Morgunblaðið - 14.05.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 39 ^
Svo orti sveitungi Sigríðar um
Eyjafjöilin sem voru henni svo kær.
I dag kveðjum við Sigríði Ingi-
mundardóttur, vinnufélaga okkar til
margra ára. Sigríður fæddist á Ysta-
bæli, Austur-Eyjafjöllum, 11. októ-
ber 1917 en var búsett í Reykjavík
mestan hluta ævi sinnar.
Fyrstu búskaparárin sinnti hún
heimili og börnum, en þegar þau
voru vaxin úr grasi hóf Sigríður störf
á Rannsóknastofu Háskólans. Þar
vann hún í áratugi, eða þar til hún
hætti störfum fyrir aldurs sakir. Sig-
ríður vann við dauðhreinsun og
glasaþvott og sá einnig um kaffi-
stofu starfsfólks. Hún sinnti starfi
sínu af dugnaði, en einnig með sér-
stakri alúð og umhyggjusemi. Við
sem unnum með henni minnumst
þess sérstaklega hve notalegt það
var að koma við hjá Siggu og fá sér
kaffibolla í erli dagsins. Hún var
ætíð svo jákvæð og sá alltaf björtu
hliðarnar á öllum málum.
Sigríður mátti ekkert aumt sjá,
og var alltaf boðin og búin til að
rétta fram hjálparhönd þar sem þörf
var á. Þeir voru margir sem gerðu
hana að sínum trúnaðarvini og sökn-
uðu hennar þegar hún hætti störf-
um.
Við sendum eftirlifandi eigin-
manni Sigríðar, Jóni Stefánssyni,
börnum og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur.
Vak um nótt og undrast alla
yndisfegurð, tign og ró
okkar gömlu Eyjafjalla,
ofan af jökli, niður að qo.
(SJ.)
Starfsfólk sýkladeildar
Landspítalans og rannsókna-
stofu Háskólans.
Sigga mín. Þar sem sterk aldan frá
ógnvekjandi hafinu skall á strönd-
inni og niður hennar barst yfir land-
ið og þar sem jökullinn ægifagri bar
við himininn; nærri þessari náttúru
stóð vagga þín og æskuheimili. Ég
kynntist þér á unglingsárum mínum
og þú varst besta vinkona mín
uppfrá því; ég laðaðist að þér aðal-
lega vegna þess hvað mér fannst
þú sérstök; til þín var hægt að ieita
bæði í gleði og sorg, ráðagóð, mátt-
ir ekkert aumt sjá, heiðarleg og glað-
vær, þú hafðir alla þá bestu kosti,
sem góða vinkonu máttu prýða, þú
tókst tillit til allra og þeirra skoðana.
Nú ert þú horfin og mig langar
að minnast þín með þessum fátæk-
legu línum. Frá ómunatíð hafa
mennirnir reynt að kanna umhverfi
sitt bæði dautt og lifandi, þar á
meðal fugla himins og reynt að skilja
þá. Ég held því fram að villtir fuglar
hafi skilið þig; það var mikil upplifun
að sjá þröstinn spígspora á eldhús-
borðinu og annan velta vöngum yfir
tilverunni á stofuborðinu, líklega
hvort þú værir sú eina, 'sem skildir
hann. Þú unnir lífinu og fegurð þess
og þó líkamlegir kraftar dvínuðu
flugu óskirnar víða og ekki eru nema
nokkrir mánuðir síðan þú minntist
á ferðir okkar til Noregs sem hefðu
verið svo dásamlegar í því fagra
landi og að gaman væri nú að fara
þangað einu sinni enn.
Það sást best hvað þú varst and-
lega sterk þear þú fyrir tæpum fjór-
um vikum fylgdir dóttur þinni til
grafar í Þykkvabænum, þó maðurinn
með ljáinn væri búinn að merkja þig
sér, með djúpum sárum bæði á sál
og líkama.
Vandvirknin var eitt af þínum
aðalsmerkjum, garðurinn við húsið
þitt bar vitni um það, hann var
augnayndi þeirra sem sáu og fólk
sem framhjá gekk undraðist, það
. var oft gaman að koma á Bústaða-
veginn og blanda geði við þína góðu
fjölskyldu.
Ég sakna þín mjög og ósk mín
er sú að þín nýju heimkynni líkist
sem mest æskustöðvunum með sjáv-
arnið, flögrandi fugla um fegurð
himinsins og yndislegan garð í kring
svo og jökul sem ber við loft.
Ég og mín fjölsklda svo og Nor-
egsfólkið sendum samúðarkveðjur
til Nonna og allra annarra fjöl-
skyldumeðlima.
í huga mínum ríkir minning um
góða vinkonu. Vertu guði falin,
Sigga mín.
Ágústa Jónsdóttir.
SVERRIR
SIG URÐSSON
+ Sverrir Sigurðsson, vél-
stjóri, fæddist á Grímstaða-
holti í Reykjavík 9. janúar 1933.
Hann lést á Landspítalanum
aðfaranótt 5. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Jó-
hanna Bjarnadóttir, húsmóðir,
f. 19. sept. 1891, d. 8. ágúst
1978, og Sigurður Magnússon,
skipstjóri, f. 27. febrúar 1894,
d. 2. ágúst 1955. Systkini Sverr-
is eru: Guðjón, f. 5. nóvember
1921, kvæntur Soffíu Nilsen,
Jónfríður, f. 11. júní 1925, og
Rafn, f. 27. febrúar 1927,
kvæntur Dóru Hlíðberg.
Sverrir varð gagnfræðingur
frá Ingimarsskóla 1950. Síðar
iærði hann til vélstjórnar. Frá
15 ára aldri stundaði Sverrir
sjómennsku, fyrst með föður
sínum og bræðrum á vélbátnum
Sæbirni RE. í fjölda ára var
Sverrir vélsljóri hjá bróður sín-
um Guðjóni á vélbátnum
Happasæl, frá Reykjavík.
Um níu ára skeið var Sverrir
vélsljóri hjá Hafskip, eða þar
til það hætti rekstri. Síðustu
ellefu árin vann hann hjá Blikk-
smiðjunni Vík í Kópavogi.
Hinn 8. apríl 1978 kvæntist
Sverrir eftirlifandi eiginkonu
sinni Guðmundu Lilju Sigvalda-
dóttur, f. 10. janúar 1933. Þau
eignuðust ekki börn saman, en
hún á tvær dætur frá fyrra
hjónabandi. Þær eru: Lóa
Guðný Svavarsdóttir, f. 24. nóv.
1954, gift Robert Maniscalco,
þau búa í Bandaríkjunum og
eiga tvo syni. Margrét Ingi-
björg Svavarsdóttir, f. 24. júlí
1958, í sambúð með Magnúsi
Narfasyni og eiga þau tvo syni.
Útför Sverris verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 15.
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Með þessum örfáu línum vil ég
minnast föðurbóður míns Sverris,
sem lést eftir tiltölulega stutt veik-
indi. Þótt við hefðum vitað að veik-
indi hans væru mjög alvarleg og
að hans tími kæmi líklega brátt,
er alltaf áfall að fá slíkar fréttir.
Maður byijar óneitanlega að hugsa
um þann tíma sem maður átti með
Sverri frænda.
Þegar við systkinin vorum að
alast upp var eitt af stóru gleðiefn-
unum þegar hann kom í heimsókn
með ömmu og Lillu frænku. Hann
var alltaf í góðu skapi og hafði
þann eiginleika að allt sem hann
sagði virkaði fyndið í okkar eyrum.
Á þeim tíma var hann vélstjóri á
farskipum og litum við mjög upp
til hans. í okkar augum var það
mjög merkilegt að hann sigldi milli
hafna í hinu stóra útlandi, sem við
höfðum aldrei komið til. Hann gerði
nú ekki mikið úr þessu enda óvenju
hógvær maður.
Seinna kvæntist Sverrir eftirlif-
andi eiginkonu sinni Guðmundu
Lilju (Lillu) og voru þau einstaklega
samrýnd hjón. Við viljum votta
Lillu, svo og fjölskyldunni allri, okk-
ar innilegustu samúð.
Við verðum með ykkur, í huganum,
þegar Sverri frænda verður fylgt
síðasta spölinn og biðjum þann sem
öllu ræður að styrkja ykkur á þess-
ari sorgarstundu.
Guð blessi minningu Sverris.
Rafn Yngvi Rafnsson og
fjölskylda, Danmörku.
Elsku bróðir minn Sverrir er lát-
inn. Fyrsta skarðið hefur verið rof-
ið í systkinahópinn. Kallið kom ekki
á óvart en atburðarásin gagntekur
hugann og hverfulleiki lífsins er
slíkur að aldrei er að vita hver ann-
an grefur. Er ég nú sest niður til
að skrifa nokkur kveðjuorð um
elsku besta vininn minn er myrkur
hið innra með mér. Já, sár söknuð-
ur. Illa gengur að hemja hugsanir
og tilfinningar sem flestar eru
tengdar sorg og gleði - sorg vegna
þess að hann er fallinn frá, gleði
yfir ljúfum endurminningum.
Ég man vel þegar Sverrir fædd-
ist 9. janúar 1933. Þá var ég 7
ára. Það var kominn fallegur strák-
ur með kolsvart hár, ég var stolt
af honum. Nú átti ég orðið þrjá
bræður. Barnæskan leið. Við áttum
ástríka foreldra, pabbi var sjómaður
og mamma alltaf heima.
Unglingsárin komu og Sverrir
lauk gagnfræðaprófí sem þótti þó
nokkuð í þá daga. Sjórinn heillaði,
Sverrir tók vélstjórapróf og þar með
var ævistarfið ráðið. Hann fór á
sjóinn, var vélstjóri á stórum og litl-
um skipum. Lengi voru þeir bræður
mínir, Guðjón, Rafn og Sverrir og
pabbi saman á eigin skipi. Já, allir
fjórir. Svo fækkaði þeim, einn fór
í land en tók þó áfram þátt í rekstri
útgerðarinnar með annarri vinnu.
Það var Rafn. Hinir héldu áfram.
En svo kom stóra höggið. Faðirinn
fékk heilablóðfall og var lamaður á
íjórða ár. Þá reið á samheldni allra
systkinanna og mamma var klettur-
inn því pabbi var heima þar til yfir
lauk.
Guðjón og Sverrir héldu áfram á
sjónum og voru alltaf nefndir bræð-
urnir á Happasæl. En nú fór að
þynnast í heimaliðinu. Rafn og
Guðjón voru báðir kvæntir og farn-
ir að heiman. Við Sverrir vorum
eftir með móður okkar og áttum
eftir að vera það í mörg ár, já,
mörg dásamleg ár. Fáir hafa átt
eins góðan son og bróður og Sverr-
ir var okkur mömmu. Hann var
einstakur. Allar þær ferðir sem
hann fór með okkur um landið í
sumarfríum sínum - það voru dýrð-
ardagar. Og í hvert sinn er ég ferð-
ast minnist ég þessara ferða.
En nú komu lokin með útgerðina
hjá þeim bræðrum Guðjóni, Rafni
og Sverri. Happasæll var úreltur
og þá var að leita á önnur mið.
Guðjón og Sverrir héldu áfram að
vera á sjónum og voru stundum á
sama skipi. En nú sneri Sverrir
blaðinu við. Hann fór til Hafskips,
var vélstjóri hjá þeim og sigldi um
heimsins höf. Oft fengum við
mamma bréf frá honum þegar hann
var í löngu ferðunum. Þau yljuðu
okkur. Svona var allt sem kom frá
honum.
Árið 1978 varð breyting á heima-
liðinu. Sverrir kynntist góðri konu,
Guðmundu Lilju Sigvaldadóttur,
kölluð Lilla. Það var gæfa þeirra
beggja. Þau gengu í hjónaband 8.
apríl 1978 og stofnuðu sitt fyrsta
heimili á Hrefnugötu 8, þar sem
Lilla átti heimili með dætrum sín-
um. Síðar fluttu þau í Hulduland
11. Þau áttu yndisleg ár saman,
samrýndari hjón held ég að hafi
ekki fundist.
Móðir okkar systkinanna lést 8.
ágúst 1978. Hennar var sárt sakn-
að, hún var yndisleg móðir. En lífið
hélt áfram.
Sverrir var hjá Hafskipi og Lilla
fór með honum í siglingar oftar en
einu sinni. Já, lífið var gott en
Hafskip hætti og var þess saknað
af öllum sem þar höfðu unnið.
Sverrir kom í land, hættur að
stunda sjóinn og farinn að vinna í
Blikksmiðjunni Vík. Nú gafst meiri
tími til að sinna heimili og fjöl-
skyldu. Sverrir var líka alltaf að
laga og bæta. Hann var snillingur,
það lék allt í höndunum á honum.
Það var gott að leita til hans. Ekki
má heldur gleyma hvað hann var
góður dætrum hennar Lillu og fjöl-
skyldum þéirra. Lóa, sú eldri, býr
í New York, er gift og á tvo drengi.
Magga, sú yngri, er í sambúð og á
tvo drengi. Lóa kom um síðustu jól
með sína fjölskyldu. Það var gaman
að við skyldum þá öll geta samein-
ast. Við geymum þá minningu.
Lilla mín, við systkinin dáumst
að þér hvað þú hefur verið dugleg
og góð við hann Sverri. Ég sagði
þetta við þig. Þú svaraðir: „Því
skyldi ég ekki vera það? Þetta er
besti vinurinn sem ég hef átt.“ Ég
tek undir.
Blessuð sé minning hans.
Jónfríður Sigurðardóttir
(Lilla systir).
Snarpri og erfiðri baráttu er lok-
ið. Það liðu ekki nema tveir mánuð-
ir frá því þú kenndir þér meins og
þar til krabbameinið lagði þig að
velli.
Allt frá fyrstu tíð er þú komst
eins og sólageisli inn í líf mömmu,
hefur þú verið mér sannkölluð perla.
Ég minnist þess þegar þú varst í
siglingum hjá Hafskip og komst í
land, alltaf voru 2-3 nýjustu plöt-
urnar með í farteskinu handa mér.
Og þegar þið mamma stækkuðuð
við ykkur húsnæði að það væri nú
örugglega nógu stórt herbergi í
íbúðinni fyrir mig og mitt dót, þótt
ég væri komin á þann aldur að
eðlilegt væri að ég færi fljótlega
að heiman.
Þegar fram liðu stundir og ég
og Maggi fórum að standsetja okk-
ar húsnæði, varst þú alltaf fyrstur
manna að hjálpa til. Ófá voru hand-
tökin hjá þér þegar við fluttum að
austan nú í ágúst og vorum að
standsetja húsið okkar. Þú skrapað-
ir lím, braust upp flísar, spartslaðir
og málaðir. Og alltaf mættir þú
fyrstur.
Þannig varst þú, alltaf eitthvað
að gera við og laga, eins og heimil-
ið ykkar mömmu ber vitni um. Allt
í röð og reglu og ekkert hálfklárað
eða bilað.
Þú varst mikið náttúrubarn og
elskaðir að ferðast um landið okk-
ar. Nokkrar voru ferðirnar sem við
fórum í samfloti með þér og
mömmu um landið. Og hvað það
var notalegt að stinga sér inn í
Comby Campinn til ykkar á kvöldin
og fá kaffi og með því, við uppdekk-
að borð og blóm í vasa. Þegar þið
komuð austur að heimsækja okkur
fannst þér frábært að geta andað
að þér sjávarlyktinni af svölunum
hjá okkur, því alltaf átti sjórinn
hluta af hjarta þínu eftir áratuga
sjómennsku.
Hafðu þökk, elsku Sverrir, fyrir
samfylgdina, góðu stundirnar og
ljúfu minningarnar. Minningin um
þig mun lifa með okkur öllum.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill en ljúfar og góðar minningar
um elskulegan eiginmann og ein-
lægan vin munu styrkja þig á þess-
um erfiðu tímamótum.
Margrét Svavarsdóttir.
Elsku afi.
Okkur fínnst skrítið að þú skulir
ailt í einu vera farinn frá okkur -
dáinn. Þú sem varst alltaf svo hress
og frískur að kenna okkur spila-
galdra og fleira sprell. Við vitum
að þú ert nú hjá Guði og hjálpar
honum að passa okkur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Brynjar og Guðmundur Narfi.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför
okkar ástkæru
LILJU VIKTORSDÓTTUR
Gimli,
Garðabæ
Guðmundur Einarsson
Frfða Guðmundsdóttir,
Einar Guðmundsson,
Karolína Guðmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
Guðlaug Guðmundsdóttir,
Viktor Björnsson,
Sævar Leifsson,
Hulda Jóhannesdóttir,
Guðmundur Elías Nfelsson,
Ruth Sigurðardóttir,
Brynjólfur Sigurðsson,
barnabörn og systkini hinnar látnu
*■
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður og afa,
KOLBEINS INGÓLFSSONAR,
Mávahlfð 45,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
12G á Landspítalanum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kolbeinsdóttir,
Þorbjörg Kolbeinsdóttir, Guðmundur Ó. Ingimundarson,
Ingólfur Kolbeinsson, Steinunn Þorleifsdóttir,
Ingibjörg Kolbeinsdóttlr, Hörður Harðarson,
Edda Ingólfsdóttir,
Ragnar Jónsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR EINARSSON
fyrrverandi sendiherra,
Skildinganesi 31,
lést á heimili sínu að kvöldi 12. maí.
Karólfna Hliðdal,
Sigrfður Þórðardóttir, Francis Worthington,
Þorvaldur Hlfðdal Þórðarson, Sigurlaug Anna Auðunsdóttir,
Jóhannes Þórðarson, Arndfs Inga Sverrisdóttir
og barnabörn.