Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA RAFNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 15. maí kl. 13.30. Erla Guðrún isleifsdóttir, Högni ísleifsson, Sveina Helgadóttir, Gísli Rafn ísleifsson, Sigríður Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GEIR LÚTHERSSON bóndi, Sólvangi, sem andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Hálsi, Fnjóska- dal, föstudaginn 16. maí kl. 14.00. Ásdís Stefánsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HREFNA GUÐNADÓTTIR, síðast til heimilis í Lækjarkinn 26, Hafnarfirði, áður húsfreyja á Þórustöðum, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.30. Páll Vídalín Jónsson, Gretar Pálsson, Sigurjón Pálsson, Anita Örtengren, Guðni Pálsson, Herdís Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR, Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 12. maí sl. Benedikt Jóhannsson, Lára Hjördís Halldórsdóttir, Hannes Jóhannsson, íris Sigrid Guðmundsdóttir, Sigríður Kristín Jóhannsdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson, Magnús Jóhannsson, Margrét Ófeigsdóttir og barnabörn. + Ástkær dóttir mín, unnusta og móðir okkar, KRISTRÚN SKÆRINGSDÓTTIR, Suðurhólum 26, er látin. Jarðsett hefur verið í kyrrþey. Sigríður V. Magnúsdóttir, Kristján Hauksson, Bjarni Fannar, Lilja Dögg, Magnús Freyr, Sólveig Rún. + Bróðir okkar, JÓNAS EGGERT TÓMASSON bóndi, Sólheimatungu, er látinn. Guðrún M. Tómasdóttir, Sigurður Tómasson, Guðrfður Tómasdóttir. STEFÁNÁGÚST KRISTJÁNSSON + Stefán Ágúst Kristjánsson fæddist í Glæsibæ við Eyjafjörð hinn 14. maí árið 1897. Hann lést 1. maí 1988. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson bóndi og smiður í Glæsibæ og kona hans Guðrún Oddsdóttir frá Dag- verðareyri. Var Stefán yngstur sjö barna þeirra hjóna, er upp komust. Stefán Ágúst kvæntist hinn 22. febrúar árið 1930 Sigríði Friðriksdóttur, f. 10. febrúar 1912, d. 6. ágúst 1980. Hún var dóttir Friðriks Daníels Guðmundssonar bónda á Arnarnesi yið Eyjafjörð og konu hans Onnu Guðmunds- dóttur. Börn Stefáns Ágústs og Sigríðar eru Anna Gabríella (Annella), f. 13. ágúst 1930, og Friðrik Daníel, f. 7. nóvember 1932. Annella var gift Magnúsi Ólafssyni lækni, sem lést árið 1990. Synir þeirra eru tveir og barnabörn fimm. Friðrik er kvæntur Ólafíu Sveinsdóttur og eiga þau tvær dætur. Auk þess á Friðrik tvo syni og tvö barna- börn. Að loknu námi við Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal hóf Stefán hálfrar ald- ar starfsferil sinn á Akureyri, fyrst kennslustörf en síðan skrifstofu- og verslunarstörf. Stefán Ágúst var forstjóri Sjúkra- samlags Akur- eyrar 1936-1970 og jafnframt forstjóri Borgarbíós 1946- 1970. Hann var lengi í forystusveit bindindishreyfing- arinnar á Akureyri og helsti hvata- maður að rekstri Hótel Norður- lands og síðar Hótel Varðborg- ar á hennar vegum. Stefán Ágúst kom víða við í félagsmálum. Hann var einn stofnenda Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri árið 1930, karlakórsins Geysis árið 1922 og Tónlistarfélags Akur- eyrar árið 1943. Hann var for- maður Tónlistarfélagsins fyrsta aldarfjórðunginn og vann sem slíkur þrekvirki í menningarmálum Akureyrar- bæjar. Hann gaf út þrjár ljóðabækur og á aldarafmæli hans koma út sönglög eftir hann á geisladiski. Stefán Ág- úst flutti til Reykjavíkur árið 1970, en hann lést þann 1. maí árið 1988. Glæsibær stendur við vestan- verðan Eyjafjörð skammt norðan Akureyrar. Þar er kirkjustaður og prestsetur var þar fram til_ ársins 1880. Foreldrar Stefáns Ágústs, þau Kristján Jónsson og Guðrún Oddsdóttir, hófu búskap í Glæsibæ árið 1888 og bjuggu þar uns Krist- ján andaðist árið 1928. í grein sem Jóhann Ó. Haraldsson, tónskáld, ritaði í Eininguna um Kristján á aldarafmæli hans árið 1958 er honum lýst þannig: „Fyrir mínum sjónum er hann einn almesti aðsóps- og atkvæða- maður, sem ég minnist í alþýðu- stétt, svo að eigi sé dýpra tekið í árinni. Hann var fæddur frábær mælskumaður, skýr í hugsun, og framsetningin sérstaklega snjöll og hrífandi. Mjög var hann tilfinn- ingaríkur, viðkvæmur og blíður í lund, og um margt með lista- mannaskap. Ljúfur var hann heim að sækja, góðlátlega kíminn og skemmtilegur, frjálslyndur og víð- sýnn. Sérstakur unnandi var hann fagurra lista og hvers konar fram- taks.“ Þessi lýsing á Kristjáni Jónssyni á um margt einnig við um Stefán Ágúst, sem tók föður sinn mjög til fyrirmyndar. Báðir voru þeir í for- ystusveit bindindishreyfingarinnar á Norðurlandi á sinni tíð og sinntu félagsmálum af einstökum áhuga og ósérhlífni. Kristján var „gæddur næsta fágætri söngrödd" og var hljómmikill bassi. í grein, sem Steindór Steindórsson, skólameist- ari frá Hlöðum, sem nú er nýlát- inn, ritaði um Kristján í Glæsibæ í Heima er best árið 1985 lýsir hann sönglífinu þar á staðnum: „Stefán Ágúst lék á orgel, en þeir feðgarnir sungu bæði fieir- raddað og einsöng, en sum lögin að minnsta kosti hafði Stefán Ag- úst samið. Og þetta var ekkert einsdæmi í Glæsibæ, öll fjölskyldan var hljómelsk og iðkaði þá list eft- ir föngum.“ Ræktun og garðyrkja var einnig stunduð af miklum myndarskap í Glæsibæ og lýsir Steindór frá Hlöð- um því, að „skrúðgarðurinn í Glæsibæ ætti verðugan sess í garð- yrkjusögu landsins“. Áf framansögðu má vera nokk- uð ljóst, að Stefán Ágúst fékk gott veganesti frá æskuheimili sínu. Öllum sem þekktu Kristján föður hans ber saman um mann- kosti hans, en hann var af fátæku foreldri og ólst upp við kröpp kjör. Hann naut því lítillar bóklegrar kennslu í æsku, en varð brátt að vinna öll algeng störf til sjávar og sveita. Um tvítugsaldur nam hann trésmíði. Guðrún Oddsdóttir, móðir Stefáns Ágústs, var einnig góðum kostum búin og naut menntunar úr föðurgarði og var meðal fyrstu námsmeyja á gamla kvennaskólan- um á Laugalandi. Stefán Ágúst var hrifnæmur náttúruunnandi, eins og upplag hans og uppeldisstaður gáfu til- efni til. Þetta kemur skýrt fram í þeim skrifum, ljóðum og lögum, sem eftir hann liggja. Sterkasti vitnisburðurinn um þetta er lík- lega hátíðarljóð, sem hann samdi og flutti á aldarafmæli Akureyrar árið 1962. Ljóðið skiptist í þrjá þætti, í>em bera heitin „Landn- ám“, „Óður Akureyrar" og „Ósk- ir“. Fyrstu tvö erindin í „Óði Akur- eyrar“ lýsa bæði vel kveðskap Stefáns Ágústs og þeirri ást, sem hann bar til Akureyrar og Eyja- fjarðar: Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Gakk þú með á brekkur brattar, beyg þín kné í djúpri lotning, Fagur, víður fjallahringur faðmar Norðurlandsins drottning. Yndisfagra Akureyri! Ilmi’ af gróðri er nafn þitt bundið. Betra vígi í volki lífsins verður eigi á jörðu fundið. Kaldbakur, sem kólgu hrindir, konunglega í norðri drottnar, úthafsbáran yggld og grettin að hans fótum hnígur, brotnar. í hans skjóli um Eyjafjörðinn ölduþreyttur knörrinn flytur björg, úr sævar dökku djúpi, að dyrum þess er heima situr. Stefán Ágúst gegndi yfirleitt for- ystuhlutverki í félagsmálastörfum, vegna brennandi áhuga hans á öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var í fullu samræmi við þetta, að hann var kjörinn heiðursfélagi Stórstúku Islands, stúkunnar Brynju á Akureyri, Félags verslun- ar- og skrifstofufólks á Akureyri og Tónlistarfélags Akureyrar. Hann var einnig sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar árið 1972. Vert er að geta þess, að Sigríður, eiginkona Stefáns, lagði dijúgan skerf til árangursríks hugsjóna- starfs hans. Einstök hjartahlýja og gestrisni einkenndi heimili þeirra. Stefán Ágúst lét af störfum árið 1970 og fluttist til Reykjavíkur. Um þetta leyti virtist heilsu hans vera að hraka og elli kerling að ná tökum á honum. Þetta gerbreyttist eftir að í ljós kom, að skjaldkirtill hans var hættur að starfa og brugð- ist var við þ_ví með nútímaþekk- ingu. Stefán Ágúst „fann nú hörpu sína aftur“ og hafði í fyrsta sinn á ævinni raunverulegan tíma til að semja ljóð og lög. Þijár ljóðabækur litu dagsins ljós og nokkur sönglög. Nálægt áttræðisafmælinu árið 1977 gaf hann út ljóðabókina „Hörpuklið blárra fjalla". Árið 1981 gaf hann út „Angan bleikra blórna", minningarbók um eiginkonu sjna, Sigríði, sem lést árið áður. Árið 1987 gaf hann svo út úrval 30 ljóða. Stefán Ágúst var ern og andlega ftjór alveg fram undir nírætt, en þá veiktist hann af krabbameini og lést ári síðar, eða 1. maí árið 1988, tæplega 91 árs að aldri. Nú á aldarafmæli Stefáns Ág- ústs gefa afkomendur hans út geisladisk með sönglögum eftir hann. Þar er annars vegar um að ræða upptökur frá ríkisútvarpinu, með söng Þuríðar Baldursdóttur, Sigui-veigar Hjaltested og Guð- mundar Jónssonar við undirleik þeirra Kristins Arnar Kristinsson- ar, Guðrúnar Kristinsdóttur og Ragnars Björnssonar. Hins vegar er um að ræða lög, sem tekin voru upp með stafrænuni hætti í Fella- og Hólakirkju í maí 1996. Þau eru sungin af ungri söngkonu, Þórunni Guðmundsdóttur, við undirleik Jóns Sigurðssonar. Á áðurnefndum geisladiski eru m.a. lög frá yngri árum Stefáns Ágústs og þeim árum, sem hann bjó á Akureyri. Lagið „Þrösturinn“ við ljóð frænda hans, Jóns Sigurðs- sonar frá Dagverðareyri og lögin „Angan bleikra blóma" og „Brúður söngvarans" við ljóð Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi eru frá þessu tímabili. A síðari æviárum sínum í Reykjavík sarndi Stefán Ágúst einnig falleg lög, m.a. „Við Ganges“ við ljóð Gunnars Dal og „Á misturblárri heiði“ við Ijóð Ing- ólfs Kristjánssonar. Oll hafa þessi lög heyrst í ríkisútvarpinu. Auk þessara laga_ verða frumflutt lög eftir Stefán Ágúst við eigin ljóð á áðurnefndum geisladiski. Til _að heiðra aldarminningu Stef- áns Ágústs Kristjánssonar munu afkomendur hans færa Tónlistarfé- lagi Akureyrar að gjöf hluta af upplagi áðurnefnds geisladisks með sönglögum hans, en Akureyrarbær styrkir útgáfu geisladisksins_. Á aldarafmæli Stefáns Ágústs er vel við hæfi að láta í ljós þá ósk, að komandi kynslóðir fái að njóta þeirrar náttúrufegurðar og blómlegu byggðar, sem er enn við lýði í Eyjafirði. Ólafur F. Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.