Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 43 FRÉTTIR B ændaskólanum á Hvanneyri slitið Aðalfundur UMF Selfoss 1996 Ingólfur Snorrason íþróttamað- ur Selfoss Selfossi - Ingólfur Snorrason, landsliðsmaður í karate, var valinn íþróttamaður Selfoss árið 1996. Úrslitin voru kunn- gerð á aðalfundi Ungmenna- félags Selfoss sem fram fór á dögunum. Ingólfur hefur náð geysilega góðum árangri á þessu ári, m.a. hefur hann staðið sig frábærlega á er- lendum stórmótum ásamt því að verða bikarmeistari íslands í karate. Hann hefur sýnt mikinn áhuga og dugnað í íþrótt sinni og hefur hann þurft að stunda æfingar einsamall, án þjálfara. Guðmunda Auðunsdóttir frá handknattleiksdeild fékk Björns Blöndal bikarinn, en hann er veittur þeim einstakl- ingi sem hefur unnið vel innan félagsins. Deild ársins var kjörin Sunddeild Selfoss en árlega er þeirri deild sem sýn- ir mesta félagsstarfið veitt þessi verðlaun. Grund - Bændaskólanum á Hvanneyri var slitið við hátíðlega athöfn í mötuneyti skólans 8. maí að viðstöddum landbúnaðarráð- herra, Guðmundi Bjarnassyni, formanni Bændasamtaka Islands, Ara Teitssyni og fleiri gestum. Skólastjórinn, Magnús B. Jóns- son, flutti skólaslitaræðu og kom víða við og fjallaði m.a. um nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að fjalla um málefni skólans í því skyni að móta honum framtíð- arhlutverk. Nefndin skilaði áliti í febrúar byggðu á viðamikilli skoðanakönnun meðal bænda og viðtölum við fjölmarga af for- svarsmönnum íslensks iandbúnað- ar og fyrirsvarsmönnum landbún- aðarstofnana. „Þar er enginn vafi að þetta nefndarstarf og niðurstöður þess hafa orðið skólastarfinu mikil lyftistöng. Skoðanakönnunin leiddi í ljós að starf skólans er mikils metið af bændastéttinni. Það kom einnig skýrt fram að starfsmenntunin hefur mikið að segja fyrir þá sem ætla sér fram- tíð í ísienskum landbúnaði. - Framtíðarskipulag búnaðar- fræðslunnar verður ekki slitið frá skipulagi rannsóknarstarfsem- innar og treysta verður, sem kost- ur er, tengsl fræðslu, rannsókna og leiðbeininga. í niðurstöðum nefndarinnar kemur þetta glöggt fram, en hennar megin áherslur voru eftirfarandi þrjú atriði: að endurmenntun fyrir bændur og starfsfólk í landbúnaði verði efld og komið í fast form, að landbún- aðarnám á framhalds- og háskóla- stigi sé betur tengt við annað nám á viðkomandi skólastigum og að landbúnaðarnám á háskólastigi sé betur tengt rannsóknum í þágu landbúnaðar," sagði Magnús. únaðarfræðslu. Skeifukeppnin Þá vék skólastjórinn að skeifu- keppninni, sem er hefðbundin á lokadegi í félagsstarfsins og hald- in á sumardaginn fyrsta. Þessi hlutu verðlaun: Morgun- blaðsskeifan: Camilla Munk Sör- ensen, Ásetuverðlaun: Camilla Munk Sörensen og Eiðfaxabikar: Pétur Halldórsson, Vík. Á þessu skólaári hafa 97 nem- endur innritast á Hvanneyri til náms. Af þeim eru 69 nemnedur innritaðir í bændadeild skólans og 28 í búvísindadeild, þar af 25 í reglubundið búvísindanám, 2 í óreglubundið og 1 nemandi í BS- 120 námi. Af nemendum bændadeildar voru 36 innritaðir í 1. bekk, 20 á haustönn og 16 á vorönn og luku 28 nemendur prófum. 30 nemend- ur voru innritaðir í 2. bekk og þar af 1 nemandi á 5. önn. Nem- endur eru ívið fleiri en undanfar- in ár en aðsókn að skólanum er of lítil. Þetta á fyrst og fremst við bændadeildir, en aðsókn að búvísindanáminu er í samræmi við áætlanir. Bestum árangri á búfræðiprófi náðu: 1. Sigurður Gylfason, 9,1, 2. Pétur Halldórsson, 8,9, 3. Þórey Bjarnadóttir, 8,8 og 4. Garðar Þorfinnsson, 8,7. Bestum árangri á búfjárræktar- sviði náðu: 1. Pétur Halldórsson, 8,9, 2. Þórey Bjarnadóttir, 8,8 og 3. Garðar Þorfinnsson, 8,7. Bestum árangri á rekstrarsviði: 1. Sigurður Gylfason, 9,1, 2-4. Hannes Adolfsson, 8,6, 2-4. Ste- fanina Nindel, 8,6 og 2-4. Tjörvi Bjarnason, 8,6. Bestum árangri á landnýtingar- sviði: 1. Sigrún Jónasdóttir, 7,53 og 2. Hinrik Hjartarson, 7,46. Ánægja með nefndarstörf Að lokinni útskrift tók landbún- aðarráðherra, Guðmundur Bjarnason, til máls, lýsti ánægju með störf ráðherranefndarinnar, tók undir og gerði að sínum orð- um meginniðurstöður hennar og hét að vinna landbúnaði á Islandi allt það gagn sem hann gæti á meðan hann væri í embætti land- búnaðarráðherra, þótt hann yrði að sjá af tíma til að svara aula- fyndni niðri á Alþingi, þegar sum- ir þingmenn væru í þeim ham. Oskaði hann síðan skólanum og nýútskrifuðum nemendum allra heilla. Ari Teitsson formaður Bændasamtaka íslands flutti ávarp og afhenti verðlaun frá Bændasamtökunum. Fleiri aðliðar veittu verðlaun, en síðan tók til máls Sigurður Jónsson, fulltrúi 60 ára búfræð- inga, og rakti nokkrar minningar frá Hvanneyrarárum sínum og sinna félaga. Að lokum var öllum boðið til kaffidrykkju og meðlæti veitt vel, að höfðingja sið. Morgunblaðið/Sig. Fannar. INGÓLFUR Snorrason karatemaður, íþrótta- maður Selfoss 1996 Morgunblaðið/Davíð Pétursson ÚTSKRIFTARNEMENDUR frá Bændaskólanum á Hvanneyri, Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir TEKIÐ á móti þakkarskjölum; fulltrúar fyrirtækja og félaga sem gáfu fé til tækjakaupa í sjúkraþjálfun dvalarheimilisins á Hellu, ásamt sjúkraþjálfara og stjórnarmönnum heimilisins. BALDUR Rúnarsson sjúkra- þjálfari við eitt tækjanna í hinni nýju aðstöðu Dvalar- heimilisins Lundar á Hellu. Dvalarheimilið Lundur á Hellu Samstaða um tækjakaup Hellu - í febrúar sl. tók sjúkra- þjálfari til starfa á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Sú þjónusta hefur ekki áður verið í boði á staðnum, en auk þess að sinna íbúum dvalar- heimilisins geta aðrir íbúar í hérað- inu notið aðstöðunnar. Tæki og búnaður til sjúkraþjálfunarinnar voru keypt fyrir gjafafé frá fyrir- tækjum og einstaklingum. Nýverið voru afhent þakkarskjöl til aðila sem gerðu tækjakaupin möguleg, en þau eru Krabbameins- félag Rangárvallasýslu, Krappi ehf. á Hvolsvelli, Kvenfélagið Unn- ur í Rangárvallahreppi, Mosfell sf. á Hellu, Rauðakrossdeild Rangár- vallasýslu, Ólafur Guðmundsson og Lárus Jónasson á Hellu og Jós- ep Benediktsson í Varmadal. Þá gaf Steinn Þórðarson, vistmaður á Lundi, andvirði einbýlishúss sins og hefur sá sjóður verið notaður til tækjakaupa. Gjafir til heilsugæslu- stöðvarinnar á Hólmavík Drangsnesi - Lionsklúbburinn á Hólmavík og Kvenfélagasamband Strandasýslu afhentu heilsugæslu- stöðinni á Hólmavík fullkominn nuddbekk og mjaltavél að gjöf laug- ardaginn 3. maí sl. Þetta er fullkominn meðferðar- bekkur sem nýtast mun bæði fyrir nudd og sjúkraþjálfun. Ekki hefur nein aðstaða verið á heilsugæslu- stöðinni fyrir sjúkranuddara og hef- ur fólk orðið að sækja þessa þjón- ustu til Reykjavíkur með ærnum til- kostnaði. Þetta mun væntanlega breytast nú með þessari gjöf kvenfé- lagskvenna og Lionsmanna. Mjaltavélin, sem er af gerðinni Medela, er í sérstakri tösku og er með öllum fylgihlutum. Vélar af þessari gerð eru í notkun, bæði á mjaltavélaleigum í Reykjavík og á vökudeild Landspítalans, og hafa þær reynst mjög vel. Víst er það að heilsugæslan á Hólmavík væri snöggtum fátækari að tækjum en hún þó er ef velvilja og gjafmildi íbúa Strandasýslu nyti ekki við. JENNÝ Jensdóttir, formaður Kvenfélagasambands Stranda- sýslu, og Sigurður Vilhjálmsson, Lionsklúbbi Hólmavíkur, af- henda Jóhanni B. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra heilsu- gæslustöðvarinnar á Hólmavík, fullkominn nudd- og meðferðar- bekk og mjaltavél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.