa sú að hörð bar- átta hefur verið um takmarkað fé ríkissjóðs hér innanlands og þróunarmál hafa ekki lent efst á forgangslistanum. Önnur ástæða - og ekki síður mikilvæg - er að íslending- ar hafa ekki talið það þjóna eigin hagsmunum að efla þróun- araðstoð. Full ástæða er til að huga að því hvort skynsamlegasta og raunhæfasta leiðin til að efla þróunarstarf íslendinga sé ekki að stefna að því að efla jöfnum höndum aðstoð og viðskipti við vanþróuð ríki. Þróunarsamvinnustofnun gæti í auknum mæli reynt að fá til liðs við sig íslenzk einkafyrir- tæki, sem miðluðu heimamönnum í þróunarríkjum af eigin reynslu og þekkingu, fjárfestu í ríkjunum og efldu þannig innlent atvinnulíf og gerðust hugsanlega kaupendur afurða frá viðkomandi ríkjum. Þetta hefur raunar gerzt í nokkrum mæli nú þegar, einkum í Namibíu. Borið hefur á því, jafnt á íslandi sem í öðrum ríkjum, að fólk telji það eitthvert feimnismál, ef fyrirtæki í þróuðu landi hagnast á þróunarsamvinnuverkefni við fátækt þriðja heims ríki. En reyndin er yfirleitt sú að báðir hagnast á góðu viðskiptasambandi. Mörg þriðja heims ríki hafa á seinni árum ekki síður sótzt eftir aðstoð við að koma á viðskiptatengslum en eftir beinni fjárhagsaðstoð. Hilmar Þ. Hilmarsson, formaður stjórnar Þróunarsam- vinnustofnunar, bendir á það í samtali við_ Morgunblaðið í gær, að nokkur blessun geti falizt í smæð íslands í þessum efnum. Þróunarríkin telji sér ekki ógnað af svo litlu landi og tengslin geti orðið á jafnréttisgrundvelli. Þetta er í sam- ræmi við reynslu ýmissa íslenzkra fyrirtækja, sem hafa leitað fyrir sér erlendis, oft upp á eigin spýtur. Við Islendingar ættum að leggja metnað okkar í að efla samstarf við þróunarríkin og leggja meira af mörkum til þróunarmála en við höfum gert hingað til. Við ættum að nýta sérstöðu landsins og stefna að því að koma á gagn- kvæmum viðskiptatengslum, sem báðir hagnast á. JAFNSTAÐA SAM- KEPPNISAÐILA SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að keppinautar sam- keppnissviðs Pósts og síma hf. skuli njóta sambæri- legra viðskiptakjara og samkeppnissvið Pósts og síma og sambærilegs aðgangs að tæknilegri aðstöðu sem tengist einkaréttarþjónustu fyrirtækisins. Póstur og sími hófu sölu á alnetstengingum í fyrra en fyrir á markaðnum voru 19 íslenzk fyrirtæki. Póstur og sími auglýstu þjónustu sína þannig að kostnaður við að hringja inn á netið væri sá sami alls staðar á landinu. Við- skiptavinir keppinauta utan höfuðborgarsvæðis þurftu á hinn bóginn að greiða utanbæjarskref. Endurseljendur á alnetstengingum töldu samkeppnissvið Pósts og síma þann- ig njóta fríðinda, sem skekkti samkeppnisstöðu, og að hætta væri á að niðurgreiðslur á alnetsþjónustunni ættu sér stað. Frá og með gildistöku ákvörðunar Samkeppnisráðs er samkeppnissviði Pósts og síma óheimilt að nota tekjur af rekstri GSM- og NMT-fjarskiptakeffanna til að greiða nið- ur kostnað við þjónustu eða aðra samkeppnisstarfsemi. Þetta er ekki fyrsti úrskurður Samkeppnisráðs sem fell- ur á Póst og síma. Fyrirtækið verður að laga sig að eðlileg- um viðskiptaháttum um jafnstöðu samkeppnisaðila. Félagsstofnun stúdenta áformar byggingu 12 fjölbýlishúsa á síðsta áratug þessarar aldar Stúdentagarðar rísa örttil 2001 íbúðum á stúdenta- görðum við Háskóla íslands hefur fjölgað hratt undanfarin ár og bráðlega rísa nem- endagarðar við Kenn- araháskólann. Gunnar Hersveinn ræddi við forsvarsmenn stúdenta í byggingamálum sem vonast til að 15% nem- enda á háskólastigi geti leigt á görðum eftir árið 2001. Stúdentagarðar Félagsstofnun stúdenta Stúdenta- garðar Ár Fjöldi íbúða Fjöldi stúd. Fjöldi stúd.íHI Hlutfall Velta m.kr.) Stöðu gildi Gamli Garður 1934 43 Nýi Garður 1943 104 W ^ ^EHEBEEI t t Hjónagarðar 1976 159 Vetrargarður 1989 248 305 Ásgarðar 1993 275 345 Ásgarðar 1994 313 410 Ásgarðar 1995 334 445 Ásgarðar 1996 334 459 5.600 8,20% 103 10 Ásgarðar 1997 378 531 5.600 9,48% 114 10 Skerjagarður 1998 411 578 5.600 10,32% 122 10 Skerjagarður 1999 454 635 5.600 11,34% 132 11 Ásgarðar 2000 495 675 5.600 12,05% 142 11 Ásgarðar 2001 535 715 5.600 12,77% 152 11 FÉLAGSSTOFNUN stúd- enta hefur undanfarin ár látið reisa stúdentahverfi undir nafninu Ásgarðar við Eggertsgötu og 4. apríl síðastlið- inn var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum stúdentagarði við Suður- götu 121 sem bera mun nafnið Skeijagarður. Bernhard A. Peters- en, framkvæmdastjóri Félagsstofn- unar, áætlar að árið 2001 muni 13% stúdenta við Háskóla íslands geta búið á stúdentagörðum. Núna leigir Félagsstofnun stúd- enta 495 stúdentum íbúðir eða 220 einstaklingum, 65 háskólapörum og 134 fjölskyldum en í fimmtán þeirra eru hjón í háskólanum. Samtals 802 með börnunum. Fjöldi nýrra umsókna að leigu- húsnæði hjá Félagsstofnun var í fyrra 560 og fóru 240 á biðlista, þar af 165 einstaklingar, 51 barn- laust par og 24 fjöiskyldur. „Eftirspurnin er langt umfram framboð,“ segir Bernhard A. Pet- ersen „við getum aðeins leigt um 9% stúdenta íbúð en samkvæmt þjónustukönnun myndu 23% þeirra kjósa að búa á stúdentagarði." Hann segir að á öðrum Norður- löndum séu um 25% stúdenta á görðum og „þótt vissulega væri gaman að bjóða það sama hér stefni Félagsstofnun á að snemma á næstu öld nái hún markinu að 15% stúd- enta búi á görðum.“ Gamli Garður hermuninn af Bretum árið 1940 Saga stúdentagarða við Háskóla íslands nær a.m.k, til 1. desembers 1922 þegar stúdentaráð ákvað að safna fé til byggingar. Eftir að hafa fyrst grafið grunn að garði á Skóla- vörðuholti og eftir að endanlega var ákveðið hvar Háskóli íslands yrði staðsettur reis Gamli Garður á einu ári og var tekinn í notkun 1. októ- ber 1934. Hann var fyrsta húsið sem reis á Háskólasvæðinu. Garðurinn varð mið- stöð félagslífs háskóla- borgara og fyrsta vetur- inn bjuggu 37 stúdentar í honum eða 20% þeirra sem voru skráðir í skólann. Árið 1940 tóku Bretar Garðinn undir sína stjórn á hern- umdu landi en það flýtti byggingu nýs Garðs og tókst stúdentum að fá fé bæði frá ríkisstjórn og borgarstjórn til framkvæmda. Nýi Garður var tilbúinn haustið 1943. Báðar þessar bygg- ingar voru styrktar af einstaklingum og félög- um sem gáfu herbergi og réðu nafni þess, eitt herbergið var til dæmis gefið af Kvenstúdenta- félagi íslands. Engin kona hafði búið á Gamla Garði og átti herbergið, sem hlaut nafið Dyngja og er númer 54, að tryggja konum vist. Fyrstu fjórar konurnar á Nýja Garði voru Inga Björnsdótt- ir, síðar læknir, Ragnhildur Ingi- bergsdóttir, síðar læknir, Eva Ragn- arsdóttir og Margrét Indriðadóttir, síðar fréttastjóri. Gamli Garður og Nýi Garður voru að mestu byggðir af stúdentum sjálfum og að nokkru leyti í sjálf- boðavinnu. Bretar skiluðu Gamla Garði aftur í stríðslok árið 1945 en stúdentum við Háskóla íslands fjölgaði með árunum og skortur á húsnæði varð áþreifanlegur á næstu áratugum. Árið 1968 stofnuðu stúdentar eigið fyrirtæki, Félagsstofnun stúd- enta, til að sjá um rekstur Gamla og Nýja Garðs, kaffistofu, bóksölu og Hótel Garðs, en Gamli Garður er rekinn sem hótel á sumrin. Seinna bættist við rekstur barnaheimila, Háskólafjölritunar, Ferðaskrifstofu stúdenta ofl. Ellefu byggingar við Ásgarða í ársbytjun 1972 var hafist handa við að safna fé fyrir byggingu Hjónagarða við Suðurgötu. Mörg fyrirtæki lögðu hönd á plóginn og voru garðarnir teknir í notkun árið 1976. Enn var ráðist í bygg- ingu og lauk framkvæmd- um á Vetrargörðum við hlið Hjónagarða árið 1989 með 93 íbúðum. Næst voru áðurnefndir Ásagarðar á dagskrá, en árið 2001 standa þar væntanlega ellefu hús. „Framkvæmdahraðinn hefur ver- ið góður undanfarin 4-5 ár,“ segir Bernhard Petersen. „Húsnæðis- stofnun ríkisins úthlut- ar okkur 86,5% lán úr Byggingasjóði verka- manna og höfum við fengið lán fyrir um 22 íbúðum á ári, þótt al- mennt hafi dregið úr lánum úr sjóðnum." „Félagsstofnun stúd- enta útvegar 10% af byggingakostnaði og fáum við það úr bygg- ingasjóði stúdenta, frá Háskólanum og stúd- entaráði. Reykjavíkur- borg hefur svo greitt 3,5% þótt hún sé ekki skuldbundin til þess, en það samsvarar gatna- gerðargjöidum." Eftir að lokið verður við allar byggingarnar í Ásgarðahverfinu og Skeijagarði stendur ekki meira land til boða undir stúdentagarða. Bern- ard segir að ef til vill verði leitast við að kaupa eldri hús I hverfinu. „Reksturinn hefur gengið vel síð- astliðin 8 ár,“ segir hann, „en það stafar meðal annars af litlum við- haldskostnaði. Flest húsin eru ný. Við létum gera upp Gamla Garð og kostaði það 36 milljónir, og Hjóna- garð fyrir 70 milljónir." 30% stúdenta við HÍ vilja búa á stúdentagörðum. Bernard og Rebekka Sigurðar- dóttir, kynningarfulltrúi Félags- stofnunar, segja að reglulega séu gerðar kannanir meðal stúdenta um húsnæðismál. „Samkvæmt þeim virðast um 30% stúdenta við Há- skólann vilja búa á stúdentagörð- um,“ segir Rebekka. Hún segir að eftir könnunum að dæma séu um 43% háskólastúdenta á leigumark- aðinum. „Af þeim þurfa 23% að finna sér nýtt leiguhúsnæði á hveiju hausti,“ segir hún. Húsaleigan sem stúdentar greiða er allt frá 14 þúsundum krónum með hússjóði fyrir herbergi á Nýja Garði upp I 42 þúsund krónur fyrir 3 herbergja íbúð á Eggertsgötu 12. Minna má á í lokin að Háskóli íslands hefur keypt Nýja Garð und- ir skrifstofur fyrir kennara og fær hann afhentan í þremur áföngum. Núna eru stúdentar á tveimur efri hæðunum. Skeijagarður er reistur í stað hans. 43% stúdenta við HÍ leigja húsnœði Bernhard A. Petersen MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 31 Morgunblaðið/RAX EGGERTSGATA liggur um miðja myndina og allar byggingar við hana eru stúdentagarðar, talið frá vinstri, Ásgarðar - enn vantar nokkur hús, Vetrargarður og Hjónagarður en Skerjagarður verður handan við þá. Innst sést í braut Reykjavíkurflugvallar og fremst í framkvæmdir í Vatnsmýrinni vegna nýbygginga Háskólans. r Stúdentagarð- ar handa sér- skólanemum LIÐNU staðfesti borgarráð nýtt skipulag fyrir byggingar Kenn- araháskóla Islands og Sjómannaskólans á Rauðarárholti í Reykja- vík. Gert er ráð fyrir væntanlegum Uppeldis- háskóla á lóðunum sem rúma mun Fósturskól- ann, Þroskaþjálfaskól- ann og íþróttaskólann auk ofangreindra skóla og gæti nemendafjöld- inn orðið um 2.500 manns. Byggingafélag námsmanna mun standa fyrir bygg- ingu stúdentagarða á þessu svæði en það var stofnað árið 1989 og er í eigu sérskólanna í höfuðborginni, sem sumir hveijir eru á háskóla- stigi, þeir eru Fiskvinnsluskólinn, Fósturskólinn, Kennaraháskólinn, Myndlista- og handíðaskólinn, Stýri- mannaskólinn, Tónlistarskólinn, Tækniskólinn, Tölvuháskóli VÍ og Þroskaþj álfaskólinn. Markmið félagsins er að reisa nemendagarða við hvern skóla og eru nýhafnar framkvæmdir á íbúðum við Kennaraháskólann. Um er að ræða 42 íbúðir við Bólstaðarhlíð 23, sem afhentar verða í tveimur áföng- um, í desember á þessu ári og í mars á næsta ár. Árið 1999 verða 22 íbúðir afhentar til viðbótar á lóð Sjómannaskólans. Þótt ljóst sé að allir nemendur sérskólanna geti sótt um íbúðir stúdentagarða við Kennaraháskólann er reiknað með að í fram- tíðinni gisti þar kennara- nemendur. Aðeins 2% nemenda í sérskólum á görðum Guðmundur Ingi Jóns- son, framkvæmdastjóri Byggingafélags náms- manna, segir að félagið sé löggiltur bygginga- raðili á félagslegum íbúðum og fái 86,5% fjármagns að íbúðum hjá Byggingasjóði verkamanna og að markmiðið sé að fá 20 íbúðum út- hlutað á ári. „Hinsvegar er slagurinn um lánin harður,“ segir hann, „því á síðasta ári var ekki úthlutað Iánum nema fyrir 180 íbúðum úr sjóðnum.“ Lánin eru greidd á 50 árum. Tvö þúsund nemendur eru í sér- skólunum sem Byggingafélagið þjónar og samkvæmt könnun sem gerð var árið 1995 eru 45% þeirra í leiguhúsnæði, 25% í eigin húsnæði og 30% í foreldrahúsum. Þörfin fyrir nemendagarða er því mikil og mark- miðið eins og hjá Félagsstofnun stúd- enta að geta leigt 15% nemenda íbúð eða herbergi á stúdentagörðum. Núna getur Byggingafélagið aðeins leigt um 2% nemenda íbúð eða her- bergi. Guðmundur Ingi Jónsson. Byggingafélagið hefur yfir að ráða 36 herbergjum í Hótel Höfða í Skipholti og sex íbúða blokk í Grafar- vogi sem tekin var í notkun síðastlið- ið haust. Herbergin á hótelinu eru leigð á 15-22 þúsund krónur með rafmagni og hita. Tveggja herbergja íbúð í Grafarvogi er leigð á 29.800 krónur og þriggja herbergja íbúð á 34 þúsund krónur. Helstu vandkvæðin í því að skipuleggja byggingu stúdentagarða eru, að sögn Guðmundar Inga, að Byggingasjóður verka- manna úthlutar lánum að- eins fyrir eitt ár í senn og geta þau brugðist, en þijú önnur nemenda- samtök sækja lán I sjóðinn auk Fé- lagsstofnunar stúdenta í Reykjavík og Byggingafélags námsmanna, það eru Félagsíbúðir iðnnema, Félags- stofnun stúdenta á Akureyri og Sam- vinnuháskólinn á Bifraust. Bygg- ingasjóðurinn úthlutar þessum fimm lánum fyrir um 60 íbúðum á ári. Stúdentagarðar við Listaháskólann og Tækniskólann „Eftirspurn nemenda eftir leigu- íbúðum er mikil,“ segir Guðmundur Ingi, „reynslan sýnir að því fleiri íbúðir sem standa til boða, því fleiri sækja um og lengist þar af leið- andi biðlistinn á hverju ári.“ Auk stúdentagarða við Kennara- háskólann og Sjómannaskólann verður fjögurra deilda leikskóli byggður í samstarfi við Dagvist barna. Hús undir mötúneyti, félags- aðstöðu og skrifstofur er einnig í bígerð og mun verða með svipuðu sniði og hús Félagsstofnunar stúd- enta við Háskóla íslands. Þar verður miðstöð sérskólanema á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Björn H. Jóhannesson arkitekt hannaði bygginguna í Bólstaðarhlíð og verða í henni einstaklingsíbúðir og tveggja og þriggja herbergja íbúðir, auk íbúða fyrir fatlaða. Hún verður þijár hæðir og er fyrsta hús- ið sem rís samkvæmt nýja skipulag- inu á Rauðárholti. V Af öðrum verkefnum Byggingafé- lags námsmanna fyrir háskólastig má nefna stúdentagarða við Listahá- skólann og Tækniskólann eftir að þeir hafa fengið öruggt framtíðar- húsnæði. Listaháskólinn verður lík- lega í Laugarnesinu og Tækniskólinn á lóð við Iðntæknistofnun í Grafar- vogi. Framboð kallar á meiri eftirspurn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.