Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 46

Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni 600P NEW5, 5IR..THE PRINCIPAL ASKEPTHE CU5TODIAN TO CLIMB VP, ANP FlKTHE LEAKINTHE ROOF.. H0WEVEK,Y0U MAY HAVE TO IVAIT A WHILE L0N6ER... Góðar fréttir, herra... skóia- Þú gætir samt þurft að bíða dálít- Umsjónarmaðurinn datt ofan af stjórinn bað umsjónarmanninn að ið lengur ... þakinu! klifra upp og gera við þaklek- ann... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Að standa báðum fótum í jötu (etu) ar fram en þeir sem þar eru innan dyra, ef svo má að orði komast? Hlutverk ritstjóra blaða og tímarita er fyrst og fremst að taka við efni sem berst og birta það, sem bita- stætt kann að teljast. En þeir eiga ekki að nota málgögn þau, sem þeir ritstýra, fyrst og fremst sem stökk- pall fyrir sig og sínar skoðanir. Með því móti auka þeir að vísu tekjur sínar og fá nafnið sitt oftar birt. En e_r þetta góð þjónusta við lesend- ur? Ég held varla. Stofnuð hafa verið bókaforlög, sem greinilega hafa haft það fyrst og fremst að markmiði að koma rit- verkum vissra höfunda á framfæri. Hætt er við, að ef þessara útgáfufyr- irtækja hefði ei notið við, hefðu færri ritverk fyrrgreindra höfunda komist á markað. Einokun hijómar illa í munni íslendinga alla tíð síðan danskir kaupmenn einokuðu versl- unina fyrr á öidum. Andleg einokun er ekki betri. Og hvað má segja um útvarp og sjónvarp? Þar er sífellt verið að tala við sama fólkið. Þegar bók kemur út eftir höfund í náðinni er rokið upp til handa og fóta til að eiga við hann viðtal. Þarna er í raun og veru verið að veita viðkomandi ókeypis auglýsingu. Á aðra er hins vegar ekki minnst. Þarna er þögnin sterk og máttug. Ekki meira að sinni, en ef til vill getur hugsast, að ég geri nánar grein fyrir þeim skoðunum, sem hér hafa verið reifaðar. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Frá Auðuni Braga Sveinssyni: NÝLEGA blaðaði ég í ritinu íslenskt orðtakasafn, 3. útgáfu aukinni og endurskoðaðri, er dr. Halldór Hall- dórsson samdi. Almenna bókafélagið gaf út, 1991. Þetta er mikið rit, 569 bls. að stærð. Að einu orðtaki leitaði ég, en fann ekki; það er að standa báðum fótum íjötu. Hringdi til Hall- dórs Halldórssonar og spurðist fyrir um orðtakið, sem ég ekki fann. Þá sagði hann mér, að notað væri orðið eta í staðinn fyrir jata, en það er hin óklofna mynd orðsins jata. Orð- takið er þá þannig: að standa báðum fótum í etu. Nú er það oft þannig að heimfæra má gömul orðtök upp á nútímann. Aðstaða manna til að hygla sjálfum sér, umfram þörf og alla sanngirni, er mismunandi. Sumir hafa beinlínis enga aðstöðu til að skara eld að sinni köku. Mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð, að hún er eigingjörn og ágjörn, ef því er að skipta. Sagt hefur verið að ágirndin sé rót alls ills. Er það ekki einmitt ágirndin, sem veldur því, að haldið er út í blóðugar styijaldir? Sagðist ekki Hitler þurfa aukið lífsrúm fyrir þjóð sína, og því skyldi náð með illu, ef ekki með góðu? En ágirnd þarf ekki endilega að birtast í formi þess að girnast áþreif- anlega hluti. Hún er víðar á ferð- inni, jafnvel á andlega sviðinu. Hvað er hægt að segja um yfirráð fjöl- miðla, sem eru eins og kunnugt er í formi prentaðs máls og svonefndra ljósvakamiðla? Hveijir koma þar oft- A A að hengja bakara fyrir smið? Frá Eyrúnu Ingadóttur: Á ALÞINGI liggur nú fyrir frumvarp um lækkun vörugjalds af ökutækjum, sem eru yfír 5 tonn að leyfílegri heild- arþyngd, úr 30% í 15% og er ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar er lagt fram annað frumvarp þar sem tekjutapi vegna þessarar breytingar er mætt með því að hækka hámarksfjárhæð á bifreiðagjaldi og mun gjald bifreiða, sem eru yfir 3,7 tonn að eigin þyngd, hækka um 40 prósent. Að mati sendibílstjóra er þessi aukna skattheimta afar óeðlileg og það er ljóst að þessi hækkun bifreiða- gjalds mun leggjast þungt á öll öku- tæki í atvinnurekstri. Þeir aðilar sem standa að þessu frumvarpi virðast ekki gera sér ljóst að innflutningur bifreiða muni auk- ast, að það verði svokölluð margfeld- isáhrif. Þeir gerðu ráð fyrir að tekj- utap ríkissjóðs yrði um 118 milljónir króna en þar sem meðalaldur at- vinnubifreiða er orðinn mjög hár má fastlega gera ráð fyrir að innflutning- ur aukist verulega með lækkun vöru- gjalds. Ef bæði frumvörpin verða sam- þykkt á Alþingi munu tekjur ríkis- sjóðs aukast umtalsvert og atvinnu- bílstjórar munu borga brúsann. Það er ljóst að þröngur hópur manna mun njóta þessarar lækkunar vörugjalds á kostnað heildarinnar. Þeir sem hafa keypt bíla á undanfömum árum hafa þurft að greiða 30% vörugjald og þurfa nú, auk þess sem bílar þeirra lækka hlutfallslega í verði, að bera þessar byrðar fyrir aðra. Þrátt fyrir að komið sé í frumvarpið þau ákvæði að þeir sem hafa keypt bíla á síðustu 12 mánuðum fái endurgreiddan 76 af vörugjaldi þá hjálpar það ekki hin- um sem eftir sitja. Kílóagjald er í sjálfu sér óréttlát skattheimta sem átti einungis að vera tímabundin í upphafi. I dag greiða allir þeir sem eru með bíla yfír 3,7 tonn 37.830 kr. á ári en munu eftir breytingu greiða 53.500 kr. Alþingismenn verða að gera sér grein fyrir því að atvinnubíl- stjórastéttin er ekki ótæmandi auð- lind fyrir ríkissjóð. Það er ekki hægt að láta heildina greiða fyrir nokkra útvalda. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert - og tímabært - að lækka vörugjöld af ökutækjum, en að fara þessa leið er ólíðandi. Sendibílstjórar munu mótmæla þessu kröftuglega. EYRÚN INGADÓTTIR, framkvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.